Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 30
78
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983
Morgunblaðið/ Krístján Örn
Stigarnir á Grensásvegi 11 eru Jóni töluverð þrekraun og tekur það hann
nokkurn tíma að komast upp hvern og einn.
Fyrir rúmlega sjö árum
varð Jón Sigurðsson, þá
bóndi í Úthlíð í Bisk-
upstungum, fyrir því
slysi að heyhlaði hrundi yfir hann
er hann var við gegningar, og lam-
aðist Jón nær algerlega vegna
sköddunar á mænu. Þannig var
útlitið heldur dökkt er hann út-
skrifaðist af spitala og gat vart
hrært legg né lið. Jón lagði þó ekki
árar í bát og er honum varð ljóst
að hann væri ófær um að stunda
búskap framar afréð hann að
ganga menntaveginn og hugði á
háskólanám þó undirbúning hefði
hann nær engan. „Ég bjó félagsbúi
í Úthlíð með bróður mínum, en
þarna var maður fæddur og uppal-
inn. Við höfðum 400 ær og 25 kýr,
eitthvað 10 hross og svo hænsni,
hunda og ketti svo allt sé talið,“
sagði Jón Sigurðsson í upphafi
samtals okkar.
— Það má eiginlega segja að ég
hafi orðið fórnariamb vélvæð-
ingarinnar. Við fórum út í það að
vélbinda allt hey til að spara
vinnu við gegningarnar. Eitthvað
hlýt ég að hafa leyst ógætilega því
eitt sinn er ég var að gefa hrundi
heystæðan yfir mig í hlöðunni.
Ég gerði mér alls ekki ljóst
hversu alvarlega ég var slasaður
fyrst í stað. Ég lá í Borgarspítal-
anum í eitt og hálft ár en þaðan
fór ég svo í endurhæfingu á
Reykjalund og var þar næstu 6 ár-
in. Þar er maður búinn að ganga í
gegnum strangan skóla og taka
sjálfum sér mikið tak. Þegar ég
kom á Reykjalund var ég alveg
máttlaus — ég hafði aðeins hálf-
Endurhæfíngin
verður ekki
metin tíl tjár
Rætt viö
Jón Sigurðs-
son sem
lamaðist
nær algjör-
lega vegna
vinnuslyss
fyrir sjö
árum en
stundar nú
háskólanám
tíma setuþol í hjólastól og var of
máttlaus til að fletta dagblaði.
Er ekki töluvert erfitt að fara í
gegnum endurhæfingu sem þessa?
— Jú, það er sko erfitt karl
minn. Ef til vill hefur það bjargað
mér að ég gerði mér alls ekki grein
fyrir því hversu alvarlegt þetta
var með mig. Ég hélt jafnvel að
einhverntíma myndi ég ganga út
alheill og gæti farið að stunda
búskapinn aftur. Það sem mér
þótti hvað verst var að komast
ekki út í náttúruna — umhverfi
Reykjalundar er fallegt og það var
ómögulegt að hugsa til þess að
maður gæti ekki komist uppá
fjöllin þarna í kring.
Satt að segja held ég að læknar
hafi alveg verið búnir að afskrifa
mig, og talið að endurhæfing
myndi ekki skila neinum árangri.
Ég fór hins vegar út í endurhæf-
inguna með trú á sjálfan mig og
fljótlega fóru að koma fram hreyf-
ingar sem ekki höfðu verið til
staðar áður. Þessar nýju hreyf-
ingar komu alltaf fram í sund-
lauginni og má segja að hún hafi
verið mín heilsulind.
Eftir eitt og hálft ár á Reykja-
lundi fékk ég vinnu á skiptiborð-
inu þar. Þá hafði ég 2—3 klst.
setuþol í hjólastólnum — það
kostar gífurlegt erfiði að ná upp
setuþoli og verður enginn óbarinn
biskup hvað það varðar, skal ég
segja þér. Mestu framfarir í
endurhæfingunni hafa komið síð-
ustu tvö árin á Reykjalundi og tók
ég þá svo miklum framförum, að
ég fór að hugsa mér til hreyfings.
Það mætti vel koma fram í við-
talinu hversu miklu endurhæfing-
SEM KUNNA SITT FAG
og hafa úrvals starfsfólk, sem ávallt er tilbúið til þjónustu. Þér er óhætt að leita
til þeirra.
BIFREIDADEILD SAMBANDSINS
VERKSTÆÐI HÖFÐABAKKA 9 SIMI 85539i GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM.
Guðbrandur, Guðmundur Helgi og Kristinn Helgi.