Morgunblaðið - 02.02.1984, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984
Demókratar vilja friðargæsluliðið í Líbanon heim:
„Læt sem ég hafi
ekki heyrt þetta“
— sagði Reagan Bandaríkjaforseti
Washington.l. febrúar. AP.
RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, gaf í kvöld til kynna, ad hann hygðist
láta samþykkt þingmanna demókrata, þess efnis að bandaríska gæsiuliðið í
Líbanon verði kallað heim, sem vind um eyru þjóta.
Þegar forsetinn var inntur eftir
því hvað hann vildi segja um til-
logu demókratanna svaraði hann:
„Eg er allt of ánægður með lífið
þessa stundina til þess að láta
ákvarðanir demókrata angra
mig.“ Er gengið var fastar að for-
setanum svaraði hann: „Ég læt
sem ég hafi ekki heyrt þessa til-
lögu þeirra."
Talsmaður fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, Thomas P.
O’Neill sagði við AP-fréttastofuna
að nær allir fulltrúar demókrata í
deildinni hefðu verið samþykkir
tillögunni. Talsmaður forsetans,
Larry Speakes, var harðorður í
garð demókratanna og sagði þá
styðja ófriðaröfl í Miðausturlönd-
um með samþykkt sinni.
Hálf milljón í mót-
mælum gegn Marcos
Hundaútrýmingarsveitir
Manila, 1. febrúar. AP.
TÍU uppreisnarmenn kommúnista
og þrír hermenn létu lífið í miklum
bardögum, sem hófust á hádegi í
gær norður af Manila, höfuðborg
Filippseyja. Átökin stóðu enn síðdeg-
Cheysson
í Chad
París, 1. febrúar. AP.
CLAUDE Cheysson, utanrfkisráð-
herra Frakklands, fór í dag áleiðis
til Chad, Eþíópíu og Lfbýu, þar sem
hann mun kynna sér ástandið og
reyna að stilla til friðar.
Tilkynningin um brottför
Cheysson kom á sama tíma og
sendiráð Chad í París tilkynnti,
að stjórnarherinn í landinu hefði
„útrýmt" óvinahersveit, sem
gerði árás á stöð stjórnarhersins
í suðurhluta landsins.
Þetta er í annað sinn á einni
viku, að fréttist um skærur í
Chad eftir að allt hafði verið þar
með kyrrum kjörum f 5 mánuði.
is í dag, en ekki höfðu borist fregnir
af frekara mannfalli.
Talið er að um hálf milljón
manna hafi tekið þátt í tólf
klukkustunda mótmælaaðgerðum
gegn stjórn Ferdinands Marcos í
Manila, höfuðborg Filipseyja, í
gær. Þetta eru fjölmennustu að-
gerðirnar gegn stjórninni frá því í
útför Benigno Aquino, leiðtoga
stjórnarandstöðunnar, sem var
ráðinn af dögum á Tarmac-
flugvelli í Manila í ágúst í fyrra.
Aðgerðirnar hófust sem mót-
mælaskokk 300 manna frá héraði
því sem Aquino bjó í og til flug-
vallarins þar sem hann var myrt-
ur. Lögregla stöðvaði skokkarana
fyrir þremur dögum og voru þeir
þá staddir 16 km fyrir norðan höf-
uðborgina.
Marcos forseti greindi frá því í
forsetahöllinni í gær að hann
hefði ákveðið að afsala sér til 1.
júní n.k. heimild til að fyrirskipa
handtöku manna sem hvetja til
óeirða og uppreisnar. Stjórnar-
andstæðingar höfðu gert þetta
valdaafsal að skilyrði fyrir þátt-
töku í þingkosningunum sem fram
eiga að fara á Filippseyjum í maí.
frá drottn-
ingunni
Kaupmannahöfn, 1.
febrúar.
Frá Ib Björnbak,
fréttaritara Mbl.
ÞAÐ ER stund-
um sagt, að sum-
ir seú fæddir
með silfurskeið í
munninum, t.d.
prinsar og prins-
essur, en nú ætl-
ar Margrét
Danadrottning
að gera hér brag-
arbót á.
Um næstu jól
verður boðið
upp á skilfur-
skeið frá drottn-
ingunni, jólaskeið, sem hún hefur
fallist á að gera fyrir fyrirtækið
A. Michelsen, konunglegan gim-
steinasala. Fyrirmyndin er Jesú-
barnið og hugmyndina fékk Marg-
rét þegar hún skoðaði Verdun-
altarið svonefnda í Klosterne-
uburg skammt frá Vín. Er það
silfursmíði mikil eftir meistarann
Nikolaus frá Verdun og silfrið
gyllt og emelerað og þannig verð-
ur skeiðin líka. Þetta verður 75.
jólaskeiðin frá A. Michelsen.
Enginn efast um að skeiðin
verði mikjll safngripur en áður
hefur Márgrét teiknað jóla-
frímerki og myndskreytt bók um
æsina gömlu.
„Ekki núna, bjálfinn þinn. Það er fylgst með okkur.“ Þannig hljóðar textinn við þessa skopmynd, sem birtist í
Daily Mail í síðustu viku. Á lögreglubifreiðinni á teikningunni segir: „Hundaútrýmingarsveitir lögreglunnar í
Reykjavík.“
Reagan lagði fjárlagafrumvarpið fram f gær:
Tekjuaukning 10% og gert
ráð fyrir minnkandi halla
Washington, 1. febrúar. AP.
RtíNALD Reagan, Bandaríkjaforseti, lagði í dag fram fjárlagafrumvarpið
fyrir næsta fjárhagsár fyrir þingið. Fjárhagsárið hefst 1. október n.k.
Niðurstöðutölur frumvarpsins
hljóða upp á 925,5 milljarða doll-
ara útgjöld. Er það 71,7 milljarða
dollara aukning frá yfirstandandi
fjárhagsári. Tekjur eru áætlaðar
745 milljarðar dollara og er þar
um að ræða 75 milljarða dollara
tekjuaukningu frá yfirstandandi
fjárhagsári.
Eins og sjá má af framan-
greindum tölum er halli á fjárlög-
unum umtalsverður, eða um 180
milljarða dollara. Talið er að hall-
inn á núverandi fjárlögum verði
um 183,7 milljarðar dollara. Gert
er ráð fyrir því, að hallinn á fjár-
lögunum verði kominn niður undir
150 milljarða dollara árið 1988.
Rúmur fjórðungur fjárlaga-
frumvarpsins er ætlaður til varn-
armála, eða 264,4 milljarðar doll-
ara alls. 'Er hér um 14,5% aukn-
ingu frá yfirstandandi fjárhagsári
að ræða. Þá er lagt til að aðstoð
við erlend ríki verði 15,2 milljarð-
ar dollara og fari meginhluti
þeirrar upphæðar til ísrael og Eg-
yptalands.
Framlög til félagsmála eru nær
óbreytt á flestum sviðum og 100
milljón dollara aukning er til
menntamála. Lagt er til, að 150
milljónum dollara verði varið til
hönnunar og þróunar á mannaðri
geimstöð. Heildarkostnaður við
stöðina er áætlaður 8 milljarðar
dollara. Þá leggur Reagan á það
áherslu, að staga þurfi í þau göt,
sem fyrirfinnist á núverandi
skattakerfi.
Jólaskeið
Ummæli Svenn Stray, untanríkisráðherra Noregs, á fundi með sendiherra Sovétmanna í Osló:
Njósnirnar hafa grafiö undan
gagnkvæmu trausti þjóðanna
Orié, I. febrúar. Frá Per A. Borglund, fréttaritara Mbl.
NtíRSKA utanríkisráðuneytið sendi í kvöld frá sér svohljóðandi frétta-
tilkynningu:
í framhaldi af handtöku Arne
Treholt, skrifstofustjóra í utan-
ríkisráðuneytinu, kallaði Svenn
Stray, utanríkisráðherra Nor-
egs, sendiherra Sovétríkjanna í
Noregi, Dimitrij S. Poljanski, á
sinn fund.
Utanríkisráðherrann tjáði
sendiherranum, að fram hefði
komið í vitnaleiðslum í Treholt-
málinu, að sovéskir sendiráðs-
starfsmenn hefðu haft í frammi
tilburði, sem ekki samræmdust
stöðu þeirra.
Þá tilkynnti Stray, að norska
stjórnin liti mál þetta alvarleg-
um augum. Njósnamál af þessu
tagi græfu óneitanlega undan
því gagnkvæma trausti, sem
þjóðirnar byggðu samskipti sín
á. Stray sagði jafnframt, að sov-
ésk stjórnvöld hlytu alfarið að
bera ábyrgð á því tjóni, sem
njósnir Treholts hefðu valdið
^amskiptum þjóðanna.
Stray mótmælti harðlega
þeirri framkomu, sem starfs-
menn við sovéska sendiráðið í
Osló hefðu gert sig seka um og
lagði að því loknu fram lista yfir
starfsmenn sendiráðsins, sem
hann sagði óæskilega í Noregi og
bæri að yfirgefa landið svo
skjótt sem auðið væri.
Þeir, sem um er að ræða, eru
Leonid A. Makarov, ráðunautur,
Stanislav I. Tsjebotok, fyrsti
sendiráðsritari, Jurij A. Anis-
imov, fyrsti sendiráðsritari, og
þeir Mikhail I. Utkin og Anatolij
A. Artamov, báðir óbreyttir
starfsmenn við sendiráðið.
Utanríkisráðherrann tilkynnti
ennfremur, að ekki yrði heimilað
að fjölga sovéskum sendiráðs-
starfsmönnum frá því sem nú er.
Nýir menn kæmu ekki í stað
hinna brottviknu. Loks skýrði
Stray frá því, að þeirra Gennadij
F. Titov, Evgenij Beljajev, Vladi-
mir I. Zjizjin og Aleksander G.
Lopatin væri ekki óskað í Nor-
egi-
Rússarnir á myndinni yfirgáfu Noreg í síðustu viku. Talið er að þeir hafí
séð þann kost vænstan þar sem þeir hafi átt yfir höfði sér brottvísun frá
Noregi.