Morgunblaðið - 08.04.1984, Síða 43

Morgunblaðið - 08.04.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 43 Frá fundi málfundafélagsins Óðins um málefni iðnfræðslu. Við borðið sitja Sólveig Henriksdóttir, ritari, Hannes H. Garðarsson, formaður Óðins, Hreið- ar Örn Stefánsson og Sigurður Kristinsson, en þeir tveir voru framsögumenn á fundinum. Er iðnfræðsla á réttri leid?: Frá fundi Málfunda- félagsins Óðins samningum hér heima og erlendis er sá, að útgáfufyrirtækin hér heima greiða höfundi og flytjanda ákveðna þóknun frá fyrsta selda eintaki plötunnar. Þær greiðslur koma meira að segja eftir að fyrir- tækin hafa greitt allan upptöku- og útgáfukostnað við viðkomandi plötu. Við tryggjum hlutaðeigandi ákveðinn hlut af hverri seldri plötu, ekki helming af ágóða ef einhver verður." Oraunhæfur samanburður — Bubbi sagði ennfremur í sama viðtali, að fyrirframgreiðsla hér heima væri lítil sem engin. Hvernig viltu skýra það? „Fyrirtækin hér heima taka eðlilega mið af væntanlegri sölu plötunnar og miða fyrirfram- greiðsluna við það. Erlendis er þetta þannig, að mál hljómsveita og/eða listamanns eru í höndum sérstaks framkvæmdastjóra, sem nær alltaf er ráðinn upp á ágóða- hlut. Hann sér síðan um alla samningagerð. Góður samningur erlendis felur í sér fyrirfram- greiðslu upp á 1—2 milljónir króna. Auðvitað fá heimsþekkt nöfn miklu hærri greiðslur, en hér miðum við við óþekkt nafn með sína fyrstu plötu. En þar með er aðeins hálf sagan sögð. Af þessari fyrirframgreiðslu verður viðkomandi listamaður að standa straum af öllum hljóð- verskostnaði auk þess sem hann þarf að greiða hljóðfæraleikurum. Það er óraunhæft að bera nokkrar tölur hér heima og erlendis saman fyrr en gerð plötunnar er lokið. Oft gerist það, að fyrirfram- greiðslan dugir ekki einu sinni fyrir öllum kostnaði. Hér heima borgum við hann allan og tökum að okkur meginhluta bókhalds- verkefna fyrir listamenn á okkar snærum að auki. Haldi menn að fyrirframgreiðsla sú, sem tíðkast erlendis, fari öll í vasa lista- mannsins er það mikil grunn- hyggni. Menn geta bara reynt fyrir sér ef þeir ekki trúa þessu. Að halda því fram, að samning- ar okkar hér heima séu bein þýð- ing á erlendum samningum er hreinasta fásinna. Væri svo hefði plötuútgáfa á íslandi fyrir löngu runnið sitt skeið á enda.“ — Ef við höldum áfram með Bubba þá sló í brýnu með honum og ykkur fyrir jól eftir að hann hafði gert samkomulag við annað útgáfufyrirtæki í borginni. Þið hélduð því fram, að hann væri enn samningsbundinn ykkur, en nú hefur hann ákveðið að gera sóló- plötu fyrir hitt fyrirtækið. Hvað gerðist í þessu máli? „Við töldum og teljum enn, að Bubbi sé skuldbundinn okkur bæði sem sjálfstæður listamaður og svo sem hluti af Egó eftir samning sem hann skrifaði undir í fyrra. Eftir að þessi misskilningur kom upp fyrir jólin hitti ég hann að máli. Við áttum saman langar við- ræður og þegar við skildum lék enginn vafi á því hver staðan væri. Bubbi var samningsbundinn okkur og ætlaði að gera sólóplötu á okkar vegum. Fékk meira að segja greitt fyrirfram frá okkur upp í væntanlegar tekjur af henni. Síðan gerist það næst, að hann kú- vendir á nýjan leik." — Nú hefur heyrst að hann skuldi Steinum hf. stórfé. Hvað gerist í því máli? „Jú, mikið rétt, hann skuldar okkur stórfé. Ég er hins vegar staðráðinn í því að elta ekki ólar við slíkt. Vilji menn ganga á bak samningum sínum, þá þeir um það. Ég held að það segi alla sög- una, að Bubbi hefur ekki þorað að hitta mig þennan tíma, sem ég hef verið hér heima. Hann veit að hann hefur komið óheiðarlega fram. Mér finnst ákaflega sorglegt hvernig komið er, vegna þess að ég hefi helgað Bubba meiri tíma en nokkrum öðrum listamanni á okkar snærum og lít enn á hann sem vin minn. Ég óska honum heilshugar alls velfarnaðar í Am- eríku. Hann býr yfir meiri orku en ég hef áður kynnst hjá listamanni og ég ætla bara að vona að hún nýtist honum betur en að undan- förnu." Óvild — Megas höfðaði mál á hendur ykkur þegar safnplatan Tvær í takinu kom út og Björk Guð- mundsdóttir, fyrrum söngkona Tappa Tíkarrass, hefur látið að því liggja, að hún ætli í mál við fyrirtækið. Hefurðu einhverja skýringu á þessari skyndilegu óvild í ykkar garð? „Nei, ég á erfitt með að geta mér til hvað veldur þessu. Ég held ekki, að rétt sé að tengja þetta því að Steinar hf. eigi orðið svo mikið fé eins og látið hefur verið liggja að, enda er það á misskilningi byggt. Ég væri t.d. ekki að selja húsið mitt hér heima ef ég þyrfti þess ekki með. Mikil ósköp, við er- um stór fiskur í litlu keri og sum- um hefur fundist við vera allt of voldugt fyrirtæki hér heima. Það vill hins vegar gleymast í umræð- unni hvað við höfum lagt af mörk- um til innlendrar hljómplötuút- gáfu. Ég held því blákalt fram, að Steinar hf. sé besta plötufyrirtæki á íslandi frá upphafi." - SSv. A ALMENNIIM fundi Málfundafé lagsins Óðins sem haldinn var ný- verið var samþykkt ályktun, þar sem segir m.a. að tryggja þurfi náið sam- spil iðnfræðsluskóla og atvinnulífs, þar sem Ijóst sé að ekki sé mögu- leiki á því að færa iðnnámið alveg inn í verknámsskólana. Stefna þurfi að því að samrsma báðar námsleiðir í iðnnámi, þannig að kostir beggja nýtist sem best. Fundurinn hvetur stjórnvöld til að hraða uppbyggingu iðnfræðslu- kerfisins og fagnar því að ákveðið hefur verið að taka upp vinnubæk- ur fyrir nemendur í starfsþjálfun og á námssamningi. Fundurinn óskar eftir því að lögð verði rík áherlsa á að 31. gr. laga um iðnfræðslu, sem fjalla úm ofangreint atriði, verði framfylgt. Fundurinn bendir á að brýna nauðsyn beri til að tekið verði til umræðu hvaða möguleika fatlað fólk á til að stunda iðnnám á ís- landi. Jón Stefánsson organisti við eldra orgelið í Langholtskirkju. Ljósm. Mbl./KÖE. þau verk sem okkur langar að flytja. Að vísu kemst kórinn ekki allur fyrir í Safnaðarheimilinu hér og við höfum haldið tónleika okkar i Háteigskirkju, Fossvogskirkju og víðar, en nú hillir undir að Lang- holtskirkja verði vígð í september og Jóhannesarpassían verður flutt þar.“ — Er það í fyrsta sinn sem kór- inn syngur í kirkjunni? „Ekki er það nú svo. Við sungum þarna í fyrsta sinn jólasöngva 1980, á svokölluðum „vettlingatónleik- um“. Sú nafngift er til komin vegna þess að ekkert gler var þá í kirkj- una og á tónleikunum var um 10 stiga frost. Kirkjan var þéttskipuð og tónleikarnir heppnuðust af- skaplega vel, en á upptöku frá þeim heyrist greinilega á klappinu að áheyrendur voru sérlega vel búnir til handanna, enda kalt. Það besta við þessa tónleika var þó, að þá fyrst gerðum við okkur ljóst hvað hljómburðurinn í kirkj- unni var gífurlega góður og það má segja að spenningurinn við að sjá smíði hennar lokið hafi aukist um allan helming eftir það. Við höfum sungið í kirkjunni nokkrum sinnum síðan ’80 og ætl- uðum reyndar að endurtaka vel heppnaða jólatónleika 1981. Þá var ekki búið að leggja rafmagn í kirkj- una, svo við ákváðum að nota sömu aðferð og ári fyrr. Lýsa hana upp með stormkertum og kyndlum, minnug þeirrar sérstöku jóla- stemmningar sem sú lýsing skap- aði þá. Dæmið gekk hins vegar ekki upp í annað sinn og litlu munaði að þarna yrði hálfgerður skandall. Við undirbúninginn hafði gleymst að búið var að byrgja alla glugga með plasti og þegar við komum inn í kirkjuna, hálftíma eftir að kveikt var á, var vart hægt að sjá út úr augunum fyrir sóti. Þessu var bjargað með því að senda menn upp í gaflinn til að gera göt á plast- ið og hleypa óloftinu út. Tónleik- arnir fóru síðan fram með pomp og pragt!“ — Er Jóhannesarpassían stærsta verk kórsins til þessa? „Það fer nokkuð eftir því við hvað er miðað, Jóhannesarpassían er allavega með því erfiðara sem kórinn hefur flutt. Það stóð til að flytja hana á þessum tíma í fyrra, en vegna taps á jólatónleikunum varð ekki af því. Hins vegar byrjaði kórinn að æfa fyrir þessa tónleika í janúar, en ýmis verkefni önnur hafa komið upp á æfingatímanum, til dæmis hefur kórinn tekið upp fjóra sjónvarpsþætti frá áramót- um. En það er hreint merkilegt hvað meðlimir í kórnum eru reiðu- búnir að leggja á sig í hans þágu. Þátt í flutningi á Jóhannesar- passíunni taka, auk kórsins, fimm einsöngvarar, þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig M. Björling, Michael Goldthorpe, Kristinn Sig- mundsson og Halldór Vilhelmsson, auk þriggja kórfélaga í smærri hlutverkum, þeirra Hörpu Harð- ardóttur, Guðmundar Þ. Gíslason- ar og Bjarna Gunnarssonar óg 25 hljóðfæraleikara. Þar af eru tveir einleikarar sem spila á gömul hljóðfæri, sem ég held að hafi ekki verið notuð í flutningi Jóhannes- arpassíunnar hérlendis áður. Það er lúta sem Snorri Örn Snorrason leikur á og viola da Gamba, sem Ólöf Sesselía Óskarsdóttir leikur á.“ — Að lokum, ætlar þú að sitja í önnur 20 ár við orgelið í Lang- holtskirkju? „Um það get ég náttúrulega ekki sagt. En starfið hér hefur verið nokkuð samfelld leið upp á við. Maður verður bara að vona að „toppnum" sé ekki náð, framhaldið verði áfram upp í mót, en ekki niður hlíðina," sagði Jón Stefáns- son, organisti að lokum. ÆriNGASIDÐIN ENGIHJALLA 8 * ^46900 NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Sérstök áhersla lögö á styrkingu læra, lendar, mittis og sitjanda Kennt veröur á mánudögum og miðviku- dögum. Kennari Ingibjörg Jónsdóttir. íþróttakennari. Innritun í síma 46900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.