Morgunblaðið - 04.03.1984, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
35
þeir helltu niður í mótmælaskyni.
Kappræðufundir og fyrirlestrar
um hin marvíslegustu málefni
voru stór liður á dagskrá „Starfs-
daga“ og voru þeir vel sóttir. Síðar
þennan sama dag komu rithöfund-
arnir og skáldin Þórarinn Eldjárn,
Steinunn Sigurðardóttir, Einar
Kárason og Anton Helgi Jónsson,
og lásu upp úr verkum sínum fyrir
fullum sal. Fjölmargir aðrir fyrir-
lestrar, kynningar og kappræðu-
fundir voru haldnir þessa daga,
sem of langt mál er að telja upp
hér. Margt fleira er ónefnt, sem
þessir „Starfsdagar" buðu upp á
og má þar m.a. nefna „Lista-
skemmuna", sem starfrækt var
fyrir þá sem gengu með lista-
manninn í maganum. Voru þeir
ótrúlega margir og mátti sjá af-
raksturinn uppi á veggjum
„skemmunnar", en þar vakti einna
mesta athygli samkeppni um
bestu myndina af skólameistara.
Starfsdaganefnd var skipuð
tveimur kennurum, Helga Eiríks-
syni og Þórunni Friðriksdóttur og
fjórum úr hópi nemenda, þeim
Agústi Ásgeirssyni, Eddu Rós
Karlsdóttur, Erlendi Indriðasyni
og Viktor Kjartanssyni. Þau voru
öll sammála um, að þetta nýja
fyrirkomulag „Starfsdaga" hefði
tekist framar öllum vonum og
voru mjög ánægð með fram-
kvæmdina. Gamla fyrirkomulagið
var gengið sér til húðar, sögðu
þau, og nemendur voru farnir að
líta á þetta sem eins konar frí og
hefði þáttaka verið eftir því. Nú
brá hins vegar svo við, að mæting
var jafnvel betri en á venjulegum
Áhugasamur lesandi „Gellis**.
Kristinn Guðjónsson, annar af rit-
stjórum „Gellis'* situr fyrir svörum í
beinni útsendingu. Myndina tók
Ijósmyndari skólablaðsins.
Fyrsta daginn snaeddu menn kínverska rétti. (Gellismynd).
Jón Böðvarsson skólameistari afhendir sigurvegaranum úr ræðukeppninni
verðlaunin.
Starfsdaganefnd ’84: Aftar eru kennararnir Helgi Eiríksson og Þórunn Frið-
riksdóttir, en sitjandi frá vinstri eru fulltrúar nemenda, Ágúst Ásgeirsson,
Kdda Rós Karlsdóttir, Erlendur Indriðason og Viktor Kjartansson.
skóladögum og talaði það sínu
máli um hvernig til hefði tekist.
Um það leyti sem við vorum að
búa okkur til brottfarar var að
hefjast rallaksturskeppni kassa-
bíla, sem hannaðir voru af nem-
endum og gat þar að líta margan
eigulegan farkostinn. Ekið var um
fjögurra kílómetra leið um bæinn,
með sérleiðum og tímastöðvum,
eins og í alvöru rallkeppni, en því
miður kunnum við ekki að segja
frá úrslitum keppninnar. Þá um
kvöldið var einnig fyrirhuguð
skemmtun þar sem m.a. áttu að
koma fram tvær hljómsveitir,
önnur skipuð kennurum en hin
nemendum og er ekki að efa, að
þar hefur verið glatt á hjalla. Við
látum hins vegar þessari umfjöll-
un um Starfsdaga í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja lokið til að gefa
myndunum hans Friðþjófs rúm.
- Sv.G.
Höfdar til
„fólksíöllum
starfce;reinum!
Rangæingar - Rangæingar
Árshátíö Rangæingafélagsins veröur haldin í Veitingahúsinu
Ártúni laugardaginn 10. mars nk. og hefst hún meö boröhaldi
kl. 19.00. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Dansaö til kl. 2.00.
Forsala aðgöngumiða veröur í Versluninni Elfur, Laugavegi 38,
dagana 6. og 7. mars kl. 16—18.
Rangæingafélagiö.
vinum okkar upp á almenna gjaldeyrisþjónustu s.s.:
• stofnun innlendra gjaldeyrisrelkninga
• afgreiöslu feröamanna- og námsmannagjaldeyris
• útgáfu Eurocard kreditkorta
auk allrar almennrar bankaþjónustu.
m
ÆfWRZlUNRRBflNKINN
Bankastræti og Húsi verslunarlnnar.
Auglýsingastofa