Morgunblaðið - 29.12.1983, Page 5

Morgunblaðið - 29.12.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 5 Fiskstuldurinn úr ísbirninum: Ókunnugt um að fisk- urinn var illa fenginn — segja forráðamenn fyrirtækisins í MORGUNBLAÐINU í gær sagði að „yfirrerkstjóri ísbjarnarins hefur viðurkcnnt að hafa selt fyrirtæki í Hafnarfirði að minnsta kosti tvö tonn af fiski úr geymslum ísbjarnarins og hefur kaupandinn viðurkennt að hafa keypt fiskinn vitandi vits, að hann var tekinn ófrjálsri hendi“. Rannsóknarlögreglunni, að þeim hafi ekki verið kunnugt um annað, en að um eðlileg viðskipti hafi ver- ið að ræða. Þeir hafa einnig skýrt frá því, að þeir viti ekki um önnur fiskkaup en eitt tonn af stórlúðu sem hafi síðan verið tekin til vinnslu í fyrirtæki þeirra. Af þessu tilefni skal tekið fram, að skv. upplýsingum Morgun- blaðsins mun það hafa verið starfsmaður fyrirtækisins í Hafn- arfirði, sem hefur viðurkennt að hafa vitað um, hvernig fiskurinn var fenginn. Forráðamenn fyrir- tækisins hafa hins vegar tjáð Færð á vegum: Mikil hálka víða á landinu SÆMILEG færð var í gær á vegum í nágrenni Reykjavíkur með suðurströnd- inni og austur á firði. Þokkaleg færð var fyrir Hvalfjörð og í Borgarfjörð, en Mosfellsheiði var aðeins fær jeppum og stærri bflum. Færð vestan- og norðanlands var nokkuð misjöfn, en víða á landinu var mikil hálka. Þessar upplýsingar fengust í gær hjá Sigurði Haukssyni hjá vegaeftirlitinu, en nánar um færð og mokstur sagði Sigurður: „Fjallvegir á Austfjörðum eru ófærir, Oddsskarð, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra, en að öðru leyti er færð á vegum austanlands þokkaleg. Það er þungfært á vegum á Snæfellsnesi, til dæmis ekki fært nema jeppum og stórum bílum vestur um Mýrar. Fjallvegir eru ófærir. Sömu sögu er að segja af Dalasýslu, þar er ekki fært fólks- bílum, en jeppum og stærri bíium er talið' fært vestur í Reykhóla- sveit. Það er nokkuð góð færð á sunn- anverðum Vestfjörðum, fært yfir á Barðaströnd um Kleifarheiði og verið að moka snjó af Mikladal og Hálfdáni, þannig að fært verður á milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Það er verið að moka snjó af veg- j um á milli Þingeyrar og ísafjarð- ar, þar með talin Breiðdalsheiðin. Hins vegar er Botnsheiði ófær en 1 verður trúlega mokuð á morgun, , fimmtudag. Það var mikað úr; Óshlíð á morgun, þannig að fært er frá ísafirði til Bolungarvíkur og Súðavíkur. Holtavörðuheiði er ill- fær, þó var talið í dag að vel út- búnir jeppar og vörubílar kæmust þar yfir. Jeppar og stórir bílar komast um vegi í Húnavatnssýslu og til Akureyrar, um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði. Þokkaleg færð er á vegum í Skagafirði, en aðeins fært vel útbúnum bílum til Siglufjarð- ar. Fært er frá Akureyri til Dal- víkur og Ólafsfjarðarmúli er jeppafær. Öllum bílum er fært um Vík- urskarð til Húsavíkur og frá Húsavík er greiðfært upp í Mý- vatnssveit og austur um Tjörnes til Raufarhafnar. Stórir bílar og jeppar komast um Hálsa og þaðan er síðan öllum bílum fært austur á Vopnafjörð." A morgun, föstudag, verður mokað á öllum aðalleiðum, en síð- an verður snjómokstur aftur auk- inn mánudaginn 2. janúar. Gjafafé talið upp úr kössum á skrifstofu Hjálparstofnunar kirkjunnar. Söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar: Um 14 milljónir hafa safnast — skreiðarsending á leið til Eþfópíu „SÖFNUNIN HEFUR gengið ágætlega, það eru komnar inn liðlega tíu milljónir króna í peningum, auk þess sem okkur hafa borist framlög frá skreiðarframleiðendum að verðmæti á milli þriggja og fjögurra milljóna króna. Og er þá ótalinn stuðningur ýmissa fyrirtækja, sem tekið hafa að sér að greiða auglýsingakostnað og annan kostnað samfara söfnuninni,“ sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar, í samtali við Mbl. síðdegis í gær, þegar hann var inntur eftir hvernig söfnunin „Brauð handa hungruðum heimi“ gengi. Guðmundur sagði, að þegar hefðu verið send 4 tonn af fisk- töflum til Eþíópíu, sem samsvar- ar um 240 þúsund dagskömmt- um. Munu tveir starfsmenn HK fara til Eþíópíu fljótlega eftir áramótin og fylgjast með dreif- ingunni, en töflunum verður dreift í norður- og norðaustur- hluta landsins. „Okkur hafa ennfremur borist ítrekaðar hjálparbeiðnir frá öðr- um stöðum í Afríku, svo sem Ghana og Mozambique, þar sem ástandið er vægast sagt skelfi- legt, og við vonumst til að geta sent umtalsvert magn hjálpar- gagna þangað líka,“ sagði Guð- mundur. Söfnuninni verður haldið áfram eftir áramótin, en Guð- mundur sagði að reynsla síðustu ára hefði sýnt það að framlög eru að berast út janúarmánuð. Guðmundur taldi að það væri ör- ugglega meirihluti þjóðarinnar sem hefði tekið þátt í þessari söfnun og vildi fyrir hönd HK koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt þessu málefni lið. Stakk mann sinn með hnífi KONA stakk eiginmann sinn meö stórum búrhnífi í kálfann upp úr miðnætti aðfaranótt mið- vikudagsins. Atvikið átti sér stað f íbúð við Hverfisgötu þar sem hjónin voru ásamt öðrum hjón- um í veislu. Maðurinn var fluttur í slysa- deild þar sem gert var að sár- um hans, sem ekki reyndust al- varleg, en konan fékk að gista fangageymslur lögreglunnar. Lögreglan lagði hald á hnífinn, svo og fleiri hnífa í eigu kon- unnar. Kveðjutónleikar Mezzoforte CIPCAÐWaVT í kvöld veröa haldnlr kveöjutónleikar í Broadway meö Mezzoforte þar sem þeir félagar eru nú á förum út í hinn stóra heim og munu halda tónleika vítt og breitt fyrir aödáendur sína. Þaö er því fyrirsjáanlegt aö þaö veröur langt í aö þeir félagar gleöji landa sína meö frábærri spilamennsku. Notið þetta síðasta tækifæri og hlustiö á þá félaga í Broadway í kvöld. Miðasala í Broadway frá kl. 9—5 og við innganginn. Sími 77500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.