Morgunblaðið - 11.12.1983, Page 12

Morgunblaðið - 11.12.1983, Page 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 DEBSHEGE debBPIEGEL. /^SgEGEE $ f nSttBK @ 9 a Spiegel hefur fylgt Flick-málinu eftir, síðan þrí rar fyrst lekið í tímaritið 1982. Viðskiptaráðherrar FDP sakaðir um að þiggja mútur Saksóknari og starfsmaður skattheimtunnar í Bonn grunuðu yfirbókara Flick-fyrirtækisins um persónuleg skattsvik og gerðu sér þess vegna ferð til Diisseldorf 4. nóvember 1981. Við leit í skrifstofu yfírbókarans fundu þeir nokkuð sem þeir voru alls ekki að leita að: Svarta tösku með lyklum að bankahólfum í Dresdner-bankanum þar sem bókhald yfir- bókarans yfir óopinberar gjafir fyrirtækisins var geymt. Gjaf- irnar skiptu milljónum v-þýskra marka til stjórnmálamanna úr öllum flokkum nema Græningjaflokknum. Við fund þess- ara bóka hófst rannsókn á einu mesta hneykslismáli í sögu Vestur-Þýskalands og í fyrri viku lagði saksóknari ríkisins fram ákærur á hendur fimm aðilum en ekki er enn vitað hvenær málið kemur fyrir dómstóla. Flokkur frjálsra demókrata, FDP, fór verst út úr rannsókninni. Þrír frammámenn í flokknum, Otto Graf Lambsdorff, viðskipta- ráðherra, Hans Friderichs, fv. viðskiptaráðherra og bankastjóri Dresdner-bankans, og Horst-Lud- wig Riemer, fv. viðskiptaráðherra í Nordrhein-Westfalen, voru ákærðir um að þiggja peninga- gjafir frá Flick-fyrirtækinu á meðan þeir gegndu embættum sem höfðu með mál varðandi fyrirtækið að gera. Eberhard von Brauchitsch, fv. forstjóri Flick- fyrirtækisins, og Manfred Nemitz, fv. starfsmaður þess, voru einnig ákærðir. Þeir neita ailir ákærun- um og segjast ekki hafa aðhafst neitt rangt. Spurningar um hvenær og hvort Lambsdorff segi af sér eru enn uppi þegar þetta er ritað. Franz Josef Strauss er sagður tilbúinn að flytja frá Bayern til Bonn þeg- ar Lambsdorff hættir en það ku auka mjög stuðning ríkisstjórnar- innar við Lambsdorff. Reglur um greiðslur til vestur- þýsku flokkanna hafa verið linar fram til þessa. Það er ekki refsi- vert að þiggja gjafir sem renna í flokkssjóði, svo framarlega sem þiggjandi er ekki að taka við hreinum mútum. Allir vita að flokkarnir þurfa á rekstrarfé að halda en fréttir af stjórnmála- mönnum sem taka við þúsundum marka í hvítum umslögum og gefa ekki kvittun fyrir, hljóma heldur illa. Allir þingflokkarnir nema græningjar hafa því samþykkt að hækka verulega styrk flokkanna úr ríkissjóði. Skattborgarar munu nú greiða meira til flokkanna en áður en fyrirtæki eins og Flick- fyrirtækið munu væntanlega greiða heldur minna en fram til þessa. Bókhaldið helst til nákvæmt Rudolf Diehl, yfirbókari hjá Flick-fyrirtækinu, byrjaði að halda nákvæmt bókhald yfir gjaf- ir, sem hann færði ekki í opinbert bókhald fyrirtækisins, árið 1972. Síðan hefur hann fært margar Otto Graf Lambsdortf riðskiptaráð- herra. Horst-Ludwig Riemer, fr. riðskipta- ráðherra íNordrhein-Westfalen. Hans Friedrichs, fr. riðskiptaráð- berra. Manfred Nemitz, fr. starfsmaður Flick-fyrirtækisins. milljónir marka sem runnu til stjórnmálaflokkanna og merkt færslurnar skilmerkilega. Hann skráði dagsetningu gjafanna, gef- andann, handa hverjum þær voru og upphæðina. Nöfn Kohls, Strauss, Brandts og Genschers, formanna flokkanna, eru öll í bókhaldinu. Kohl og Strauss kannast við að færslurnar: „8.6. 1976 Ka, vB. wg. CDU-Kohl 50.000,-“ og „12.7. 1976 Dr. FKF wg. F.J.S. 250.000,-“ séu t.d. réttar. Gefendurnir Ka, vB og FKF eru Konrad Kaletsch, sem hóf störf fyrir Flick eldri árið 1922, Eber- hard von Brauchitsch, sem tók við af Kaletsch þegar hann fór á eftir- laun, og Friedrich Karl Flick, að- aleigandi Flick-fyrirtækisins. Stafirnir „wg.“ merkja „wegen" eða „vegna" en þeir hafa skipt nokkru máli við rannsókn málsins. Willy Brandt, formaður sosíal- demókrata, SPD, hefur t.d. neitað ásamt nokkrum öðrum flokks- bræðrum sínum að hafa þegið peninga frá Flick-fyrirtækinu, þótt „wg. Brandt" sé skráð í bók- haldið. Alfred Nau, fv. gjaldkeri flokksins, hefur hins vegar viður- kennt að hafa tekið við pen- ingagjöfum í flokkssjóð. Þær voru væntanlega skráðar m.a. á Brandt hjá Flick-fyrirtækinu. Við yfirheyrslur kom í ljós, að von Brauchitsch og samstarfs- menn hans hjá Flick-fyrirtækinu höfðu fimm höfuðatriði í huga þegar þeir dældu peningum í flokkana. Þeir vildu hafa áhrif á stefnu allra flokkanna í efna- hagsmálum; vinna stjórnmála- menn yfir á sitt band með gjöfum, peningagjöfum og greiðvikni á ferðum erlendis; draga úr áhrifum vinstri manna í FDP og SPD; hjálpa ungum stjórnmálamönnum Stjórnmála- flokkar þurfa rekstrarfé, t.d. til að auglýsa sig. Hermann Kroll-ScWuter CDU Dvrch 4#r éi* Mwrft Ooto Q&h&ri imtb m**fi9*****. W«bA ich bín, wír éí t Arheit„Frieden./Aikunft fMiteinander CDU s schafTenwir's mztz v, ; ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.