Morgunblaðið - 08.04.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 08.04.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 23 Yfirfærði ástina , á synina Skáldsagan og þá líka sjón- varpsþættirnir byrja á lýsingu og skilgreiningu á hjónabandi for- eldra Pauls. Sambúð þeirra og líf í Bestwood er svo lýst að lesandinn fær strax góða mynd af því um- hverfi sem börn þeirra munu alast upp í. Móðirin Gertrud er aðal- persónan og það er hún sem verður sigurvegarinn í baráttunni milli hjónanna. Fyrirsagnir kaflanna í bókinni slá því föstu: „Fyrstu hjú- skaparárin — Fleiri átök — Morel varpað fyrir róða. Þarna er ger- andinn Gertrud Morel, sem hefur gert það upp við sig að eiginmaður hennar sé til einskis nýtur og snýr sér að elsta syni sínum, William. Yfirfærir á hann alla þá ást sem faðir hans hefði getað átt og áhuga sinn óskiptan. Þegar William deyr hlýtur Paul langþráð sæti hjá móðurinni, sem hann dáir. Þótt ekki verði farið út í ástasambönd Lawrence sjálfs, þá er sama hvort æfisaga hans eða Jessie Chambers er lesin, augljóst er að hið sterka samband við móður hans hefur staðið í vegi fyrir þvi að hann gæti myndað stöðugt ástasamband við aðra konu. Trúlofun hans og Lou- ise Burrows á síðustu dögum móð- ur hans, virðist hafa orðið fyrir einhverja örvilnan. Hann dróst mest að gáfuðum konum. „Miriam" hafði rithöfundarhæfileka, eins og minningar hennar um Lawrence sýna, og það hafði önnur vinkona, Helen Corke, líka. En engin þeirra var í líkingu við það sem hann þarfnaðist og sem hann fann að lokum í Friedu. Til er bréf dagsett 14. nóvember 1912 frá höfundinum til vinar hans, þar sem hann lýsir eigin skoðunum á bókinni sem hann er að skrifa: „Fáguð kona og sterkur persónuleiki kemur i lágstéttar- umhverfi en finnur lífi sínu enga fullnægingu. Eiginmaðurinn hefur vakið ástríður hennar, svo börnin eru borin í ástarbríma, og eru hlaðin lífi og orku. En þegar synir hennar vaxa úr grasi, kýs hún að varpa ást sinni á þá. Drifkraftur þeirra í lífinu er gagnkvæm ást þeirra og móðurinnar og hún rekur þá áfram og áfram. En þegar þeir eru orðnir fullvaxta karlmenn, þá geta þeir ekki elskað, vegna þess að móðirin er sterkasta aflið í lífi þeirra og heldur í þá ... Um leið og ungu piltarnir taka upp samband við konur, þá verður þessi klofn- ingur í þeim. William veitir kynlífi sínu að tildurdrós en móðir hans heldur „sálinni". En þessi klofn- ingur drepur hann niður, því hann veit ekki hvar hann stendur. Næsti sonur leggur ást á konu sem berst um sálu hans við móðurina. Sonur- inn elskar móður sína — allir syn- irnir hata og eru afbrýðisamir út í föðurinn. Baráttan milli móður- innar og stúlkunnar um soninn heldur áfram. Móðirin reynist smám saman sterkari vegna blóð- tengslanna. Sonurinn ákveður að hafa sál sína áfram i höndum móð- innar og snýr sér að kynlífinu einu eins og eldri bróðir hans. En klofn- ingurinn í hugskoti hans heldur áfram að ónáða hann. Móðirin byrjar ómeðvitað að átta sig á hvað um er að vera og tekur að fjara út. Sonurinn varpar frá sér ástkonunni og snýr sér að deyjandi móður sinni. í lokin stendur hann allslaus eftir í lífsbaráttunni." Þessi útdráttur höfundarins um bók sína Synir og elskhugar ber þess merki að hann hefur verið farinn að kynnast Ödipusarkom- plexi Freuds, sem einmitt kom fram um þetta leyti og sem Law- rence komst í kynni við gegnum Friedu. Sveitin og kolanámurnar Annars nær Synir og elskhugar yfir víðfeðmara svið en togstreit- una um sálu Pauls. Nákvæm lýsing á heimili Morels og umhverfinu sýna að þar er höggvið býsna nærri höfundi. Á uppvaxtarárum D.H. Lawrence voru miðhéruð Englands í senn gamla sveitin og hinn nýi iðnaðarheimur. Upphaf bókarinnar lýsir einmitt hvernig þessir tveir heimar eru samofnir. í sömu andrá eru nefndar kolanám- urnar og svörtu blettirnir kringum þær og leiguhús námumannanna og á hinn bóginn lækir, kornakrar, engi og bóndabæir. Walter Morel er dæmigert afsprengi iðnbylt- ingarinnar (í breskri sögu tíminn frá 1750 til 1850, en áhrifanna gæt- ir enn). Hann er skrúfa í stórri vél hjá stóru námufélagi, býr í litlu, ljótu leiguhúsi og fer jafnvel í lok sögunnar í verkfall. En hann geng- ur til vinnu yfir græn engi. Paul sonur hans er mikill náttúruunn- andi, einkum eftir að hann fer að vera á bóndabæ Willeys. Náman og bóndabærinn eru í bókinni táknin fyrir iðnaðinn og landbún- aðinn á svæðinu. Náin þekking rit- höfundarins á lífi námumanna í þorpi sínu mitt í ósnortinni nátt- úru reyndist honum drjúg í skáld- sögum hans, m.a. Lady Chatter- ley’s Lover, sem hér var þýdd og gekk lengi í handriti undir nafninu Bláa bókin. Námumennirnir voru á æskuárum Lawrence á allsæmi- legum launum samanborið við það sem síðar varð. Kreppan og erfið- leikarnir vegna meiri vélvæðingar í námunum höfðu ekki enn haldið innreið sína. Konurnar tóku lítinn þátt í lífi gömlu námumannanna, sem eyddu mestu af tíma sínum niðri í námunum og á kránni. Lawrence hafði jafn mikla fyrir- litningu á drykkjuskap föður síns og móðir hans, þótt hann liti þetta öðrum augum seinna. En alltaf gerði hann námumennina að sér- stæðum hópi í samfélaginu. Faðir- inn er tengdur einhverju dular- fullu myrkri en móðirin menntun og menningu. Talsvert menning- arlíf var á staðnum, sem byggðist á kirkjunni, bókasafninu og straumi fyrirlesara, en verkamenn voru einmitt um þetta leyti byrj- aðir að gera kröfur um að fá hlut- deild í aðfenginni og heimatilbú- inni menningarstarfsemi. Við höfðum það af Eftir að D.H. Lawrence sendi frá sér bókina Synir og elskhugar tók líf hans nýja stefnu. Hann hélt fyrst til Þýskalands 1912, og Frieda kom á eftir honum. Þau gengu yfir Alpana saman og sett- ust um tíma að á Ítalíu. Að frá- talinni stuttri dvöl í Þýskalandi og nokkurra mánaða viðdvöl í Eng- landi, þar sem Frieda reyndi að fá skilnað frá manni sínum, voru þau á Ítalíu fram að fyrri heimsstyrj- öldinni. Þar sem hann var kvæntur þýskri konu voru bresk stjórnvöld tortryggin í hans garð, svo styrj- aldarárin urðu þeim hrein martröð heima í Englandi. Og til að bæta gráu ofan á svart tók hann að eiga í erfiðleikum, ekki aðeins með bækur sínar, heldur líka teikn- ingar og ljóð, sem þóttu djörf og lentu í banni. Hann átti i erfiðleik- um með að fá bækur útgefnar í Bretlandi. Viktoríutíminn er tal- inn hafa endað með fyrri heims- styrjöldinni. Þótt frjálslegt tal hans um kynlíf hafi ekki þótt eins tiltakanlegt eftir 1920 eða 1930 eins og fyrir stríðið, þá var djarf- asta saga hans Lady Chatterley’s Lover, sem hann skrifaði 1926- 1930, í banni i Bretlandi og Amer- íku fram til 1960. Og þætti hún sannarlega ekki tiltökumál nú. Þannig má kannski segja að Law- rence hafi verið brautryðjandi nú- tímaskáldsögunnar með skrif- um um bannaðar lendur. Eftir stríð héldu þau hjónin til Ítalíu, dvöldu á Sikiley og héldu 1922 í langa ferð kringum hnöttinn með langdvölum á Ceylon, Ástr- alíu, Mexíkó og Bandaríkjunum. Og stöðugt vann D.H. Lawrence og sendi frá sér ferðabækur, ljóð, smásögur og að sjálfsögðu skáld- sögur. Hann var orðinn hugsjóna- maður, sem trúði á möguleikana á að skapa nýjan og betri heim og er þetta eirðarlausa ferðaflakk hans stundum skýrt með þrá hans eftir að finna eitthvert annað menning- arform, sem stæði framar og gæti komið í staðinn fyrir menningu hinnar gömlu stríðshrjáðu Evrópu. Samt eyddi hann síðustu árum ævi sinnar í Evrópu, dvaldi frá 1925—1937 á Ítalíu, Sviss, Austur- ríki, Þýzkalandi og Frakklandi, oft á berklahælum, og dó í Suður- Frakklandi 1930, aðeins 45 ára að aldri, og vann af kappi fram í and- látið. Margar bækur hans fjölluðu ein- mitt um hans aðalþema, sem strax gætir í Sonum og elskhugum, þ.e. ást í hjónabandi, ástríður í kynlífi, myrkrið sem sest i sálina, tóm- leikann í sálinni og iðnaðar- skrímslið sem spillingarafl í samfélaginu. En í lok erfiðasta tímabils þeirra hjónanna á styrj- aldarárunum, gaf hann út ljóðabók að mestu með ástarljóðum til konu sinnar, sem hann nefndi stoltur „Look, We Have Come Through" eða „Sjáðu, við höfðum það af“. Samantekt: Elín Pálmadóttir Sjónvarpsþættirnir eftir sögunni Synir og elskhugar, sem verið er að sýna á íslandi, hefjast á því er móðirin, Gertrude er á markaðinum með eldri börn sín tvö, soninn William, sem er uppáhaldið hennar, og Anne. Yngri sonurinn, og aðalsöguhetjan síðar í mvndinni, Paul, er þá ófæddur. Gardínuhúsið NÝKOMIÐ: Ódýr dralonefni og stórisar, ítölsk efni, damask, velour, eldhúskappaefni, bómullarefni, felligluggatjöld og fl. og fl. PÁSKATILBOÐ: Allir dúkar með 10% afslætti. Allt straufríir úrvalsdúkar. Vönduð vara — Góð þjónusta. fíuftlÍK* wl* Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, ÁVÖXTUNsf^y VERÐBRÉFAMARKAÐUR Kynnið ykkur nýjungar í ávöxtun sparifjár Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Gengi 09.04.’84 Ár Fl. Sg./100 kr. Ár Fl. Sg./100 kr. 1971 1 15.134 1977 2 1.693 1972 1972 1 2 13.812 11.237 1978 1978 1 2 1.348 1.082 Óverðtryggð 1973 1973 1 2 8.528 8.196 1979 1979 1 2 918 701 ♦^eðskuldabréf 1974 1 5.344 1980 1 629 Ár 20% 21% 1975 1 4.086 1980 2 476 1 86,3 87,0 1975 2 3.029 1981 1 407 2 80,3 81,3 1976 1 2.753 1981 2 301 3 74,9 76,1 1976 2 2.267 1982 1 285 4 70,2 71,5 1977 1 1.988 1982 2 211 5 66,0 67,4 1983 1 163 6 62,2 63,7 1983 2 104 Verðtryggð veðskuldabréf Ár Solug. 2 afb/ári. 1 95,2 6 81,6 2 91,9 7 78,8 3 89,4 8 76,1 4 86,4 9 73,4 5 84,5 10 70,8 Óskum eftir spariskírteinum ríkissjóðs til sölu. Verðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. Óverðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. * Avöxtun ávaxtar fé þitt betur jraptf LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10 — 17 -SÍMI 28815

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.