Morgunblaðið - 11.12.1983, Side 26

Morgunblaðið - 11.12.1983, Side 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Á betri fætinum Á Austurlandi í nóvember brá hópur (juófræði- nema undir sig betri fætinum og flaug til Egilsstaða þar sem ætlun- in var að sækja heim nokkra klerka og kynnast austurkirkj- unni. í indælisveðri ókum við syngjandi og trallandi í áætlunar- bifreið til Seyðisfjarðar, undir leið- sögn sóknarprestsins þar, síra Magnúsar Björnssonar. Lífið er... Við stukkum út i góða veðrið og litum inn í fiskverkunarstöð þar sem verið var af afhausa þessa líka fallegu síld og krydda hana ofan í tunnur. Allt var á iði í kringum okkur og við góndum heilluð á þetta duglega fólk. Margar eru þær hliðar mannlífs- ins sem við þekkjum svo illa, helst að maður fræðist um þær á sumrin. Og svo ætlum við að verða prestar og boða þessu síld- arverkunarfólki fagnaðarerindið um Jesúm Krist, tala við fiski- menn rétt eins og frelsarinn sjálfur. Jæja, við þurftum að sjá fleira auk þess sem við vorum eigin- lega fyrir þarna inni. Við fórum út úr rútunni hjá fallegu bláu kirkjunni og á bak við hana var snoturt safnaðarheimili þar sem prestsmaddaman tók á móti okkur með mat og hlýju. Undir borðum fengum við að fræðast um starfið á staðnum og síra Magnús var ómyrkur í máli. Hann líkti sér við trúboða, enda væri starf hans einmitt í því fólgið að boða sóknarbörnum sínum trú. Þessum umræðum héldum við áfram yfir rjúkandi kaffiveitingum á prestssetrinu. Glatt var á hjalla og mikið var spjallað um prestsstarfið. Síra Magnús sagði okkur af ágætu samstarfi þeirra presta í austur- kirkjunni. Það hlýtur að vera mjög uppbyggilegt fyrir presta að hafa gott samstarf og stuðn- ing hver af öðrum. Kirkjan á að vera samfélag. Samfélag um kærleika milli mannanna og trúna á Jesúm Krist. Ný kynni Við urðum að slíta okkur burt frá Seyðisfirði og hverfa aftur til Egilsstaða þar sem okkur gafst næði til að kynnast betur síra Vigfúsi I. Ingvarssyni. Hann hafði frá mörgu skemmtilegu að segja, var búinn að vera sumar- langt í Bandaríkjunum og hafði kynnst þar kristnu fólki hvað- anæva úr heiminum. Þarna var komið annað atriði sem við guð- fræðinemar máttum skrifa bak við eyrað: Mikil lyftistöng getur það verið að hitta trúsystkin frá öðrum löndum og kynnast reynslu þeirra til að geta svo snúið tvíefldur heim aftur til síns safnaðar og sungið Drottni nýjan söng. Næsti dagur Morguninn eftir tóku prestshjónin á Eiðum rausnar- lega á móti okkur. Síra Einar Þ. Þorsteinsson sýndi okkur húsið þar sem reknar eru sumarbúðir og sagði okkur frá byggingu kirkjumiðstöðvar sem mun létta þeim Austfjarðaklerkum mjög starfið á komandi árum. Alltaf þurftum við nú að vera að kveðja og áfram héldum við í frostkaldri morgunkyrrðinni til Norðfjarðar. Viðtökurnar á Neskaupstað voru einkar höfðinglegar. Við skoðuðum nýbyggt safnaðar- heimilið sem ber vott um það með glæsibrag hvern hug fólk þar eystra ber til kirkju sinnar. Síra Svavar Stefánsson tjáði okkur að þetta safnaðarheimili hefði risið fyrir velvilja og fórn- fýsi heimamanna. Fólkið í frystihúsinu gaf eldhúsinnrétt- inguna, ein bátsáhöfnin hljóm- tækin o.s.frv. Þannig lögðust margar vinnandi hendur á eitt og þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Við vorum nú þegar orðin of sein en bílstjórinn okkar sá um að skila okkur heim til síra Dav- íðs Baldurssonar á Eskifirði. Þar var vel á móti okkur tekið. Eftir að hafa gert veitingunum góð skil héldum við út í kirkju og sungum Lúterssálma með kirkjukórnum. Við skoðuðum marga góða gripi sem kirkjan á og síra Davíð sagði okkur frá barnastarfinu sem hann batt miklar vonir við. Hann kvað mikilsvert að nota kirkjuhúsið sjálft til hvers kyns samveru- stunda og útskýra guðsþjónust- una fyrir börnum og unglingum til að tengja þau betur kirkjunni. UFMH Eyjólfsstaðir eru nokkuð fyrir sunnan Egilsstaði. Þar er að rísa starfsmiðstöð samtaka sem nefna sig ungt fólk með hlut- verk. Fyrir þá sem vita ekki hvað það er, þá er hér um að ræða áhugasaman hóp af ungu fólki sem vill stuðla að út- breiðslu kristni og efla kirkjulíf. Þetta eru leikmannasamtök inn- an kirkjunnar. Þarna á Eyj- ólfsstöðum reka þau búskap. Og við sáum nýtt og reisulegt hús, starfsmiðstöð fyrir Austurland. Draumurinn var að verða að veruleika. Við þetta starf eru bundnar miklar vonir. Og marg- ir hafa komist til trúar og hlotið mikla blessun fyrir starf sam- takanna. Efalaust á þessi starfsmiðstöð eftir að verða mikil lyftistöng fyrir kristnilíf þar eystra. Að lokum Hvað lærðum við svo í þessari ferð? í fyrsta lagi að bjart er framundan í lífi kirkjunnar á Austurlandi. Vorið er í nánd, eins og einhver sagði. Okkur kann ef til vill að þykja undar- legt að menn tali um andlega þíðu og komandi gróskutímabil nú á þessum síðustu tímum efnishyggju og tilgangsleysis. En bíðum við. Er kristnin ekki grundvölluð á voninni, trúnni og kærleikanum? Vonin byggir ekki á okkar mætti heldur Drottins mætti. Vegna þess að Guð er sá sem hann er, þá er von. Vonin er iíka aflvaki allra breytinga og framfara. Það var svo afskap- lega dýrmætt fyrir okkur að hitta þetta bjartsýna fólk. Með trú, von og kærleika að vopni mun íslensk kirkja sækja fram. Aðventuró Meðan við bíðum jólanna með tilhlökkun, getum við tekið okkur stund öll saman, sett á okkur jólasvuntuna og búið til jólakúlur. Þetta er ósköp einfalt og tekur í rauninni helmingi lengri tíma ef margir vinna sam- an, sérstaklega ef þeir eru smáir, en það er bara betra. Notum tækifærið á aðventunni og ver- um meira saman. Nú, tökum okkur góða skál og setjum í hana: 1 dl af sykri 3 dl af haframjöli 3 msk af bökunarkakói 50 g af smjörlíki 3 msk af mjólk og vanilludropa og rúsínur ef okkur langar. Svo hnoðum við fullt af litlum kúlum, veltum þeim upp úr kók- osmjöli, og jólaglaðningurinn er tilbúinn. Lofaður sé Drottinn 3. sunnudagur í aðventu Lúk. 1:67—80. Lofsöngur Sakaría, föður Jó- hannesar skírara, er guðspjall okkar í dag. Við ættum að lesa þennan lofsöng hans í 1. kap. Lúkasarguðspjalls og staldra við eftir hvert vers og hugleiða merkingu þess. Sakaría fékk á gamals aldri skilaboð frá Guði um að hann og Elísabet, kona hans, mundu eignast son. Sonurinn skyldi heita Jóhannes og verða sérstak- ur sendiboði Guðs. Auk þess hafði María, frændkona Elísa- betar, komið og sagt frá vitrun sinni og barninu, sem hún bar undir belti og var getið af heilög- um anda. Jóhannes var nú fæddur, sá er síðar dvaldist í óbyggð og kallaði menn til iðrunar og skírði þá iðr- unarskírn. Sakaría þreifaði þannig á handleiðslu Guðs og almætti. Hann fékk að sjá hluti, sem hann skildi ekki, og sem hann í fyrstu efaðist um. En hann komst að raun um hið sama og bæði María guðsmóðir og miklu fleiri, að „ekkert orð frá Guði er ómáttugt", m.ö.o. „Guði er eng- inn hlutur um megn“. Hvað gerir þá aumur, gamall og vantrúaður maður? Hann gerir hið sama og sérhver mað- ur, sem stendur agndofa frammi fyrir undrum Guðs: Hann lofar Guð! Hann er í raun og veru orð- laus, en Guð leggur honum orð í munn, svo að lofsöngur hans birti eins og brot af dýrð Guðs. Þessi lofsöngur verður um leið eins konar spádómur um hjálp- ræðið, sem framundan er, en hann tengist jafnframt hinu fyrsta fyrirheiti Guðs, sáttmál- anum við Abraham. Lofsöngur Sakaría tengir þannig nútíð við fortíð jafnt sem framtíð. Hann vitnar um þann Guð, sem var og er og kemur, um „hann, sem hefur auðsýnt feðr- um vorum miskunn" (v. 72) og sent þennan „svein, sem mun nefndur verða spámaður hins hæsta" (v. 76) „og veita lýð hans þekkingu á hjálpræðinu“ (v. 77). Sakaría hafði mikla ástæðu til að lofa Guð! Við fáum nú að skoða þessa gömlu frásögn og þennan gamla lofsöng Sakaría, sem kennir okkur hvað það er að vera kristinn! Minnumst þess á aðventu 1983, að Guð mætir okkur hér og nú. Hann stendur við fyrirheit sín. Hann hefur sent okkur frels- ara og gefið okkur allt með sér. Birta frelsarans nær inn í hvern afkima, hvert skúmaskot til að „lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans og beina fótum vorum á friðar veg“. (v. 79). Tökum þátt í lofsöng Sakaría og segjum af öllu hjarta: Lofaður sé Drottinn ... Aðventan Biblíulestur vikuna 11.—17. desember. Sunnudagur 11. des.: Matt. 6:24—34 — Guð og mammón. Mánudagur 12. des.: Jes. 42:1—9 — Hann jiefur ekki háreysti. Þriðjudagur: 13. des.: Jes. 40:1—11 — Sjá Guð yðar kemur. Miðvikudagur: 14. des.: Jes. 40:28—31 — Hefir þú ekki heyrt? Fimmtudagur 15. des.: Kól. 3:12—17 — Gjörið allt í nafni Drottins Jesú. Föstudagur 16. des.: I. Jóh. 4:7—10 — Kærleikur Guðs. Laugardagur 17. des.: Fil. 4:4—7 — Verið glöð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.