Morgunblaðið - 11.12.1983, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.12.1983, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 95 Leikur Gömlu Eton-piltanna og Blackburn Olympic í maí 1883: Croasley skorar eftir framlengdan leik. Forseti Knattspyrnusambandsins, Marindin majór, afhendir sigurvegurum Blackburn Olympic bikarinn. verið hrint og hann hafði verið felldur til jarðar", að sögn „The Times". „Þegar hér var komið," sagði „Athletic News“, „virtist „fít- onsandi" hlaupinn í bæði liðin." Skiptar skoðanir voru um það hvenær þessi „fítonsandi" kom til sögunnar. Að sögn „Manchester Guardian" „léku menntaskólapilt- arnir lengi vel af mikilli áræðni og harma ber að Blackburn-mennirnir brutu svo oft á þeim“. „Athletic News“ leit leikinn öðrum augum: „ ... Lancashire-piltarnir léku á velli, sem var þeim framandi, og frammi fyrir hlutdrægnum og for- dómafullum áhorfendum og svo að þeir fái að njóta sannmælis verður að taka það fram að fyrstu merkin um hrottalegan leik komu fram hjá andstæðingum þeirra..." Þegar venjulegum leiktíma lauk stóðu leikar jafnir. Leikurinn var framlengdur og þegar aftur var flautað til leiks voru Eton-piltarnir að dómi „Athletic News“ „algerlega búnir að vera“ og „frábært mark“ tryggði Olympic sigurinn. Marin- din majór afhenti bikarinn sem forseti Knattspyrnusambandsins og bað um að hrópað yrði þrefalt húrra fyrir sigurvegurunum. Á eft- ir fylgdi „heldur dræmt lófatak" áhorfenda. Fögnuðurinn var ekki eins dræmur á Norður-Englandi. „Blackburn Tirnes" taldi að „fót- boltaæðið" þar um slóðir væri nán- ast orðið taumlaust og áleit að það „yrði héraðinu til framdráttar að nokkuð af æðinu rynni af mönn- um“. En blaðið hyllti úrslitaleikinn í bikarkeppninni engu að síður, á þeirri forsendu að hann markaði sigur enskra „plebeia", þ.e. alþýðu- manna, á enskum „patricíum“, son- um fornra ætta. Blaðið sagði að þarna hefðu mætzt annars vegar synir ein- hverra beztu fjölskyldna konungs- ríkisins og hins vegar lið, sem var „eingöngu skipað, að því er við telj- um, Lancashire-piltum úr stétt verkamanna, sonum búðarþjóna, handiðnaðarmanna og undir- tyllna". Mikill mannfjöldi fagnaði Olympic-liðinu með gífurlegum fagnaðarlátum þegar Olympic-liðið kom aftur til Blackburn. Liðinu var ekið um göturnar í léttikerru, liðs- mennirnir lyftu bikarnum hátt á loft og á undan gekk lúðrasveit. Bikarinn og knötturinn, sem notað- ur var í leiknum, voru síðan til sýn- is í einn mánuð í fataverzlun Boyle’s í Pennystreet. „Eton College Chronicle" tók sigrinum illa. Blaðið sagði að Blackburn Olympic gæti þakkað sigur sinn óíþróttamannslegri framkomu: „Sá ásetningur þeirra að hrifsa bikarinn frá bikarhöfunum var svo eindreginn að þeir innleiddu í knattspyrnuíþróttina ósið, sem menn á Suður-Englandi hafa látið í ljós megnustu vanþóknun á. Síð- ustu þrjár vikurnar fyrir leikinn fylgdu þeir strangri æfingaáætlun og vörðu, að því er fréttir herma, töluverðum tíma til æfinga í Blackpool, og sumir segja í Bourne- mouth og Richmond. Þótt það kunni að virðast einkennilegt að knattspyrnulið skipað verksmiðju- mönnum og verkamönnum skuli hafa getað fórnað þremur vikum til þess að æfa fyrir einn leik og haft til þess fjárhagslegt bolmagn finnst okkur það ekki svo undarlegt þegar við hugleiðum þær þúsundir, sem komu og fylgdust með leikjun- um í Lancashire og fylltu síðan sjóði knattspyrnuklúbbanna, og áhuga vinnuveitenda þeirra á bar- áttu þeirra og sigrum." Upphaf atvinnumennsku Úrslitaleikurinn í bikarkeppn- inni 1883 markaði þannig ekki að- eins sigur plebeianna á patricíum heldur einnig sigur upprennandi atvinnumennsku á hnignandi áhugamennsku. Grunsemdir Gömlu Eton-piltanna um fjárhags- legan stuðning kaupsýslumanna við Olympic voru á rökum reistar. „Blackburn Times“ hermdi eftir leikinn að Sydney Yates, járn- steypueigandi í bænum og velgerð- armaður liðsins, og Boothman bæj- arfulltrúi, „sem kunnur er af áhuga sínum á að styðja vetraríþróttina", hefðu hvor um sig lagt fram 100 pund til þess að standa mætti straum af kostnaði við undirbúning úrslitaleiksins. Gagnstætt Gömlu Eton-piltun- um hafði Olympic-liðið fram- kvæmdastjóra, Jack Hunter, sem áður starfaði við hringleikahús. Æfingaáætlun Hunters veitti Olympic-liðinu ekki aðeins líkam- lega yfirburði, hún veitti þeim einnig yfirburði í leikaðferðum. Sóknarleikur í menntaskóla- knattspyrnunni byggðist á einleik: framherjarnir reyndu að leika knettinum fram hjá vörn mótherj- ans og „gáfu“ hann ekki til sam- herja sinna fyrr en í lengstu lög. Þetta átti sérstaklega við um knattspyrnu eins og þá sem leikin var í Eton og Gömlu Eton-piltarnir voru aldir upp við hana. Þegar landsliðsmaður Gamla Eton-liðs- ins, Alfred Lyttleton, var gagn- rýndur fyrir að neita að gefa knött- inn í leik Englands og Skotlands 1877 svaraði hann: „Ég spila ein- göngu mér til ánægju." I kjölfar úrslitaleiks bikarkeppn- innar 1877 fór slík afstaða að sæta gagnrýni, jafnvel í „Eton College Chronicle". Einn þeirra sem skrif- uðu í blaðið kvartaði: „Nokkra þá helztu kosti, sem þurfa nauðsynlega að prýða góða leikmenn í ensku knattspyrnunni, vantar tilfinnanlega hjá liði Gömlu Eton-piltanna, einkum óeigin- gjarnar fyrirgjafir og markskot." Hunter hafði hins vegar æft Olympic-liðið bæði í stuttum fyrir- gjöfum og einleik og langskotum þvert yfir leikvöllinn. Og í loka- leiknum sigruðu neðristétta-fyr- irgjafir yfirstétta-einleik. Eft'ir 1883 komst lið fyrrverandi menntaskólapilta aldrei aftur í úr- slit í deildarkeppninni. f keppninni 1884 féll Olympic út í undanúrslita- leiknum. Liðinu hrakaði fljótt eftir það og í lok áratugarins var það meö öllu úr sögunni. En bikarinn varð um kyrrt í Blackburn. Lið Blackburn Rovers, sem tefldi fram fjórum at- vinnumönnum (þótt atvinnu- mennska væri ekki opinberlega leyfð fyrr en árið eftir), vann bik- arinn. „Manchester Guardian" spáði þvt að vegna atvinnumennsku yrðu verkamenn allsráðandi í ensku knattspyrnunni og að þeir sem hærra væru settir mundu fyll- ast stöðugt meiri fyrirlitningu á henni. Og sú varð raunin. „Pall Mall Gazette“ lýsti stuðningsmönnum Rovers, sem fóru til London til að hvetja lið sitt til sigurs 1884, á þá lund að þeir væru „norðanlýður, álappalega klæddur, sem hreytir út úr sér séreinkennilegum blótsyrð- um“ óg að framkoma þeirra minnti á súdanska Araba fremur en Eng- lendinga. Áhugi á golfi fór vaxandi. Árið 1886 vann Blackburn Rov- ers bikarinn í þriðja sinn og hann varð um kyrrt á Norður-Englandi það sem eftir var aldarinnar. (History Today, stytt) Knattspyrnulið heimavistarskólans f Harrow 1867. Keppni liða innan skólans Lið Blackburn Rovers, sem vann bikarinn 1884. varð fyrirmynd ensku bikarkeppninnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.