Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 1983
47
Arnór gekkst
undir uppskurð
í gærmorgun
ARNÓR Guöjohnsen knatt-
spyrnumaöur var skorinn upp í
gærmorgun á sjúkrahúsi í Leuven
• Arnór Guöjohnsen
í Belgíu. Aö sögn eiginkonu Arn-
órs tókst aðgeröin mjög vel en
stóð mun lengur yfir en sérfræö-
ingurinn átti von á. Arnór mun
hafa veriö á skuröarboröinu í
rúmar fjórar klukkustundir.
í Ijós kom aö lærvöóvinn var illa
slitinn, kominn var ígerð í sáriö og
mun þaö vera skýringin á hinum
miklu verkjum sem Arnór haföi í
laervöðvanum.
Arnór þarf aö vera á sjúkrahús-
inu í 8 daga en fær síöan aö fara
heim. Læknar hans gera ráö fyrir
því aö hann veröi rúmfastur í þrjár
til fjórar vikur en geti síðan farið aö
ganga um meö hækjur. Ef allt
gengur aö óskum er möguleiki á
því aö Arnór geti hafiö æfingar í
byrjun febrúar.
— ÞR.
Walsall vann
Fré Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaéaina f Englandi
ÞAU ÚRSLIT sem vöktu mesta at-
hygli á Englandi í gærkvöldi var
sigur Walsall á Arsenal í mjólk-
urbikarnum á Highbury. Arsenal
er þar meö úr leik í keppninni, en
3. deildarliö Walsall er komiö í
átta liða úrslit.
Stewart Robson kom Arsenal
yfir í fyrri hálfleiknum, Mark Preece
jafnaöi í seinni hálfleiknum og fjór-
um mín. fyrir leikslok skoraöi Ally
Brown, fyrrum leikmaöur WBA,
sigurmark Walsall. Óvænt úrslit
svo ekki sé meira sagt. Charlie
Nicholas var bókaöur í leiknum.
Ahangendur Arsenal voru ekki
ánægöir eftir leikinn og bauluöu á
sína menn.
Liverpool sigraöi loksins Ful-
ham, er liöin mættust í þriðja skipti
í gær í mjólkurbikarnum. Leikiö
var á velli Fulham, Craven Cott-
age. Framlengja þurfti leikinn, og
skoraöi Graeme Souness eina
markiö fjórum mín. fyrir lok fram-
lengingarinnar. Fulham fékk fjögur
góö færi í leiknum — þar af Gord-
on Davies tvö góö — en þau fóru
öll forgöröum. Kenny Dalglish var
ekki meö Liverpool — meiddist lít-
illega gegn Ipswich á laugardag.
Michael Robinson lék meö aö nýju,
svo og Craig Johnston. Ronny
Whelan var á bekknum, og kom
inn á fyrir Steve Nicol í framleng-
ingunni.
Birmingham og Notts County
veróa aö eigast viö í fjóróa skipti í
mjólkurbikarnum. Þriöja leik þeirra
lauk meö jafntefli eins og hinum
tveimur — nú var ekkert skoraö,
0:0. Fjórði leikurinn í mjólkurbik-
arnum í gær var viöureign Roth-
erham og Wimbledon. Rotherham
vann 1:0.
Caton til Arsenal
Tommy Caton, miðvörðurinn
ungi hjá Manchester City, mun
skrifa undir fjögurra ára samning
viö Arsenal í dag. Hann hefur leikiö
meó enska landsliöinu undir 21
árs, og telur möguleika sína á sæti
í A-landsliöinu meiri, leiki hann í 1.
deild. Hann vildi því fara frá City.
„Þaö tók mig aöeins þrjár sekúnd-
ur aö taka ákvöröun um aö fara til
Arsenal," sagöi hann í gær. Arsen-
al borgaði City 500.000 pund fyrir
hann.
QPR keypti í gær Jeremy Charl-
es frá Swansea á 150.000 pund.
hann getur leikið bæöi í vörn og
sókn. „Hann mun styrkja hóp
okkar verulega," sagöi Terry Ven-
ables, stjóri QPR í gær.
• Þessi stúlka, Olga Bitserova, Evrópu- og heimsmeistari í fimleikum, er sautján ára. Líkami hennar ber
þess þó ekki merki, enda hafa rannsóknir sýnt aó hann er eins og líkami níu ára barns.
Kynþroskaskeiði íimieikastúlknanna frestað:
Hún er sautján ára
— en líkami hennar er eins og níu ára barns
HÚN ER EIN þeirra stúlkna sem geröar hafa veriö aö íþróttastjörnum meö því að fresta kynþroskaskeiöinu.
Hún varö sautján ára fyrir einum og hálfum mánuöi — en varla dytti nokkrum manni þaó í hug eftir aö hafa
séð myndina hér aö ofan. Rússneska stúlkan Olga Bitserova, Evrópu- og heimsmeistari í fimleikum, vegur
aöeins 29 kílógrömm og er 140 sentimetrar á hæð. Hún gerir æfingar sem eru „líkamlega ómögulegar".
Franskur læknir, Michel Leglise aó nafni, hefur gert merkilegar rannsóknir á Bitserovu.
Röntgenmvndir sem Lsýiisé nef-
ur skoðað sýna aö líkami hennar
er eins og líkami niu ára barns.
Michel Leglise er nátengdur
fimleikaíþróttifini, og hann og
nokkrir félagar hans voru afar for-
vitnir aö komast að því hvernig
þessar litlu Austur-Evróputátur
gátu endalaust komiö fram meö
atriöi sem fengu fólk til aö standa
á öndinni af undrun. Leglise varö
sér úti um röntgenmyndir af flest-
um fremstu fimleikastúlkunum og
rannsakaöi beinabyggingu þeirra.
Ekki fullvaxnar
Úrskuröur hans eftir þessar
rannsóknir var sá, að rússn~"‘KU
og rúmensku 'Vu.Kurnar -Tem
er- ..emstar í fimleikaheiminum í
dag — ættu í raun aö vera mun
yngri en aldurinn segöi til um!
Leglise fann út aö stúlkurnar heföu
alls ekki vaxiö í samræmi viö ald-
urinn. Hann segir aö kynþroska-
skeiöinu hafi veriö á hag-
anleo»n uatt, þannig aö stúlkurnar
veröa fimari, léttari og í því ástandi
sem þarf vil aö framkvæma þessar
djarflegu æfingar.
Tilraunadýr
Einar Eriksson heitir formaöur
alþjóöa íþróttalæknanefndarinnar,
og hann lýsir nútíma fimleika-
stjörnum sem tilraunadvrum
„po aö hormónaflutningur sé
stranglega bannaöur, er ástæöa til
þess aö ætla aö vissar þjóöir
stundi tilraunastarfsemi mgj jan_
ingsstúlkur Qg nindri eölilegan lík-
amsvöxt þeirra. Segja má að þess-
ar stjörnur séu af nokkurs konar
„tilraunakynslóö" sem veröur aö
greiöa afrek sin dýru veröi," sagöi
Eriksson nýlega í samtali viö
sænska dagblaöiö Expressen.
Rannsóknir sína aö tánings-
stúlkur í hinum stóru austur-evr-
ópsku fimleikaþjóðum æfa mjög
stift: sex til átta tíma æfingar á dag
er ekki óaloengt Ssrr.í;~.Í5 éru
þær á ströngum megrunarkúr og
eru örlítiö vannæröar *>«* opp.
vaxtartímatj’.'.ió og ná því aldrei aö
veröa mettar!
„Þaö er ógerningur að sjá fyrir
afleiöingarnar sem þetta getur haft
fyrir stúlkurnar eftir aö íþróttaferli
þeirra er lokiö. Allt sem hefur áhrif
á hiö eölilega uppvaxtarmynstur
unglinga er hættulegt,“ fullyröir
Einar Eriksson.