Morgunblaðið - 02.02.1984, Síða 45

Morgunblaðið - 02.02.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ,V „MUIM-Utnrva Hver þekkir kvæðin? l»óra Jóhannsdóttir skrifar frá Sauðárkróki: „Velvakandi minn! Enn einu sinni skrifa ég þér og nú er ég farin að færa mig upp á skaftið því ég sendi tvö kvæði, eða brot úr tveimur kvæðum. Mig langar mikið til að fá fram- haldið af þeim og eins langar mig til að vita um höfunda. Kvæðin eru svona: Móðir, ó hjartans móðir sól mýktu nú tárin sem falla. Huggaðu, huggaðu alla harmþrungnu raddirnar kalia. Almættis kraftur þinn undrasól eldur á fórnarstalla leiði nú kærleikans lífsflóð um alla. Gleddu nú barnið þitt góða sól grætur það hjartaþrá sína blómunum búið að týna brosin á vörunum dvína. Gef mér því gullkrónu þína. Ljómaðu kæra liknarsól lýstu upp brautina mína mig langar að horfa á Ijósið þitt skina. Síðara kvæðið er þannig: Vér rísum, vér hnígum með hverfleikans sögum og hjörtu vor byltast í rastanna flaumi. En er það þá dauðlegt sem býr oss i brjósti í björtustu vöku í sælasta draumi? Vér rísum með vorinu í heiðblámans hæð með haustinu bliknaðir drjúpum vér. AlJt heilsar og kveður með kossi og tárum. Það kemur, það kemur, það fer, það fer. Hve sárt verður ekki er sumrinu hallar og söngvarinn hörpuna þagna lætur. Ó Guð minn að skammdegisbyljirnir breyttust í bjartar og þögular Jónsmessunætur. Ó Guð minn að kraftur hins lifanda lífs oss lyfti yfir kuldans og myrkursins þraut að stunurnar breyttust í hátíðahljóma og haustfölvans svipir í júnískraut“. og aðrir. Við greiðum mikla peninga í menntakerfi landsins og við ætl- umst til að fá fólk sem er vel hæft til að takast á við þau verkefni sem það hefur verið mörg ár að læra um í háskólum bæði hér og erlendis. Er ekki nokkuð einkennilegt að við skulum samt halda aftur af þessum nemendum allan grunn- skólann út? Það virðist vera feimnismál að sumir nemendurnir séu betur gefnir en menntakerfið gerir ráð fyrir. í raun og veru finnst mér margt þyrfti umbóta þó ég taki fyrir vandamálið með afþurðagreinda nemendur. Verkleg fög í skólunum eru t.d. alltof sjaldan og alltof lágt metin. Meginþorri okkar vinnur verkleg fög og því þarf að þroska þessa hlið í börnunum og hefja hana til vegs og virðingar. Þessi hræðsla við hinn afburða- greinda nemanda endurspeglar að mörgu leyti eitt það vandamál sem við erum núna að berjast fyrir og það eru launamál þeirra sem eru í lægst metnu störfunum. Það er félagslegt vandamál sem við höfum skapað okkur sjálf með því að vanmeta sum störf og upp- hefja önnur. Þetta mætti koma í veg fyrir í framtíðinni ef undirstrikað væri í skólunum og á heimilunum hvern- ig við tengjumst öll saman með okkar störfum og hvernig við þurfum því á hvert öðru að halda í því samfélagi sem við lifum í. Ég held að þetta væri verðugt samfélagsfræðiverkefni fyrir grunnskólana að takast á við. Síðustu árin vinna í flestum til- vikum báðir foreldrarnir úti til að geta framfleytt fjölskyldunni. Þannig að fjöldi barna er fyrstu árin í dagvistun, síðan þegar þau stækka oftast meira og minna sjálfala á daginn fyrir utan skól- ann. Því kemur mikið af því vega- nesti sem þau hafa með sér út í lífið úr skólunum. Öll viljum við börnunum okkar það besta. Við viljum að þau hljóti góða menntun fyrir framtíðina, hvort sem hún er bókleg eða verk- leg, þeirra vegna sem einstaklinga og vegna þjóðarinnar í heild. Skólarnir eru ríkisreknir og við erum ríkið. Okkur koma því skól- arnir við. Þetta eru okkar börn, hvert og eitt þeirra, börn íslands, sem munu taka við eftir nokkur ár stjórnun og atvinnurekstri lands- ins. Því þurfum við að gera það sem við getum svo þau verði sem best undirbúin undir lífið." Takk fyrir snjómoksturinn Öldungur viö Brávallagötu hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti til Gísla Sigur- björnssonar forstjóra Elliheimil- isins Grundar. Hann lét sig ekki muna um að hjálpa okkur í gær (24. janúarj. Fólkið komst ekki út úr húsunum fyrir snjóþyngslum og hann kom því til leiðar að mok- að yrði fyrir okkur. Þetta var fal- lega gert og ég kann honum bestu þakkir fyrir.“ „Spreðað“ og „peppað“ Reykvíkingur skrifr: „Ég hlustaði að hluta á þátt í Útvarpinu sl. sunnudag þar sem rætt var um íslenska kvikmynda- gerð. Eftir þáttinn varð tungutak eins þátttakandans tilefni eftir- farandi hugleiðinga: Ég hugsaði mig um að minnsta kosti tvisvar áður en ég „tæki þann sjens" að „spreða" peningum til þess að „peppa upp“ íslenska kvikmyndagerð, þó hún fengist að sjálfsögðu ekki við „pjúra skemmtimyndir" eða „simpla af- þreyingarmenningu". Þó er mér ljóst að þessa listgrein skortir skotsilfur. En vandræðin eru ekki aðeins þau að unnið sé „fyrir svo lítinn kassa“, handritagerðin er í „sottlum" molum, þar sem „bókin er snarheilög". Kvikmyndagerðar- fólki leyfist ekki að ráðskast með hana að eigin vild. Með frum- sömdu efni vinnst þó að efni myndanna getur verið „leyndó" og ekki rétt um að tala „virkilega fyrir gang“. En verst er þó ef áhorfandinn þrátt fyrir allt „dríf- ur ekki í bíóin". Þátturinn varð þó til þess að ég skildi loks þá ákvörðun Reykjavík- urborgar að gerast aðili að kvik- myndafyrirtæki. Tæpast er annað verjandi fyrir borgina en að geta örugglega haft hönd í bagga með gerð þess myndefnis, sem hún þarf á að halda." Ekki „karrier-kvinde“ Kona úr Hlíðunum skrifar: „Kæri Velvakandi. Hvað er að hjá okkur? Ég er ein- stæð móðir með eitt barn (13 ára gamla stúlku). Ég bý í u.þ.b. 80 fer- metra stórri íbúð í verkamanna- bústöðunum. Laun mín eru um 15.000 krónur á mánuði, ég fæ ekki meðlag með barninu og tekjur af aukavinnu hafa mestar verið um 3.000 krónur á mánuði þetta árið. Persónuuppbót var 3.134 krónur í desember. Ég er ekki „karrier- kvinde", draumur minn er hollur matur, hlýtt og gott húsnæði, fal- leg föt og notalegt umhverfi. Ég á Trabant. Undanfarin þrjú ár hef ég verið dauð manneskja í janúar til sept- ember, því allir mínir peningar fara í mat, tryggingar, fasteigna- gjöld og föst gjöld (síma, sjónvarp o.s.frv.). I október til desember hef ég farið að muna eftir varalitnum, kaupa falleg föt og það sem mig langar í: leikhús, bíó, leigubíla og á dansleiki og pínulítið koníak, vískí og kampavín. Nú bregður svo við að húsnæð- ismálalánið sem ég hef aldrei fund- ið fyrir er allt í einu orðinn helm- ingur af föstum launum mínum og í október get ég bara étið. Ég er að hugsa um að flytja til Bólivíu." Tyrkjaránið Margrét Arnadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Mig langar til að vita hvort nokkur leið væri að fá birt kvæðið „Tyrkjaránið". Ég veit ekki hver höfundurinn er, en ef einhver kannaðist við kvæðið, vildi ég biðja hann að senda þættinum það svo það fengist birt.“ Magnús Randrup, Steini Steingríms, Friörik Theodórs og Skapti Ólafs taka í hljóðfærin að lokinni sýningu í in O) -i ffi < ■ _i G D < g z z UJ '< </) BCCACWAT i -S- Matseöill Föstudags- og laugardagskvöld Rauðvínssoðið léttreykt svínahamborgarlaeri framreitt með ristuðum ananas, sykurbrún- uöum jarðeplum, gulrófum, belgbaunum, hrásalati og rjómasveppasósu. Rjómaís með heitri rommsósu, perum og þeyttum rjóma. Miðapantanir í símum 77-500 og 68-73-70 BYRJARI BROADWAY 14 af vinsælustu söngvurum landsins rifja upp lög síöustu ára- tuga föstudags- og laugardags- kvöld. Undirleik annast hin stór- góöa stórhljómsveit Gunnars Þóröarsonar. Kempurnar 'RF HVERJU ER^ borghilour Komin J BAJHRVINNUNR?/ ÞÆR HRFH EINFRLDLEOR EKKl ÞREKI& S\G6A V/öGá £ IilveRAW HELD PFtO VRKI KRNNBKI RDRLLEGfl FYRIR HENNI RÐ 8ÝNR '“MÖNNUM RDKVENFÓLK ^GETIPETTR RETTEINS O&KRRLRR 9-5 r OTTRLEGT BRRN 6ETUR KONRN LVERIDÍ ^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.