Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 87 VEGI L „Það er eins með veitingahús og ungbörn ... “ — rætt við Sigmar B. Hauksson sem gerst hefur „hjálparkokkur" við rekstur veitingahússins RÁN Á förnum vegi frétti af því aö Sigmar B. Hauksson sem löng- um hefur haldiö uppi gagnrýni é matargerö og veitingahúsa- rekstur, sé nú kominn í sömu stööu og þeir sem hann áður gagnrýndi. Hann vinnur á veit- ingahúsinu Rán og segir þaö sig sjálft að viö geröum okkur ferö til aö athuga hvernig á þessu stæöi og spyrja Sigmar hvernig honum liöi. Sigmar: Þetta er eins og aö vera farinn að vinna sem gjald- keri eftir aö hafa veriö banka- ræningi í mörg ár. Þaö kom þannig til aö óg hef fjallaö svolít- iö um matarmenningu og veit- ingahúsarekstur. Nú, Ómar Hallsson veitingamaður keypti þennan staö fyrir nokkrum árum og varö hann mjög fljótt vinsæll, þaö er aö segja bæði Ómar og staðurinn. Síöan fór Ómar aö færa út kvíarnar; hann rak á tímabili Valhöll á Þingvöllum, keypti síöan veitingahúsiö Naust og aö auki rekur hann nú Veislu- miöstööina Gæöi og veislu- staöinn Óöin Þór í Kópavogi. Þetta var því oröiö allviöamikiö hjá honum og baö hann mig því að aðstoða sig viö reksturinn á Rán, því þaö er þannig meö veit- ingahús eins og ungbörn aö þaö er ekki hægt aö annast þau úr fjarlægö. Þaö má segja aö þetta sé skemmtilegt tækifæri fyrir mig, því nú hef ég möguleika á aö framkvæma þaö sem óg hef ver- ið aö berjast fyrir í þessum efn- um. Ég legg áherlsu á númer eitt aö nota aðeins besta fáanlegt hráefni og eins lítiö af verksmiöjuvöru, dósamat og unninni matvöru, og hægt er. Einnig aö taka tillit til smekks hvers gests fyrir sig, þannig að matreitt er fyrir hvern og einn sem einstakling. Því höfum viö lítinn matseöil en skiptum mjög ört um. Þá lofum viö til dæmis engu sérstöku grænmeti heldur bjóöum bara upp á þaö sem er ferskast og best á hverjum degi. Sama gildir um vínlistann, hann endurskoöum viö reglulega, vín eru mjög misjöfn eftir árum svo viö reynum aö hafa þau vín sem eru best á hverju ári. , Þegar ég hef veriö að gagn- rýna veitingamenn og aðra í þessum rekstri þá hafa þeir oft sagt viö mig: „Já, þú getur trútt um talað sem ekkert veist hvaö þú ert aö tala um.“ Nú þegar ég er í því öfundsverða hlutverki að ég eyði og Ómar borgar, gefst mér tækifæri til aö reyna hvort ég hafi haft eitthvaö til míns máls. En tíminn leiöir þaö i ljós.“ Ómar ásamt „hjálparkokki" sínum, Sigmari á leið til sólarlanda Á þurru landi ... en það viröist bara ekkert vera eftir af honum í sjónum. í góðu veöri þyrpast ung- menni niður að höfn og renna fyrir fisk...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.