Morgunblaðið - 07.02.1984, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984
Hef járnvilja til að
draga úr spennunni
— sagði Thatcher áður en hún flaug heim frá Ungverjalandi
I»ndon, 6. febrúar. AP.
„ÞÓTT ÉG sé e.Lv. þekkt undir nafn-
inu járnfrúin hef ég einnig járnvilja
til þess að draga úr þeirri spennu,
sem ríkir í heimimim. Ég er öll af
vilja gerð til þess að beita mér fyrir
bættum og öruggari heimi, þar sem
meira er lagt upp úr góðri afkomu
fólks en vopnum," sagði Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, á fundi með fréttamönnum í
Búdapest áður en hún hélt heimleiðis
þaðan í gær eftir opinbera heimsókn
til Ungverjalands.
För Thatcher til Ungverjalands
virðist hafa verið einkar vel heppn-
uð ef marka má umfjöllun bresku
blaðanna í gær, sunnudag.
Hvarvetna var forsætisráðherr-
anum hælt á hvert reipi fyrir þá
ákvörðun sína „að brjóta ísinn" og
heimsækja austantjaldsríki. Voru
blöðin flest þeirrar skoðunar, að
með frumkvæði sínu hefði Thatch-
er fært þeim orðróm byr undir
báða vængi, að hún hygðist heim-
sækja ráðamenn í Moskvu innan
tíðar.
Þar sem samskipti stórveldanna,
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna,
hafa verið stirð að undanförnu, eru
breskir fréttaskýrendur almennt
þeirrar skoðunar, að Thatcher gæti
gegnt lykilhlutverki í þeirri við-
leitni að fá þau aftur að samninga-
borðinu.
Þótt ánægja ríkti með för
Thatcher heimafyrir kvað við
annan tón í nágrannaríki Ung-
verjalands, Tékkóslóvakíu. Þar
sagði í Pravda, málgagni kommún-
istaflokksins, að ummæli Thatcher
um vilja hennar um bætt samskipti
austurs og vesturs væru orðagjálf-
ur eitt. Sakaði Pravda Thatcher um
hræsni í anda Reagan, Bandaríkja-
forseta.
Indverskur verslunarfulltrúi fannst myrtur í Bretlandi:
Umfangsmikil leit lög-
reglu að morðingjunum
Birmingham, Knglandi, 6. febrúar. AP.
BRESKA lögreglan hóf í dag um-
fangsmikla leit að hópi kasmírskra
aðskilnaðarsinna, sem lýst hefur á
hendur sér ábyrgð á brotthvarfi ind-
versks sendiráðsstarfsmanns, sem
fannst látinn í Mið-Englandi í gær-
kvöldi.
Lík hins 48 ára gamla Ravindra
Mahtre, aðstoðarverslunarfulltrúa
við indversku ræðismannskrifstof-
una í Birmingham, fannst um kl. 22
í gærkvöldi á heimtröð bóndabæjar
skammt fra Hinckley, um 50 km.
N-A af Birmingham.
Indira Gandhi, forsætisráðherra
Indlands, hefur fordæmt morðið á
Mahtre og lýst honum sem fórnar-
lambi bleyðuskapar og mannhat-
urs. Gandhi boðaði til neyðarfundar
í ríkisstjórn sinni í morgun og
hvatti þar til þess að öryggisgæsla
við sendiráð Indlands um allan
heim yrði hert að mun.
Mahtre var rænt á föstudags-
kvöld og til þessa óþekktur hópur
skæruliða lýsti ábyrgð á mannrán-
inu á hendur sér. Hópurinn starfar
Fékk kjarnorkuknú-
inn kafbát í trollið
(Mló, 6. fcbrúar. Krá Jan Krik Lauré. fréttaritara
NORSKI togarinn Vesttind fékk held-
ur óvenjulegan afla í trollið er hann
var að toga á einu „gráu svæðanna"
svonefndu á Barentshafi um helgina.
Þar sem togarinn var að toga
vissi áhöfnin ekki fyrr til en skipið
snarstoppaði, þannig að hnykkur
kom á. Vélin var sett á fulla ferð
afturábak, en ekki losnaði trollið.
„Þegar við fundum greinilega að
togað var í skipið sáum við okkar
óvænna og skárum trollið aftan úr
bátnum," sagði skipstjórinn. „Ef
ekki er hætt við að skipið hefði
hreinlega sokkið.“
Mbl.
Þótt erfitt sé að færa óyggjandi
sönnur á hvað þarna hafi verið á
ferð hallast menn almennt að því,
að trollið hafi fest í kjarnorku-
knúnum sovéskum kafbáti, sem var
á leið til hafnar á Kólaskaga. Tog-
arinn er 300 lesta og er um 50 metra
langur, þannig að það gefur auga
leið að mikið afl þarf til að draga
hann til.
Útgerð skipsins hefur ákveðið að
biðja norska sjávarútvegsráðuneyt-
ið að beita sér fyrir því að Sovét-
menn bæti henni það tjón, sem hún
varð fyrir við trollmissinn.
undir heitinu „Frelsisher Kasmír".
I bréfi, sem hópurinn sendi til
Reuters-fréttastofunnar á föstudag,
hótaði hann því að taka Mahtre af
lífi kl. 10 árdegis á laugardag ef
indverska stjórnin yrði ekki við
beiðni hans um að láta tiltekinn
fjölda pólitískra fanga lausan í
Indlandi. Á meðal þeirra, sem
nafngreindir voru, var Maqbool
Butt, einn úr hreyfingunni, sem
bíður fullnægingar dauðadóms.
Auk þessa krafðist hópurinn and-
virði 41 milljónar ísl. króna lausn-
argjalds frá indversku stjórninni.
Talsmaður skrifstofu indversku
stjórnarinnar í Lundúnum sagði við
AP-fréttastofuna í dag, að mann-
ræningjarnir hefðu aldrei haft
samband við skrifstofu hans og
fresturinn, sem þeir hefðu gefið,
hefði verið allt of skammur. Þá
hefðu þeir ekki heldur haft sam-
band við lögreglu. „Ef við hefðum
haft einhver tök á að komast í sam-
band við þessa menn, hefðum við
gert allt sem við gátum til að
bjarga lífi Mahtre," sagði hann.
Að sögn lögregluyfirvalda í
Vestur-Miðlöndum hefur enn ekki
verið hægt að kveða upp úrskurð
um hvernig Mahtre var tekinn af
lífi. Ekki liggur heldur ljóst fyrir
hvort hann var myrtur á heimtröð-
inni að bóndabænum eða hvort líki
hans var varpað þar eftir að hann
hafði verið tekinn af lífi.
Heimsmethafi í hjónaböndum
Hinn 75 ára gamli Glynn Scotty Wolfe lætur sér ekki allt fyrir brjósti
brenna þótt árin séu tekin að færast yfir hann. Sá gamli gerði sér lítið
fyrir um daginn og gekk í það heilaga í 26. sinn og bætti þar með eigið
met. Nýjasta konan hans er 38 ára gömul og sú langelsta sem hann hefur
kvænst til þessa.
Týnda tunglið
fannst alheilt
( a|H‘ ('anavrral, Florida, S. febrúar. AP.
TÆKNIMENN í geimferðastofnun
Bandaríkjanna fundu um helgina
gervitunglið sem geimskutlan Chall-
anger „týndi“ á laugardaginn. í
fyrstu var talið að það hefði eyði-
lagst, en í Ijós kom að það var al-
heilt, en á hinn bóginn á rangri
braut. Ekki er fyrirsjáanlegt að hægt
verði að koma tunglinu á rétta braut
og því skaðinn hinn sami fyrir eig-
endurna, Western Union. Áhöfnin á
Challenger skaut í gær hinu gervi-
tunglinu sínu, indónesísku tungli, og
heppnaðist það fullkomlega. Þannig
vill til að Westar 6., en svo heitir
gervitunglið, getur hlaðið rafkerfi
sitt og haldið því gangandi með sól-
arorku," sagði Bill Ziegler, talsmað-
ur Western Union í gær. Hann bætti
því við að útilokað virtist að koma
tunglinu á rétta braut og ekki væri
annað fyrirsjáanlegt en að það
myndi aðeins nýtast til fáeinna
klukkustunda útsendinga tvisvar á
dag.
Talið er að einn af hreyflum
Westar 6. hafi bilað, en Ziegler
sagði að sams konar bilun og nú
virtist hafa átt sér stað hafi einn-
ig skotið upp kollinum í æfingar-
flugi. Talið hefði verið að bilunin
væri úr sögunni, en allt kom fyrir
ekki.
Korchnoi dæmdur til að greiða syni sínum háa fjárupphæð:
„Þetta eru þakkirnar
að fá hann leystan úr
fyrir
haldi“
Genf, 6. febrúar. AP.
DÓMSTÓLAR í Sviss hafa kveðið
upp þann úrskurð, að stórmeistar-
anum Victor Korchnoi sé skylt að
greiða 25 ára gömlum syni sínum
63.500 svissneska franka (rúmlega
800.000 ísl. krónur)
Sonur stórmeistarans, Igor,
kom til föður síns árið 1982 eftir
að honum hafði verið sleppt úr
fangelsi fyrir að neita að gegna
herþjónustu í Sovétríkjunum.
Móðir hans og eiginkona
Korchnoi, Bella, var þá einnig
með í förinni, en þau mæðgin
höfðu um áraLil sótt um að fá að
flytjast til Korchnoi, sem hefur
aðsetur í Sviss.
Hjónaband þeirra Korchnoi og
Bellu virtist ekki samt eftir að-
skilnaðinn og í fyrra fór stór-
meistarinn fram á lögskilnað frá
konu sinni. í kjölfar þeirrar
ákvörðunar ákvað Igor að krefja
föður sinn um 82.000 franka
(tæpa 1,1 millj. ísl. króna) til
þess að greiða fjögurra ára
námskostnað hans. Einnig áttu
peningarnir að vera eins konar
skaðabætur fyrir 30 mánaða
dvöl hans í fangelsi. Igor neitaði
á sínum tíma að gegna herþjón-
ustu, þar sem hann taldi þar með
úti um þá von sína að komast úr
landi.
„Kannski er þetta þakklætis-
vottur sonar míns fyrir baráttu
mína fyrir að fá hann leystan úr
Victor Korchnoi
haldi," sagði Korchnoi er hann
hafði að fyrra bragði sanfoand
við AP-fréttastofuna til þess að
tilkynna henni dómsúrskurðinn.
Korchnoi sagði einnig við AP, að
hann hefði alltaf stutt son sinn
með ráðum og dáð, „en honum
fannst það greinilega ekki nóg“.
Igor stundar nú nám í rafeinda-
fræði við háskólann í Lausanne.
Að sögn Petru Leeuwerink,
einkaritara Korchnois, hefur
Bella, fyrrum eiginkona hans
alla tíð gert sér rangar hug-
myndir um tekjur hans og sífellt
farið fram á hærri lífeyri frá
honum. Korchnoi vildi ekki tjá
sig um þetta tiltekna atriði.
Reagan hélt
upp á afmæli
sitt í gær
Kureka, lllinois.
6. febrúar. AP.
RONALD Reag-
an forseti Banda-
ríkjanna, hélt
upp á 73 ára af-
mæli sitt á fyrr-
verandi heimili
sínu í bænum
Eureka í Illinois í gær. Þar sagði
hann í ræðu, að hann hefði gert
Bandaríkin á nýjan leik að leið-
andi afli í heimsstjórnmálum.
Ræðuna flutti forsetinn í
háskólanum í Eureka og var
inntakið, að hann hefði reynt
að innleiða einlægni og sið-
ferðisvitund í utanríkisstefn-
una til að sýna fram á að
Bandaríkin gætu litið framhjá
stefnum annarra þjóða þrátt
fyrir að þau gerðu við þær
friðar- og vináttusáttmála. Og
inn í það spilaði einnig að sjá
til þess að bandarískir þegnar
yrðu ekki fyrir áreitni og árás-
um, hvort heldur um þyrlu-
flugmenn við Sitraflóa eða
læknanema við háskólann í
Grenada væri að ræða.