Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 65 Vigdís Grímsdóttir. semi og tilfinningar," segir Vigdís af mikílli tilfinningu. „Ein af stærstu ranghugmyndum karl- anna er nefnilega sú að skynsemi og tilfinningar eigi ekki saman. Mér hefur oft heyrst á körlum, að þeim hafi verið úthlutað allri skynseminni og okkur öllum til- finningunum, og því sé ástandið óumbreytanlegt." Við vendum kvæðinu í kross og víkjum aftur að myndunum tíu. „Þær eru ekki skrifaðar fyrir neinn sérstakan," segir hún, „þetta er um mig, eða þig, smbr. titilinn, eins og við gætum verið án grímunnar. Ég geri mér engar hugmyndir um viðtökurnar. Einu sinni ætlaði ég að gefa út ljóða- bók, en þegar mér var sagt að þetta væri reglulega snoturt, hætti ég snarlega við. En þetta lýsingarorð er dæmigert fyrir við- tökurnar, sem margar konur fá. Snoturt, hræðilegt orð,“ segir Vigdís og dregur seiminn í þessu vonda orði. „Ég hef gripið í „Tíu myndir úr lífi þínu“ af og til sl. þrjú ár. Ég hef líka verið að skrifa barnasög- ur, ljóð og aðrar smásögur. Ég á bara eitt skrifborð svo eitthvað varð að komast frá. Vinir og kunningjar hvöttu mig líka til þess að gefa þetta út og svo ráðgaðist ég við „hina konuna", — þá sem þorir. Það var hún, sem tók ákvörðun um að taka áhættuna. Sögurnar eru allar sagðar í fyrstu persónu og einn kunningi minn sagði við mig: — Hvernig þorir þú að gefa svona af þér manneskja? Ég, ég, ég, allsstaðar! En mig langaði að gera tilraun með þetta form, það er opið og einlægt. Ljóðin í stað heita á sög- unum vísa inn i þær og geta verið til aðstoðar, ef menn vilja túlka sögurnar, komið þeim á sporið sem það vilja þó að þess gerist ekki endilega þörf. Ég held að með Ljósm. Mbl. Kristján Einareson. því að skrifa í fyrstu persónu sé síður hætta á því að maður fari að nota gegnumlýsandi orð og mis- muna þannig eigin sögupersónum. Ég er mishrifin af þessum konum, en þykir vænt um þær allar, sér- staklega það sem þær vilja vera, drauma þeirra. Þetta gætu verið sögur um tíu konur eða bara eina,“ segir Vigdís en tekur sig á, „nei, annars, ekki eina, það væri fjar- stæða." „Þyrnirósir og Oskubuskur“ — Það er minnst á drauma- prinsinn og þær stöllur Þyrnirósu og Öskubusku á fleiri en einum stað í bókinni? „Já, þær hefðu betur látið það ógert að saga af sér tær og ha*la,“ segir Vigdís og á að sjálfsögðu við ljótu systurnar hennar Öskubusu. „Engin kona ætti að eiga sér draumaprins, sem fær hana til að fremja alls kyns afbrot á sjálfri sér. Skórinn á að eiga við fótinn, ekki öfugt, og fólk á að fá viður- kenningu fyrir það sem það er, ekki það sem það vildi vera.“ — Það þykir tilheyra að spyrja fólk, sem skrifar, um áhrifavalda. Vigdís svarar því til að þar hafi _ bara lífið sjálft í öllurn sínum margbreytileik verið á ferðinni. „Ég las svo sem ekkert sérstakt í æsku, fór alla línuna í þessum venjulegu stelpubókum og svo eina og eina íslendingasögu í bland, en þó las maður meira þá en krakkar gera núna eftir að sjónvarpið kom til sögunnar," seg- ir hún. „Ef ég ætti að nefna ein- hvern einstakling þá dettur mér fyrst í hug maður, sem heitir Sveinbjörn Markússon. Hann bjó í sama húsi og ég, þegar ég var lítil, og hafði ofan af fyrir okkur krökk- unum í blokkinni. Það var hann sem kenndi mér að meta listina að segja sögu. Sveinbjörn kenndi í Austurbæjarskólanum um svipað leyti og Vilborg Dagbjartsdóttir og Stefán Jónsson, en ég held að hann hafi ekki skrifað sjálfur, því miður. En hann var listamaður í orðinu og gat líka sagt sögu með öllum líkamanum. Mér finnst voðalega gaman að lesa bækur, helst ljóð, en sjálfri finnst mér skemmtilegast að fást við smásöguformið og skrifa mest af þeim. Smásögur eru svo skemmtilega knappar. Ég ætla að halda áfram að skrifa svona „myndir", þó að mér detti ekki í hug að ég breyti heiminum með því. Ég er ennþá svolítið bundin af þessum tíu, en fer bráðum að losna við þær og get farið að fást við eitthvað nýtt. Ég er að reyna að skrifa leikrit og svo er ég með langa sögu í höfðinu," segir Vigdís og verður fjarræn í augunum. „Mig dreymir svo margt...“ H.H.S. Aðalstræti 4 — Bankastræti t Kcmc SchurvtMll Glæsilegur karlmannafatnaður frá Danmörku, Belgíu og Vestur-Þýskalandi. aibe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.