Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Jóhannes Helgi Norræna húsið: Föroysk list hefst í dag SÝNING á færeyskri myndlist verður í dag opnuð í Norræna húsinu. Á sýn- ingunni, sem er stærst farandsýninga á færeyskri myndlist, eru 106 verk eftir 16 listamenn og ber sýningin yfirskriftina Föroysk iist. Sænski myndlistargagnrýnand- inn Mats Arvidsson hefur valið verkin á sýninguna og er jafnframt umsjónarmaður hennar. Torben Poulsen, menntamálaráðherra Færeyja, opnar sýninguna og á mánudagskvöldið heldur Bárður Jakupson, forstöðumaður Föroyja Listasavn, fyrirlestur um færeyska list í Norræna húsinu klukkan 20.30. Sýningin er opin daglega frá klukkan 14 til 19 og stendur frá 11. desember til 8. janúar. Mats Arvidsson, myndlistargagnrýnandi og umsjónarmaður sýningarinnar og Örn Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans, með eitt verkanna á sýningunni á milli SÍn. MorgunblaðiA/ ÓI.K.M. Um menn og málefni eftir Jóhannes Helga ARNARTAK hefur sent frá sér bók- ina Heyrt og séð eftir Jóhannes Helga. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „í bókinni er samankomið úr ýmsum áttum það bitastæðasta úr skrifum Jóhannesar Helga um menn og málefni frá 1975 til dags- ins í dag. Fimmtíu og sjö skrif að gefnu tilefni. Er það hin skraut- legasta flóra og mannamynda- safn. í bókinni eru litríkar persón- ulýsingar í bland við ótrúlegustu málefni, áhugasvið höfundar enda í víðfeðmara lagi, svo sem efnisyf- irlitið er til marks um. En að stofni til er safnritið innlegg Jó- hannesar í þjóðmálaumræðu fyrrnefnt átta ára tímabil." „Nokkrar kaflafyrirsagnir gefa nokkra hugmynd um efni bókar- innar: Sunnudagssíðdegi með Ingu Laxness, Jálkar og lystikerrur og sífrið Ólafs, Að sýna það á þökun- um sem fram fer í herbergjunum, Goðsögn úr froðu, Eilífðarinnar helvíti og pína, Er landnáma hrikalegasta fölsun mannkynssög- unnar, Nordal og hinir, Páfinn og söngfuglarnir, Kátar ekkjur og Drottins þjónar, Draslið Halldór Laxness, Dagar í Vín, Samfélag skrælingja." Bókin er 227 blaðsíður, prentuð í Borgarprenti og bundin í Bók- bandsstofunni Örkinni. „Faðir minn — Kennarinn“ Auðunn Bragi Sveinsson ritstýrði ÍJT ER komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, bókin „Faðir minn — Kennarinn," sem Auðunn Bragi Sveinsson, skólastjóri, hefur safnað efni í. í bókinni eru fjórtán þættir um landskunna og virta kenn- ara, sem allir hafa haft mikil áhrif í uppeldis- og fræðslumálum þjóðarinn- ar. Þættirnir eru skráðir af börnum þeirra og er þessa þætti að finna í bók- inni. Gísli R. Bjarnason eftir Kristin Gíslason; Kristján Júlíus Jóhannes- son eftir Andrés Kristjánsson; Sig- urjón Jóhannsson eftir Katrínu Bryndísi Sigurjónsdóttur; Steinþór Jóhannsson eftir Bryndísi Stein- þórsdóttur; Magnús Pétursson eftir Ingibjðrgu R. Magnúsdóttur; Friðrik Hansen eftir Emmu Hansen; Ingi- mar Hallgrímur Jóhannesson eftir Sigríði Ingimarsdóttur; Jóhannes Guðmundsson eftir Sigurjón Jó- hannesson; Halldór Sölvason eftir Þórhildi Halldórsdóttur; Jóhann Þorsteinsson eftir Kjartan Jó- hannsson; Helgi Ólafsson eftir Gizur í. Helgason; Guðmundur Þorláksson eftir Stellu Guðmundsdóttur; Bene- dikt Guðjónsson eftir Brynju Krist- jönu Benediktsdóttur og Ólafur Hansson eftir Gunnar Ólafsson. Skuggsjá hefur áður gefið út fimm hliðstæðar bækur um lækna, bænd- ur, skipstjóra, presta og skólastjóra. Faðir minn — Kennarinn er 237 bls. að stærð auk mynda-arkar, þar sem birtar eru myndir af öllum kennur- unum, sem um er ritað og börnum þeirra, höfundum ritgerðanna. Tafetu meöí rúmi Litli ljósálfurinn slær birtu á næturlífið. Elskan við hliðina svífur ótrufluð á vit ljúfra drauma. Á með- an festir þú litla ljósálfinn á bókina góðu. Þín bíður langur næturlestur í frá- bærum félagsskap. Þú færö hringt sima Litli ljósálfurinn kemur víðar að góðum notum. Hvert sem leið liggur, hafðu þennan upplýsta félaga með í för. Litli ljós- álfurinn getur líka notast við rafhlöður og þannig varpað ljósi sínu — hvar sem er. PAKKANUM, Borgartúni 22. Einnig getur þú 1-81699 og fengið hann sendan um hæl í póstkröfu. ÓSA MXKXMH GRAFELDUR Borgartúni 22, Reykjavík Þingholtsstratn 2. Reykjavik Simar 26S40 og 2öö2ö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.