Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 34
82
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983
Sænska kirkjan:
Fjórði sunnudagur í aðventu
helgaður Maríu Guðsmóður
Lundi, frá Pétri Péturssyni.
Með nýju kirkjuári fyrsta
sunnudag í aðventu gekk í gildi
ný handbók í sænsku kirkjunni.
Boðar hún nokkrar athyglisverð-
ar breytingar m.a. það að fjórði
sunnudagur í aðventu er helgað-
ur heilagri Maríu. Önnur nýjung
er að með pistli og guðspjalli
verður hér eftir ætíð lesinn texti
úr Gamla testamentinu. Með því
vill kirkjan viðurkenna þá stað-
reynd að Nýja testamentið verð-
ur ekki skilið nema með það
gamla sem bakgrunn. Spámenn
Israelsmanna tala auk þessa enn
til lýðsins sterkum orðum sem
bíta enn í dag.
Það á vel við að María móðir .
Jesú fái dag fyrir sig svona rétt
fyrir jól, fæðingarhátíð frelsara
vors. Að minna á hlutdeild
kvenna í þessari hátíð frá upp-
hafi getur ekki verið annað en í
takt við tímann, enda er það yf-
irlýst markmið nýju handbókar-
innar að koma til móts við óskir
almennings — þá strauma sem
hrærast djúpt í þjóðarsálinni.
Biskupinn í Lundi segir: „Við er-
um ekki lengur hræddir við
Maríudýrkun."
í dómkirkjunni í Lundi, sem
margir íslendingar kannast við,
er gamalt og snjáð Maríulíkn-
eski frá miðöldum úr tré. Ekki er
það glæsilegt listaverk á verald-
legan mælikvarða og sýnist
Maríu fara heldur óhönduglega
að hagræða Jesúbarninu í fangi
sér. En allt um það þá eru alltaf
blóm við þessa styttu og oft lif-
andi ljós, þótt kirkjuverðir komi
þar hvergi nærri. Þó hér sé lík-
legast oftast um að ræða inn-
flytjendur frá kaþólskum lönd-
um, sem dýrka Maríu sína þann-
ig, sýnir þetta einnig að áhuginn
á Guðsmóður hefur aukist.
Eins og kunnugt er byggir
sænska kirkjan á sömu trúar-
játningum og systurkirkjurnar á
hinum Norðurlöndunum en þó
má finna hjá henni kaþólsk ein-
kenni í ríkara mæli en hjá lút-
erskum kirkjum almennt. Það er
einkum í kirkjusöng og ýmsum
ytri búnaði sem þetta kemur
fram.
Þetta er því merkilegra sem
Svíþjóð hefur verið harðast á
móti því að kaþólska kirkjan
Maríulíkneskið í dómkirkjunni í Lundi er lítið og snjáð, en þar eru
stöðugt lifandi Ijós og blóm sem kirkjugestir setja þar til merkis um
tilbeiðslu sína.
Eftir sjö áia undirbúning
framleidsiunnar áVölvo360,
eru mistökin í mslafötu okkar
en ekki í bílskúmum þínum!
Kaupendur látnir gjalda
Það gerist stundum að bílar eru
hannaðir í miklu tímahraki, þar
sem allt kapp er lagt á að koma
framleiðslunni á markað. Þegar
þessi háttur er hafður á, eru það
kaupendurnir sem gjalda fyrir
mistökin. í bílskúrnum þeirra er
þá illa hannaður bíll, sem ein-
göngu veldur ama og leiðindum.
Hönnun og prófanir
Starfsmenn VOLVO gáfu sér næg-
an tíma við hönnun og prófanir
á 360 gerðinni. Þeir hafa alltaf
haft þennan háttinn á við undir-
búning framleiðslu nýrrar gerðar.
I sjö ára undirbúningsvinnu hefur
nægur tími gefist til að sannreyna
hugmyndir, gera mistök og leið-
rétta þau. Umfram allt, þá hefur
rúmur tími verið til prófana,
endurbóta og fleiri prófana.
VOLVO gefur sér tíma
Vönduð vinnubrögð og þolin-
mæði í sjö ár hafa skilað frábær-
um árangri. VOLVO 360 hefur
uppfyllt allar ströngustu kröfur.
Hann er rúmgóður fjölskyldubíll,
kraftmikill og lipur í akstri, örugg-
ur og traustur: Sannur VOLVO!
VOLVO 360
- Enn eitt skref nær fullkomnun
Bókaforlagið Sögusteinn:
Gefur ut Ættar-
tölubók séra Jóns
Halldórssonar
SÖGUSTEINN-bókaforlag hefur
sent frá sér Ættartölubók séra Jóns
Haldórssonar í tveimur bindum, í
ritsafninu íslenskt ættfræðisafn.
Bókin er Ijósprentuð eftir handriti
séra Ásgríms Vigfússonar Hellna-
prests frá 1795, og er samtals um
410 bls.
Jón Halldórsson fæddist í Reyk-
holti í Borgarfirði 1655. Hann vígðist
að Hítardal sumarið 1792 og var þar
prestur til æviloka 1736.
I formála ritstjórnar að bókinni
segir m.a.: „Ritstörf séra Jóns
Halldórssonar eru mikil að vöxt-
um og merk í reynd. Eftirtalin
verk hans hafa verið gefin út:
Hirðstjóra-annáll í Safni til sögu
íslands II, 1886, 173 bls. Biskupa-
sögur: Sögur Skálholtsbiskupa í
lúterskum sið, 383 bls., og Hóla-
biskupa, 169 bls., útg. Rvík
1903—15 með viðbótum. Skóla-
meistarasögur: Skólameistarar í
Skálholti, 179 bls., útgefið með
Skólameisturum á Hólum eftir
Vigfús son hans og viðbótum, út-
gefið í Rvík 1916—25. Hítardals-
annáll, í Annálum 1400—1800. II,
Rvík 1927-32, 74 bls. Meðal þess
sem óprentað er og varðveitt í
Landsbókasafni er: Prestasögur í
Skálholtsbiskupsdæmi, klaustra
eða ábótasaga, alþingisskrifara-
tal, ritgerð um kristinrétt og fjöldi
uppskrifta, og að síðustu ættar-
tölubók sú sem hér birtist í ljós-
prentaðri útgáfu. Ættartölubókin
er til í frumriti sem þó er ekki
heilt, og einnig í heilu lagi í af-
skrift séra Ásgríms Vigfússonar
Hellnaprests, sem gerð er 1795.
Eftir því handriti er þessi ljós-
prentun gerð. Það er merkt Lbs.
2636 4to. í Landsbókasafni.
Ættartölubók séra Jóns Hall-
dórssonar er með merkustu ætt-
artölubókum okkar. — Ekki er
ástæða til að fjölyrða um það, en
að lokum er rétt að vitna í um-
mæli Hannesar Þorsteinssonar
sem öllum öðrum var kunnugri
handritinu, enda var það í eigu
hans um áratugi. Hannes segir:
„Ættartölur þessar eru mjög
nákvæmar og áreiðanlegar og
halda margt sem hvergi finnst
annarstaðar." (Annálar II 588.) Er
hérmeð auðsæ ástæða þess að
Sögusteini-bókaforlagi þótti
ástæða til að koma ættartölum
séra Jóns Halldórssonar á fram-
færi við áhugamenn um íslenska
ættvísi."
Ritstjórar íslensks ættfræði-
safns eru Þorsteinn Jónsson og
Indriði Indriðason. Ættartölubók
Jóns Halldórssonar er gefin út í
250 tölusettum eintökum. Af-
greiðsla forlagsins er á Týsgötu 8,
sími 28179.