Morgunblaðið - 07.02.1984, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984
Ragnar í Smára
áttræður
Björg Ellingsen og Ragnar nýgift.
Ragnar Jónsson, bókaútgefandi
og forstjóri Helgafells, er áttræð-
ur í dag. Hann er einn af helztu
menningarfrömuðum þjóðarinnar
á þessari öld, fæddur 7. febrúar
1904 í Mundakoti á Eyrarbakka,
sonur Jóns Einarssonar hrepp-
stjóra og konu hans Guðrúnar Jó-
hannsdóttur. Ragnar stundaði nám
í Verzlunarskóla ísiands, en réðst
starfsmaður hjá Smjörlíkisgerð-
inni Smára að námi loknu og varð
síðar annar aðaleigandi hennar.
Hann stofnaði bókaútáfuna
Helgafell og stjórnaði henni frá
upphafi. En Ragnar Jónsson hefur
ekki einungis komið við sögu ís-
lenzkra bókmennta, heldur var
hann einn af aðalstofnendum
Tónlistarfélagsins og formaður
þess. Hann hefur um langt skeið
verið útgefandi ýmissa helztu rit-
höfunda og skálda þjóðarinnar,
forystumaður í tónlistarmálum,
eins og kunnugt er, og síðast en
ekki sízt hefur hann verið einn
helzti styrktarmaður íslenzkra
myndlistarmanna. Hann gaf Al-
þýðusambandi Islands 1961 safn
120 málverka eftir íslenzka lista-
menn og má segja, að safnið sé
kjarninn í Listasafni Alþýðu-
sambandsins.
Ævistarf Ragnars í Smára er
langt og farsælt, enda hefur hann
komið víða við og haft forystu um
margvísleg málefni, sem til heilla
horfa. Hann hefur verið kjölfesta
listræns borgaralegs samfélags á
okkar dögum og notið virðingar og
vinsælda fyrir framtak sitt og
fjölbreytt lífsstarf. Hann hefur
ekki sízt átt þátt í að koma mörg-
um ungum listamönnum til
þroska, rétta þeim hjálparhönd á
örlagastundu og rutt þeim braut á
grýttum vegi listsköpunar og nýj-
unga. Þegar hann hafði fulla
heilsu var hann öðrum mönnum
áhrifameiri í menningarpólitík
landsins, hefur stutt Sjálfstæðis-
flokkinn og átt náið samstarf við
Morgunblaðið, sem sendir honum
og fjölskyldu hans nú innilegar
hamingjuóskir á þessum merkis-
degi, um leið og það þakkar Ragn-
ari samfylgdina og óskar þess, að
borgaralegt samfélag okkar eign-
ist sem flesta honum líka.
Ragnar í Smára hefur átt við
vanheilsu að stríða undanfarin ár,
en notið frábærrar umhyggju
sinna nánustu, ekki sízt Bjargar,
konu sinnar, sem hefur verið hon-
um ómetanlegur bakhjarl í erfið-
um veikindum. Afmælisdeginum
mun Ragnar í Smára eyða með
fjölskyldu sinni, vafinn ástúð
hennar og þakklæti þjóðarinnar.
Það er í raun og veru að bera í
bakkafullan lækinn að fjalla um
Ragnar í Smára hér í blaðinu, svo
oft sem hans hefur verið getið og
starfs hans. En Morgunblaðinu er
bæði Ijúft og skylt að minnast
þessa dags og þá ekki sízt þess
kjarnmikla íslenzka menningar-
arfs, sem Ragnar er sprottinn úr.
Faðir hans var í senn bóndi,
sjómaður og kaupmaður, þótti
dugnaðarmaður mikill, en gætinn
til orðs og æðis. Á æskuheimili
Ragnars var merkilegt menning-
arandrúm skapað af foreldrum
hans báðum og þeim minnisstæða
arfi, sem þau lögðu til í lífi sínu og
starfi.
Þegar Ragnar Jónsson ólst upp,
var Eyrarbakki miðstöð verzlunar
og athafnalífs á Suðurlandi og
sterk dönsk áhrif í skjóli erlendra
kaupmanna. Þótt lífsbaráttan
væri hörð, kunni þetta fólk að
færa sér í nyt jákvæð áhrif og
soga næringu bæði úr erlendum
menningarstraumum og mikil-
vægum innlendum jarðvegi. Vega-
nesti Ragnars Jónssonar var þvi
svipað því andrúmi, sem íslenzka
þjóðin hefur átt að venjast frá
alda öðli, en það er fólgið í því að
nýta erlend áhrif til góðs og fella
þau í íslenzkan farveg. Þetta vega-
nesti gagnaðist Ragnari í Smára
vel, þegar hann hleypti heimdrag-
anum 16 ára að aldri og hóf nám í
Verzlunarskólanum í Reykjavík.
Þar naut hann m.a. kennslu Þór-
bergs Þórðarsonar og lauk námi
eftir tvo vetur 1922, þegar hann
gerðist skrifstofu- og sölumaður
hjá Smjörlíkisgerðinni Smára,
eins og fyrr er nefnt. Ragnar
komst ungur í kynni við Erlend í
Unuhúsi og þar hófust samskipti
hans við íslenzka listamenn. Hann
átti þátt í stofnun Tónlistarskól-
ans alþingishátíöarárið 1930 og
tengdist mörgum helztu lista-
mönnum landsins traustum bönd-
um. Um það leyti hóf hann að
kaupa myndir eftir Ásgrím Jóns-
son. Samstarf hans og margra
helztu listamanna þjóðarinnar er
alkunna, ekki sízt brautryðjenda-
starf þeirra dr. Páls ísólfssonar,
síðar hóf hann einnig bókaútáfu
og má segja, að Helgafell hafi ver-
ið eins konar hornsteinn islenzkr-
ar bókmenningar um og eftir
miðja öldina. Listaverkaútgáfur
Ragnars eru alþekktar og þá ekki
síður útgáfur á verkum Halldórs
Laxness, Tómasar Guðmundsson-
ar, Steins Steinars og Davíðs Stef-
ánssonar, svo að getið sé nokkurra
höfuðskálda. Ragnar gaf út tíma-
ritið Helgafell, sem var forysturit
á sínu sviði um margra ára skeið.
Fyrir tveimur árum kom út rit-
verk um Ragnar Jónsson í Smára
á vegum Listasafns ASÍ og Lög-
bergs, og nefnist það Ragnar í
Smára. Þar eru samtöl við ýmsa
nánustu vini og samstarfsmenn
hans, yfirlit yfir líf hans og störf,
auk merkilegs safns litmynda úr
listaverkagjöf Ragnars til Alþýðu-
sambands íslands. Um leið og
Morgunblaðið óskar afmælisbarn-
inu fyrir sína hönd og lesenda
sinna allra héilla á þessum
merkisdegi, er ekki úr vegi að
benda á ritverk þetta um ævi hans
og störf, því þar er saman kominn
mikill og skemmtilegur fróðleikur
um starf og lífsskoðanir þessa
merka listvinar og samtíma-
manns, auk mikilvægra upplýs-
inga um afstöðu ýmissa þeirra,
sem hafa haft nánust kynni af
honum um margra ára skeið. Megi
lífsstarf Ragnars Jónssonar í
Smára bera þann ávöxt sem til var
stofnað, þjóðinni til heilla og
framtíð hennar til farsæidar.
ritstj.
I dag, á afmælisdegi Ragnars
Jónssonar, birtist grein um hann í
50. árgangi Verzlunarskólablaðs-
ins eftir Jón Karl Helgason, nem-
anda í 6. bekk skólans. Mbl. birtir
þessa grein með leyfi höfundar í
tilefni dagsins.
Forspjall
Engum skyldi blandast hugur
um mikilvægi menningar hverri
þjóð. Jafnhliða brauðstritinu þarf
einstaklingnum að vera unnt að
„rækta garðinn sinn“ einsog Birt-
ingur orðar það; njóta samvista
við listagyðjuna, skynja hið fagra.
Á öndverðri þessari öld skóku
margvíslegar hræringar þjóðlíf
okkar íslendinga. Þrátt fyrir
brotsjó kreppu og styrjalda sigldi
þjóðin hraðbyri frá vanþróun til
framfara í langþráð var lýðveld-
isstofnunar. Sýnt var að samhliða
hækkandi risi þjóðarbúsins þurfti
að hlúa að hinum andlegu ökrum,
en andstætt almennri vakningu
nutu menningarumsvif á þessum
tíma stopullar veðráttu. Við svo
búið mátti ekki standa og leitast
var við að búa íslenzkum lista-
mönnum viðunandi vaxtarskil-
yrði. Gekk einstaklingur nokkur
þar öðrum framar og lyfti Grett-
istaki í íslenskri endurreisn, en
það var verzlunarskólagenginn
Eyrbekkingur, Einar Ragnar
Jónsson, gjarnan nefndur Ragnar
í Smára.
I eftirfarandi ritsmíð hyggst
undirritaður leitast við að bregða
upp mynd af þessum Jarðvöðli í
víngarði Drottins"1*, eins og Thor
Vilhjálmsson nefnir hann, lífs-
viðhorfum hans og uppskeru
langrar starfsævi. Má þó ljóst
vera að greinarkorn sem þetta
getur aldrei orðið ljósritsteikning
svo margbrotins viðfangsefnis.
Jarðvegurinn
Það var hinn 7. febrúar 1904 að
Ragnar fæddist á bænum Munda-
koti á Eyrarbakka. Höfðu forfeður
hans í móðurætt búið þar mann
fram af manni um nokkurra alda
skeið. Foreldrar Ragnars voru
hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og
Jón Einarsson.
Á þessum fyrstu árum aldarinn-
ar var menningarlíf fjölskrúðugt á
Bakkanum. Þar var meðal annars
óopinber menningarmiðstöð Suð-
urlandsundirlendis; „Húsið" svo-
kallað, öflugt tónlistarlíf þreifst
og prentsmiðja var starfandi.
Vinnudagurinn var sem annars
staðar langur og strangur við sjó-
róðra, landbúnað og verzlun. I
þessu umhverfi elst Ragnar upp
við starf og leik innan um gróandi
iistir. Hafði samveran við Talíu
snemma áhrif á hann og eftir hon-
um er haft: „I barnslegum hugar-
heimi mínum komst ég að raun
um að það væri „vont fólk“ sem
elskaði ekki listir." Z)
Sextán ára gamall heldur Ragn-
ar til höfuðstaðarins og hefur nám
við Verzlunarskólann að hausti
1920. Skólinn var þá staðsettur við
Vesturgötuna og í kennaraliði
hans leyndist rithöfundur nokkur
austan úr Suðursveit, Þórbergur
Þórðarson að nafni. Gekk Ragnari
vel að læra inn á ranghala við-
skiptanna og lauk góðu prófi úr
skólanum eftir tveggja ára nám.
Á þessum árum voru starfrækt-
ar nokkurs konar „Akademíur" í
Reykjavík. Andlega þenkjandi
fólk hittist í heimahúsum og
skeggræddi hræringar þessa
heims og annars, listastefnur er-
lendis frá voru kynntar, jafnhliða
því sem forn heimspekikerfi voru
rifjuð upp. Snemma komst Ragnar
í kynni við þetta umhverfi og jafn-
framt marga þá listamenn sem
síðar urðu samofnir lífshlaupi
hans.
Unuhús var einn þessara sam-
komustaða og eflaust sá eftirtekt-
arverðasti. Undir forystu húsráð-
andans, Erlends Guðmundssonar,
döfnuðu skapandi umræður upp-
rennandi kynslóðar og var Ragnar
í þeim hópi. Höfðu kynnin við Er-
lend þá kannski mest áhrif á
hann. Þessi síðskeggjaði maður,
sem helzt líktist spámanni úr
Gamla testamentinu, einkenndist
af sérstæðum viðhorfum og stó-
ísku mati. Um hann hefur Ragnar
sagt: „Aðeins einn maður þekkti
mig til fulls — sem fjármálaglóp
og tilraun til manns. Ég skulda
honum margt, þó met ég það til
hæstu skuldanna, að hann bað mig
að gerast útgefandi Halldórs
Laxness og Þórbergs, og hann
óskaði þess að ég eignaðist Unu-
hús eftir sinn dag.“3)
Lífsvindar
Að loknu námi réðst Ragnar
sem skrifstofu- og afgreiðslumað-
ur við smjörlíkisgerðina Smára.
Er ferill hans hjá því fyrirtæki
líkastur ævintýri; hann vann sig
upp í að verða eigandi fyrirtækis-
ins. Jók hann veraldleg umsvif sín
jafnt og þétt eftir því sem árin
liðu og kom víða við.
Menningarmálin áttu þó jafnan
sterkust ítök í Ragnari, efnið var
honum aldrei annað en verkfæri
til andlegra framkvæmda. Skýrði
hann þetta viðhorf sitt meistara-
lega í kappræðu um fjárhagsstöðu
lista: „Eg sýð kæfu, þú spilar á
hljóðpípu, peningarnir eru brúin á
milli okkar.“4) Var Nóbelsskáldið
þar viðstatt og gerði þessa skil-
greiningu ódauðlega í afmælis-
grein á fimmtugsafmæli Ragnars.
Segir þar meðal annars: „Ef þjóð-
in heldur, eins og sumir stjórn-
málamenn gera, að hún rísi ekki
undir því að heyra spilað á hljóð-
pípu, þá er það af því menn eru
búnir að gleyma í hvaða skyni
peníngar eru búnir til.“5)
Ragnari sveið sáran staðan ís-
lenzkra listamanna en hún var
næsta bágborin þessi ár. Til að
mynda þótti eðlilegt að þeim sem
prentaði bók væru greidd hærri
laun en hinum sem bókina reit.
Dæmi eru fyrir því að skáld gæfu
útgáfurétt, einungis í veikri von
um árangur. Látum Ragnar hafa
orðið: „Ég skildi það mæta vel, að
bækur verða ekki til af sjálfu sér.
Og það er eðlilegt að listamenn
þurfi að fá eitthvað fyrir snúð
sinn til að skapa listaverk sem
aðrir njóta.“6) Og áfram heldur
hann: „ ... Hitt er harður kostur
að við, sem njótum verka þeirra,
gerum okkur ekki grein fyrir, að
mikil listaverk krefjast meiri
áreynslu, meiri fórna, meiri þján-
inga en önnur mannleg afrek.“6)
Og enn um gildi lista: „Við verðum
að leggja okkur á hjarta þá
reynslu er mannkynssagan flytur,
að þær þjóðir, sem hæst meta list-
ir og gera mest til þess að efla þær
í landi sínu, hafa orðið forystu-
þjóðir í heiminum. En hinar, sem
þrúgað hafa listina niður og van-
metið hana, hafa horfið af landa-
bréfunum smám saman.“6)
Má ætla að snemma hafi blund-
að í Ragnari þessir tveir draumar
sem gagntekið hafa gjörvallt líf
hans, annars vegar að kenna þjóð-
inni að meta listamenn sína og
umbuna þeim að verðleikum og
hins vegar að flytja menningu
þjóðarinnar inn á hvert heimili í
landinu. Báðir þessir draumar
fengu rætzt.
Tónlistin
Árið 1930 urðu þáttaskil í ís-
lenzku tónlistarlífi. Fyrir þann
tíma voru starfræktar nokkrar
lúðrasveitir hérlendis auk tuttugu
manna hljóðfærasveitar áhuga-
manna, Hljómsveit Reykjavíkur.
Það var svo skömmu fyrir tíu alda
afmæli Alþingis að ýmsir forystu-
menn um tónlist tóku höndum
saman við hljómsveitarmeðlimi og
beittu sér fyrir því að ráðinn yrði
erlendur tónlistarkennari og
stjórnandi við sveitina fyrir Al-
þingishátíðina. Var Ragnar Jóns-
son í þessum hópi. Að hátíðinni
yfirstaðinni var þessum mönnum
þvert um geð að leggja árar í bát
og réðust þeir því í stofnun tón-
listarskóla.
Fyrstu tvö árin sá Hljómsveit
Reykjavíkur um rekstur skólans,
en vegna hnökra slíks fyrirkomu-
lags var ráðizt í stofnun Tónlistar-
félagsins sem síðan hefur séð um
reksturinn. Alls voru þetta tólf
menn sem ýttu Tónlistarfélaginu
úr vör, þar af helmingur starfandi
í hljómsveitinni. Voru þeir oftlega
nefndir postularnir. Ragnár var
kosinn formaður félagsins og var
driffjöður í starfi þess. Ásamt
rekstri Tónskólans og hljómsveit-
ar Reykjavíkur stóð Tónlistarfé-
lagið fyrir reglulegu tónleikahaldi,
uppfærslum á fjölda kórverka og
tók þátt í óperuflutningi í sam-
vinnu við Leikfélagið. Margir
frægir erlendir tónlistarmenn
hafa haldið hér tónleika á vegum
félagsins. Má þar nefna Adolf
Busch, Rudolf Serkin, Dietrich
Fischer Diskau og gítarsnillinginn
André Segovia. Ragnar tók jafnan
á móti þessum mönnum og þá af
svo einstökum hlýleik að flestir
urðu þessir menn persónulegir
vinir hans að heimsókn lokinni.
Hefur Jón Þórarinsson tónskáld
lýst þessu þannig: „En það góða
orð sem fór af Islandi og móttök-
um Ragnars varð til þess að er-
lendir tónlistarmenn komu hingað
hver af öðrum. Sú auglýsing, sem
Ragnar gaf landi og þjóð, var
ómetanleg. Hann tók á móti þess-
um mönnum með slíkum glæsi-
Foreldrar Kagnars: Guðrún Jóhannsdóttir og Jón Einarsson.