Morgunblaðið - 29.12.1983, Page 17

Morgunblaðið - 29.12.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 17 „Flautuleikarinn**, málverk eftir Manet. brigðrar skynsemi hlýtur sú þróun þó að teljast óæskileg, ef ekki óheillavænleg. íslensk listakona í New York er að jafnaði tals- verður hópur af íslensku náms- fólki í fleiri greinum en ég kann að nefna. Flest þetta unga fólk kemur og fer án þess að verða á vegi mínum — hefur enda öðru þarfara að sinna en hanga á kjaftatörn við gamlan ritgrána. En stöku sinnum rekst ég á ein- staklinga úr þessum hópi og reyni þá, að gömlum og góðum íslenskum sið, að læra nánari deili á þeim. Hér skal nú minnst á einn slíkan. Hulda Hákonardóttir er ung listakona, sem hér hefur dvalist undanfarið ásamt manni sínum, Jóni óskari Hafsteinssyni, einn- ig listamanni. Hulda er dóttir Hákonar Heimis Kristjánsson- ar, lögfræðings í Reykjavík, og konu hans, Ólafar Sigurðardótt- ur. Hún stundar nám við The School' of Visual Arts, sem er meðal þekktustu og bestu myndlistaskóla hér í borg, og hefur höggmyndalist að aðal- grein. Hulda lýkur áfanga í námi sínu um áramót, en vonast þó til að geta stundað framhaldsnám um annarra tveggja ára skeið. Samkeppni í skóla þessum, eins og reyndar flestum slíkum, er mikil og hörð, og það er þeim mun ánægjulegra þegar ungum íslendingi er sýndur sá heiður að vera valinn til að sýna verk sín á vegum skólans í galleríi hans í SoHo. Þar hefur nú Hulda Hakon, eins og hún kallar sig til hægðarauka (hér vefst öllum tunga um tönn, ef þeir eiga að bera fram meira en tveggja atk- væða erlent nafn), sýningu á nokkrum verka sinna í slagtogi með tveim öðrum listamönnum. Sýningin mun standa fram undir jól. Hér skal ekki lagður dómur á myndir Huldu, nema hvað mér virðist þær gefa til kynna þokka- lega kímni og heilnæma kald- hæðni. Vonandi verður sýning þessi aðeins hinn fyrsti af mörg- um sigrum þessarar ungu konu á listabrautinni. ... og franskur mcistari Það er kannski allstórt stökk — enn sem komið er, að minnsta kosti — frá Huldu Hákonardótt- ur til Edouard Manet, en fyrst ég er farinn að blaðra um myndlist get ég ekki látið hjá líða að minnast nokkrum orðum á stór- merka yfirlitssýningu á verkum hins franska meistara, sem hér hefur staðið yfir síðan í öndverð- um september. Sýningin fer fram í The Metropolitan Muse- um of Art, einu af höfuðlista- söfnum veraldar, þar sem 6—10 þúsund manns hafa séð hana daglega, eða að jafnaöi um þús- und manns á hverri klukku- stund. Fólksmergð er því, eins og gefur að skilja, einn helsti galli sýningarinnar. Þarna hefur verið safnað sam- an flestum frægustu verkum málarans, ásamt mörgum þeim sem minna eru þekkt. Sýningin leiðir mjög gagngert í ljós hin spænsku áhrif sem Manet var undir allt frá fyrstu tíð, ekki að- eins að því er varðar viðfangs- efni, heldur einnig í sjálfri myndgerðinni. Einna skýrast kemur þetta fram í myndum eins og „Aftöku Maximilians keisara", sem er bein stæling á málverki Goya af drápi upp- reisnarmannanna 3. maí 1808, og „Jarðarför Baudelaires", sem nærri má villast á og „Útsýn yfir Toledo" eftir El-Greco. En það fer ekki heldur milli mála í mynd eins og „Svölunum", sem einnig á sér foreldri í svalamynd Goya. Nokkur hinna best kunnu mál- verka Manet fengust því miður ekki með á þessa sýningu. Af þeim má nefna „Le Déjeuner sur l’herbe", „ólympíu", og „Tón- leika í Tuileries-garðinum". En skissur eða smærri stúdíur að þessum myndum eru sýndar, sem og frumdrög að mörgum þeirra mynda sem á sýningunni eru; þannig er hægt að fylgjast með vinnubrögðum meistarans. Að grafíkmyndum meðtöldum eru verkin um 190 að tölu, svo af nógu er að taka. Þarna eru „Flautuleikarinn", Dauði nauta- baninn", „Heimspekingurinn", „Sápukúlurnar", „Hádegisverð- urinn“, „Emile Zola“, „Járn- brautin", „Báturinn", „I blóma- garðinum", og „Barinn í Folies Bergéres", svo að nokkrar séu nefndar. Okkur hjónum varð báðum starsýnt á gullfallega mynd af Berthe Morisot, sem oft var fyrirsæta málarans, og aðra litla mynd af garðstíg í Rueil, þar sem Manet dvaldist árið áð- ur en hann dó — og reyndar margar fleiri. Sýningar sem þessi eru meðal þess menning- arlega góðgætis, sem Metropol- itan-safnið er síflytjandi inn frá öðrum löndum, og er þá skemmst að minnast sýninga á verkum Picasso og Monet, auk víkinga- og Vatíkansýninganna. Svo er auk þess safnið sjálft opið allan ársins hring, og þar er úr nógu að velja, vilji maður hvíla augun á fögrum hlutum. Halloween En New York-búar eru löng- um annað og meira en hlutlausir áhorfendur. Þeir eru líka gjarnir á að sýna hvað í þeim býr, láta á sér bera, koma fram. Fátt þykir þeim skemmtilegra en skrúð- göngur af öllu tagi, sérlega ef þeir geta tekið þátt í þeim sjálf- ir. Og kannski er engin hinna mörgu árlegu skrúðgangna betur fallin til almennrar þátttöku en sú sem fram fer á Halloween, þ.e. kvöldið fyrir Allraheilagra- messu. Það kvöld er, að gamalli trú (sbr. kvæði Robert Burns), árlegur samkomutími alls konar norna, púka, álfa og drísildjöfla, og þá sýna New York-búar sköp- unargáfu og -gleði sína með því að klæðast hinu fráleitasta, fár- ánlegasta eða mest hrollvekj- andi gervi og fylkja liði um götur Grænuvíkurþorps (Greenwich Village). Hér fær hugmynda- flugið lausan tauminn, og dul- búningarnir gera jafnvel hlé- drægasta fólk ófeimið að leika og látast sem því sýnist. Þetta er skrúðganga sem börn á öllum aldri, frá fimm ára til áttræðs, hlakka til — í rauninni ekki ósvipað kjötkveðjuhátíð. Ég er í sérlega góðri aðstöðu að fylgjast með þessari árlegu göngu, því að leið hennar liggur jafnan um 10. stræti, rétt fyrir neðan gluggana hjá mér. Skömmu eftir rökkur fer fólk að tínast inn í götuna og koma sér fyrir á gangstéttunum til að horfa á. Og þegar gangan kemur með Iúðramúsík og trumbuslætti á leið sinni niður á Washington- torgið, taka myndavélarnar að smella með sífelldum ljósleiftr- um, og áhorfendur klappa þeim lof í lófa, sem skreytt hafa sig fallegustu eða frumlegustu bún- ingunum. Þarna spígspora grýl- ur og leppalúðar, beinagrindur og vofur, tröll og dvergar, goð og dísir, ferfætlingar, fiðurfé, og kínverskir drekar. Raunar eru þátttakendur ekki endilega í gerfi lifandi vera, heldur einnig dauðra hluta: þannig má sjá bæði Crysler- og Empire State- skýjakljúfana koma rambandi eftir 10. stræti, borð, stóla, ten- inga, lampa, spaðafjarka — já, jafnvel brauðsneiðar og sykur- mola! Upp um veggi gefur svo að líta krabba, köngulær og önnur slík ásjáleg kykvendi, sem auka á sæluhroll barnanna. Göngunni lýkur í garðinum á Washing- ton-torgi, og síðan fara litlu börnin heim í háttinn, en stóru börnin á matsöluhús og skemmtistaði, þar sem þau leggja á ráðin um næsta árs bún- inga yfir glasi af góðu víni. Daginn eftir Innan um glensið og gamanið á svo alvara mannlífsins líka sín ítök. Fáar sjónvarpsdagskrár hafa vakið slíka athygli lengi sem sýning á kvikmynd um eyði- leggingu kjarnorkustyrjaldar, sem nýverið var á allra vörum. Daginn eftir (The Day After), eins og myndin heitir, var sýnd hér að kvöldi sunnudagsins 20. nóv- ember, og hafði þá mjög verið auglýst og rædd, einkum og sér í lagi af þeim, sem á einn eða ann- an hátt hafa barist gegn nýjum fjörkipp í framleiðslu og stað- setningu atómvopna. Þegar þar að kom, var myndin sennilega séð af fleiri augum og með meiri hjartslætti um öll Bandaríkin en flestar aðrar kvikmyndir sýndar á einu kvöldi. (Það undanskilur sjónvarpsmyndir í mörgum þátt- um, eins og t.d. Rætur.) Mikið hafði verið gert úr áhrifamætti Dagsins eftir og menn ekki á eitt sáttir um það hvort gott væri eða skaðlegt að sýna slíkan hrylling — einkanlega börnum á viðkvæmu skeiði — jafnvel þótt gert væri í þeim góða tilgangi að vara við afleiðingum kjarna- stríðs. Sjálfum þótti mér mynd- in hvergi nærri eins hryllileg og ég hafði búist við og í rauninni fremur máttlaus, en kannski hefur það dregið úr áhrifunum að ég sá hana á svart-hvítum skermi; kaun og blóðslettur eru alltént raunverulegri í litum. öllu athyglisverðari þótti mér umræður í sjónvarpssal eftir sýninguna, þar sem saman voru komnir slíkir höfuðvitar sem Henry Kissinger, fyrrum utan- ríkisráðherra; Robert McNam- ara, fyrrum varnarmálaráð- herra; Bent Snowcroft, gamall hershöfðingi; William Buckley yngri, blaðamaður og rithöfund- ur; Carl Sagan, vísindamaður þekktur af sjónvarpsþáttum sín- um; og Elie Wiesel, rithöfundur, sem mest hefur ritað um eyðingu gyðinga í heimsstyrjöldinni síð- ari. í þeim umræðum kom fljótt í ljós, að myndin hafði raunar sýnt afkomumöguleika eftir atómstríð á allt of bjartsýnan hátt — hafði til dæmis ekkert minnst á þann fimbulvetur, sem vísindamenn eru nú sammála um að koma muni í kjölfar kjarnastyrjaldar. Um þetta voru ekki deilur. Hins vegar voru um- ræðendur ekki á einu máli um hvernig koma skyldi í veg fyrir slíka gereyðingarstyrjöld. Mesta hrollvekjan var raunar sú, að þrátt fyrir allt skraf þeirra um skynsemi og bjartsýni, virtust þessir vísu menn ekki hafa hugmynd um hvað gera skyldi. Hvað sem um Daginn eftir má segja að öðru leyti, þá er það víst að myndin hefur komið af stað miklum umræðum um þau örlög sem hangið hafa yfir mannkyn- inu í næstum fjóra áratugi; hún hefur rótað upp í hugum margra. Þessar línur eru skrif- aðar á degi þakkargerðar (Thanksgiving Day) hér vestra. Kannski er ástæða til að þakka fyrir að við höfum ekki enn verið glóðsteikt í atómofni. En hverj- um ber að þakka? í ró og næði Á söluskrifstofum Flugleiöa eru ekki eingöngu seldir farseðlar. Sérþjálfað starfsfólk Flugleiða sér þar einnig um að veita þér góð ráð og leiðþeiningar varðandi hvers konar ferðatilhögun, hvort sem um er að ræða framhaldsflug erlendis, viðskiptaferðir, hótel, flug og bíl, skíðaferðir, sólarferðir, hópferðir, helgarpakka o.s.frv. ( Lækjargötu 2 bjóðum við þér að panta viðtalstíma þegar þér hentar best og komasvoog ræða málin. Starfsfólk allra söluskrifstofa Flugleiða er auðvitað alltaf reiðubúið að miðla sér af sérþekkingu sinni. Komdu, - og við ræðum málin í ró og næði ! FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.