Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 — Grundvallarrannsóknir hafa hagnýtt gildi Rætt við Jón Örn Bjarnason um doktorsverkefni hans í eðlisefnafræði og rannsóknir í raunvísindum „Það má flokka rannsóknir í raunvísindum gróf- lega í hagnýtar rannsóknir og grundvallarrann- sóknir. Hinar fyrrnefndu stefna að einhverju ákveðnu hagnýtu markmiði; menn hafa yfirleitt nokkuð glögga hugmynd um það fyrirfram hvað þeir vilja fá fram þegar þeir leggja út í rannsóknar- verkefni af því tagi. í grundvallarrannsóknum er viðhorfið allt annað. Þær eru könnun á því óþekkta, og ef menn vissu fyrirfram hvað það væri sem verið væri að slægjast eftir, þá væri það ekki óþekkt og tilheyrði því ekki grundvallarrannsókn- um. Þegar byrjað er á slíku verkefni verður ekki fullyrt að það komi nokkurn tíma til með að skila einhverju af sér. Hins vegar sýnir reynslan það, að grundvallarrannsóknir koma oft og iðulega að gagni síðar, og stundum á ólíklegustu sviðum.“ Jón Örn Bjarnason heitir maðurinn. Hann hefur stundað nám og rann- sóknir í efnafræði í Bandaríkjunum meira og minna frá árinu 1969, fyrst við Massachusetts Institute of Technology (MIT) en þaðan tók hann BS-próf 1973. Doktorsgráðu í eðlisefnafræði frá Stanford Uni- versity lauk hann árið 1979. Næstu tvö ár vann hann að rann- sóknum við Stanford. Sl. tvö ár hefur hann starfað hjá Orkustofn- un. í doktorsritgerð sinni fjallaði hann um sérstaka tegund litrófs- greiningar með leysigeisla og lagði drög að nýrri tækni til að rann- saka efni með leysi. Verkefni hans flokkast undir grundvallarrann- sóknir, hann var á höttunum eftir því hvaða upplýsingar mætti fá um hreyfingu sameinda með ákveðinni tegund litrófsgrein- ingar, algerlega án tillits til þess hvort slíkar upplýsingar gætu haft hagnýtt gildi eða ekki. Morg- unblaðið átti nýlega samtal við Jón Örn um doktorsverkefni hans og grundvallarrannsóknir al- mennt. Útdráttur úr doktorsrit- gerð í eðlisefnafræði er augljós- lega ekki mjög aðgengilegt efni fyrir hinn almenna iesanda. Við báðum Jón Örn því að fara hægt í sakirnar og setja sig í nokkrar kennarastellingar. Hann varð fús- lega við þeirri bón og byrjaði á því að gera nokkra grein fyrir litrófs- greiningu sem siíkri: Litrófsgreining öflugt tæki til ad kanna eiginleika efna „Eitt af því sem mikið er gert af í eðlis- og efnafræði er að rann- saka efni með svokallaðri „spektróskópíu" eða litrófsgrein- ingu. Þá er ljós látið skína á ákveðið sýni og síðan er það ljós sem út úr sýninu kemur kannað á ýmsan máta: styrkur þess er mældur, tíðni, hvernig það er skautað og í hvaða átt það fer. Menn hafa verið að fást við lit- rófsgreiningu í rúmlega 120 ár og þetta er sennilega einhver sú öfl- ugasta tækni sem eðlis- og efna- fræðingar hafa til að rannsaka gerð og eiginleika efnisins. Það eru til geysilega mörg afbrigði af litrófsgreiningum. Ljósið sem lát- ið er falla á sýnin er mismunandi og greint á ólíkan hátt. Það eru þá mismunandi upplýsingar sem menn eru að seilast eftir í hvert skipti. Þegar leysigeislinn var fundinn upp í kringum 1960 kom mikill fjörkippur í litrófsgreininguna, ný og fullkomnari greiningartæki voru smíðuð sem gerðu athuganir kleifar sem áður var ekki hægt að framkvæma. Og þróunin heldur stöðugt áfram. Leysitækin verða sífellt fullkomnari og nákvæmari. Eitt af nýrri greiningarafbrigð- unum er svokölluð „Coherent Raman-greining“. Þessi aðferð var alveg ný af nálinni um það bil sem ég var að byrja á mínu doktors- verkefni. Ég fékk áhuga á því að athuga fræðilega hvers konar upplýsingar um hreyfingu sam- einda mætti fá með þessari lit- rófsgreiningu, og þá sérstaklega í vökvum og loftkenndu efni. Og það var meginþátturinn í doktorsverk- efni mínu að rannsaka það. Upp úr því fékk ég svo ákveðna hugmynd um það hvernig þróa mætti þessa greiningaraðferð enn frekar og fjailaði seinni hluti ritgerðarinnar um það.“ Hér fannst blaðamanni tíma- bært að stöðva frásögn Jóns Arn- ar og þiggja nokkra fræðslu um leysigeislann, en í hugum flestra er þessi geisli ekki annað en rautt, mjótt og hættulegt strik. — Jón Örn, hvað er leysigeisli og hvernig verður hann til? „Leysigeisli er mjög sterkur, samfasa ljósgeisli. Leysitæki er þannig upp byggt, að það er lokað- ur hólkur, með spegli á hvorum enda. Inni í hólknum, á milli speglanna, er einhvers konar efni. Það getur verið fast, fljótandi eða loftkennt. Efnið er valið með tilliti til þess hvaða tíðni leysigeislinn á að hafa. Ljósi er síðan „dælt“ inn í hólkinn, ef svo má segja, og ef speglarnir eru rétt stilltir getur þetta ljós magnast feikilega mik- ið. Ef það er lofttegund sem er í hólknum er háspennustraumur leiddur í gegn um hana og gasið verður glóandi, ekki ósvipað flúrljósum, sem allir þekkja. Ann- ar spegillinn er þannig gerður að hann hleypir í gegnum sig hluta ljóssins sem inni í hólknum er. Þetta Ijós sem sleppur út, sjálfur leysigeislinn, hefur þann eigin- leika að vera allt af sömu tíðni og bylgjur þess eru allar í fasa, sem kallað er, það er að segja, þær sveiflast í takt. Þetta er sem sagt gjörólíkt því Ijósi sem kemur frá venjulegri Ijósaperu, en það er margfasa og hefur ólíka tíðni. Annar eiginleiki leysigeislans er að hann er mjög mjór, sem gerir það að verkum að hægt er að senda hann óravegu. Leysir hefur verið hagnýttur á mjög fjölbreyttan máta. Hann hentar sérstaklega vel til að mæla vegalengdir nákvæmlega. Til dæmis hefur fjarlægðin til tungls- ins verið mæld upp á í mesta lagi 15 sentímetra skekkju með því að beina þangað leysigeisla og fá endurkast frá spegii sem geimfar- ar skildu þar eftir á sínum tíma. Vegalengdin er reiknuð út frá þeim tíma sem það tekur geislann að fara þessa leið. Þá er farið að nota leysa til skurðaðgerða, einkum augnað- gerða, þar sem ýtrustu nákvæmni þarf að gæta. Eins eru þeir notað- ir til að brenna af stóra fæðingar- bletti og í vaxandi mæli í iðnaði, til dæmis við málmsuðu og til að skera eða sníða ýmis efni. En um- fram allt er leysigeislinn mjög mikilvægur í rannsóknum af öllu mögulegu tagi.“ Coherent Kaman- Ijtrófsgreining „Nú er kannski rétt að ég snúi mér að sjálfri tilrauninni, eða Co- herent Raman-mælingunni. Hún fer þannig fram að tveir leysi- geislar, sem hafa -aðeins frá- brugðna tíðni, eru látnir skerast á þeim stað í sýninu sem til athug- unar er, undir litlu horni, tveggja eða þriggja gráða. Ef tíðnimunur- inn er þannig valinn að hann svari til eins orkubils f sýninu, þá myndast þriðji geislir.n. Og gagn- stætt því sem er um margar lit- rófsgreiningar af þessu tagi, þá dreifist Ijós þessa þriðja geisla ekki í allar áttir, heldur helst hann jafn mjór og lithreinn og hinir tveir. Þetta hefur ýmsa kosti, meðal annars þann, að auð- velt verður að mæla veika svörun. Eiginleikar þessarar greiningar hafa leitt til þess að á síðustu ár- um er farið að nota hana til að mæla hitastig í logum. f Frakk- landi hefur þessi aðferð verið not- uð til að mæla hitastig á ákveðn- um stöðum í útblæstri þotu- hreyfla, en slíkt getur verið mjög erfitt að mæla á annan hátt. Enn sem komið er hefur þessi tækni þó fyrst og fremst orðið til þess að auðvelda ýmsar rannsóknir með litrófsgreiningu og gera aðrar rannsóknir mögulegar sem áður voru það ekki.“ Coherent Hyper- Raman-greining „Mitt verkefni var að kanna hvaða upplýsingar mætti fá um hreyfingu sameinda með þessari Coherent Raman-aðferð. Það varð svo eins konar „aukapródúkt", að þessar fræðilegu athuganir mínar leiddu í ljós að það mundi ennþá eitt afbrigði af litrófsgreiningu verða mögulegt, svokölluð Coher- ent Hyper-Raman-litrófsgreining. Raunar rann þetta upp fyrir tveimur öðrum mönnum á sama tíma — öðrum í Michigan en hin- um í Frakklandi — eins og oft vill verða þegar um uppgötvanir í vís- indum er að ræða. Ég skal ekki segja hver fékk hugmyndina fyrstur, en ég var alltént einn þeirra. Það varð síðan hluti af mínu doktorsverkefni að kanna hvers konar upplýsingar væri hægt að fá fram með þessari nýju tækni. Coherent Hyper-Raman-grein- ingin er frábrugin venjulegri Co- herent Raman-greiningu að því leyti, að tíðni annars geislans þarf að vera tæplega helmingi minni en tíðni hins, í stað þess að munurinn nemi aðeins einu orkubili. Þriðji geislinn sem kemur út undir slík- um kringumstæðum veitir annars konar upplýsingar um sýnið. Ég veit ekki til þess að nokkrum hafi tekist að mæla Coherent Hyper-Raman-svörun ennþá, enda er það mjög vandasamt og rétt á mörkum þess að vera framkvæm- anlegt með þeirri leysitækni sem við höfum í dag. Það stafar meðal annars af því að þriðji geislinn er mjög veikur sem þýðir bæði það, að erfitt getur reynst að greina hann og eins þurfa ljósgjafarnir að vera gífurlega öflugir, svo öfl- ugir að það er hreinlega hætta á að efnið sem kanna á leysist upp í frumparta sína. Engu að síður tel ég líklegt að þessi tilraun heppnist áður en langt um líður." — Þú nefndir áðan að ýmsar rannsóknir, sem enga hagnýta stefnu hafa, eigi það til að koma að gagni löngu síðar og þá á hin- um ólíklegustu sviðum. Þitt verk- efni flokkast undir grundvallar- rannsóknir, hrein þekkingarleit án hagnýts tilgangs. Eru slíkar rannsóknir nauðsynlegar? Væri ekki hægt að stunda ýmsar hag- nýtar rannsóknir án þeirra? „Það er kannski einn helsti kosturinn við grundvallarrann- sóknir að það sem af þeim leiðir er oft ófyrirsegjanlegt. Til dæmis dettur mér ekki í hug að Faraday og Maxwell, og aðra þá sem athug- uðu rafmagn og segulmagn á öld- inni sem leið, hefði getað órað fyrir öllu því sem hægt er að gera með rafmagni og segulmagni nú á tímum. Eins er það með skammta- fræðina. Þegar hún varð til á þriðja áratugnum voru menn fyrst og fremst að leita eftir því að auka skilning sinn á grundvallareigin- leikum efnisins. En það er erfitt að ímynda sér margs konar nú- tíma tækni ef sá skilningur hefði ekki komið til. Þar má nefna ým- islegt í sambandi við leysitækin og margt af þeirri fastefnaeðlisfræði sem liggur til grundvallar örtölv- um. Og ég skal nefna enn eitt skemmtilegt dæmi, sem minna er þekkt. Svíi nokkur eyddi mörgum árum ævi sinnar til að kanna ákaflega vandlega litróf loftteg- undarinnar argons. Ég held að fæstum hafi þótt þetta verulega merkilegt verkefni út af fyrir sig, en maðurinn hafði einfaldlega brennandi áhuga á þessu. En á sjöunda áratugnum komu þessar niðurstöður Svíans að ákaflega góðum notum og flýttu mjög fyrir þróun leysa. Það var engin leið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.