Morgunblaðið - 08.04.1984, Page 42

Morgunblaðið - 08.04.1984, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 „Steinar hf. besta plötufyrirtækið á íslandi“ — segir Steinar Berg ísleifsson, sem flytur alfarinn af landi brott í dag „fig eygi vissulega möguleika á art gera eitthvaö í þessari útgáfustarf- semi í London og það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að setjast þar alfarið að. Mér finnst ég vera orðinn hluti af einhverju þar og vil þreifa mig áfram," sagði Kteinar Berg ísleifs- son, forstjóri Steina hf., í viðtali við blm. Mbl. í gær. Steinar fluttist til Lundúna í maí í fyrra í kjölfar aukinna vin- sælda hljómsveitarinnar Mezzo- forte. Öll stjórnsýsla í tengslum við hljómsveitina var þá orðin svo umfangsmikil og erfitt að stýra henni hér heima, að Steinar ákvað að flytjast til Lundúna. Meðlimir Mezzoforte fluttu ennfremur út til Englands um sama leyti til að fylgja eftir vinsældum sínum í Evrópu og víðar. Upphaflega ætlaði Steinar að dveljast í Englandi í 6 mánuði til reynslu en dvölin hefur dregist á langinn. Nú er svo komið, að hann hefur ákveðið að kasta teningun- um, fara héðan alfarinn á morgun, og freista þess að hasla sér völl í meira mæli en áður á sviði hljómplötuútgáfu í Lundúnum. Aðrar hljómsveitir „Hugmyndin er sú, að ég vinni áfram með og fyrir Mezzoforte eins og verið hefur, en auk þess hef ég í hyggju að reyna að ná samningum við aðrar hljómsveit- ir. Hefur undirbúningur fyrir það staðið í marga mánuði og fara lín- urnar væntanlega að skýrast áður en langt um líður. Stefnan er að gefa einvörðungu út þá tónlist, sem við hjá fyrirtækinu höfum sjálfir gaman af og treystum okkur til að gefa út, en eltast ekki við dæmigerð tískufyrirbrigði í bresku tónlistarlífi. Sú tónlist, sem ég og fyrirtæki mitt hefur áhuga á að sérhæfa sig í á al- heimsmarkaði, er kannski ekki öll í anda Mezzoforte en óneitanlega eitthvað í þá áttina." — Eru einhverjar ákveðnar hljómsveitir í sigtinu? „Já, við höfum unnið mikið að þessum málum undanfarna mán- uði og segja má að nokkrar hljómsveitir séu þegar komnar með annan fótinn inn til okkar. Eins og staðan er nú get ég þó ekki skýrt frá nöfnum þeirra." — Nú virðist anda nokkuð köldu í garð Steina hf. hér heima um þessar mundir og í viðtali fyrir skemmstu sagði Bubbi Morthens að samningarnir hjá íslenskum fyrirtækjum, þ.m.t. Steinum hf., byðu upp á smánarþóknun til handa listamönnunum sjálfum. Er þetta rétt? „Sannleikurinn er sá, að plötu- samningar hér heima eiga svo gott sem ekkert skylt við plötusamn- inga erlendis. Þeir eru að verulegu Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaidsson. Steinar kampakátur á skrifstofu fyrirtækis síns í Lundúnum. leyti sniðnir eftir samningum bókaútgefenda hér heima. Sem dæmi um grundvallarmun má t.d. nefna að samningarnir hér heima eru yfirleitt upp á 4 vélritaðar síð- ur, en erlendis eru síðurnar 30—40 í sambærilegum samningum. Annar grundvallarmunur á Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti öryggisþátturinn í öllum akstri og meðferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. 1. flokks varahlutaþjónusta. Við bjóðum orginal varahluti, beint frá framleiðendum, - á ótrúlega góðu verði. Yfir 20 ára þjónusta fagmanna tryggir öryggið. LLINGp Sérverslun með hemlahluti. Skeifunni 11 Sími: 31340,82740, „Vona að fram- haldið verði áfram upp í mót“ Rætt við Jón Stefánsson organista á 20 ára starfsafmæli hans í Langholtskirkju „KÓR LangholLskirkju hefur haft það fyrir sið halda tónleika á pálma- sunnudag eða um það leyti, en jú, það má segja að þetta séu afmælistónleik- arnir," sagði Jón Stefánsson organ- isti og stjórnandi Kórs LangholLs- kirkju um 20 ára skeið, en kórinn flytur um næstu helgi Jóhannesar- passíu Bachs á tveimur tónleikum. „Það var sunnudaginn 5. apríl 1964 sem ég lék í fyrsta sinn hér í kirkjunni, þá „sautján ára glókoll- ur“ eins og séra Árelíus orðaði það. Ég var á þessum tíma í námi í Tónlistarskólanum hjá dr. Róberti A. Ottósyni, í svokallaðri kantóra- deild. Máni Sigurjónsson, organ- isti, hafði hætt störfum við Lang- holtskirkjuna þá um áramótin, en Helgi Þorláksson, sem var organ- isti kirkjunnar á undan Mána, hlaupið í skarðið. Dr. Róbert var beðinn um að útvega organista, enda mikið um að vera á þessum tíma, fermingar og tilheyrandi, og hann sendi mig af stað. Ég spilaði f kirkjunni fram á vorið, þegar ég fór heim í Mývatnssveitina. Þang- að hringdi séra Sigurður Haukur síðan í mig um haustið og bauð mér að gerast fastráðinn organisti við kirkjuna. Síðan eru sem sé liðin 20 ár sem ég hef setið hér við kirkju- orgelið, að undanskildum tveimur námsleyfum." — Tókst þú við kórstjórninni strax 1964? „Já, kórinn kom í kaupbæti með orgelinu. Þegar ég tók við stjórn hans voru kórfélagarnir um 20, sem er nokkuð hefðbundin stærð á kirkjukór. Síðan hefur félögum mikið fjölgað. Kórinn er nú stærsti kirkjukórinn í Reykjavík, með 60 félaga." — Hvað olli þessari fjölgun í kórnum? „Þegar ég tók við kórnum hafði það verið siður að halda eina tón- leika á ári hverju, fyrir utan messusönginn, og var hann frá Helga Þorlákssyni kominn. Fyrstu tónleikunum stjórnaði ég með kórnum skömmu fyrir páska 1%5. Upp frá því fórum við hægt og síg- andi að glíma við stærri verkefni og kölluðum þá til aukafólk, en með tímanum fór maður að finna fyrir smæð kórsins. Það fóru nokkur ár í spekúlasjónir um hvernig mætti stækka kórinn, því að það er með kóra eins og annað, öllum venjum er óskaplega erfitt að breyta. Um vorið ’73 fluttum við Kant- ötu eftir Bach, verk fyrir kór og hljómsveit, í tilefni af 20 ára starfsafmæli kórsins, og fengum til liðs við okkur heilmarga söngvara. Þetta var fólk sem hafði áhuga á að syngja áfram með kórnum, en vildi ekki binda sig við messusöng alla sunnudaga og hátíðisdaga á árinu. Við sömdum þá við sóknarnefndina um að fjölga í kórnum og þá urðu félagarnir 36. Kórnum var þá skipt í hópa, sem síðan skiptust á að leiða messusöng. Áður hafði kórinn sungið allur við messur og þá fyrir söfnuðinn, en með þessari breyt- ingu fengum við söfnuðinn til að syngja með. Samingurinn var til eins árs reynslu, en honum hefur aldrei verið sagt upp. Kórinn stækkaði fljótlega upp úr þessu í þá stærð sem nú er, en við höfðum sett okkur það takmark að hafa hann ekki stærri en 60 manns. Það er nokkuð heppileg stærð til að kórfélagar kynnist hver örðum en nægilega stór til að takast 4 við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.