Morgunblaðið - 30.11.1983, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
Peninga-
markadurinn
GENGISSKRÁNING
NR. 225 — 29. NÓVEMBER
1983
Kr. Kr. TolF
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
1 Dollar 28,290 28,370 27,940
1 SLpund 41,183 41,300 41,707
1 Kan. dollar 22,785 22,850 22,673
1 Donskkr. 2,8790 2,8872 2,9573
1 Norsk kr. 3,7534 3,7640 3,7927
1 Sa-n.sk kr. 3,5411 3,5511 3,5821
1 Fi. mark 4,8734 4,8872 4,9390
1 Fr. franki 3,4208 3,4305 3,5037
1 Belg. franki 0,5122 0,5137 0,5245
1 Sv. franki 12,9838 12,9804 13,1513
1 Holl. gyllini 9,2830 9,3093 9,5175
1 V þ. mark 10,3981 10,4275 10,6825
1 ÍLlfra 0,01718 0,01723 0,01754
1 Austurr. sch. 1,4769 1,4811 1,5189
1 Port. escudo 0,2185 0,2191 0,2240
1 Sp. peseti 0,1812 0,1817 0,1840
1 Jap. ycn 0,12084 0,12050 0,12028
1 írskt pund 32,321 32,413 33,183
SDR. (SérsL
dráttarr.) 28/11 29,6026 29,6865
1 Belg. franki 0,5058 0,5072
Vextir: (ársvextir)
Frá og með 21. nóvember 1983
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóösbækur..............27,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).30,0%
3. Sparisjóösreikningar, 12. mán.1)... 32,0%
4. Verötryggðir 3 mán. reikningar.0,0%
5. Verötryggöir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Ávísana- og hlaupareikningar... 15,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæöur í dollurum....... 7,0%
b. innstæöur i sterlingspundum. 7,0%
c. innstæðurív-þýzkummörkum... 4,0%
d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0%
1) Vextir færöir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
HÁMARKSVEXTIR
(Veröbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, forvextir... (22,5%) 28,0%
2. Hlaupareikningar ...... (23,0%) 28,0%
3. Afuröalán, endurseljanleg (23,5%) 27,0%
4. Skuldabréf .......... (26,5%) 33,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstími minnst 6 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2'h ár 2,5%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán...............4,0%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóöur starfsmanna rfkisins:
Lánsupphæö er nú 260 þúsund ný-
krónur og er lániö vísitölubundiö meö
lánskjaravísitölu, en ársvextlr eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er i er lítilfjörleg, þá
getur sjoöurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóðnum 120.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lániö 10.000 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náö 5 ára aölld aö
sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungi, en eftlr 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröln
300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aðlld
bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavisitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstiminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala fyrlr nóvember
1983 er 821 stlg og fyrlr desember 1983
836 stig, er þá miöaö vlö vísitöluna 100
1. júni 1979.
Byggingavísitala fyrir október—des-
ember er 149 stig og er þá miöaö vlö
100 í desember 1982.
Handhafaskuldabróf f fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
4
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamióill!
Sjónvarp kl. 18.10:
Gullni rokkurinn
— finnsk brúðumynd
í barnatímanum í dag
klukkan 18.10 verður „Gullni
rokkurinn“ á dagskrá. Hér
er um að ræða finnska
brúðumynd, sem fjallar í
stórum dráttum um prins-
essu, sem neitar að hlýða
föður sínum og giftast biðli
sínum, sem er af keisara-
legum ættum.
Hún fyrirlítur biðilinn.
Gullni rokkurinn hennar er
henni meira virði en allt
annað. Hún hefur ekki
áhuga á öðru en rokknum
sínum, sem er mjög sérstak-
ur. Þegar hann snýst, fram-
leiðir hann allskonar tónlist,
sem prinsessan vill frekar
hlusta á en að gifta sig hin-
um keisaralega biðli.
Þátturinn, sem er 20 mín-
útna langur er í þýðingu
Kristínar Mántylá.
Kóngurinn og prinsess-
an sem vill ekkert sjá
nema gullna rokkinn
sinn.
Mvndin var tekin í Ástralíu af manni sem var þess fullviss ad „fljúgandi diskur“ væri á sveimi rétt ofan við
hann. Ekki fæst annað séð en að um einhverskonar furðuhlut sé að ræða, hvers eðlis sem hann kann nú að vera.
Sjónvarp kl. 20.45:
Eru
fljúgandi
diskar
til?
í sjónvarpinu í kvöld klukkan
20.45, hefst þáttur sem nefnist
„Eru fljúgandi diskar tii?“
Þeir eru ófáir, sem telja sig
hafa séð „fljúgandi diska“.
Margir hverjir halda því fram,
að hér sé um að ræða geimför
vera, sem búsettar eru annars
staðar í veröldinni en á jörð-
inni.
Sumir trúa á yfirnáttúruleg
fyrirbæri og heimsóknir geim-
vera til jarðarinnar, en aðrir
hrista höfuðið og afneita alfar-
ið þvílíkum hugmyndum. í áð-
urnefndum þætti verður leitast
við að svara spurningum um
„fljúgandi diska".
Að sögn þýðanda verða rifjuð
upp helstu dæmi um fljúgandi
furðuhluti og skýringar gefnar
á þeim. Einnig verður meðal
annars komið með kenningu
um hvernig vígahnettir verða
til. En tilvist þeirra mun yfir-
leitt fylgja þeim hluta jarðar-
innar, þar sem misgengi er
mikið.
Útvarp Reykjavík
AilGNIKUDKGUR
30. nóvember
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Á virkum degi. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Ved-
urfregnir.
Morgunorð: — Sólveig Ásgeirs-
dóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Katrín" eftir Katarína Taikon.
Einar Bragi les þýðingu sína
(12).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 íslenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
11.15 Úr ævi og starfi íslenskra
kvenna. Umsjón: Björg Einars-
dóttir.
11.45 íslenskt mál. Endurt. þáttur
Guðrúnar Kvaran frá laugard.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
SÍÐDEGIÐ
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Reggae-tónlist.
14.00 Á bókamarkaðinum. Andrés
Björnsson sér um lestur úr nýj-
um bókum. Kynnir: Dóra I ntrva-
dóttir.
14.30 Miðdegistónleikar. Juill-
iard-kvartettinn leikur tvo þætti
úr Strengjakvartett nr. 1, „Úr
lífi mínu“, eftir Bedrich Smet-
ana.
14.45 Popphólfið. — Pétur Steinn
Guðmundsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Sinfón-
íuhljómsveitin í Prag leikur Sin-
fóníu nr. 2 í B-dúr op. 4 eftir
Antonín Dvorak; Vaclav Neu-
man stj.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Snerting. Þáttur Arnþórs og
Gísla Helgasona.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
KVÖLDID
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
20.00 Lestur úr nýjum barna- og
unglingabókum. Umsjónarmað-
ur: Gunnvör Braga. Kynnir:
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir.
20.40 Kvöldvaka
a. „Sumarauki". Baldur
Pálmason les Ijóð úr ofan-
greindri bók Braga Sigurjóns-
sonar.
b. Kristinfræði forn. Stefán
Karlsson handritafræðingur
flytur. Umsjón: Helga Ágústs-
dóttir.
21.10 Píanóleikur. Peter Lawson
leikur tónlist eftir Eric Satie.
21.40 Útvarpssagan: „Hlutskipti
manns“ eftir André Malraux.
Thor Vilhjálmsson les þýðingu
sína (32).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Ilagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Við — Þáttur um fjölskyldu-
mál. Umsjón: Helga Ágústs-
dóttir.
23.15 íslensk tónlist.
a. „Greinir Jesú um græna
tréð“, sálmpartíta eftir Sigurð
Þórðarson. Victor Urbancic
leikur á orgel.
b. Sónata fyrir klarinettu og pí-
anó eftir Jón Þórarinsson. Sig-
urður I. Snorrason og Guðrún
A. Kristinsdóttir leika.
c. Þrjú lög úr „Pilti og stúlku“
eftir Emil Thoroddsen. Sigurð-
ur Björnsson syngur með Sin-
fóníuhljómsveit íslands; Páll P.
Pálsson stj.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
30. nóvember.
18.00 Sögubornið
Hrafna-Flóki. Sögumaður Jónas
Kristjánsson. Umsjónarmaður
Hrafnhildur Hreinsdóttir.
18.10 Gullni rokkurinn
Finnsk hrúðumynd. Þýðandi
Kristín Mántylá. (Nordvision
— Finnska sjónvarpið)
18.30 Smávinir fagrir
4. Smádýr á enginu. Sænskur
myndaflokkur í fimm þáttum.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
Þulur Karítas Gunnarsdóttir.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
18.45 Fólk á förnum vegi
Endursýning — 4. í atvinnuleit.
Enskunámskeið í 26 þáttum.
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágríp á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Eni fijúgandi diskar til?
Bresk heimildarmynd. ótal
sjónarvottar telja sig hafa séð
fljúgandi furðuhluti og af þeim
hafa verið teknar myndir. En
eru þeir geimfor frá öðrum
hnöttum eða eru til jarðbundn-
ar skýringar á þeim? f mynd-
inni er leitað svara við þessum
spurningum. Þýðandi og þulur
Jón O. Edwald.
21.50 Dailas
Bandarískur bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22.40 Úr safni Sjónvarpsins
í dagsins önn: „Kaupstaðarferð
með klyfjahesta". Heimildar-
mynd um gamla búskaparhætti
og vinnubrögð í sveitum sem
gerð var að tilstuðlan ýmissa fé-
lagasamtaka á Suðurlandi. Áð-
ur sýnd í Sjónvarpinu árið 1980.
23.00 Dagskrárlok.