Morgunblaðið - 11.12.1983, Page 16

Morgunblaðið - 11.12.1983, Page 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 „Skrifa fyrir hina konuna“ Spjallað við Vigdísi Grímsdóttur, rithöfund og kennara, um þykjustuleiki og alvörudrauma „Þetta eru adallega sögur um drauma. Drauma, sem ganga á skjön við þá leið sem við eigum að fara, eins og flestir draumar gera.“ Þetta er það fyrsta sem Vigdís Grímsdóttir segir þegar talið berst að bókinni hennar „Tíu myndir úr lífi þínu“, smásagnasafni með und- irtitlinum „Sögur um þykjustuleiki og alvörudrauma" og Ijóðum í stað titla í upphafi hverrar sögu. Vigdís er þrítug, fædd og uppalin í Reykjavík, nánar tiltekiö á Kleppsveginum, að því er hún tjáir blm. og hefur unnið ýmis störf um dagana, m.a. við ræstingar og á elliheimili. Undanfarin sex ár hefur aðalstarf hennar þó verið íslenskukennsla við Flensborgar- skóla í Hafnarfirði, auk þess að vera móðir Þórdísar og Hólmars, sem eru fjögurra og níu ára, en faðir þeirra er við nám erlendis. Ljóð eftir Vigdísi hafa birst í tímaritum, en „Tíu myndir ...“ er hennar fyrsta bók. Eina „myndina“ gefur reyndar að líta í útfærslu Stúdentaleikhússins á köflum úr nýjum verkum nokkurra ungra höfunda; dagskránni „Draumar í höfðinu“, sem verið er að sýna í Félagsstofnun þessa dagana og hafa gagnrýnendur gert mjög góðan róm að þætti Vigdísar þar. „í feimna félaginu“ Hún er fríð og fínleg og tjáir sig ekki síður með höndum og augum en orðum. Talar ekki hratt, en ákveðið. „Ég fór að skrifa ljóð þeg- ar ég var í Kennaraskólanum. En af því að ég var í „feimna félag- inu“ birtust þau ljóð alltaf undir hinum ýmsu dulnefnum. Það er einkennandi fyrir stelpur að vera feimnar, þegar svona hlutir eru annars vegar og fást við þá í fel- um. Þetta er ennþá svona, því hef ég kynnst í kennslunni og þessi feimni vill loða við lengi fram eft- ir aldri, oft alla ævi,“ segir Vigdís. „Stelpurnar eru svo kröfuharð- ar í eigin garð,“ bætir hún við, „þær þurfa að standa svo vel í stykkinu — ennþá betur en strák- arnir — til að standa jafnfætis þeim. Ég skrifa bara um konur af því að ég þekki þær betur. Ég reyni að sýna „hina konuna“, sem ég held að allar konur eigi sameig- inlega, á bak við bælinguna og feluleikinn, sem við ástundum all- ar. „Hin konan“ er sú sem kemur fram í draumum okkar,“ segir Vigdís og víst er það að flestar fjalla sögurnar hennar um konur sem segja eitt en meina annað — með einum eða öðrum hætti. „Karlmenn hljóta líka að eiga sér sinn heim, jafn tragískan og gleðilegan og heim kvennanna, ég þekki hann bara ekki,“ segir hún. „Kynin skilja ekki hvort annað. Ef þau gerðu það og ynnu saman væri þetta ekki svona erfitt og engin þörf á kvennaflokkum og framboðum eða kynskiptinu í bók- menntum eins og nú er við lýði. Það er talað um barnabókmenntir, kvennabókmenntir og fyrir hvern er það þá skrifað sem eftir er? Fyrir „fólk!“ Hvaða „fólk“ ef kon- ur og börn eru ekki þar með tal- in?“ segir Vigdís og hefur langt í frá lokið því, sem hún hefur að segja um hugtakið „kvennabók- menntir". „Á móti vandamálum“ „Konur verða að standa með körlunum í viðleitninni til þess að brjóta niður vegginn milli kynj- anna. Það er sorglegt að ham- ingjusömustu stundirnar sem maður á, skuli vera þær, sem mað- ur á einn með sjálfum sér og draumunum, þar sem það besta kemur fram,“ segir Vigdís. En blm. grípur fram í og spyr um konuna í einni sögunni, sem biður guð að gefa sér æðruleysi eftir að búið er að berja hana eins og harð- fisk út alla söguna og hún kemst að þeirri niðurstöðu að sjálf hafi hún bakað sér allan sinn vanda með röngu framferði. Ekki er það fagur draumur til að leita skjóls í eða hvað? „Hún þarf á blekking- unni að halda,“ segir Vigdís, „það er búið að berja úr henni hinn sanna draum, en hún verður að lifa áfram með einhverju móti. Kannski er ég að vonast til að einhver einn, einhversstaðar, breytist á einhvern hátt,“ segir hún, aðspurð hvort hún hafi skrif- að bókina með einhvern sérstakan tilgang í huga. „Ekki það að mér sé umhugað að þvinga mínum skoðunum upp á fólk. Þessar sögur eru bara myndir og örugglega ekki nógu margar ... Maður veit svo sem líka hvað yrði gert við „hina konuna", ef hún slyppi út. Hún yrði úrskurðuð geggjuð og samstundis sett inn á „réttan" stað. Ég þekki ótalmargar konur á ólíkum stöðum í tilverunni, ríkar og fátækar. Allar leika þær og all- ar brotna þær niður einhverntíma. Það koma bara misjafnlega stórar sprungur í skelina. Hjá karlrithöfundum er vinsælt að láta þessar sprungur myndast í saumaklúbbunum, sem eru voða táknrænir fyrir konur og þeirra samskipti í augum karla,“ segir Vigdís, og það tekur okkur enga stund að verða sammála um þá óhrekjanlegu staðreynd að þegar konur koma saman, er það í þeim tilgangi að segja kjaftasögur, karlmenn ræða hins vegar lands- ins gagn og nauðsynjar af miklum móð yfir kaffibollunum, eða hvað? „Þú skalt gefa þessa bók út, var sagt við mig,“ segir Vigdís. „Ástæðan fyrir því að viðmælanda mínum fannst ég ætti að gefa bók- ina út, var sú, að þetta væri „kvennabók". Skrifuð af konu, um konur og þeirra vanda. Ég varð virkilega vond þegar ég heyrði þetta. Ég er á móti þessu eilífa vandamálatali. Það er vandi að vera til, sama hvort kynið á í hlut, en ekkert vandamál, nema stundum ...“ bætir hún við. „Kvennabókmenntir“ „Það er búið að skemma þetta fallega hugtak, kvennabókmennt- ir, og taka þannig á því, að það er komin í það neikvæð merking og ég held að það haldi hreinlega aft- ur af mörgum konum, sem vilja skrifa. Annars er ég sammála því að það þurfi að rannsaka bækur eftir konur og það, hvernig heimur kvenna birtist í skrifum þeirra. Svo verður að reyna að sameina heim karla og kvenna. Þá fáum við friðinn og hver höndin hættir að vera uppi á móti annarri," segir Vigdís og svarar þeirri spurningu játandi hvort hún sé þá þeirrar skoðunar að hægt sé að tala um „stríð“ milli kynjanna. „Já, þau viðurkenna ekki hvort annað,“ segir hún. — Hvað er það þá, sem kynin þráast við að viðurkenna? „Það verður að samræma reynslu karla og kvenna. Það stendur á þeim að skilja okkur og á okkur að breyta aðferðunum til þess að gera þeim það kleift. Konur eiga að hætta barlómn- um og nota þess í stað rök, skyn- V—700 Midi tölvustýröa hljómtækjasamstæðan Þrýsta á einn hnapp er allt sem þart til, fyrir upptöku eöa afspilun frá plötuspilara, útvarpi eöa ööru. Engar flóknar stillingar á ° segulbandi eöa magnara. Bæöi plötuspilarinn og segulbandið hafa automatic „lntro-Play“, þaö er meö því aö styöja á einn hnapp spilar hvort tækiö sem er 10 fyrstu sek. af hverju lagi á plötunni eöa kassettunni. Beindrifinn plötuspilarann er hægt aö stilla til aö hlusta á lögin á plötunni í þeirri röð sem þú óskar (og endurtekur ákveðna röö allt aö 10 sinnum). Sért þú að taka uþp frá plötuspilara, sér segulbandið um aö alltaf sé jafnt bil á milli laga á kassettunni. Segulbandiö er meö bæði B og C dolby. Útvarpiö er með LB, MB og FM stereobylgju og sjálfvirkan stöövaleitara, einnig 12 stööva minni. Magnarinn er 2x45 RMS wött og tilbúinn fyrir Lazer plötuspilarann. Allt þetta ásamt fleiru og sérstaklega fal- legu útliti. Kostar aöeins kr. 48.880,- staðgr. frá AIWA býöur upp á ótrúlegar tækninýjungar. Þá býöur AIWA upp á einn þynnsta og fyrirferöarminnsta og jafnframt einn fullkomnasta Lazer plötusþilara á markaönum og á veröi sem erfitt er aö keppa viö eöa aöeins QQQ Þaö borgar sig örugglega aö kynna sér AIWA. D r\daio i r ARMULA 38 (Selmúlamegin) 105 REYKJAVIK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.