Morgunblaðið - 31.01.1984, Side 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984
GULLNI HANINN
BISTRO Á BESTA
STAÐÍBÆNUM
Gullni haninn býður gestum sínum mat og
persónulega þjónustu, eins og best gerist
á góðu Bistro, - heimilislegum veitingastað.
Pað sem Gullni haninn hefur framyfir
góð veitingahús er stœrðin.
Veitingasalurinn er ekki stór í sniðum,
hann er mátulega stór til að skapa
rétta stemmningu, góð persónuleg tengsl
á milli gesta og þeirra sem þjóna þeim til borðs.
Svo eru fáir, sem slá Gullna hananum við
í matargerð.
Mjög fáir.
LAUGAVEGI 178, SÍMI 34780
z:_z:.... . ..................... ..... \
Minning:
Halla K.G. Jóns-
dóttir ísafirði
Fædd 10. desember 1904.
Dáin 27. desember 1983.
Þann 27. desember síðastliðinn
andaðist Halla K. G. Jónsdóttir,
til heimilis að Hlíf, ísafirði, í
sjúkrahúsinu á ísafirði eftir lang-
varandi veikindi.
Halla fæddist að Úlfarsfelli í
Helgafellssveit 10. dag desem-
bermánaðar árið 1904, dóttir hjón-
anna Guðrúnar Sigurðardóttur og
Jóns Benediktssonar er þar
bjuggu.
Halla ólst upp í foreldrahúsum
ásamt systkinum sínum fjórum og
var hún næst elst þeirra. Nú eru
þrjú þeirra á lífi, öll búsett í
Stykkishólmi.
Tæplega tvítug að aldri fluttist
Halla að heiman í atvinnuleit. Lá
leiðin fyrst til Hafnarfjarðar, síð-
an til Reykjavíkur um stund, en
þaðan fluttist hún til Isafjarðar
árið 1932.
Á ísafirði réðst Halla til hjón-
anna Jónínu Þórhallsdóttur og
Björns H. Jónssonar skólastjóra.
Á því ágæta heimili kynntist
Halla verðandi eiginmanni sínum,
Sigmundi Guðmundssyni vél-
stjóra, bróður mínum.
Gengu þau í hjónaband árið
1941 og komu sér upp eigin heimili
á ísafirði, sem staðið hefur þar
alla tíð síðan.
Þau Halla og Sigmundur eign-
uðust tvo syni, en misstu fyrri
drenginn við fæðingu. Síðari
drenginn, Guðlaug Friðgeir, eign-
uðust þau árið 1945 og er hann nú
búsettur í Reykjavik, giftur Guð-
nýju Emilsdóttur. Synir þeirra
eru Benedikt og Sigmundur og
stúlku, Höllu Kristínu, á Guðlaug-
ur frá fyrra hjónabandi.
Ég kom sem gestur til þeirra
Höllu og Sigmundar á þeirra
fyrstu búskaparárum og síðan eru
þær orðnar æði margar heimsókn-
ir mínar og fjölskyldu minnar til
þeirra hjóna. Oft var ég þó einn á
ferð vegna vinnu minnar og kom
þá stundum fyrirvaralítið og jafn-
vel fyrirvaralaust. Það var sama
hvenær mig, eða mína, bar að
garði, hvort heldur var að degi eða
nóttu, alltaf mætti manni sama
hlýjan og vináttan. Það var gott
að dvelja á heimili þeirra hjóna,
sem jafnan var til fyrirmyndar
hvað hlýju, hreinlæti og öllum
búnaði við kom, enda var húsmóð-
irin sístarfandi og óþreytandi í því
að vinna heimili sínu, fjölskyldu
og gestum, þegar þá bar að garði,
allt það er mátti til gagns og
ánægju verða. Þá spillti ekki
ánægjunni músíkáhuginn á heim-
ilinu, eða bókasafnið, sem hafði
mikinn og góðan fróðleik að
geyma.
Halla hreifst mjög af landi sínu
og naut þess ríkulega að ferðast
um landið með fjölskyldu sinni og
kunningjum. Ferðir okkar og fjöl-
skyldna okkar um landið urðu
margar og ánægjulegar, enda var
þeirra jafnan beðið með óþreyju á
mínu heimili. Mest unni Halla þó
sinni heimasveit, eins og hún leit
jafnan á Helgafellssveitina. Sann-
aðist þar, sem svo oft áður, gamla
spakmælið, að „römm er sú taug
er rekka dregur föðurtúna til“.
Þar naut Halla sín bezt, að ég
ætla, í faðmi skylduliðs og ann-
arra góðvina og hinna fögru fjalla
og sveitar, með eyjarnar allar úti
fyrir, oft eins og fljótandi í purp-
urarauðum, gullbryddum hafflet-
inum þegar sólin var að síga til
viðar á lognkyrrum miðsumar-
kvöldum. Ferðir þeirra hjóna í
Hólminn urðu því árviss viðburð-
ur á hverju sumri, þegar þau gátu
því við komið meðan heilsan ent-
ist.
Með Höllu er góð kona til grafar
gengin, ein af þessum eljusömu ís-
lensku aldamótakonum, sem gerðu
jafnan meiri kröfur til sjálfra sín,
en annarra og glöddust yfir því,
sem þær gátu látið gott af sér
leiða, án tillits til umbunar.
Fyrir kynni mín af Höllu og allt
það sem hún lét mér og mínum í té
er mér skylt og ljúft að þakka.
Ég og fjölskylda mín vottum
ykkur feðgunum og öðrum að-
standendum samúð okkar.
F. Hraundal
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Undankeppni Reykja-
víkurmótsins lokið
Um helgina lauk undankeppni
Reykjavíkurmótsins í sveita-
keppni, sem jafnframt er undan-
keppni íslandsmótsins, með sigri
sveitar Úrvals sem hlaut 255
stig. Sveit Samvinnuferða/Land-
sýn varð í öðru sæti með sama
stigafjölda.
Tólf efstu sveitirnar taka þátt
í undankeppni íslandsmótsins,
en 4 efstu sveitirnar spila um
Reykjavíkurmeistaratitilinn.
Röð sveitanna:
Úrval 255
Samvinnuf./Landsýn 255
Ólafur Lárusson 238
Þórarinn Sigþórsson 228
Þorfinnur Karlsson 215
Stefán Pálsson 199
Runólfur Pálsson 191
Guðbrandur Sigurbergsson 186
Gestur Jónsson 180
Jón Hjaltason 174
Ágúst Helgason 156
Gísli Steingrímsson 115
Alls tóku 17 sveitir þátt í mót-
inu. Úrslitakeppni Reykjavík-
urmótsins fara fram á Hótel
Hofi 18. og 19. febrúar. Þá spila
allir við alla sem kallað er, 40
spila leiki. Ekki sitja þó allar
sveitirnar við sama borð þegar
leikurinn hefst og mun sveit ís-
landsmeistara, Þórarins Sig-
þórssonar, hafa lakasta stöðu
skv. reglugerð mótsins.
Bridgeklúbbur
Akraness
Að loknum fjórum umferðum
af fimm í tvímenningskeppninni
er staða efstu para þessi:
Guðjón Guðmundsson —
Ólafur G. Ólafsson 500
Karl Alfreðsson —
Þórður Elíasson 462
Guðmundur Björgvinsson —
Björgvin Guðmundsson 460
Alfreð Viktorsson —
Eiríkur Jónsson 459
Vigfús Sigurðsson —
Guðni Jónsson 449
Meðalskor 432.
Tuttugu pör taka þátt í keppn-
inni. Síðasta umferðin verður
spiluð í Röst á fimmtudaginn kl.
20.