Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984
12
ARHAPLAST
Brennanlegt og tregbrennanlegt.
Sama verö.
Steínull — glerull — hólkar.
’Armúla 16 síml 38640
þTþorgrímsson & CO
Skíðaferðir
í Skálafell
Fastar áætlunarferöir veröa í vetur á skíöasvæöiö í
Skálafelli alla virka daga, þegar veöur leyfir.
Brottfarartímar:
Kl. 13.30 KR-heimilið
Kl. 13.40 BSÍ — Umferöarmiöstööin
Kl. 13.50 Shell — Miklubraut
Kl. 14.00 Vogaver
Kl. 14.10 Breiöholtskjör Arnarbakka
Kl. 14.20 Shell — Hraunbæ
Kl. 14.30 Kaupfélag Kjalnesinga
Brottfarartímar frá Skálafelli:
Kl. 19.00 og 21.00.
Símsvari fyrir skíöasvæöiö í Skálafelli gefur upplýs-
ingar um veður, færö og opnunartíma lyfta.
Númeriö er 66099. Beint samband viö KR-skála er
66095.
Verið velkomin í Skálafell.
Klippiö og geymið auglýsinguna.
ÚLFAR JACOBSEN
FERÐASKRIFSTOFA
Símar 13491 og 13499.
Heitto
Scholl
g notalegt
P fótabao
HRESSANDI ENDIR Á ERILSÖMUM DEGI
Allir vita hve notalegt þaó er að fara í
fótabaó eftir erilsaman dag.
Scholl-fótasaltiö örvar blóðrásina, mýkir
haröa húö, linar þreytuverki og heldur
fótraka í skefjum.
Fáanlegt í
tveimur
stæróum: 200g
og 600g
ÞORA 041. 41/01 YSINGASTOfA Sf
FÆST I APOTEKINU
AF ERLENDUM VETTVANGI
Eftir BRIAN CROZIER
Jóhannes Páll páfí II skömmu eftir að tyrkneski hryðjuverkamaðurinn Mehmet Ali Agca skaut á hann á
Péturstorginu í Róm. Agca heldur þvi fram, að upphafíega hafí tilgangurinn verið að ráða Walesa af dögum og
hafí hann notið við það aðstoðar búlgörsku leyniþjónustunnar.
Sovéskar hryðjuverkasveit-
ir búnar að koma
sér fyrir á Vesturlöndum
ÞEGAR Jóhannes Páll páfí II hitti tyrkneska hryðjuverkamanninn
Mehmet Ali Agca í Rebibbia-fangelsinu í Róm hafði hann meiri áhyggjur
af sárlarheill Agca en af samsærismönnunum, sem raunverulega stóðu að
baki honum, en eins og kunnugt er afplánar Agca nú lífstíðardóm fyrir
banatilræði við páfa í maí árið 1981.
Fyrir nokkrum mánuðum
vakti það mikla athygli
þegar Agca sagði fréttamönnum,
að hann hefði fengið þjálfun sína
hjá KGB og að það hefði verið
ætlunin að drepa Lech Walesa
en ekki páfa. Italska lögreglan
gætti Walesa hins vegar svo vel,
að Agca gafst aldrei gott færi á
honum og þá ákvað hann að
skjóta á páfann þegar hann æki
um Péturstorgið í opnum vagni.
Ekki er enn ljóst hvort full-
yrðingar Agca hafa við rök að
styðjast og e.t.v. mun þetta mál
kafna í ósannanlegum ásökun-
um, „fjarvistarsönnunum" og
mótsagnakenndum framburði.
Hvað sem því líður er það stað-
reynd, að KGB, sovéska leyni-
þjónustan, hefur á sínum snær-
um þrautþjálfaða hryðju-
verkamenn og morðsveitir.
Stofnunin, sem sá um þessa
starfsemi, var upphaflega kölluð
Deild 5, en hún var leyst upp um
stundarsakir árið 1970 eftir að
helsti útsendari hennar í Lond-
on, Oleg Lyalin, gaf sig fram við
bresku leyniþjónustuna. Meðal
þeirra upplýsinga, sem Lyalin
gaf, voru áætlanir um að eyði-
leggja viðvörunarkerfið, sem á
að vara við kjarnorkuárás á
Bretlandi, fjarskiptamiðstöðina
í Orfordness í Suffolk og áætlan-
ir um að koma fyrir banvænu
eitri í vatnsbólum Lundúnabúa.
í kjölfarið var 105 Sovétmönnum
vísað frá Bretlandi eins og frægt
er orðið.
Stjórnmálanefndinni sovésku
þótti þessi afhjúpun svo lítil-
lækkandi, að það var ákveðið að
leggja Deild 5 niður, opinberlega
a.m.k., og allir útsendarar henn-
ar voru kallaðir heim.
I raun voru þó hryðjuverka- og
morðsveitirnar aðeins settar
undir annan hatt, Deild 8 S, sem
heyrir undir KGB og sér um að
ráða nýja menn, þjálfa þá, koma
þeim fyrir á góðum stöðum erl-
endis og síðast en ekki síst að
lauma sovéskum flugumönnum,
sem hafa alla pappíra upp á ann-
að þjóðerni, inn í áhrifastöður
erlendis. Um þetta síðastnefnda
er Lonsdale-málið í Bretlandi
frægasta dæmið.
Á sjötta áratugnum þegar
kalda stríðið var í algleymingi
voru launmorð ríkari þáttur í
starfsaðferðum sovéskra útsend-
ara en nú og má nefna um það
ýmis dæmi. Sovéskir útlagar,
sem KGB þótti of áberandi, voru
í sérstakri hættu og má í því
sambandi minna á morðið á
Úkraínumanninum Lev Rebet í
Múnchen árið 1957. Þá vildi svo
til, að banamaður hans náðist,
Sovétmaður að nafni Stash-
insky. Annarra þjóða menn voru
líka stundum ráðnir af dögum og
stundum mistókust morðtilraun-
irnar. Árið 1962 hugðist KGB
t.d. drepa íranskeisara en hætti
við á síðustu stundu vegna
tæknilegra mistaka.
Allir liðsmenn Deildar 8 S fá
sérstaka starfsþjálfun og er
„kennsluefnið" launmorð, undir-
búningur og aftaka og skemmd-
arverk, einkum á vatnsbólum,
raforku- og fjarskiptastöðvum.
Þegar innrásin í Afganistan var
í undirbúningi var tekin ákvörð-
un um að myrða þáverandi for-
seta, Hafizulla Amin, sem ráða-
mönnunum í Kreml fannst ekki
vera nógu auðsveipur. Þeir höfðu
áður án árangurs reynt að koma
honum frá og þess vegna var
sovéskri morðsveit falið að
drepa hann í forsetahöllinni í
Kabúl sem hún og gerði.
í þjálfunarbúðum morðsveit-
anna í Balashika skammt fyrir
austan Moskvu eru ekki aðeins
Sovétmenn. Útvaldir leyniþjón-
ustumenn frá leppríkjunum fá
einnig „eldskírnina" þar og í
einni undirdeildanna eru þjálf-
aðir „þjóðfrelsismenn" frá þriðja
heiminum.
Meðal þessara „útlendinga"
eru búlgarskir leyniþjónustu-
menn sem lengi hafa haft náið
samstarf við KGB, og Kúbu-
menn, sem Sovétmenn beita í æ
ríkari mæli fyrir sig í þriðja
heiminum. Það er ekki síst
vegna þessara manna sem sov-
éska morðvélin er jafn ógnvæn-
leg og raun ber vitni. Starfsað-
ferðirnar eru oftast þær, að það
eru Rússar, sem gefa skipunina,
en Búlgarar, Kúbumenn eða
aðrir kaupa síðan þjónustu
glæpamanna og hryðjuverka-
manna, sem sjaldnast vita fyrir
hverja þeir vinna í raun.
Sovésku morð- og hryðju-
verkasveitirnar, sem kallaðar
eru Spetsnaz, hafa það hlutverk
að koma sér fyrir í þeim löndum,
sem Sovétmenn telja til óvina
sinna og saman standa af til-
tölulega fámennum kjarna en
geta kallað til miklu fjölmenn-
ara varalið. Ef ófriðarblikur
dregur á loft eiga þær að eyði-
leggja fjarskiptastöðvar, ráðast
á mikilvægar herstöðvar,
skemma raforkuver og vatns-
veitur og hafa tiltæk vopn og
einkennisbúninga viðkomandi
ríkis til að villa á sér heimildir.
Opinberar skýrslur frá Sví-
þjóð sýna, að Spetsnaz er víðar
að verki en í ríkjum Atlants-
hafsbandalagsins. Aftonbladet
sænska sagði nú nýlega frá ítar-
legum skýrslum um þjálfun
Spetsnaz-manna og fullyrti, að
þeir væru nú þegar búnir að
koma sér fyrir í landinu.
Manndráp eru eitt megin-
atriðið í þjálfun Spetsnaz. Sér-
stökum sveitum er ætlað að leita
uppi og drepa stjórnmálamenn
og frammámenn í her viðkom-
andi þjóðar til að valda sem
mestri ringulreið og gera landið
berskjaldað fyrir sovéskri inn-
rás.
Margir bestu íþróttamenn
Sovétríkjanna eru liðsmenn
Spetsnaz enda búnir þeim eigin-
leikum, sem þar eru metnir
mest, sjálfsaga og líkamlegum
styrk. Alveg eins og á Ólympíu-
leikunum.
Brian Crozier er rithöfundur og
blaðamaður.