Morgunblaðið - 11.12.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 11.12.1983, Síða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Samtímateikning af beig- fluginu frá Versalahöll 19. september 1783 þegar Montgolfier-bræðurnir sendu upp hana, önd og kind. Tveimur mánuðum seinna flaug svo Jean- Francois Pilatre de Rozier ásamt Marquis d’Arlandes í Montgolfier-belgnum. ari rannsókna á sviði flugferða. Sýndu þeir kóngi hvað þeir hefðu afrekað þá þegar og sendu dýrin þrjú, sem að framan greinir, á Ioft. Flugið heppnaðist vel og Lúð- vík 16. sló til, veitti bræðrunum 40 þúsund franka styrk, sem var stórfé, til frekari tilrauna. Belgtilraunir Montgolfier- bræðranna vöktu mikla athygli, sem fyrr segir, og urðu öðrum vís- indamönnum hvatning. Þannig gerði franski eðlisfræðiprófessor- inn Jacques Alexander Cesar Charles tilraunir með belg fylltan vetni, sem hann sleppti í París í ágúst 1783. Flaug hann síðan sjálfur í slíkum belg aðeins 10 dögum eftir hið fræga flug Rozi- ers, ásamt einum Robert-bræðr- anna, sem bjuggu belginn til, en hann var úr gúmkenndu silki. Hófu þeir flugið í Tuilleris-lysti- garðinum í París og lentu við Nestle eftir 45 kílómetra flug. Prófessor Charles komst í 2.000 feta hæð og var á lofti I 27 mínút- ur. Á þessum tíma voru það göm- ul vísindi að vetni væri léttara en loft, en það voru Montgolfier- bræðurnir sem uppgötvuðu að það var hiti loftsins sem olli lyftu belgsins en ekki þær gastegundir sem til urðu við brunann, eins og þeir sjálfir héldu í fyrstu. Mönn- um varð ljóst með tilraunum þeirra að eðlisþyngd ákveðins magns af heitu lofti væri léttari en þyngd sama magns af kaldara lofti. Fregnin um flug Montgolfiers barst eins og eldur í sinu og tóku tæknilega menn og djarfhugar í öðrum löndum að reyna leika það eftir. Þannig urðu James Tytler og Vincent Lunardi fyrstir til að fljúga belg í Bretlandi árið 1784. Efnamenn og stórhugar þessa tíma reyndu strax að vinna nýja landvinninga, létu sér ekki nægja að lyfta sér bara yfir Parísarborg, vissu að þeirra biði engin frægð fyrir flug af því tagi. Það var þessvegna sem Frakkinn Jean Pierre Francois Blanchard fór til Englands og undirbjó flug frá Dover til Frakklands. Reyndi hann Ermarsundsflug 7. janúar í hellumbelg og lagði upp ásamt Blanchard og Jeffries yfir Ermarsundi í loftbelg sín- um. Sluppu þeir naumlega lifandi úr þessari háskaför. Eftirlíking af Montgolfier- loftbelgnum, sem flogiö var frá Boulogne-garÖinum á mánudaginn var til að minnast þess að þá voru nákvæmlega 200 ár liðin frá hinu sögufræga belg- flugi. bandaríska eðlisfræðingnum John Jeffries. Komust þeir yfir sundið með erfiðismunum og með því að losa sig við alla ballest, sem um borð var, þar á meðal föt sín. Lentu þeir 20 kílómetra inni í landi, suður af Calais, illa hraktir. Frægð og frami Blanchards jukust síðar er hann varð fyrstur manna til að fljúga loftbelg í Bandaríkjunum, sem hann afrek- aði 9. janúar 1793, átta árum eftir Ermarsundsflugið. Pilatre de Rozier ákvað nú að reyna flug yfir sjó og freista þess að komast frá Frakklandi til Englands, og fékk P. A. Romain til liðs við sig. Með erfiðleika Blanchards í huga ákvað hann að reyna nýjan búnað til að hafa betri stjórn á flughæðinni yfir sundið, og festi hitakút neðan í gasbelginn. Útbúnaðurinn, sem var byltingarkenndur, virkaði í hálfa klukkustund, en þá komst neisti I gasið og belgurinn brann og Rozier og Romain hröpuðu til bana. ágás. 200 ár frá flugi loftbelgs Montgolfier- bræðranna Um þcssar mundir eru tvö hundr- uð ár frá því Fransmaðurinn Jean-Francois Pilatre de Rozier sigraðist á þyngdarlögmálinu og flaug Montgolfier-loftbelgnum frá Muette-höllinni í Boulogne-skógi í suðvestanverðri Parísarborg. Hið sögulega flug, sem óumdeilanlega er fyrsta loftferð mannsins, var flogið 21. nóvember 1783. Tveimur mánuðum fyrr, eða 19. september, gerðu Montgolfier-bræðurnir og Rozier þó árangursrfka tilraun er þrjú dýr voru send á loft í sams- konar loftbelg, hani, önd og kind. Hóf belgur sá sig á loft frá Versöl- um að Lúðvík konungi 16. og Marie-Antoinette drottningu við- stöddum. Gífurlegur mannfjöldi safnaðist saman í Versölum og f Boulogne-skógi og fylgdist með báðum belgferðunum, sem höfðu djúp áhrif á frönsku þjóðina. Rozi- er og Montgolfier-bræðurnir, Jacques og Joseph, hlutu þjóðar- hylli fyrir afrek sín og barst hróð- ur þeirra víða. í belgflugi sínu tók Rozier, sem var náttúruvísindamaður og af heldra fólki, með sér annan aristókrata, d’Arlandes mark- greifa, sem var majór í franska hernum. Voru þeir í 25 mínútur á lofti og lentu við Butte-aux-CaillI- es (þar sem nú er Place d’Italie) 8,5 km frá flugtaksstaðnum. Múgur og margmenni hafði safnast saman á þeim stað þar sem flugtak skyldi reynt, enda hafði flugið verið auglýst vel upp, og svo var einnig um dýraflugið skömmu áður. Tilhlökkunin var mikil meðal áhorfenda og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar Montgolfier-belgurinn hófst á loft, en hann var svonefndur hita- loftbelgur, sem lyftist við það að loftið innan I belgnum er hitað upp, en við það þenst það út og verður eðlisléttara en loftið um- hverfis. Belgflug er nú vinsæl íþrótt vestan hafs og austan í dag, og byggist það á sömu lögmálum og Rozier beitti. Eins og að framan segir er flug Montgolfiers viðurkennt sem fyrsta loftferð mannsins, þar sem sigur vannst á þyngdarlögmálinu. Loftbelgja er þó getið í fornum kínverskum heimildum, þar sem segir að belgur hafi verið sendur á loft í Peking við krýningarathöfn Fo-Kiens keisara. Flug Montgolfiers er talið hafa vakið samskonar athygli og fyrstu geim- og tunglferðir seinni tíma. Belgferðin varð skáldum yrkis- efni, sem samið hafa um hana óteljandi ljóð, mörg voru kvæðin ort um flugið og drátthagir menn gerðu afrekið ódauðlegt I ljós- myndum þess tíma, teikningunni. Ijeirkerasmiðir og postulínsmál- arar skreyttu verk sín belgmynd- um, og hann prýddi sælgætis- og tóbaksdósir, blævængi hefðar- kvenna og fleira. Montgolfier-bræðurnir gerðu belg sinn úr líndúk og klæddu hann pappír, sem þá skorti ekki, þvi þeir áttu pappírsverksmiðju í Vida-lon-lez Annonay við Lyon. Tókst þeim að hita upp loftið í belgnum með því að brenna ull og rakan hálm á járnrist í körfu belgsins. Fyrsti tilraunabelgur Montgolf- ier-bræðranna flaug reyndar í Annonay 5. júní 1783 og hélzt á lofti í 10 mínútur og náði 1000 Jean Blanchard um það bil að reyna fyrsta belgfiugið á bandarískri grund. Afrek það vann hann í borginni Fíladelfíu 1793 að viðstödd- um Washington forseta. feta hæð. Settu þeir belginn yfir brennandi hálm og slepptu honum síðan lausum. Vildu þeir því næst reyna hvort hægt væri að halda belg á lofti lengur í senn og settu járngrind í körfu annars, til að brenna þar hálm og ull. Rozier var tilraunaflugmaður þeirra og lyfti belgnum, sem festur var með kaðli við staur á jörðu niðri, nokkrum sinnum. Var bræðrunum nú ekkert að vanbúnaði og héldu þeir til París- ar á fund Lúðvíks konungs og föl- uðust eftir styrkveitingu til frek-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.