Morgunblaðið - 08.04.1984, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
Þorskurinn og sauðkindin hafa skipað verðugan sess í þingræðum sl. viku.
„Kvótinn“ fékk margar maraþonræður sl. þriðjudag og fimmtudag, þó þing-
bréf sniðgangi hann að þessu sinni. Sauðir þeir, sem etnir vóru í útlöndum,
gengu og aftur í þingræðum. Verður lítillega um þann gang fjallað í dag sem
og nýtt útvarpslagafrumvarp og rannsóknir á landgrunninu.
„Sé ég eftir sauðunum
sem koma af fjöllunum
og etnir eru í útlöndum“
„Hefðbundnir atvinnuvegir, land-
búnaður og sjávarútvegur, skarast
hvarvetna. Sjávarplássin, staðsett
hið næsta miðum, byggja mörg hver
helft efnahagslegrar og atvinnuleg-
rar tilvistar á nærliggjandi sveitum,
úrvinnslu búvöru og iðnaðar- og
verzlunarþjónustu. Landbúnaður er
ekki einungis lifibrauð nokkurra
þúsunda bændaheimila, heldur hrá-
efnagjafi mikilvægs iðnaðar, kjöt- og
mjólkuriðnaðar, ullar- og skinna-
iðnaðar, að ógleymdum þjónustu-
störfum, sem tengjast allri frum-
framleiðslu. Það sýndi sig og í
tveimur heimsstyrjöldum, skammt
að baki, þegar samgöngur við um-
heiminn vóru nær engar, að það cr
grundvallaratriði fyrir þjóðina að
vera sjálfri sér næg í matvælafram-
leiðslu.
Það veikir hinsvegar landbúnað-
inn og skapar óþarfa tortryggni í
hans garð, hve SÍS hefur einokað
ýmsa framleiðslu- og söluþætti.
Vinnslu- og sölutækni hefur ekki
þróazt með eðlilegum hætti í mis-
lukkuðu sölukerfi á umframfram-
leiðslu kindakjöts í landinu."
Þannig lauk leiðara Morgun-
blaðsins sl. fimmtudag um efni
sem setti svip sinn á þingstörf í
vikunni sem leið.
Breyttir tímar —
óhæft sölukerfí
Þjóðarsagan geymir mörg dæmi
um mannfelli.
Fólk flosnaði upp fyrr á tíð,
fluttist tugþúsundum saman vest-
ur um haf, lét jafnvel líf sitt við
barm hungurvofunnar.
Tækni hins frumstæða bænda-
samfélags, sem mótaði mannlíf
hér á landi fram yfir síðustu alda-
mót, nægði á stundum ekki til að
brauðfæða þjóðina í harðærum.
Það var e.t.v. á slíkum tíma sem
kveðið var: „Sé ég eftir sauðunum
/ sem að koma af fjöllunum / og
etnir eru í útlöndum".
Nú er öldin önnur. Umfram-
framleiðsla kindakjöts og búvöru
Utvarp
og auðlindir
hafsbotns
er vandamál, sem oftlega kemur
til umfjöllunar á Alþingi. Bændur
hafa fækkað fé umtalsvert á liðn-
um árum, til að draga úr kjöt-
framleiðslu og laga að innlendri
eftirspurn. Hinsvegar er óhjá-
kvæmilegt að til falli umfram-
framleiðsla í góðærum, ef full-
nægja á eftirspurn í lélegri árum.
Árferði ræður miklu um fram-
gang sauðkindarinnar. Samkvæmt
verzlunarskýrslum vóru flutt úr
landi 2.585 tonn af frystu kinda-
kjöti á sl. ári, og áætlaður útflutn-
ingur í ár er liðlega 3.000 tonn.
Söluverð þessarar umfram-
framleiðslu er hinsvegar langt
undir kostnaðarverði. Þannig vóru
greiddar útflutningsbætur kr.
58,62 á hvert kíló dílkakjöts og kr.
38.00 á hvert kíló ærkjöts á sl. ári.
Söluaðilinn, Búvörudeild SÍS, tek-
ur hinsvegar 2% söluþóknun, ekki
af raunverði, sem fyrir vöruna
fæst erlendis, heldur af svokölluðu
„reiknuðu heildsöluverði", sem
spannar útflutningsbæturnar auk
söluverðsins. Útflutningsbæturn-
ar koma því ekki bændum til góða
alfarið, heldur lenda að hluta til
hjá SÍS.
Ýmsir þingmenn gagnrýndu
sölukerfi kindakjöts, sem SÍS sér
að langstærstum hluta um. Gagn-
rýnisatriði vóru m.a. þessi:
• Slátur- og geymslukostnaður er
óeðlilega hár. „Það er meiri gróða-
vegur að geyma en selja kjöt,“
sagði einn þingmaðurinn.
• Allt er gert til að verna einokun
SÍS á kjötútflutningi, sagði annar.
Ef nýir aðilar ná sölusamningum
„gufar allt kjöt upp“, þó talað sé
um kjötfjall í annan tíma.
• Sölukerfi, sem ekki miðar sölu-
þóknun við raunverð, verkar ekki
hvetjandi til þess að ná hærra
verði. Stefán Benediktsson (BJ)
lagði sl. fimmtudag fram frum-
varp til laga um breytingu á lög-
um um Framleiðsluráð landbún-
aðarins, verðskráningu, verðmiðl-
un og sölu á landbúnaðarvörum,
þessefnis, að „söluaðilum sé ekki
heimilt að taka meira en 2% af
söluverðmæti útfluttra landbún-
aðarafurða í sölulaun".
• Þetta kerfi er þrándur í götu
eðlilegrar þróunar í vinnslu kjöts
á erlendan markað. Ekki síður á
sölutækni, sem nánast hefur stað-
ið í stað í áratugi. íslenzkt dilka-
kjöt er „villibráð", úrvalsvara,
sem kynna á og selja sem slíka.
Islenzkur landbúnaður á undir
högg að sækja. Hann er oft rang-
lega gagnrýndur. Enginn vafi er á
því að tök SÍS á ýmsum landbún-
aðarþáttum hafa skaðað þennan
atvinnuveg í hugum fólks. Sölu-
kerfi kjöts á erlendan markað
þjónar hvorki hagsmunum bænda,
sem framleiðenda, né almennings,
sem útflutningsbæturnar eru sótt-
ar til með skattheimtu.
Utvarpsrekstur —
frelsi og fjölbreytni
Ragnhildur Helgadóttir,
menntamálaráðherra, mælti í vik-
unni fyrir nýju útvarpslagafrum-
varpi. Sú grundvallarbreyting,
sem frumvarpið felur í sér, er
fólgin í því að fleirum en RÚV
(ríkisútvarpi) verði veitt leyfi til
reksturs útvarps, þ.e. hljóðvarps
og sjónvarps. Ráðherrann greindi
frá fjölmiðlaráðstefnu í Stokk-
hólmi um sl. helgi, sem fjallaði um
nýja tækni á þessum vettvangi,
m.a. notkun gervihnatta. „Það sem
einkenndi allt það, sem fram kom
á þessari ráðstefnu," sagði ráð-
herrann, „næstum að segja hverja
skoðun sem menn höfðu á efnis-
atriðum, var þetta, að tækni-
þróunin gerði beinlínis óhjá-
kvæmilegt að afnema einkarétt
ríkisins á útvarpi og sjónvarpi...“
Það kom skýrt fram í máli ráð-
herra að RÚV gegndi áfram sama
hlutverki, að sjá um fjölbreytta
dagskrá hljóðvarps og sjónvarps,
er næði til landsmanna allra. Meg-
inmálið væri hinsvegar að létta af
algjörum einkarétti RÚV á þess-
ari fjölmiðlun, þann veg að fólk
nyti viðlíka frelsis og fjölbreytni
um efni, sem flutt er á öldum
ljósvakans, eins og er um fjöimiðl-
un í formi prentaðs máls.
Frumvarpið er flutt sem stjórn-
arfrumvarp en þingmenn stjórn-
arflokkanna hafa óbundnar hend-
ur um afstöðu til þess, enda er
málið ekki flokkspólitískt. Engu
að síður — eða einmitt þess vegna
— var fróðlegt og lærdómsríkt að
heyra, hvern veg einstakir þing-
menn tóku afstöðu í umræðunni.
Tveir þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, Friðrik Sophusson og Guð-
mundur H. Garðarsson, flytja
breytingartillögur, sem marka af-
dráttarlausari skref í frjálsræðis-
átt en sjálft frumvarpið. Sama má
segja um tvo þingmenn Bandalags
jafnaðarmanna, Kristínu S. Kvar-
an og Guðmund Einarsson.
Ingvar Gíslason (F), fyrrv.
menntamálaráðherra, kvaðst
fylgjandi meginefni frumvarpsins
(sem raunar er samið í hans ráð-
herratíð). Það væri góður grund-
völlur fyrir skynsamlega umræðu
um útvarpsmál almennt. Ekkert
væri rangt við það að takmarka
einkarétt RÚV. Hinsvegar bæri að
Lögreglan í Kedavík aðstoóar nemendur grunnskólans við að stöðva ökumenn
sem spurðir voru hvert þeir væru að fara og hvaðan þeir kæmu.
Morgunblaðid/ Arnór
Keflavík — Njarðvík:
Umferðarkönnun vegna
vegar ofan byggðarinnar
Garðí, 5. apríl.
f DAG fór fram í Njarðvíkum á vegum
Njarðvíkurbæjar og í samráði við
Vegagerð ríksins könnun á umferð í
gegnum bæinn. Er könnunin gerð til
að reyna að átta sig á umferðarþunga á
væntanlegum vegi sem áætlað cr að
leggja ofan Njarðvíkur- og Keflavík-
urbyggðar, en vegur þessi verður m.a.
lagður í tengslum við nýja flugstöð á
Keflavíkurflugvelli.
Könnunin hófst kl. 7 um morgun-
inn og stóð þá í tvo tíma. Síðan var
byrjað aftur kl. 13.30—14.30 og milli
klukkan 16.30 og 18.30 síðdegis. Á
þessum tíma voru allir bílar stöðv-
aðir og bílstjórar spurðir hvert þeir
væru að fara og hvaðan þeir kæmu.
Könnunina önnuðust nemendur í
9. bekk Grunnskóla Njarðvíkur og
lögreglan í Keflavík, en yfirumsjón
höfðu Magnús Guðmannsson, verk-
fræðingur, fyrir hönd Njarðvíkur-
bæjar og Gunnar Ingi Ragnarsson,
verkfræðingur, en Gunnar hefur
umferðarskipulagningu að sérgrein.
— Arnór.
OÐRUVISI
Japanskt matarstell fyrir Bistro. Falleg 8 bolla kanna. Kaffibruggari. fallega
fjóra. Hvítt postulín, Kaffiskeið og korkmotta lagað hitaþolið gler.
prjónar fylgja. Verð kr. fylgja. Verð kr. 1.030.- Fylgihlutir úr rauðu
1.040.- plasti. Verð kr. 1.079.-
Sendum í póstkröfu.
a habitat
Laugavegi 13, sími 25808.