Morgunblaðið - 08.04.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.04.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 27 legur og fallegur, en járnið er einnig ugglaust mjög skemmtilegt að glíma við. Ég lærði svolítið logsuðu í Iðnskólanum á sínum tíma og við fengum að gera prufur þar. Jú, ég geri teikningar af öllum verkunum. Ég byrja á því að teikna, móta síðan oft eitthvað út frá teikningunni, teikna aftur og móta síðan og þannig gengur þetta fyrir sig þangað til maður er kom- inn á ákveðið stig og þarf bók- staflega að fara frá teikningunni, því teikning er eitt og mótun ann- að. Ég móta mikið bein eins og þú sérð, ég byrjaði eiginlega í þeim efnum að móta brjóstkassann sem búr, því sálin er lokuð inni í líkam- anum á meðan hann lifir og þá kom hugmyndin um frelsi sálar- innar eftir dauðann og því setti ég sálina í búr. Sál í líkama er eins og fugl í búri. Spurningin er hvort við getum verið frjáls, hvenær og hvernig. Við leitum að freisi, reyn- um að ríma við það, en auðvitað takmarkast það alltaf af þeim reglum sem við setjum sjálf, bæði gagnvart okkur sjálfum og öðrum. Þótt sum verkin virðist vera svolítið svartsýn, túlka ég þau sem bjartsýni, því mér finnst vanga- veltan um lífið og tilveruna byggj- ast á bjartsýni þótt dauðinn sé þar inni í myndinni eins og í öllu sem lifir. Ég vona að verk mín veki hugsun um það að okkur beri að fara vel með lífið, nýta lífið og möguleika þess með tilliti til þáttaskila sem geta orðið hvenær sem er og enginn getur sagt fyrir. Frá mínu sjónarhorni sýna verkin þessa baráttu í lífinu, andstæð- urnar, leitina í lífinu að föstu formi og leitina að einhverju óreglulegu sem er annars konar frelsi.“ — á.j. Stór fugl í búri. Þarna byggir Ragn- hildur höggmyndina upp þannig að sálin er eins og stór fugl í búri, fugl- inn nær ekki að blaka vængjunum vegna þess að búrið er of lítið, en búrið byggir á formi brjóstkassans. Ragnhildur við eina af höggmyndum sínum, Ljósm. Mbl.: Ragnar Axelsson. Mannfólkið, á spjalli um lífið og tilveruna. Ummyndun, líkaminn að sameinast jörðinni og breytast í annað form. Höggmyndin lengst til hægri sýnir túlkun listamannsins á sálinni í búri (brjóstkassaforminu), í miðjunni er brjóstkassinn og lengst til vinstri er sálin frjáls. Samruni heitir þessi höggmynd, sem sýnir ummyndunina og á einnig að tákna baráttuna við höftin í lífinu, þar sem reynir á þolrifin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.