Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 15 Vinahjálp gefur St. Jósefs- spítala eyrnasmásjá VINAHJÁLP færöi nýlega Barna- deild St. Jósefsspítala, Landakoti, að gjöf aðgerðarsmásjá til notkunar við eyrnaaðgerðir á börnum. Var tækið afhent við hátíðlega athöfn fyrir nokkru. Sævar Halldórsson yf- irlæknir lýsti tækinu og notkun þess: Eyrnasmásjáin kemur að mikl- um notum á Barnadeild og tryggir betri greiningu og meðferð á börn- um með eyrnasjúkdóma, en eyrna- bólgur eru einn algengasti sjúk- dómur, sem herjar á börnin, sér- staklega á unga aldri. Einnig er eyrnasmásjáin nauðsynleg við flestar þær aðgerðir sem gerðar eru á eyrum barna eða fullorðinna í dag. Kaupverð smásjárinnar og fylgihluta mun vera um 150.000 kr. Meðfylgjandi mynd af gefendum og forsvarsmönnum spítalans var tekin við afhendingu gjafarinnar. Á mynd- inni eru sitjandi frá vinstri: Áslaug Boucher, Unnur Pétursdóttir, Doris Briem. Standandi frá vinstri: Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri, frú Dalström, Ágústa Ward, Ulla Is- aksson, Guðrún Holt, Cathrine Thomas, (íuðrún Magnússon, Magnea Waage, Effa Georgsdóttir, Guðrún Marteinsdóttir, hjúkrunar- forstjóri, Svava Storr, Sigrún Þór- oddsdóttir, aðstoðardeildarstjóri, og Sævar Halldórsson, yfírlæknir Barna- deildar. Afhentu Héraðsskólanum að Skógum veggskreytingu SUNNUDAGINN 27. nóvember fór fram afhending á veggskreytingu eftir Benedikt Gunnarsson, listmál- ara í Héraðsskólanum að Skógum. Nemendur, brautskráðir 1957, gáfu með tilstyrk sýslusjóðs Rang- árvallasýslu og Vestur-Skafta- fellssýslu, auk menntamálráðu- neytisins. I skýringum listamannsins er meginviðfangsefnið lífríki heiðar- innar og nærvera mannsins, ásamt þjóðsagnaminnum úr Land- námu. Einhverjir mestu galdra- menn til forna, Þrasi og Löðmund- ur, tengjast verkinu. Fjölmenni var við afhending- una, m.a. sýslumaður Rangár- vallasýslu, sem jafnframt er for- maður skólanefndar Skógaskóla, og fræðslustjórinn á Suðurlandi, auk heimamanna. Þórður Tómas- son safnvörður fór með galdra- þulu og lék á langspil. Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi: Áfram verði unnið að orkusparnaðaráætlun Borgarnesi, 28. nóvember. KONA tekur nú sæti í stjórn Sam- taka sveitarfélaga í Vesturlands- kjördæmi í fyrsta skipti frá stofnun samtakanna. Er það Ragnheiður Olafsdóttir bæjarstjórnarmaður á Akranesi er hún kom inn í stjórnina á aðalfundi samtakanna sem hald- inn var í Borgarnesi um helgina auk Jóns Þórs Jónassonar oddvita Staf- holtstungnahrepps og Georgs Her- mannssonar hreppsnefndarmanns í Borgarnesi. Voru þau kosin í stað þriggja stjórnarmanna sem ekki voru lengur hlutgengir í stjórn, þeirra Harðar Pálssonar Akranesi sem undanfarið ár hefur verið formað- ur SSVK, Guðmundar Ingimund- arsonar Borgarnesi og Jóns Blön- dal Andakílshreppi. í stjórninni sitja áfram Engilbert Guð- mundsson Akranesi, Guðmundur Lárusson Stykkishólmi, Kristófer Þorleifsson Ólafsvík og Kristinn Jónsson Búðardal. Stjórnin á eftir að kjósa sér formann. Á fundinum var fjallað um ýmis hagsmunamál sveitarfélaganna í kjördæminu og verður gerð nánari grein fyrir fundinum hér í blaðinu síðar. Á vegum SSVK hefur verið unn- ið brautryðjendastarf í sambandi við athugun á húsum með tilliti til orkusparnaðar sem húshitunar- nefnd samtakanna vinnur að. I Fyrsta loðnan til Akraness skýrslu sem lögð var fyrir fundinn um þetta efni kom fram að mikil orkusóun virðist eiga sér stað við húshitun, eins og kom fram hér í blaðinu síðastliðinn laugardag, en hægt er að draga úr henni með viðgerðum á húsunum sem borga sig sumar á tiltölulega stuttum tíma. Á fundinum var samþykkt að vinna áfram að þessum málum. Á fundinum var samþykkt að stofna Iðnþróunarsjóð Vestur- lands en ekki var gengið endan- lega frá reglugerð fyrir sjóðinn. Ákveðið var að boða til formlegs stofnfundar sjóðsins í vor að fengnum umsögnum sveitarfélag- anna um reglugerðartillögurnar. Fyrir fundinn var lagt samn- ingsuppkast um Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fundur- inn lýsti ánægju sinni með samn- ingsuppkastið og hvatti til að unn- ið verði að áframhaldandi samn- ingum um framhaldsskólamál á Vesturlandi á grundvelli þessa uppkasts. Gert er ráð fyrir aðild sveitarfélaganna á Vesturlandi að skólanum en í samningsuppkast- inu er ekki gert ráð fyrir deildum Fjölbrautaskólans í hinum ein- stöku þéttbýlisstöðum á Vestur- landi svo sem sveitarstjórnar- menn hafa lengi lagt áherslu á. Þó er ekki lokað á þetta fyrirkomulag í samningsuppkasti ríkisins en sveitarfélögin verða sjálf að greiða þann umframkostnað sem slíkt hefði í för með sér. —HBj. DACHSTEIN Enn sem fyrr eru Fischer fyrstir með nýjungamar. Fischer gönguskíði og svigskíði henta öllum, stórum og smáum, byrj- TYROLIA adidas Skíðaskórnir frá Dach- stein eru heimsfrægir fyrir vandaðan frágang og góða einangrun gegn kulda. Henta sérlega vel íslensku fótlagi. Adidas skíðagönguskór, bindingar og fatnaður handa þeim -^-'---a ustu. „TOTAL ÐIAGONAL" er einkaleyfisvemduð upp- finning frá Tyroha, sem veitir skíðafólki fullkomn- asta öryggi, sem völ er á (á hæl og tá). Við bjóðum aðeins topp- merki í skíðavörum. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að veita skjóta og örugga þjón- ustu. Bindingar em sett- ar á meðan beðið er. TOPPmerkin í íkíðavörum PEKKING- REYNSLA-ÞJÓNUSTA FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670 aa Akranesi, 25. nóvember. NÓTASKIPIÐ Víkingur landaði hér í nótt 600 lestum af loðnu. Þetta er fyrsta loðnan sem landað er á Akranesi á þessari vertíð. Auk Víkings stunda fjórir loðnu- veiðar. Rauðsey, Skírnir, Bjarni Ólafsson og Höfrungur. Einn bát- ur stundar enn síldveiðar en flest- ir hinna eru á línuveiðum. f vik- unni hafa þessir togarar landað: Skipaskagi 97 tonnum, Haraldur Böðvarsson 154 tonnum. JG. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! JltotgtittÞIfifeifr TRYGGING HF jœæ™

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.