Morgunblaðið - 02.02.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 02.02.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 17 Munkurinn Akaki Sá elsti nú látinn llelsinki, 31. janúar. AF. ELSTI MAÐUR Norðurlanda, faðir Akaki, lést í svefni í gær, hann var 110 ára gamall. Síðustu ár sín bjó hinn aldni munkur í Valamo- klaustrinu í Mið-Finnlandi. Akaki fæddist árið 1873 í Vol- ogda í Rússlandi, en var 17 ára gamall er hann gekk í Petsamo- klaustrið skammt frá íshafinu í Lapplandi. Árið 1942 lokaði klaustrið vegna stríðsins, og fór Akaki þá ásamt 20 öðrum munk- um til Valamo-klaustursins og bjó þar til dauðadags. Yfirmunkur klaustursins sagði, að Akaki hefði verið ern og hress til hins síðasta. Kvennaráðgjöf ÞRIÐJUDAGINN 7. febrúar mun kvennaráðgjöf taka til starfa. Hún hefur aðsetur í Kvennahúsinu, Hótel Vík, Vallarstræti 4 í Reykjavík. Kvennaráðgjöfin er ráðgjöf fyrir konur veitt af konum. Þang- að geta konur komið, hringt eða skrifað og rætt vandamál sín við konur í ráðgjöfinni. Að kvennaráðgjöfinni stendur hópur kvenna, félagsráðgjafar, lögfræðingar, félagsfræðinemar og lögfræðinemar. Boði verður upp á einstaklingsbundna ráðgjöf og hópstarf. Nafnleyndar verður gætt. Kvennaráðgjöfin verður opin á þriðjudagskvöldum frá kl. 20.00 til 22.00 og síminn er 21500. (FrétUtilkynninf{.) Þessi ullarjakki telst fyrsta flokks og er seldur sem slíkur, en brögð eru að því að menn framleiði óvand- aðri ullarvörur og selji til Bandarikj- anna, þar sem þær fara beint á út- sölur. Margir framleiðendur telja að þessi þróun sé að eyðileggja þann góða orðstír, sem farið hefur af fatn- aði, framleiddum úr íslenskri ull. „Við höfum nú rætt við þá aðila sem hér eiga í hlut, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum og þeir vita best sjálfir hvað er að gerast. Ef þeir láta ekki segjast verðum við að grípa til frekari ráðstafana. Við höfum íhugað þann möguleika að vernda orðið „Icelandic" og að aðeins fyrsta flokks vörur og vör- ur sem koma frá íslandi verði seldar undir heiti sem tengist nafni landsins. En lagaverndun af þessu tagi er háð yfirvöldum í Bandarikjunum." Comiðástorg-*- MlarpotwP'0 Btómapottar.k kerti o.rn.i'- Kornið við, 9er ð Sigwn, ,ðurhúsinu /MIKUG4RDUR Fyrsta vörukynning á Islandi hefst í dag GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.