Morgunblaðið - 02.02.1984, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984
Afmæliskveöja:
Aðalheiður Bjarna
dóttir á Tjörn
Fréttir úr Dölum
Búdardal i janúar.
Hún Heiða „á Tjörn" átti 80 ára
afmæli í gær, 1. febrúar. Hún er
alltaf kennd við þann stað þó ein
tuttugu ár séu síðan hún bjó á
Tjörn á Eyrarbakka, en þar ólst
hún upp hjá foreldrum sínum sem
þar bjuggu, ásamt tveimur yngri
bræðrum sínum þeim Eggert og
Árna.
Hún var einkadóttir þeirra
merkishjóna Hólmfríðar Jóns-
dóttur frá Þorlákshöfn og Bjarna
Eggertssonar frá Vaðnesi. Hún
ber svipmót mikilla ætta, höfð-
ingleg og djörf, ástrík og mild
„verður ekki gömul kona, hvorki í
fasi né orðræðu þótt árin færist
yfir“.
Hún var glæsileg ung stúlka
hún Heiða, bæði í sjón og raun,
sterkgreind og allra manna glöð-
ust. Hún var eftirsóttur kvenkost-
ur. „Væna konu, hver hlýtur hana,
hún er miklu meira virði en perl-
ur.“ Heiða giftist ekki, örlögin
ætluðu henni annað hlutskipti.
Hún eignaðist eina dóttur, Hjör-
dísi, sem er gift og búsett hér í
borg og á tvo syni sem eru auga-
steinar ömmu sinnar, og hafa fjöl-
skyldur þeirra fært henni mikið
yndi.
Sorgin fór ekki hjá garði á
Tjörn. Báðir bræðurnir, giæsilegir
ungir menn, iétust innan við þrí-
tugsaldur og Hólmfríður móðir
þeirra, þessi sterka og mikilhæfa
kona lést langt um aldur fram.
Eftir lát móður sinnar bjó Heiða
með pabba sínum á Tjörn meðan
hann lifði. Þau óiu saman upp
dóttur hennar, höfðu Iítið bú og
ræktuðu kartöflur. Snyrti-
mennska og myndarskapur var
með eindæmum. Hvergi var þvott-
urinn hvítari, hvergi voru kökurn-
ar betri. Allt var unnið af alúð og
ræktarsemi.
Það er mikil blessun hverju
borgarbarni að eiga vísa sumar-
dvöl hjá góðu fólki. Frá sjö ára
aldri og fram yfir fermingu var
mér fagnað á Tjörn jafn fölskva-
laust og lóunni á vorin. „Kemur
blessaður sumarfuglinn okkar,"
sagði Bjarni á Tjörn, þessi öðling-
ur með barnshjartað og sinn stóra
kærleiksríka faðm. Svo lá vísa til
mín á náttborðinu næsta morgun.
Það verður því miður æ sjaldgæf-
ara að geta umgengist börn og
unglinga frjálst og áreynslulaust,
en þá eiginleika hafði Heiða og
hefur enn. Hún var félagi manns
og vinur, skildi mann á erfiðum
aldri, varð sjálf eins og táningur
þegar leysa þurfti unglingavanda-
málin, ástrík og mild eins og besta
móðir þegar á þurfti að halda.
Ungt fólk laðaðist að Tjarnar-
heimilinu. Þar var oft þröngt set-
inn bekkur í litla eldhúsinu, en
glaðværir hlátrar ómuðu út á hlað
í kvöldkyrrðinni. Unga fólkið sótt-
ist eftir félagsskap þessa höfð-
ingsfólks, sem skildi gleði þess og
sorgir.
Eftir að Hjördís, dóttir Heiðu
giftist og flutti til Vestmannaeyja,
seldi hún Tjörnina, og fór þangað
líka. Um árabil var hún matráðs-
kona á barnaheimilinu Sóla. Þar
nutu eðliskostir hennar sín vel og
þar eignaðist hún marga góða
vini. Eftir gosið fluttist hún til
Reykjavíkur og býr nú á Laugar-
nesvegi 88.
í álagi þessarar tilveru sem nú-
tíminn hefur skapað er það mikil
lífsfylling að eiga sjóð minninga
um það góða mannlíf, sem var á
Eyrarbakka á fjórða áratugnum.
Það á ég henni Heiðu að þakka,
eins og svo margt annað, að hafa
fengið að njóta samvista við þetta
grandvara og undirhyggjulausa
fólk.
Til eru dagar svo blíðir
að liðnir þeir laufgast á vorin
létt verða minninga sporin.
Fegurðin gleymst aldrei getur.
Hún grær eins og björk eftir vetur.
(Hulda)
Á þessu merkisafmæli þakka ég
henni Heiðu fyrir að hafa gefið
mér glaða bernskudaga og dýr-
mætar minningar.
Megi ellin verða henni mild og
hlý eins og hún sjálf hefur verið
samferðafólkinu.
Ester Kláusdóttir.
Jólaundirbúningur var hér í fyrra
lagi, jólaljós sett upp úti, og glugga-
skreytingar á heimilum með meira
móti, en mesta athygli vakti þó stór
upplýstur kross og varð þetta fagra
tákn til mikillar gleði þeim sem um
þorpið fóru, en staðurinn er áber-
andi og var eins og Ijósið risi úr
myrkrinu í kring.
Krossinn var settur upp af
sóknarpresti, séra Friðriki J.
Hjartar og organista kirkjunnar,
Kjartani Eggertssyni með aðstoð
RARIK-manna hér á staðnum. Á
þeim stað sem krossinn stendur er
fyrirhugað að safnaðarheimili
verði byggt.
Jólatré var sett upp á lóð félags-
heimilisins og jólasveinar komu í
heimsókn á Þorláksmessu.
Friðarljós voru tendruð úti á að-
fangadagskvöld á flestum heimil-
um hér í þorpinu. Aftansöngur var
í Hjarðarholtskirkju kl. 6 á að-
fangadagskvöld var þá þokkalegt
veður, en er fólk fór úr kirkju var
byrjað að snjóa og hélst sú snjó-
koma yfir hátíðirnar og var því
ekki hægt að messa á öðrum
kirkjustöðum hér í nágrenninu um
jólin.
Á gamlárskvöld var hér kveikt í
brennu og var þá komið versta
veður með skafrenningi og ofan-
hríð. Hefur það veður haldist
meira og minna síðan, þó var
nokkuð gott veður hér á nýársdag.
Á annan í nýári fór svo fólk sem
hingað kom til að vera um jólin að
huga að suðurferð, enda voru þá
starfsmenn Vegagerðarinnar
farnir að ryðja vegi, en þegar leið
á daginn spilltist veður og allt
varð ófært á ný. Nú, þriðja janúar
var veður heldur skárra, þó að
nokkur skafrenningur væri fram-
an af degi. Um kl. 7 um morguninn
fóru tæki Vegagerðarinnar og
mannskapur frá Búðardal að
ryðja veginn yfir Heydal og fylgdi
bílalestin fast á eftir og gekk það
allt vel. Ekki mátti það þó tæpara
standa, því næsta dag, 4. janúar,
skall hér á blindhríð með miklu
hvassviðri, urðu þó ekki teljandi
skaðar, enda Veðurstofan búin að
vara við þessu veðri, en nokkrar
rafmagnstruflarnir urðu þó, en
þær voru lagaðar og allir búnir að
fá rafmagn um kvöldið.
Svona veðrátta er mjög þreyt-
andi, en við hérna í Dölum gerum
okkur grein fyrir þeim árstíma
sem er og sættum okkur við óblíða
veðráttu.
Nýlega var staðsettur hér
snjóbíll hjá RARIK og þykir tals-
vert öryggi í því, þó vel sé búið að
sjúkraflutningum hér í sýslu þá
geta þeir verið erfiðir að vetrar-
lagi.
Heilsufar er hér sæmilegt og ég
held að flestum hafi liðið vel um
þessar hátíðir.
Undanfarna daga hefur frost
verið mikið, allt upp í 20 gráður og
er nú fjörðinn að byrja að leggja.
Kristjana.
Samband ungra sjálfstæðis-
manna og Heimdallur:
Ráðstefna
um ólögleg
fíkniefni
ÓLÖGLEG fíkniefni er yfirskrift
ráðstefnu, sem Samband ungra
sjálfstæðismanna og Heimdallur
gangast fyrir nú um næstu helgi.
Ráðstefnan verður haldin í Valhöll
við lláaleitisbraut og hefst kl. 13.30
á laugardag þann 4. febrúar.
Fjögur framsöguerindi verða
flutt á ráðstefnunni. Ásgeir Frið-
jónsson sakadómari fjallar um
þróun fíkniefnamála á fslandi,
Kjartan Gunnar Kjartansson
heimspekinemi rekur siðferðilegar
forsendur laga um fíkniefni, Jó-
hannes Bergsveinsson yfirlæknir
fjallar um orsakir, áhrif og afleið-
ingar fíkniefna og Þórarinn Tyrf-
ingsson yfirlæknir segir frá út-
breiðslu, meðferð og fyrirbyggj-
andi aðgerðum í fíkniefnamálum.
Á ráðstefnunni verður einnig
sýnd kvikmynd um hið svokallaða
„englaryk" en myndin er gerð
fyrir tilstuðlan Paul Newman,
sem missti son sinn af völdum
þessa efnis.
Ráðstefnan er öllum opin og
bent er á að barnagæsla verður á
staðnum. Ráðstefnustjórar verða
þeir Auðun S. Sigurðsson læknir
og Sigurbjörn Magnússon laga-
nemi.
(Fréttatilkynning.)
Dagana 1. — 3. febrúar efnum við, í húsakynnum okkar í Sundaborg,
til sýningar á tækjum, borðbúnaði og áhöldum fyrir veitingasali,
þvottahús og stór eldhús (mötuneyti).
Á sýningunni verða m.a. kynntar vörur frá ZANUSSI '
n»j:m*:< • • Sj • villeroy&boch * Mielc
o JÓHANN ÓLAFSSON & C0 |43 Sundaborg -104 Reykjavík • Sími 82644
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁOHÚSTORGI