Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Ef ég hefði sofnað... í Fraser-sjúkrahúsinni í Colombo. Þuríöur Vilhjálmsdóttir, flugfreyja, sem einnig slasaðist, í heimsókn hjá Harald. hvort heldur var um árás úr lofti eða af jörðu að ræða. Þarna vorum við svo í felum í um tvo sólarhringa, fengum raun- ar að sofa í klaustri skammt frá, sem í voru ír§kir munkar. í klaustrinu og einnig vegna fjar- lægðar stjórnarhersins gátum við verið nokkuð öruggir um að ekki yrði á okkur ráðist, tæpast af landi. Á þessum tveim sólarhringum, sem við dvöldum í klaustrinu, hafði okkur Jóni Guðmundssyni flugvirkja tekist að tjasla saman vélinni þannig, að okkur tókst að fljúga henni inn til Satome. En vélin var ansi illa farin, og svona til marks um ástand hennar, þá hætti ég að telja sprengju- og kúlnagöt þegar ég var kominn upp í 300! — Varstu skelkaður meðan á þessu stóð? Já, og nei! Það var svo mikið að gerast meðan á þessu stóð, bæði hávaði og læti, meðan þeir voru að dúndra á okkur, að maður hugsaði eiginlega ekkert! Ástandið var nær því að vera undrun en ótti, en ég held að óhætt sé að fullyrða, að ef ráðrúm hefði gefist til slíkra hugsana, þá var ástæða til að vera hræddur og skelfdur þarna, því farmurinn var olía og ef þeir hefðu hæft réttan stað, þá hefði líka verið úti um okkur. Það má kannski til gamans bæta því við að amma mín sagði einu sinni við dóttur sína — móð- ur mína — að hún mundi gæta mín um ókomna tíð. Kannski hef- ur hún amma mín vakandi auga framliðins með mér? Að minnsta kosti hef ég verið heppinn í lífinu og sloppið úr svaðilförum, sem allt eins hefðu getað endað á verri veg. Flugslysið á Sri Lanka Mesta flugslys íslenskrar flug- sögu varð, þegar DC-8 þota frá Flugleiðum fórst í aðflugi á Sri Lanka að kvöldi dags þann 15. nóvember 1978. Með vélinni voru alls 262. Áhöfnin var öll skipuð íslendingum, 8 talsins, en einnig voru með vélinni fimm starfs- menn Flugleiða, aukaáhöfn og fleiri; alls 13 íslendingar um borð. Með vélinni fórust um 200 manns, þar af 8 íslendingar. Vélin var í leiguflugi á leið frá Jedda í Saudi-Arabíu með indó- nesíska pílagríma til Surabaya á austurhluta Jövu, en átti að skipta um áhöfn í Sri Lanka (áður Ceyl- on). Vélin skall niður á kókoshnetu- akur um það bil einum kílómetra frá brautarenda flugvallarins. Veður var afleitt, þegar slysið varð, þrumur og eldingar. Eldur kom strax upp í vélinni og hún hafði brotlent. Eftirtaldir fslendingar komust lífs af úr þessu hörmulega slysi: Jónína Sigmarsdóttir flugfreyja, Kristín E. Kristleifsdóttir flug- freyja, Oddný Björgólfsdóttir flugfreyja, Þuríður Vilhjálmsdótt- ir flugfreyja og Harald Snæhólm flugstjóri. Þau sem fórust voru: Ásgeir Pétursson flugstjóri, Ólafur Ax- elsson deildarstjóri, Haukur Hervinsson flugstjóri, Guðjón Rúnar Guðjónsson flugmaður, Ragnar Þorkelsson flugvélstjóri, Erna Haraldsdóttir flugfreyja, Sigurbjörg Sveinsdóttir flugfreyja og Þórarinn Jónsson, forstöðu- maður flugdeildar. Harald Snæhólm flugstjóri var farþegi í vélinni, þegar slysið gerðist. Hann segir svo frá at- burðinum: Málum var þannig háttað innan fyrirtækisins, að þessu pílagríma- flugi var deilt niður á okkur flug- mennina. Þetta pílagrímaflug átti að afgreiðast í tveim áföngum og átti ég að taka til starfa í seinni áfanganum. Svo gerðist það, að þegar ég átti að fara þarna niðureftir með vél frá Keflavík, þá er ég ekki vakinn þann morguninn og missti því af vélinni, en félagar mínir — að- stoðarflugmaðurinn og flugvél- stjórinn — fóru þannig á undan mér. Þeir flugu til Luxemborgar og þaðan til Amsterdam, en þaðan flugu þeir svo beint niður til Indó- nesíu, þar sem við áttum að hefja störf. En vegna þess að ég svaf af mér vélina þennan umrædda morgun, varð ég að fara aðra leið. Ég var settur í vél sem fór næsta morgun. Sú vél kom frá New York með millilendingu í Keflavík, þar sem ég svo hoppaði um borð. Það- an átti að fljúga til Luxemborgar, Jedda, Sri Lanka og siðan til Jak- arta, þar sem flugið okkar átti að byrja. En þessari áætlun var breytt þannig, að frá Luxemborg flugum við til Aþenu þar sem tek- in var áhafnarhvíld, í stað þess að fara beint til Jedda skv. fyrri áætlun. En frá Aþenu var síðan flogið til Jedda, þar sem pílagrím- ar voru teknir um borð og þaðan til Jakarta með fyrirhugaðri milli- lendingu í Sri Lanka. — Var allur aðdragandi flugs- ins með eðlilegum hætti og sömu- leiðis flugið sjálft? Já, það var allt eins og eðlilegt er. Við flugum í góðu veðri, þetta 5—6 tíma flug milli Jedda og Sri Lanka, það var heiðskírt en þrumuský í kringum eyjarnar og á Sri Lanka eins og raunar alltaf ku vera. En þetta hafði verið ósköp venjulegt flug í alla staði. Aðflug- ið var líka með venjubundnum hætti. Allt virtist eðlilegt. Ég held að allir flugmenn, sem ferðast sem farþegar í vélum, fylgist mjög náið með gangi mála og fljúgi jafnvel vélinni sjálfir í huganum, og það gerði ég í þessu tilviki. En það er svo skrýtið með okkur flugmenn, að þegar við er- um að fara frá einum stað til ann- ars, þá erum við búnir að fara þessa leið oftsinnis í huganum fyrirfram og reynum þannig að gera okkur grein fyrir gangi mála, áður en lagt er af stað. Eins og ég get best kallað þessa atburði fram í hugann á nýjan leik, þá gerðist þetta eitthvað á þá leið að við Erna Haraldsdóttir flugfreyja (þá 38 ára) sátum aft- ast í vélinni. Hún hafði lokið öll- um frágangi í eldhúsi, þvegið borð og skápa hátt og lágt — hafði sem sagt gert sjóklárt eins og við köll- um það. Nú, við sátum þarna í mestu rólegheitum og ræddum um daginn og veginn. Við hreinlega biðum þess að vélin lenti. Og fyrst þegar höggið kom, hélt ég að vélin hefði lent, en utan við brautina — „undirskot" eins og við segjum í flugbransanum. Það var mín fyrsta hugsun og það var þess vegna sem ég leysti beltin. í þessu gefur flugstjórinn inn, allt á fullt, og í sama mund kemur ofsalegur hnykkur á vélina og svo dauða- þögn. En áður en vélin stöðvast endanlega, rásaði hún til beggja hliða svo mikið að ekki gat verið um „undirskot" að ræða. Við Erna vorum sem sé búin að losa okkur úr beltunum, og í öllum þessum látum ætlaði Érna að standa upp úr sætinu en tókst það ekki betur en svo, að hún datt á gólfið. Þaðan ætlaði hún að reyna að komast, en ég sagði henni að liggja kyrri. Það var þá sem ég sá að annar vængur vélarinnar var rifinn af og vélin byrjuð að brenna. Ég stóð upp, vélin byrjaði að sveigja á bakborða og ég greip í eldhússkápana sem voru það eina sem hægt var að festa hendur á. í þessu horfi ég fram eftir vélinni, sem er 187 fet á lengd, en eins og ég sagði áður var ég í eldhúsinu sem er aftast í vélinni. Það leið ekki á löngu þar til vélin tók að rifna og opnast eins og sardínu- dós, og hún virtist rúlla upp eins og teppi. Farþegarnir komu þarna á móti manni eða öllu heldur lík- amsleifar þeirra, hendur, höfuð, fætur og annað sem líkamanum tilheyrir. Mér fannst eins og öll þessi ósköp stefndu til mín og ég sneri því baki í þetta til að verjast og varð um leið hugsað til þess hvað ég gæti gert til þess að kom- ast í burtu frá þessum ósköpum. Ég hugleiddi hvort ég gæti hoppað út um aðaldyrnar, en sá svo að það kom ekki til. Mér fannst eins og höfuðið á mér væri að springa á meðan á þessu stóð. — Hvað tók þetta langan tíma? Það er ómögulegt að segja. Ég get ekki gert mér neina grein fyrir því, gæti hafa tekið örfáar sek- úndur allt eins og margar mínút- ur. Ég gerði mér enga grein fyrir því þá og ekki heldur nú. Ég var svo upptekinn af að hugsa hvað ég gæti gert til að koma mér út. En það var verulegt vandamál. Það eru tvennar dyr þarna á vélinni og meðan það er pressa inni í vélinni, þá er ekki nokkur leið að opna þessar hurðir. Ég man ekki hvort ég var búinn að grípa um handföngin til þess að reyna að opna. En hvað sem því líður, þá missi ég meðvitund og þegar ég ranka við mér, þá ligg ég NÚMEB EITT er jólabuð númer EITT t d dúkar rúmtepp'. 9ólfm rtúkkuT UéUk?öng, marmara- Jólagjafir af öllu tagr. Ld duM tuskudyr og dukk kerti kertastjakar JOmik9\révörur ^orur, em^tu • purrkaó tagakor^ ^ margt ^ sem bretti, korkadiska og tríLl I íólaskraut, kamínu o, bretti, revkelsi , korKaaisi'a i(Maekraut, kammuiw. i, tréstyttur fra AfríkU’Sæstannarsstaöar. VERSLUNIN NÚMER EITT, Aðalstræti 16, sími 15640. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.