Morgunblaðið - 14.03.1984, Page 5

Morgunblaðið - 14.03.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 53 alveg á liði sínu og það er ekki þeim í hag að minnka þetta framlag. En hvernig brygðust Bandaríkja- menn við í öryggismáium og hver yrði varnarstefna þeirra ef Evr- ópumenn legðu ekki nógu hart að sér í venjulegum vopnabúnaði og verulega væri fækkað í bandaríska liðinu í Vestur-Evrópu? Þessari spurningu svarar Kissinger ekki. Á hinn bóginn mætti ímynda sér að þeir legðu meiri áherslu á flug- og flotastyrk og veltu því fyrir sér hvort þeir yrðu að grípa fyrr til kjarnorkuvopna en við núverandi aðstæður. Það yrði þó tæplega gert nema víst væri talið að beiting kjarnorkuvopna leiddi ekki óhjá- kvæmilega til allsherjar kjarn- orkustríðs. Á þetta drepur Kissing- er ekki heldur í greininni í Time Að leggja niður vopn annarra? Hugmyndin um að Vestur- Evrópumenn eigi að hafa meiri áhrif á samningaviðræðurnar um fækkun Evrópueldflauganna (INF-viðræðurnar) af því að þær skipti þá svo miklu er bæði ný og ögrandi. Ef til vill hefði fram- kvæmd hennar það í för með sér að evrópsk stjórnmál öðluðust aðra dýpt. Ábyrgð hefur í för með sér ábyrgðartilfinningu. Mér sýnist hins vegar augljóst að aðstæður þyrftu að vera alveg einstakar til að bandarískur forseti samþykkti að aðrir beri meginábyrgðina á fækkun eða jafnvel fjölgun banda- rískra kjarnorkuvopna eða til þess að Bandaríkjaþing samþykkti að veita stórfé til smíði slíkra vopna og léti síðan öðrum eftir að fara með þau með þeim hætti sem Kiss- inger lýsir. Ekki er unnt að útiloka þá hug- mynd að Vestur-Evrópuþjóðirnar sjálfar sameinuðust og smíðuðu meðaldræga kjarnorkueldflaug til eigin brúks og settust síðan að samningaborðinu andspænis Sov- étmönnum. En megingildi Persh- ing II og stýriflauganna felst í því að þær eru bandarískar. Vestur- evrópskar ríkisstjórnir hafa í raun ekki óskað eftir því að fá að ráða yfir þeim með Bandaríkjamönnum. Hinir síðarnefndu hafa sagt að sameiginlegur yfirráðaréttur hefði í för með sér töluverð peningaút- gjöld fyrir vestur-evrópskar ríkis- stjórnir. Um þetta mál hefur ekki verið rætt til þrautar milli aðila. 1 mínum huga yrði mjög erfitt að hrinda hugmynd Kissingers um aukna ábyrgð Vestur-Evrópuríkja í INF-viðræðunum í framkvæmd. Samábyrgð utan Evrópu? Það er næsta undarlegt að auk- inn venjulegur vopnabúnaður í Evrópu geti einnig haft úför með sér aukin vestur-evrópsk áhrif á bandaríska stefnu utan Evrópu. Sýnist það í ósamræmi við hug- myndir Kissingers sjálfs um sam- ráð milli bandamanna eins og hann lýsir þeim í öðru samhengi í grein- inni í Time Þar segir hann að samráð hafi aðeins gildi séu aðilar fúsir til að hlusta hver á annan og það séu þeir því aðeins að hver um sig geti grip- ið til eigin aðgerða. Efling venju- legra varna í Vestur-Evrópu styrk- ir tæplega áhrifamáttinn á stefnu Bandaríkjanna til dæmis í Mið- Ameríku eða Mið-Austurlöndum. En þótt litið sé á hlutina eins og þeir eru leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að almennt beri að hafna hugmyndum Kissingers eða stemma stigu við viðleitni hans við að leggja sitt fram til stöðugrar skilgreiningar á NATO. Málum kann að vera þannig háttað að á meginlandi Evrópu þyki mönnum brýnna að skilgreina þessi vandamál og huga að breyt- ingum en til dæmis hér í Noregi. Hefðirnar eru aðrar þar en hér. Frá norskum sjónarhóli er það þó einnig mikilvægt að ekki skapist of mikið ósamræmi milli viðhorfa í Bandaríkjunum annars vegar og Vestur-Evrópu hins vegar. Um- deildar hugrenningar eru betri en engar. Arne Olav Hrundtland er sérfræó- ingur i öryggis- og afvopnunarmál- um hjá Norsku utanríkismálastofn- uninni. Skemmtun fyrir aldraða í Broadway ÞANN 22. mars næstkomandi verð- ur haldin skemmtun I Broadway fyrir aldraða borgara. Hún verður sérstaklega sniðin að áhugamálum roskins fólks og reynt verður að rifja upp stemmningu liðinna ára. I fréttatilkynningu frá sam- starfshópi skemmtunarinnar segir að sýna eigi hvernig ungt fólk skemmtir sér nú til dags og ef vel muni til takast sé hugsanlegt að fleiri slíkar skemmtanir komi til greina. í athugun er að selja miða á nokkrum stöðum í borginni og bent er á afsláttartilboð Flugleiða fyrir fólk utan af landi. Meðal dagskráratriða í skemmtuninni, sem ber yfirskriftina „Hin gömlu kynni", verður dans- og tískusýn- ing undir stjórn Hermanns Ragn- ars Stefánssonar, þjóðlagaleikur hljómsveitar Gunnars Þórðarson- ar og söngur Sigurðar Ólafssonar og Þuríðar Sigurðardóttur. Á borð verður borið norðlenskt hangikjöt og í eftirrétt verða íslenskar pönnukökur. Einnig er fyrirhugað að ýmsir frammámenn í þjóðfé- laginu komi og ávarpi gesti. Bandarískur prófessor held- ur fyrirlestra PRÓFESSOR James H. Gapinski, frá The Florida State University í Tallahassee, heldur tvo hagfræðifyr- irlestra á vegum viðskiptadeildar Háskóla íslands 15. og 16. mars. Fyrri fyrirlesturinn ber heitið „On the Macroeconomics Effects of Capital Malleability" og fer fram I Árnagarði, stofu 201, fimmtudaginn 15. mars kl. 2—4. Síðari fyrirlesturinn fjallar um „The Economics of Performing Shakespeare" og verður haldinn föstudaginn 16. mars kl. 2—4 í Árnagarði, stofu 301. Öllum er heimill aðgangur. Simir siálfvirkninnar Einkarádtiiafi ritarans Með Silver Reed EX 55 hefur sjálfvirknin verið kórónuð á skrif- stofunni. Hraðari prentun, villulaus og áferðarfalleg verður leikur einn með • sjálfvirku línuminni • sjálfvirkri leiðréttingu á tveimur línum í fullri lengd • sjálfvirkri endurprentun á leiðréttum línum • sjálfvirkri línufcerslu___________________________________________ • sjálfvirkri undirstrikun og síritun • sjálfvirkum miðjuleitara og_____________ • sjálfvirkum dálkastilli Yfirburðimir eru síðan undirstrikaðir með hljóðlátri prentun, mörgum tegundum leturhjóla og hönnun sem hæfir nútímalegustu skrifstofum. KRIFSTOFU Hvertisgötu 33 — Simi 20560 — Pósthólf 377 VÖRUSVNING OG RÁDSTCFNR fyrir motvælQÍðnoðinn 09 verslun í Menningormiðstöðinni við Gerðuberg, laugard. 17. mars kl. 10 — 20 35 fyrirtæki í iðnaði og umboðssölu kynna vörur sínar á 500 m2 sýningarsvæði Áhersla er lögð á nýjungar í sambandi við vinnslu, hreinlæti og gæðaeftirlit í matvælaiðnaðinum Dagskrá ráðstefnunnar 10.00 Vörusýning hefst. 13.00 Fyrirlestrar hefjast. 13.00- 14.15 SigurðurGreipsson: 1)Helstugerðirörvera. 2) Fiskur og vinnsla. 14.15- 15.15 Þorsteinn Ólafsson: Hreinsi- og þvottaefni. 15.15- 16.15 Kaffi og kynningar. 16.15- 16.50 Hákon Jóhannesson: Kjot og vinnsla. 16.50-17.25 Eiríkur Þorkelsson: Mjólk og vinnsla. 17.25 - 18.00 Egill Einarsson: Gæðaeftirlit. 18.00 Umræður. 20.00 Vörusýningu lokið. Fyrirlesarar: Egill Einarsson, efnaverkfræðingur, starfar við ráðgjöf i matvaélaiðnaði hjá Verkfr. og rekstrarráðgjöf, Lauga- vegi 170-172.105 R. Eiríkur Þorkelsson, mjólkurfræðingur, forsföðumaður rannsóknarstofu M.S. Laugavegi 162,105 R. Hákon Jóhannesson, matvælafræðingur, starfar við ráðgjöf í matvælaiðnaði, Matvælatækni, Akralandi 3. 108 R. Sigurður Greipsson, gerlafræðingur, sérfræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins, Skipholti 15.105 R. Þorsteinn Ólafsson, efnaverkfræðingur hjá Efnaverk- smiðjunni Sjöfn, Glerárgötu 28. 600 Akureyri. Um erindin - Helstu gerðir örvera: i þessu erindi verður gerð grein fyrir örverum, samspili örvera og umhverfis og hvernig eiginleikar þess ákvarða hvaða gerðir þrifast á tilteknum stað. Þetta erindi leggur góðan grunn að næstu erindum, þ.e. um mjólk, fisk og kjöt. - Fiskur og vinnsla: í þessu erindi verður gerð grein fyrir því hvers vegna góð meðhöndlun á fiski er mikilvæg - hér skiptir meðferð, hitastig og timi meginmáli. - Mjólk og vinnsla: Mjólkin er geysiviðkvæm og verður að meðhöndla hana með mikilli nákvæmni. Hvemig er gæðaeftirliti á henni tiáttað og hvaða krötur eru gerðar til mjölkurvara m.t.t. efna- og gerlainnihalds? - Kjöt og vinnsla: Hverjar eru helstu orsakir fyrir skemmdum i kjöti og kjötafurðum og hvernig má haga gæðaeftirliti í kjötiðnaðinum? - Hreinsiefnin og notkun þeirra: í dag er grænsápan að mestu úr sögunni og í staðinn kominn aragrúi sérhæfðra þvotta- og hreinsiefna fyrir hin mismunandi tilvik. í þessu erindi verður gerð grein fyrir byggingu og eðli þessara efna og sérhæfðri notkun þeirra og notkunarmöguleikum í matvælaiðnaðinum. - Gæðaeftirlit: Sífellt eru kröfur neytenda að aukast og framleiðendur mega ekki sofna á verðinum. í þessu erindi verður hugtakið ,,gæðaeftirlit“ skilgreint, einnig verður farið i gæðaeftirlit á hinum ýmsu stigum matvælavinnslunnar. Aðgangseyrir: Ráðstefna og vörusýning . 450 kr. Vörusýning............. 150kr. Tilkynnið þátttöku í síma 91-39530 og 687535. Matvælatækni, Akralandi 3,108 Rvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.