Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 23 Alls biðu 186 manns bana í flugslysinu á Spáni á sunnudag, er flugvél af gerðinni Boeing-747 frá flugfélaginu Avianca í Kólombíu hrapaði um 8 km fyrir sunnan Barajas-flugvöllinn við Madrid. Níu manns lifðu slysið af, en sumir þeirra eru stórslasaðir. Á meðal farþeganna voru 19 Svíar, 2 Danir og 3 Norðmenn. Orsök slyssins er enn ókunn. Flugslysið á Spáni: Níunda stórslysið á 13 árum Burgoti, Spáni, 29. nóvember. Frá frétUritara Morgunblaðsins, Helgu Jónndóttur. FLUGSLYSIÐ á sunnudag er níunda meiri háttar flugslysid, sem orðið hefur hér á Spáni á 13 árum. Hinn 3. júlí 1970 fórst brezk flugvél af gerðinni Comet-4 við Barcelona stuttu fyrir lendingu og létu 111 manns þar lífið. Hinn 1. janúar 1971 létu 27 manns lífið, þegar flugvél í leigu- flugi hrapaði í sjóinn í grennd við Minorca. Flugvélin var að koma frá Alsír og var með heilt knattspyrnulið um borð. Hinn 5. janúar 1972 létu 104 farþegar lífið, þegar Caravelle- þota frá Ibería rakst á 470 metra háan varðturn í grennd við flug- völlinn á íbiza. Hinn 3. desember sama ár fórst svo flugvél frá spænska flugfélaginu Spantak með 157 farþega innanborðs. Sprenging varð í vélinni nokkr- um sekúndumn eftir flugtak, er hún var að leggja af stað frá Kanaríeyjum til Múnchen. Allir farþegarnir, 155 talsins, misstu lífið. Hinn 3. ágúst 1973 hrapaði Caravelle-þota frá spænska flug- félaginu Aviago til jarðar aðeins fáeina kílómetra frá borginni La Coruna á Norðaustur-Spáni. Með vélinni voru 85 manns og aðeins einum manni tókst að sleppa lifandi úr þessu flugslysi. Sprenging varð í vélinni, þegar hún bjó sig til lendingar. Hinn 27. marz 1977 rákust saman tvær Jumbó-þotur frá hollenzka flugfélaginu KLM og Pan American, þegar þær voru að hefja sig til flugs á flugvellin- um í Tenerife á Kanaríeyjum. Er þetta hörmulegasta flugslys sög- unnar, en 585 manns létu þar líf- ið. Niðurstaða rannsóknar þeirr- ar, sem fram fór vegna slyssins, sýndi, að slysið varð vegna mis- taka flugstjóra hollenzku vélar- innar, sem hóf vélina á loft án leyfis spænskra flugyfirvalda. Hinn 21. apríl 1980 fórst flug- vél af gerðinni Boeing-727 með 146 farþega innanborðs við Ten- erife. Vélin var í leiguflugi frá Manchester. Samkvæmt niður- stöðum rannsóknar þeirrar, sem fram fór, voru orsakir slyssins yfirsjón áhafnarinnar við stjórnun vélarinnar og misskiln- ingur ensku flugmannanna á fyrirmælum spænskra eftir- litsmanna. Hinn 13. september í fyrra fórst svo flugvél af gerðinni DC-10 frá spænska flugfélaginu Spantak á leiðinni til New York við flugvöll á Costa del Sol. Þá missti 51 farþegi lífið. Ludovic Néger, tæplega tveggja ára gamall snáði frá Frakklandi, var 1 hópi þeirra fáu, sem lifðu flugslysið af. Mynd þessi var tekin af honum í gær í fangi hjúkrunarkonu í Madrid. Ludovic hlaut talsverð meiðsli, einkum á höfði. Skaut Gal- man níu skotum Manila, 29. nóvember. AP. SKYTTA ÚR flugher Filippseyja hef- ur viðurkennt að hafa hæft meintan morðingja Benigno Aquino níu sinn- um á flugvellinum í Manila, enda hafi hann haft fyrirskipanir um að særa skotsári, en þó ekki drepa, hvern þann sem gera mundi Aquino mein. Ernesto Mateo liðþjálfi sat fyrir svörum hjá nefnd er vinnur að rannsókn á aftökunni á Manila- flugvelli. Sagðist hann hafa haldið áfram að skjóta á Rolando Galm- an þar sem hann óttaðist að hann reyndi til þrautar að skjóta Aqu- ino. „Hann lyfti höfði og hreyfði hendurnar þar sem hann lá í blóði sínu,“ sagði Mateo. Stjórnarandstæðingar á Fil- ippseyjum og fjölskylda Galmans halda því fram að stjórn Marcosar hafi látið ráða Aquino af dögum. Hafi nærvera Galmans á flugvell- inum átt að láta líta út fyrir að hann hafi ráðið Aquino af dögum. Hermt hefur verið að Galman hafi verið látinn áður en Aquino var veginn og líkinu fleygt út úr herbíl í þann mund sem hermenn myrtu Aquino. START- viðræður hafnar Genf, 29. nóvember. AP. FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna héldu í dag þriggja klukkustunda fund um fækkun langdrægra kjarnorkueldflauga (START) og sagði sovézki fulltrúinn, Viktor P. Karpov, að umræðum yrði haldið áfram. Var þetta fyrsti fund- urinn í þessum viðræðum, síðan Sov- étmenn gengu frá sams konar við- ræðum um meðaldrægar kjarnorku- eldflaugar í síðustu viku. Karpov hélt því hins vegar fram við lok fyrsta fundarins nú, að Bandaríkjamenn kæmu í veg fyrir að START-viðæðurnar bæru árangur. Þetta var 74. fundurinn í þessum viðræðum, en þeim verður haldið áfram á fimmtudag. VERALDARPLATA r KRISTJANS JOHANNSSONAR OG LUNDÚNASINFÓNÍUNNAR íœst hjá okkur Á hljómplötu sinni syngur Kristján gullíalleg lög við allra hœíi við undirleik London Symphony Orchestra undir stjórn ítalska meistarans Maurizio Barbacini. Kristján syngur: O Sole Mio Musica Proibita Torna a Surriento Core ’Ngrato Non ti scordar di me Dicltencello vuie Mattinata Sjá dagar koma Mamma Rondine al Nido í fjarlœgð Maria Maril Ideale Hamraborgin eins og honum einum er lagið. TAKMARKAÐ i^KARNABÆR TTPPT AG rypro TÓT ^ hljómplötudeildir: V# X X X X X\ I Ix W V/lj AUSTURSTRÆTl 22 — LAUGAVEGI 66 — RAUÐARARSTÍG 16 — MARS. HAFNARFIRÐI — GLÆSIBÆ

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 275. tölublað (30.11.1983)
https://timarit.is/issue/119420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

275. tölublað (30.11.1983)

Aðgerðir: