Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 71 eins gott að gera eitthvað annað. Þá kemur það. Láta undirmeðvit- undina vinna fyrir sig. Á sinn hátt er maður þó að vinna allan sól- arhringinn, þegar mann er farið að dreyma sögufólkið. Þegar mað- ur hugsar ekki um annað, þá dreymir mann það líka.“ Nú verður að spyrja þess sem lesendur munu sjálfsagt spyrja sig. Eiga persónurnar í bröggun- um þinum ákveðnar fyrirmyndir? „Vitanlega er allur skáldskapur sprottinn úr veruleikanum. Ég held að svona skáldskapur sé miklu sannari en til dæmis endur- minningar, sem áhugi íslendinga virðist hafa ágerst fyrir síðustu árin. Ef til vill af áhuga á því sem er satt og rétt. En í æfisögum um nafngreint fólk verður alltaf að vera að taka tillit til ytri að- stæðna, ættingja og annars fólks, svo að oftast verður úr því hálf- sannleikur. Og segir ekki einhvers staðar „hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi“. Náttúrulega hefði ég getað fundið einhverja Jónu Jónsdóttur spákonu og skrif- að æfisögu hennar. Skv. sölu- skýrslum hefði sú bók eflaust selst miklu betur. Fólk haldið að það væri að lesa sögu sanns fólks. En hefði sú saga orðið miklu sannari ef aldrei má segja neitt neikvætt eða vafasamt, án þess að segja um leið að hann var sómamaður í hví- vetna og hinn besti drengur. Helst má ekki í æfisögu nefna óreglu, hjúskaparmál eða svik og pretti, sem allt kemur fyrir í lífinu." Nú er þetta mikið og litskrúðugt lið í bókinni þinni, bæði fólkið í braggahverfinu og blokkunum sem teygja sig inn í það. Sem bet- ur fer eykurðu leti lesenda með því að kortleggja hverfið og íbúa þess í upphafi bókar. Hvort kom á undan eggið eða hænan. Varstu búinn að setja alla á sinn stað i upphafi? „Þetta kom smátt og smátt. Sjálf aðalfjölskyldan í Gamla hús- inu var að vísu strax öll til með nöfnum. Hins vegar tók fólkið á sig persónuleika eftir því sem verkinu miðaði áfram. Og út frá þeim myndaðist svo smám saman hitt fólkið. Maður frétti af alls konar fólki, sem búið hafði í braggahverfum, og setti inn í sög- una þær persónur sem voru spenn- andi. Þannig urðu til þessar per- sónur sem þú nefnir áður, katta- kerlingin, bílamaðurinn sem sank- ar að sér drasli, kúluvarparinn o.fl. Ég reyndi fyrst og fremst að draga inn í söguna þær sérkenni- legu manneskjur sem ég vissi af. Á tímabili var ég að grafast fyrir um það hvort listamenn hefðu ekki búið í braggahverfunum til að setja þar niður listamann. En það var ekki fyrr en eftir að ég lauk bókinni að ég sá viðtal við Stein Steinarr frá árinu 1950, þar sem hann var sóttur heim í Camp Knox. En Camp Knox var eitt af niðurníddustu braggahverfunum. Á þessum tíma, þegar litið var niður á braggabúana og það var erfiður stimpill að bera að búa í kampi, var Steinn að yrkja þar sín stórkostlegu ljóð. En svona niður- nídd fátækrahverfi, þar sem því er trúað að ekkert búi nema skríll, eru varla til í Reykjavík nútímans, þótt hverfi geti þótt misfín. í kömpunum bjó alls konar fólk, en ekki er ástæða til að gera sögu um þá sem ekki áttu sér merkilega sögu. Það fólk er bara þarna." Svo listamennirnir urðu í sög- unni þinni að blokkarfólki í Lista- mannablokkinni sem teygir sig inn í hverfið. „Já og blokkarfólkið er líka upp- diktað. Þú spurðir um uppdráttinn að hverfinu. Hann varð til sem hjálpargagn fyrir mig sjálfan. Ég hafði frekar þokukennda hug- mynd um að í braggahverfinu væri einhvers staðar sjoppa, ein- hvers staðar mjólkurbúð, knatt- spyrnuvöllur o.fl. Þegar kom að því að einhver þurfti að labba á milli staða, vildi allt fara í graut, svo ég setti þetta allt niður á blað af mínum litlu teiknihæfileikum. Sá svo að kortið hlaut að verða lesendum til jafn mikils gagns og fékk hæfileikamann til að teikna það. Ættartala fjölskyldunnar í Gamla húsinu var aftur á móti handavinna eftir að ég var búinn að skrifa söguna. Ég þekki það sjálfur að slíkt kemur að gagni þegar maður er að lesa, hvort sem það eru nú íslendingasögurnar eða eitthvað annað og þarf kannski að gramsa aftur á bak um 150 síður þegar eitthvert nafn kemur fyrir. Svo framarlega sem maður vill ekki að tengsl persónanna séu öll í þoku er þetta sjálfsagt hjálpar- gagn.“ Er þarna um að ræða sögu þessa tíma upp úr 1950, eins og stendur á bókarkápu, eða er það kannski umbreytt saga nútímans? Eða er þetta kannski þjóðfélagsádeila, eins og nú er svo títt? „Samtími okkar er eftirstríðs- árin. Þótt komi nýjar árgerðir af bílum á markaðinn, er þjóðfélagið meira og minna í sömu skorðum. Fólkið býr við svipaðar aðstæður. Þjóðfélagsádeila? Nei, það held ég ekki. Ég hefi aldrei skilið þá áráttu að skipta skáldsögum upp í afmarkaða flokka. Ekki haft áhuga á að afmarka mér neinn sérstakan bás í þeim efnum. Innan einnar skáldsögu geta rúmast all- ar undirdeildir, hvort sem þær eru kallaðar þroskasaga, þjóðfélags- saga, ástarsaga, glæpasaga eða skýrslusaga. Mér finnt það fárán- leg sjálfspyndingarstefna að fara að njörva sig við einhvern ákveð- inn flokk og mega ekki upp úr honum líta.“ „Nú ertu búinn að senda þessar persónur frá þér út í lesendaheim- inn. Ertu búinn að yfirgefa þær? Þú skilur þannig við þær að þú heldur því opnu að segja meira af þeim. Kannski byrjaður að skrifa nýja bók? „Það er alltaf möguleiki, en þótt ég væri búinn að ákveða það þá mundi ég ekkert vilja segja um það. Ég er að byrja á öðru verki, en vil ekki láta pressa mig til að tala um það. Þá fara lesendur að gera sér sínar hugmyndir um hvernig verkið eigi að vera. Og þegar útkoman er ekki í samræmi við hugmyndir, þá verður lesand- inn óánægður. Það er algilt lög- mál.“ Kostar alltaf mikla vinnu Þú hefur fengið góða dóma fyrir skáldsögurnar þínar. Breytir það einhverju? Hvernig virkar það á ungan höfund? „Ég veit að ef maður gætir sín ekki, þá gæti það haft neikvæð áhrif að fá of mikið af góðum dómum. Það gæti leitt til sjálfs- ánægju og þar af leiðandi til kæruleysis. Ég veit að mér er ekk- ert létt að skrifa. Það kostar mig alltaf mikla vinnu og mikinn höf- uðverk að vinna þannig að ég sé ánægður. Ennþá hefur mér ekki tekist að skeiða áfram með setn- ingarnar og vera ánægður með þær. Verð því að gæta mín.“ Einar Kárason vann bók sína í Kaupmannahöfn. Hélt út með fjölskyldu sína, eiginkonuna, Hildi Baldursdóttur, og 3 dætur haustið 1979. Þar bjuggu þau fimm í 40 fermetra íbúð meðan hann var að skrifa bækur sínar. Heim fluttu þau svo á sl. vori. Varla hefur ver- ið mikið rými þar fyrir skrifborð og ritvél rithöfundarins, varð blaðamanni að orði. En þá upplýs- ir Einar að hann skrifi mikið á söfnum. Hann hafi setið við skriftir á Konunglega bókasafn- inu, þar sem oft voru fleiri ís- lenskir stúdentar og höfundar við vinnu. Þótt meiri friður sé kannski heima, þá geti hann verið fullmikill og hálfgerð innilokun- arkennd fylgi því að hreyfa sig ekki og fara ekki út úr húsi, segir hann. Og þar sem hann situr á söfnum, hefur hann farið að hand- skrifa bækur sínar, vélritar þær bara upp á eftir. „Uþþuþvuzz," segir Einar Kára- son í fyrirsögn í sviga með eftir- málanum í skáldsögu sinni „Þar sem djöflaeyjan rís“ og er það yf- irskriftin á bráðfyndnu æfisögu- viðtali við aðalsöguhetjuna, Línu spákonu. Og látum það líka verða lokaorð þessa viðtals: Uþþuþvuzz! — E.Pá. r Bók sem vekur tíl umhugsunar.. KRIST NN DW LS. (•nthnion/nr w~ -m- » fxeirnur rrcinil i öinnu 4.J1 fi rri tfti/N/tjón u.sfa Kjargur S. Olafndóttur imt aöals^rna^- Þeir iö ÞeSSUmnSSu lifsrevnslu 'íti sinu °9 ^SA 3&SNUM. a) dolhey,n og *«jj SEX LANOA SVN| efu 20^ ^ Evrtputónö sum>ínum 08 mmtiterS me6 Tlf aH).. eru sox «asaB ■SÝNTSVm b-oítör at þesaunt herm.. ) dánarbeö oq Verö kr. 595.- Lýsing á lífinu fynr handan oa em Þetta er einstæö bók, sem á erindi /til allra og enginnjætti aö láta ólesna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.