Morgunblaðið - 29.12.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.12.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 25 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar VEROBRÉFAM ARKAPUR MU*« VERSUJNAfUNNAR SÍMf 83330 Sámatímar kL 10—12 og 3—5. KAUPOeSAlA VEBSKULOABAtFA Almennur jólafagnaöur kl. 20.00 í kvöld. Áramótaferð í Þórsmörk Brollför kl. 9 föstud. 30. des. og til baka á nýársdag. Qist f rúm- góöum og vlstlegum skála Úti- vistar í Básum. Boöiö veröur upp á gönguferöir, áramóta- brennu, álfadans og blysför í Álfakirkjuna. Kvöldvökur veröa bæöi kvöldin og er sérstaklega til þeirra vandaö. Nánari upplýs- ingar og fars. eru á skrifst., Lækjarg. 6a, 14606. Gleöileg jól. Feröafélagiö Útivist. Grensáskirkja Kvöldmessa meö altarisgöngu veröur kl. 20.30 í safnaöarheim- ilinu. Ný tónlist. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Halldór S. Gröndal. fomhiólp Samkoma í Þríbúöum, Hverfis- götu 42 í kvöld kl.20.30. Mikill söngur. Orö hafa Halldór Páls- son og Marianne og Daniel Glad. Allir velkomnir. Samhjálp. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Áramótaferó Feröa- félagsins í Þórsmörk Brottför kl. 08 föstudaginn 30. desember, til baka sunnudaginn 1. janúar. Þeir sem eiga frátekna miöa eru beðnir aö nálgast þá í dag, því aö margir eru á biölista. Áramót í Þórsmörk eiga ekki sinn líka. Til athugunar fyrir feröafólk: Feróafélagiö notar allt gistirými i Skagfjörösskála um áramótin fyrir sína farþega. Feröafélag íslands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20. Sam-“ komustjóri Sam Daniel Glad. Vegurinn Almenn samkoma veröur í kvöld kl. 20.30 i Siöumula 8. Allir vel- komnir. Mercedes Benz 300 D árgerð ’82 til sölu. Upplýsingar í síma 35818 eftir kl. 19.00 á kvöldin. fundir — mannfagnaðir Kvenfélag Keflavíkur Jólabarnaball Kvenfélags Keflavíkur verður í Gagnfræðaskólanum í Keflavík, mánudaginn 2. janúar kl. 3. Stjórnln. tilboö — útboð ■ .................. ...........1 Útboð Fyrir hönd Kaupfélags Stykkishólms óskar VST hf. eftir tilboðum í jarðvinnu fyrir nýtt verslunarhús í Stykkishólmi. Fylling er áætluö 8.000 rúmmetrar og uppúrtekt 4.700 rúm- metrar. Útboðsgögn verða afhent hjá Kaupfélagi Stykkishólms og VST hf. í Reykjavík og Borg- arnesi. Tilboð verða opnuð í Stykkishólmi og Reykjavík hinn 10. janúar 1984 kl. 14.00. húsnæöi óskast íbúð óskast 2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu. Leigutími 1—2 ár. Góð fyrirframgreiösla. Uppl. gefur Baldur Ágústsson, Bílaleigu Akureyrar, sími 31815. Atvinnuhúsnæði Þjónustufyrirtæki óskar eftir ca. 100 fm hús- næði fyrir starfsemi sína. Uppl. í síma 74008. Óskum að taka á leigu geymsluhúsnæði, 3—400 fermetra. Mögu- leiki á innakstri skilyrði. Borgarhella, sími 11660. Aðalfundur VERKFRÆDISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf. ARMÚLI 4 REYKJAVlK SÍMI 84499 FUS Árnessýslu veröur haldinn föstudaginn 30. desember i Sjálf- stæöishúsinu Selfossi kl. 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Samband ungra sjálfstæðismanna efnir til fundar meö félögum úr rööum námsmanna erlendis, sem heima eru í jólafríi, fimmtudaginn 29. des. nk. kl. 20.30 á 2. hæö í Valhöll v/Háaleitisbraut. Veitingar á vægu veröi. Komiö, ræöiö málin og fáiö fréttir úr pólitíkinni. Stjórn SUS. tilkynningar Sjúkrasamlag Njarðvíkur mun frá og með 1. jan. 1984 flytja starfsemi sína og þjónustu til bókhaldsskrifstofu Jóns Ásgeirssonar, Brekkustíg 35, Njarðvík, sími 2925. Þó mun endurgreiðsla á tannlækna- reikningum verða áfram á bæjarskrifstofun- um á Fitjum. Njarövik, 29. des. 1983, Bæjarstjóri. Stórn Laugarlax hf.: Fyrirtækið hefur sett sér mjög strangar kröfur um hreinsun frárennslis Morgunblaðinu hefur bor- izt eftirfarandi frá stjórn Laugarlax hf.: „Fyrirtækið Laugarlax hf. hefur í haust unnið að byggingu laxeld- isstöðvar í landi Úteyjar 2 í Laug- ardalshreppi. Framkvæmdum við stöðina er að ljúka og mun hún taka til starfa upp úr áramótum. Samið hefur verið við Veiðifélag Árnesinga um kaup á hrognum til stöðvarinnar. Hrognin eru nú í klaki í klakstöð VÁ við Ingólfsfjall og verða þau flutt á næstunni til stöðvarinnar, sem augnhrogn. Framleiðslugeta stöðvarinnar verður um 150 þús. sumaralin seiði og um 200 þús. gönguseiði. Fyrirtækið hefur gert samninga um vatnsöflun og alla aðstöðu við eigendur Úteyjar 2. Stöðin hefur hlotið smábýlisrétt og verður rek- in sem fiskiræktarbýli. Eins og margoft hefur verið bent á af sérfræðingum Orku- stofnunar og fleirum eru aðstæður til fiskeldis mjög góðar í Laugar- dal og raunar víðar í uppsveitum Árnessýslu. Nýting þessara góðu aðstæðna til fiskeldis er þeim vandkvæðum háð, að þær eru við ofanvert stórt gjöfult vatnasvæði. Það er tómt mál að tala um nýt- ingu á þessum og öðrum góðum aðstæðum til fiskeldis til sveita til eflingar íslenskum landbúnaði í formi aukabúgreinar, ef ekki er ráðist í að leysa þau vandamál, sem þessum rekstri eru samfara. Meginvandamálin eru sjúkdóma- varnir og óhreinindi f frárennsl- isvatni. Nokkuð hefur verið gert á undanförnum árum í sjúkdóma- vörnum í fiskeldisstöðvum, en ekkert hugað að hreinsun frá- rennslis. Við hönnun stöðvarinnar í Laugardal hafa bæði þessi vanda- mál verið tekin mjög föstum tök- um. Við sjúkdómavarnir hefur verið stuðst við innlenda þekkingu og reynslu og verður sýkingar- hættan frá stöðinni naumast meiri en t.d. af veiðiskap sportveiðimanna og öðru svipuðu. Við hreinsun frárennslis frá stöð- inni var því miður ekki hægt að styðjast við innlenda þekkingu eða reynslu því að þeim málum hefur ekki verið hugað hér áður. Fyrir- mynd að hreinsibúnaði var því sótt til Bandaríkjanna, þar sem staðið hefur verið betur að þessum málum en annars staðar þar sem við þekkjum til. Eftir þeim upp- lýsingum sem við höfum mun hreinsibúnaðurinn við stöðina stöðva meginhluta óhreininda í frárennslisvatninu og verða þau alveg fjarlægð úr vatninu. Af- gangurinn stöðvast síðan í síu. Að okkar mati, eftir þeim upplýsing- um sem við höfum, mun það litla sem kemur af niðurbrotnum efn- um frá hreinsibúnaðinum nýtast og stöðvast f um 1 km ófiskgeng- um skurði, sem vatnið fer um, og afgangurinn nýtast í Kvíslum og Djúpum á rúmlega 4 km leið niður í Apavatn og efna frá stöðinni mun aldrei gæta í Apavatni. Við hönnun frárennslisbúnaðar hefur fyrirtækið sett sér sjálft mjög strangar kröfur við hreinsun frárennslisvatnsins. Fyrirtækið hefur óskað eftir hlutlausu sér- fræðilegu mati Hollustuverndar ríkisins og einnig Náttúruvernd- arráðs á þessum búnaði. Ætlun þess hefur alla tíð verið að hreinsa frárennslisvatnið samkvæmt ströngustu kröfum. Ef bandarísk- ar kröfur nægja ekki og sérfræði- legt mat leiðir í ljós að sá búnaður sem við leggjum til, sé ekki nægj- anlegur, hefur alla tíð verið ljóst frá okkar hendi, að við erum til- búnir til að gera betur, ef einhver treystir sér til að benda á betri búnað eða leið til að gera betur. Fljótfærnislegar og lítið ígrund- aðar yfirlýsingar Jóns Kristjáns- sonar fiskifræðings í blöðum um „mengun“? frá stöðinni eru lítið málefnalegt tillegg í þessu máli, enda er okkur ekki kunnugt um að Veiðimálastofnun taki undir hans mat. Varðandi umræður um leyfi fyrir stöðina er e.t.v. ekki úr vegi að benda Árna G. Péturssyni, blaðamanni Tímans B.K. og fleir- um, sem hafa verið með sleggju- dóma um þau mál í blöðum, á að sennilegast væri hreppsnefnd Laugardalshrepps ekki að láta okkur vinna við framkvæmdir, ef hún teldi okkur ekki hafa öll til- skilin leyfi til þess. Okkur er ekki heldur kunnugt um það að stjórn Búnaðarfélags íslands taki undir lítt ígrundaðar yfirlýsingar Árna í Morgunblaðinu, þó hann gefi þess- ar yfirlýsingar í nafni félagsins. Um starfsleyfi stöðvarinnar er það að segja að alla tíð hefur verið ljóst að það leyfi yrði ekki gefið út fyrr en búið væri að taka út búnað stöðvarinnar fullbyggðrar. íbúar við Apavatn hafa mót- mælt frárennsli frá stöðinni í Apavatn á þeirri forsendu að það gæti spillt vatninu og veiðihlunn- índum, sem þeir hafa af því. Af- staða þeirra er e.t.v. eðlileg í ljósi þess að þó Laugarlax hf. hafi ítrekað fullvissað þá m.a. í bréfi 2. nóv. sl. um að þeir þyrftu ekki að óttast frárennsli stöðvarinnar, hafa margir bæði leikir og lærðir útlistað fyrir þeim „hættuna" af stöðinni. I því máli verða þeir því að leggja traust sitt á væntanlegt opinbert hlutlaust mat um frá- rennslið. Auk íbúa við Apavatn, sem hafa talið sig vera að gæta hagsmuna sinna í blöðum og í umræðum um stöðina, hafa eigandi Úteyjar 1 Haukur Hvannberg og sonur hans, ábúandi á Útey 1 Skúli Hauksson haft sig mjög í frammi, bæði í blöðum og víðar, með talsvert meiri óbilgirni en íbúar við Apa- vatn. Fyrir þessum aðilum virðist hafa vakað frá upphafi að koma í veg fyrir að stöðin yrði byggð og starfrækt í landi Úteyjar 2 og til þess hafa þeir beitt öllum tiltæk- um ráðum og meðulum. Þessir að- ilar hafa gengið það tangt i því að spilla fyrir stöðinni að stjórn Laugarlax hf. telur mjög vafasamt að þeir hafi haft fylgi eða umboð íbúa við Apavatn til allra þeirra aðgerða. Stjórn Laugarlax hf. hefur lagt á það áherslu frá upphafi, að eign- arhlutur Laugdæla og annarra Árnesinga væri sem mestur í fé- laginu. Laugdælir og Árnesingar eiga meirihluta ráðstafaðs hluta- fjár og stendur enn til boða að gerast aðilar að félaginu með kaupum á því hlutafé, sem enn er óráðstafað."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.