Morgunblaðið - 02.02.1984, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra:
Alusuisse greiði þá fyrst
hærra orkuverð, svo bæta
megi hag hinna lægstlaunuðu
„Ég skal ekki gerast spámaður, en mér segir
þunglega hugur um að þar verði ekki hægt
miklu um að þoka. Eða hvað á maður að halda
um framhaldið, — um að þeir vilji ræða við
okkur um stækkun ÍSAL og fleiri fjárfestingar
þarna, hafandi fengið þessa reynslu nýja. I’að
hlýtur að verða okkur l»rándur í Götu, að það
er búið að gera verkfall í þessu eina fyrirtæki.
I»að er alveg deginum Ijósara að staðan í samn-
ingunum við Alusuisse er erfið nú, þegar fyrsta
atlagan í alvörusamningaumræðum er fram-
undan. það er í Sviss 9. og 10. febrúar næst-
komandi," sagði Sverrir Hermannsson iðn-
aðarráðherra, er blm. Mbl. ræddi við hann sl.
mánudag um ÍSAL-málið og stóriðju- og
orkumál á íslandi.
Sverrir var fyrst spurður hver ástæða
hefði verið fyrir þeirri ákvöðun hans að af-
nema skilyrðin, sem sett voru á sínum tíma
um að ÍSAL gerðist ekki félagi í íslenzkum
vinnuveitendasamtökum, en sú ákvörðun
þýðir að VSÍ verður samningsaðili við
starfsmenn ÍSAL, ef ÍSAL gengur í Félag
íslenzkra iðnrekenda. Sverrir sagði að ÍSAL
hefði leitað til sín á haustdögum í þeim er-
indagjörðum að geta orðið aðilar að vinnu-
veitendasamtökum hérlendis. „Ég bendi á í
því sambandi að við erum aðili að sam-
þykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar,
en þar eru skýr ákvæði um félagafrelsi svo
þegar af þeirri ástæðu kom ekki til greina að
sporna við þessu. Þá kemur ekki annað til
greina, ef ég verð þar nær, að samið verði
við erlenda aðila um rekstur á fyrirtæki á
íslenzkri grund, en að sett verði það skilyrði
að slíkt fyrirtæki gangi undir allar skyldur,
sem við setjum samtökum okkar á vinnu-
markaðinum, og auðvitað njóta þau réttind-
anna líka. Ailt blaður um það að þeir muni
koma til með að ráða yfir okkur og stjórna
þessu eru öfugmæli. Þessu er öfugt farið
vegna þess að í dag hefur Alusuisse stór-
kostlegt forræði á íslenskum vinnumarkaði
með því að vera beinn samningsaðili um
kaup og kjör á svo stórum vinnustað sem
Straumsvík er. Það forræði vil ég að
fari úr höndum auðhringsins. Ég get ekki og
vil ekki skipa þeim fyrir um að ganga í
íslenzk vinnuveitendasamtök vegna þess að
þeim var sett það skilyrði á sínum tíma að
ganga ekki í þau. Vilji þau svo gera er leiðin
opin núna eftir samþykkt tillögu minnar í
ríkisstjórninni 26. janúar sl.“
Forræöi ríkisins í
hæsta máta óeðlilegt
Sverrir fékk ennfremur samþykkta tillögu
þess efnis að ríkisfyrirtæki fái heimild til að
ganga í samtök vinnuveitenda. Varðandi þá
ákvörðun sagði hann: „Ég er ennfremur
þeirrar bjargfastrar skoðunar og ég dreg
það af reynslu minni, sem verkalýðsforingja
í 15 ár, að það er í hæsta móti óeðlilegt
þegar við tölum um samninga á frjálsum
vinnumarkaði að þar hafi ríkið forræði fyrir
einhverjum hluta af vinnumarkaðinum með
því að láta fyrirtæki sín vera utan við sam-
tök vinnuveitenda. Þetta er úrelt kenning
sem verkalýðsforingjar halda fram. Hvernig
svo sem þeir láta og hverju svo sem þeir lýsa
yfir þá er það í þágu verkalýðsins að vinnu-
veitendur séu allir sameinaðir. Þá veit hver
af öðrum og engin lausung er á þessum
markaði.“
— Þú hefur gefið harðorðar yfirlýsingar
vegna kaupkrafna ÍSAL-manna og því hefur
verið haldið fram að þær hafi haft slæm
áhrif á stöðu samningamála. Hvað viltu
segja um það?
„Já, hvers vegna skyldu þær hafa haft
slæm áhrif? Eru það íslenzkir menn sem
ekki þola að heyra umbúðarlaust skoðanir
mínar. Því miður hef ég of lengi sætt mig
við það í mínum flokki að menn kæmu ekki
til dyranna eins og þeir eru klæddir, — að
þeir töluðum mikilvægustu málefni í mudd-
um. Ég er ekki þannig skapi farinn. Ég tel
þvert á móti að starfsfólk í Straumsvík eigi
kröfu á að vita hvaða skoðanir ég hef á
hlutunum. Þess vegna segi ég þær umbúða-
laust og ég byggi mína hörðu afstöðu í þessu
máli á því, að þarna er um að ræða vinnu-
stað þar sem fólk hefur margföld laun á
borð við það fólk sem er lægstlaunað. Það er
verið að reyna að brjóta ísinn eins og þeir
sjálfir kölluðu það i Þjóðviljanum 22. des-
ember sl. Það er verið að brjóta á bak aftur
efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar.
Höfuðatriði að
sljórnmálamonn
hætti að látast
Við skulum ekkert tala tæpitungu um það
hvaða fordæmi slíkt mundi veita á íslenzk-
um vinnumarkaði að stórhækka launin við
fólkið i ÍSAL, þó það fólk sé alls góðs mak-
legt. Það er mín sannfæring, að það fordæmi
myndi ríða efnahagsstefnu núverandi ríkis-
stjórnar að fullu. Fyrir því hlýt ég að bregð-
ast við af fullkominni einurð og segja að ég
muni grípa til þeirra ráða sem ég eigi og
hafi tök á til þess að hindra slíka ósvinnu.
Ég var spurður um 40% kröfu þeirra. Ég
hlaut. að svara og ég ítreka það að ég vil
heyra frá þessu fólki allan sannleikann um
hvað það hugsar og því skil ég ekkert í því ef
það vill ekki heyra afstöðu mína. Það er
höfuðatriði af minni hálfu, að íslenzkir
stjórnmálamenn hætti að sýnast, að þeir
tali og komi fram eins og skoðanir þeirra
standa til. Þetta er eindregin meining mín
því ég hef svo sára reynslu af hinu. í tíð
fyrrverandi ríkisstjórnar fengum við aldrei
að vita allan sannleikann um stöðu mála og
þjóðin ekki heldur. Það var aldrei komið
hreint til dyranna. Við verðum að hætta
þessu. fslenzk þjóð er orðin of vel upplýst til
þess að við leikum svona leiki."
I*eir skulu þá
fyrst borga
hærra raforkuveró
— En hvað er að því að erlendur auð-
hringur borgi íslenzku verkafólki sem hæst
laun? Er það ekki ein af aðalforsendum
fyrir veru þeirra hér, að þeir skapa atvinnu
og ættum við ekki að fagna því að hún sé
sem bezt borguð?
„Ef Alusuisse hefur efni á að borga meira
fyrir aðstöðu sína, þá verður það að borga
mér fyrst meira fyrir rafmagnið. Ég þarf
fyrst að fá hærra orkuverð til þess að nota
þá peninga til að létta álögum skatta af
fátæka fólkinu, fólkinu hennar Aðalheiðar
Bjarnfreðsdóttur, fólkinu hans Bjarna í
Iðju, fólkinu hans Guðmundar í Dagsbrún,
fólkinu hér í Verkakvennafélaginu Sókn. Ég
þarf fyrst að fá þá peninga fyrir þetta fólk,
áður en fólkið suður í Straumsvík, sem hefur
þreföld laun þess, fær kjarabætur. Það er
þetta sem er meginatriði þessa máls. Og það
kemur ekki til greina, að svissneskur auð-
hringur hafi gagnger áhrif á íslenzkan
vinnumarkað og efnahagslíf með þeim hætti
að þeir geti borgað hærri laun. Þetta ætti að
vera eindregin skoðun Alþýðubandalags-
furstanna líka, eo þeir koma ekki fram í dag
og tala um að það sé verið að selja íslenzkt
sjálfstæði, eins og vant er.„
Fordæmi sem við
getum ekki þolaó
— En þýða hærri laun starfsmanna ÍSAL
ekki meiri tekjur ríkissjóðs í gegnum
skattgreiðslur?
„Tölum um þetta nákvæmlega eins og það
er, án þess að fara fjallasýn eða með him-
inskautum. Horfum á það nákvæmlega
svona, að fordæmi hjá þessu vellaunaða
fólki með kauphækkun getum við ekki þolað.
Það er fordæmi sem gengi í gegnum allt
okkar kerfi og hrinti af stalli okkar stefnu."
— Hversu mikið mega laun starfsmanna
ÍSAL hækka, án þess að það eyðileggi efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar?
„Við höfum sagt það í forsendum fjárlaga.
Það eru mjög mikil hættumerki á ferðinni
vegna stöðu fjármála og skuldastöðunnar út
á við. Atvinnumál eru mesta áhyggjuefni
mitt; að atvinnuleysi haldi áfram að vaxa og
skuldir að aukast. Þess vegna get ég ekkert
látið eftir mér í þessu, þó ég vilji hjálpa og
hafi mikla samúð með fólki. Ég vil ýmislegt
til málanna leggja fyrir þá sem örðugast
eiga. Ég er sáttamaður og samningamaður
Sverrir Hermannsson
umfram allt og mér gekk alltaf ágætlega að
ná fram hagsmunum míns fólks, þó við vær-
um ekki með vinnustöðvanir. Aðeins í eitt
einasta skipti í 15 ár missti ég mitt fólk í
vinnustöðvanir í einn sólarhring, en við elt-
um kjörin hraðar en flestir."
Forsendur fjár-
laga nægja ekki
til sátta á vinnumarkaöi
„Ég geri mér ljóst, að forsendur í fjárlög-
unum — og nú er ég að segja mjög viðkvæm-
an hlut — nægja ekki til að ná sáttum á
vinnumarkaðinum, og þá sérstaklega með
einhverjum hætti til að koma til móts við þá
sem berjast í bökkum með lífsframfæri sitt.
Við leysum ekkert hér á landi með ófriði.
Við leysum ekki nokkurn skapaðan hlut í
þessu landi nema með samkomulagi og
samningum.
Áður hafa ríkisstjórnir orðið að beygja
frá höfuðmarkmiðum sínum og hægja á í
tekjum sínum. Það varð Bjarni Benedikts-
son líka að gera 1963 og 1965. Við höfum náð
skjótari árangri í verðbólgumálunum en
nokkurn óraði fyrir. Friður og sættir á
vinnumarkaðinum kunna að kosta hægari
minnkun hraða verðbólgunnar, en ekki kem-
ur til mála að yfirgefa 10% markmiðið og
það á þessu ári. Það kann þó að verða eitt-
hvað lengra í það að ná því lífsnauðsynja-
máli, en það er aftur á móti margt gefandi
fyrir friðinn og samningana."
Alcan ræðir um 170
tonna álver við Eyjafjörð
Við snerum okkur nú að öðrum málum og
Sverrir er fyrst spurður álits á störfum stór-
iðjunefndar og nýjum fréttum þess efnis, að
í viðræðum hennar við erlend stóriðjufyrir-
tæki, t.d. Alcan í Kanada, hefur komið fram
að vegna langtímaáætlana slíkra fyrirtækja
er ekki að vænta ákvarðana um nýjar verk-
smiðjur fyrr en á næsta áratug. Sverrir
sagði: „Birgir ísleifur og stóriðjunefndin
hans hafa unnið stórvel og við megum
vænta mikils árangurs af því starfi. Undir-
tektir varðandi álver við Eyjafjörð eru
miklu jákvæðari en ég þorði að vona. Alcan
er að tala um 170 tonna álver þar, tvöfalt
stærra en álverið við Straumsvík er núna.
Þeir segja að samningaviðræðurnar taki tvö
ár og okkur veitir heldur ekkert af þessum
tíma vegna orkuframleiðslunnar, því við
þurfum ærinn tíma. Þó við færum beint af
stað í ár að semja við Alcan eða aðra, skul-
um við ekki gera ráð fyrir að álver taki til
starfa norður í Eyjafirði fyrr en 1990 eða
1991, en allur undirbúningur, byggingar og
fleira, myndi strax hleypa gífurlegu fjörefni
í æðar atvinnulifs Eyjafjarðar.“
— En þeir segja, að þeir geti fyrst tekið
ákvörðun um hvort þeir byggi verksmiðju
þarna árið 1990?
„Já, en þeir sögðu að þeir væru tilbúnir að
ræða áfram málin. Við heyrum meira frá
þeim seinna á árinu. Það er rétt að þeir eru
með plön fram í tímann, það eru flestir. Þó
eru undirtektir við kynningarrit okkar, t.d.
um kisilmálminn og þreifingar í sambandi
við álver við Eyjafjörð miklu jákvæðari en
ég þorði að vona.“
Fullkomlega
samkeppnisfær
hvað varðar orkuverðið
— Varðandi frekari uppbyggingu stóriðju
hérlendis, er kostnaðurinn við framleiðslu
orkunnar orðinn óhemjumikill. Erum við
enn samkeppnishæf hvað það varðar?
„Við erum enn þá fullkomlega samkeppn-
isfær og ég á ekki von á að það bætist meiri
kostnaður á okkur. Við erum komin á topp-
inn og getum farið að hagræða okkur þannig
að þetta fari að gefa meira í aðra hönd.“
— Bitnar orkukostnaður ekki orðið óhóf-
lega á almenningi?
„Hann gerir það vegna óráðsíu undanfar-
inna ára, en það eru ýmsar ráðagerðir sem
ég hef uppi um að lina þessa miklu skatta og
áþján á fólki vegna orkuverðsins. Við mun-
um hækka núna niðurgreiðslur á rafmagni
til húshitunar. Við fengum aukið fjármagn
til þess á fjárlögum. Ég er að láta taka út
verðjöfnunargjaldið á raforku. Ég vil láta
leggja það niður og ráða fram úr vanda
rafmagnsveitanna og Orkubús Vestfjarða
með öðrum hætti. Við verðum að finna leið
til þess að dreifa hinum miklu skuldabyrð-
um orkuþáttarins á fleiri ár. Allt er þetta í
úttekt og athugun. Ég mun leggja áherslu á
að lina orkuverðsþungann hjá fólki eins og
kostur er.“
Bind miklar vonir
við að lausn fáist á
járnblendimálinu
— Má að þínu mati rekja þennan mikla
kostnað við orkuframleiðslu til of mikils
starfsmannafjölda og slæms reksturs fyrir-
tækja á þessu sviði og er að vænta svipaðra
niðurstaðna við könnun fyrirtækja á þessu
sviði og niðurstaðan á könnun á rekstri
RARIK leiddi til, þ.e. að starfsmönnum má
þar fækka svo nemur fleiri tugum?
„Ég vonast nú til að það kyrrist sjórinn
núna um hríð, en áfram verður haldið með
nákvæma athugun á öllum þessum þáttum í
því skyni að hagræða og spara. Ég er nú
þeirrar skoðunar að enn megi stórt vinna í
þeim málum. En þetta kostar tíma og fjár-
muni, en þó er það þess virði að leggja á
þetta þunga áherzlu. Ég mun láta kanna
þetta hjá öllum orkuveitunum og allt beinist
starfið að sparnaði til þess að létta ofur-
þunga orkuverðsins hjá fólki, iðnaðinum og
hjá öllum sem þurfa að kaupa orkuna. Ég
bind vonir við það að það rakni bráðlega úr
þessum málum og við getum búið sæmilega
að okkur í framtíðinni."
Varðandi helstu verkefni í verkahring
iðnaðarráðuneytis á næstunni sagði Sverrir:
„Ég bind miklar vonir við lausn á málefnum
Járnblendifélagsins á Grundartanga núna í
næsta mánuði, þegar fulltrúar okkar fara til
Japans. Ég hef ástæðu til að ætla, að það
verði mikill fengur að fá Sumitomo-stórfyr-
irtækið sem eignaraðila að járnblendiverk-
smiðjunni. Það tryggir rekstur hennar og ég
held að við séum þar að nálgast merkileg
tímamót þar sem við náum loksins tökum á
þessu mikla vandamáli sem verksmiðjan
hefur verið. Ég er mjög bjartsýnn á þessa
hluti alla, en ég endurtek að það eru skuld-
irnar erlendis og atvinnuleysið, þurfi til þess
að koma, sem eru aðaláhyggjumálin. Það er
hérumbil allt hægt að líða nema atvinnu-
leysi. En gáum að því, að ef áframhaldandi
verðbólga hefði orðið værum við vissir um
bullandi atvinnuleysi," sagði Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra að lokum.
- F.P.
— Undirtektir erlendra stóriðjufyrir-
tækja jákvæðari en ég þorði að vona