Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 79 Þarna er Jón loksins kominn upp alla stigana og er allþreyttur eftir. Til þess ad geta gengiö stigana verður hann að hafa spelku i vinstri faeti sem gerir hann alveg stífan. in hefur skilað mér. Þegar ég kom á Reykjalund var ég alveg afllaus í bæði fótum og höndum en þegar ég útskrifast þaðan er ég fær um að stunda erfitt háskólanám og get bjargað mér sjálfur í daglegu lífi. Endurhæfing sem þessi verð- ur ekki metin til fjár — hún er búin að skila mér svo ofboðslega miklu. Þakkarskuld mín við starfsfólk Reykjalundar verður ekki goldin með orðum, til þess er hún allt of stór. Hvað varð til þess að þú fórst út í framhaldsnám? — Þegar ég fór að hugsa mitt mál og sá að ég gæti aldrei stund- að búskap, kom upp hjá mér áhugi á að söðla alveg yfir og leggja út á menntabrautina. Engan undir- búning hafði ég annan en barna- skólapróf frá 1958 og þess vegna varð ég að byrja hér um bil á byrj- uninni. Ég stundaði því undirbún- ingsnám um skeið hjá Námsflokk- um Reykjavíkur en svo fór ég í Öldungadeild Menntaskólans i Hamrahlíð. Þar lauk ég svo stúd- entsprófi á þremur árum. Var ekki ansi stíft að fara svona hratt í gegnum þetta með ekki meiri undirhúning? — Jú, ég þurfti að leggja tölu- vert fast að mér. Ég var bæði í dagskólanum og Öldungadeildinni á síðastliðnu ári en um miðjan daginn fór ég í endurhæfingu á Reykjalund. Þannig var ég sam- fellt að frá kl. 8 á morgnana til kl. 10 á kvöldin flesta virka daga. En þetta gaf líka töluvert í aðra hönd, því í þessu fólst ögun sem gott er að hafa tileinkað sér núna þegar maður er kominn í erfitt háskóla- nám. Og þú hefur verið ráðinn í að leggja út í háskólanám? — Já, ég var alveg ákveðinn í því en það var lengi höfuðverkur hjá mér hvað ég ætti að taka. Áhugi minn beindist reyndar allt- af að líffræði en ég taldi mig lengi vel ófæran um að stunda það nám. Líffræðikennslan í háskólanum fer nefnilega fram á sex stöðum og á þrem þeirra er engin lyfta. Sér- staklega eru stigarnir erfiðir á Grensásveginum, þar sem mikill hluti líffræðikennslunnar fer fram. Það var ekki fyrr en um það leyti sem ég var að ljúka stúd- entsprófinu að ég taldi mig vera orðinn það styrkan að ég réði við þessa stiga — en það tel ég ennþá forsendu þess að ég sé fær um að stunda þetta nám. Hvað kemur til að áhugi þinn beindist sérstaklega að líffræði? — Það er ef til vill vegna þess hvað þetta fag tengist ýmsu sem maður hafði daglega fyrir augun- um í sveitinni. Við höfum t.d. ver- ið að læra um mosa að undanförnu — þetta hélt maður að væri ákaf- lega frumstæð og einföld planta. Staðreyndin er hins vegar sú að mosar hafa geysiflókið lífsmynst- ur ekkert síður en aðrar plöntur. Þá varð maður ekki svo lítið var við örverurnar, þegar maður var að berjast við sauðfjárpestirnar, en ekkert vissi maður hvað þetta var. Nú getur maður hins vegar virt þessi kvikindi fyrir sér í smá- sjá og skoðað þau i krók og kring. Hvemig hefur svo gengið í nám- inu? — Líffræðin er erfitt nám en ég tel mig hafa náð að standa mig í þessu það sem af er. Erfiðast var að byrja og þar áttu stigarnir stóran þátt. Fyrstu vikuna ætlaði ég alveg að gefa mig — þetta var alveg nýtt umhverfi fyrir mig og nýtt fólk, sem auðvitað veitti manni athygli fyrst í stað. Það er mjög erfitt þegar maður er þetta fatlaður og þar að auki er ég óframfærinn að eðlisfari, en sjálfsagt áttu erfitt með að ímynda þér hvernig þetta er. En hvernig hefur fjárhagurinn svo verið hjá þér? — Það má segja að ég verði að eyða öllu mínu búi í það að mennta mig. Að þessu leyti stend ég betur en margir sem fatlast svona, að ég átti helminginn í bú- inu í Úthlíð á móti bróður mínum, en þennan hluta varð ég að selja. Meðan ég var á Reykjalundi runnu allar mínar tryggingabætur í endurhæfinguna þannig að þar var ég alveg tekjulaus mestallan tímann. Það hefur hins vegar ekki vantað að ættingjar mínir og vinir hafa verið boðnir og búnir að að- stoða mig hafi ég þurft á því að halda — t.d. var strax rokið í að kaupa þessa íbúð hérna, og seld til þess landspilda, svo ég hefði góðan samastað er ég fór út í námið. Og þú ert bjartsýnn á framtíðina? — Já, ég hef ekki ástæðu til annars enda er ég kominn yfir það versta. Þar á ég við endurhæfing- una — hún var mikil þolraun og ég hef aldrei gengið í gegnum annað eins. Það er nefnilega þannig að árangurinn kemur ekki öðruvísi en innan frá og ekki hægt að hjálpa manni nema takmarkað. Þessu fylgdi alveg ægileg þreyta og þrekæfingarnar ætluðu alveg að ganga frá mér þó ekki væru átökin tilþrifamikil. Þannig gat maður verið af sér genginn í marga daga ef maður fór eitthvað aðeins yfir það sem maður þoldi. Núna gengur þetta betur — þó ég gangi framaf mér er ég yfirleitt búinn að ná mér eftir tvo daga, og það er mikill munur frá því sem áður var. — bó. SENDILUNN SEM SÍÐAST BRECST Bensínvél 1900 cc vatnskæld — Verö kr. 363.000 (Gengi 28/11 '83) í umhleypingasamri vetrarveðráttunni okkar gildir það að vera við öllu búin. Keðjurnar geta oft skipt sköpum. * Fólksbíla- og jeppakeðjur ásamt þverböndum og öðrum viðgerðar- hlutum eru jafnan fyrirliggjandi. Aukum öryggi í umferðinni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.