Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 57 segja það fyrir að þessar rann- sóknir hans myndu nýtast á þenn- an hátt. Það má því að vissu leyti segja að grundvallarrannsóknir geri hagnýtar rannsóknir mögu- legar, að hagnýtar rannsóknir byggist á grundvallarrannsókn- um. Grundvallarrannsóknir hafa því, þegar allt kemur til alls, mik- ið hagnýtt gildi. En þær hafa líka annað gildi. Þær eru í rauninni ein af stoðum menningarinnar, rétt eins og listir, enda eru skilin á milli lista og vísinda ekki alltaf mjög glögg. Það er öllum mönnum og þjóðfélögum eðlislægt að afla sér þekkingar þekkingarinnar vegna, að svala forvitni sinni með leit og könnun." — Er mikið um það að menn stundi grundvallarrannsóknir hér á landi? „Það er ekki mikið, en þó eitt- hvað. Sérstaklega í sambandi við jarðvísindi og hafrannsóknir. En fólksfæðin hér hefur valdið því að flestir þeir sem stunda einhvers konar rannsóknir eru að vasast í allt of mörgum óskyldum hlutum. Sem er mjög slæmt, því að til þess að ná árangri á þessu sviði verða menn eiginlega að hafa óendan- lega mikið næði. Þessi verkefni eru í eðli sínu langtímaverkefni, sem menn verða að geta gefið sig að óskiptir, árið út og árið inn. Annað sem stendur rannsókn- um hérlendis fyrir þrifum er hve fáir eru í hverri grein. Það er eins og það sé nauðsynlegt að hafa ein- hvern hóp manna með sömu áhugamál sem hægt er að ræða við og vinna með. Það er kannski helst í jarðvísindum sem slíkur hópur er fyrir hendi. Annars er það svo með grund- vallarrannsóknir, að þær eiga yf- irleitt alls staðar undir högg að sækja þar sem þær eru stundaðar. Þegar sú spurning kemur upp að veija á milli rannsóknaverkefna, verður það sterk freisting að gefa hagnýtu verkefnunum forgang. Það er sérstaklega mikil hætta á þcssu á tímum eins og núna, þegar farið er að þrengja að. Þá fer fólk að líta á grundvallarrannsóknir eins og hvern annan óþarfa. Og sennilega er það rétt, að þegar til mjög skamms tíma er litið, þá eru grundvallarrannsóknir munaður. En þegar til lengdar lætur eru þær nauðsynlegar, bæði fyrir hag- nýtar rannsóknir og sem hluti af almennu menningarlífi þjóðar.“ — En þó að rétt sé að grund- vallarrannsóknir séu nauðsynleg- ar fyrir framgang hagnýtra rann- sókna, þá virðist ekki leiða af því að hver einasta þjóð þurfi að gera út hóp fræðilegra vísindamanna til að sinna slíkum rannsóknum. Við vitum að ýmsar þjóðir eru leiðandi í vísindum, Bandaríkja- menn, Japanir, Rússar og fleiri, og aðrar þjóðir nærast á þeim að þessu leyti. Er nokkur þörf á því að þjóð eins og íslendingar taki virkan þátt í slíkum rannsóknum? Erum við ekki of fá og févana til að standa undir slíku? Verðum við ekki að láta það duga að sækja nýja þekkingu til útlanda? „Vissulega sækjum við megin- partinn af allri nýrri vísindalegri þekkingu til annarra landa. En ef við ætlum að hagnýta okkur þessa þekkingu verðum við að kunna skil á henni og geta aðlagað hana okkar sérstæðu aðstæðum. Og það getum við ekki nema við stundum sjálfir svipaðar rannsóknir og tök- um virkan þátt í þessari starfsemi — annars vissum við hreinlega ekki hvað við ættum að sækja til útlendinganna. Þekking býr nefni- lega ekki eingöngu i bókum og skýrslum, heldur fyrst og fremst í fólkinu sjálfu." GPA. „Lengi getur gott batnað“ 8. Sjálfvirk bakspólun. 9. Rakaskynjari. 10. Atta stööva minni. 11. Kvartz-stýröir mótorar. 12. Digital-teljari þannig aö auðvelt er að skrá hvar ákveöið efni er á mynd- bandlnu. 13. Framhlaöiö, tekur minna pláss. 14. Léttrofar sem eru sam- hæföir. 15. Stærö: Breidd 43,5 sm Hæö 13,0 sm. Dýpt 36,0 sm. Góð greiösluKjör Nýja Nordmende myndtækið hefur nú verið gert tiu sinnum betra og var þó valið af stærri myndbandaleigum vegna gæða og góðrar þjónustu. STUTT LÝSING: 1. Þráölaus fjarstýring gerir öll hlaup óþörf, framtíðar- þægindi. 2. Skyndi-upptaka ef mikiö liggur á. 3. 14 daga upptökuminni gefur mikla möguleika á upptöku fram í tímann. 4. Læsanleg myndleit á ní- földum hraöa fram og til baka. 5. Góö kyrrmynd ef skoða þarf nánar. 6. Rammi á eftir ramma- kyrrmynd þannig aö hver hreyfieining á eftir annarri er möguleg, og þetta er aö sjálfsögöu gert meö fjar- stýringunni. 7. Sjálfvirk fínstilling á mót- takara. SKIPHOLTI 19 REYKJAVÍK — SÍMI 29800. NORDMENDE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.