Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. MAÍ 1984
Svör utanrfkisráðherra á Alþingi:
Beiðni hvorki borist um
ratsjár- né stjórnstöð
FORMLEG beiðni hefur ekki bor-
ist frá Bandaríkjamönnum um að
reisa ratsjárstöðvar hérlendis. Ekki
hefur heldur borist beiðni frá þeim
um byggingu stjórnstöðvar á Kefla-
vfkurflugvelli, en utanríkisráðherra
upplýsti utanríkismálanefnd Al-
þingis sl. föstudag um að kunnugt
væri um áhuga Bandaríkjamanna á
því máli og hefði m.a. verið sótt um
fjárveitingar á Bandaríkjaþingi til
byggingar slíkrar stöðvar.
I framhaldsumræðum um
skýrslu utanríkisráðherra á Al-
þingi sl. laugardag, gerði Ólafur
G. Einarsson grein fyrir svörum
utanríkisráðherra við nokkrum
spurningum, sem að honum var
beint í fyrri hluta umræðnanna á
Alþingi, en ráðherrann, sem
staddur var erlendis, svaraði
þeim á fundi utanríkismála-
nefndar daginn áður. Varðandi
ratsjárstöðvarnar fylgdi sú skýr-
ing ráðherrans, að hann hefði
tjáð sendiherra Bandaríkjanna
hérlendis, að íslendingar væru
ekki tilbúnir til að taka á móti
formlegri beiðni um slíkar stöðv-
ar. Við vildum fyrst ljúka athug-
unum á málinu.
í svörum ráðherrans við spurn-
ingu Svavars Gestssonar um
þátttöku íslendinga á þingi Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar í
sumar, kom fram, að ákveðið hef-
ur verið að senda fulltrúa á það
þing. Sendinefndin verður skipuð
fulltrúum frá Alþýðusambandi Is-
lands, Vinnuveitendasambandinu
og félagsmálaráðuneytinu. For-
maður sendinefndarinnar verður
sendiherra íslands í Genf.
Bjórfrumvarpið svæft
með málþófi á Alþingi
LJÓST var í gærkvöldi af viötölum
við stjórnarliða, að þingsályktun-
artillaga varðandi atkvæðagreiðslu
um áfengt öl fær ekki afgreiðslu
Alþingis að þessu sinni. Málið var
tekið til umræðu í sameinuðu þingi
sl. laugardag en það var tekið af
dagskrá eftir langar umræður. Þá
voru átta þingmenn enn á mæl-
endaskrá og Ijóst af umræðunum,
að andstæðingar þjóðaratkvæða-
greiðslu um áfengt öl ætla sér að
halda uppi málþófi, ef málið kem-
ur á ný á dagskrá.
Guðmundur H. Garðarsson
framsögumaður fyrsta minni-
hluta allsherjarnefndar samein-
aðs þings gerði grein fyrir af-
stöðu hans, en hann lagði til að
tillagan yrði felld. Sagði Guð-
mundur sína persónulegu skoðun
þá, að þingmenn ættu ekki að
víkjast undir ábyrgð með því að'
vísa málinu til þjóðarinnar.
Þingmönnum bæri að segja af
eða á og kvaðst hann myndu
greiða atkvæði með heimild til
bruggunar og sölu á áfengu öli,
ef frumvarp þess efnis kæmi til
atkvæða á Alþingi.
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins tók í sama
streng og Guðmundur H. Garð-
arsson varðandi það, að með
samþykkt tillögunnar væru
þingmenn að víkjast undan
ábyrgð, en kvaðst þó andvígur
því að heimila áfengt öl. Hann
sagði það ekki rétt, sem fram
kom í máli Stefáns Benedikts-
sonar Bandalagi jafnaðarmanna
í umræðum um málið, að stjórn-
málaflokkarnir hefðu enga
stefnu í áfengismálum, og því
gæti fólk ekki kosið málsvara
sína í þeim efnum til þings.
Hann kvað Alþýðubandalagið
hafa stefnu í málinu og er Stefán
greip fram i fyrir honum og
krafði hann svara um hver sú
stefna væri, sagði Svavar: „Al-
þýðubandalagið hefur stefnu. Ég
fullyrði að meirihluti þing-
flokksins er á móti rýmkun
reglna um áfengislöggjöfina."
Hann lýsti því síðan yfir að hann
myndi greiða atkvæði gegn
frumvarpi Jóns Magnússonar
o.fl. sem liggur fyrir Alþingi
þess efnis að heimiluð verði
bruggun og sala áfengs öls, ef
það kæmi til atkvæða á þinginu.
í lok umræðnanna á laugardag
kom fram breytingartillaga við
þingsályktunartillöguna frá
Hjörleifi Guttormssyni. Hún
fjallar um, að í stað almennrar
atkvæðagreiðslu um áfengt öl
álykti Alþingi að fela ríkis-
stjórninni, að láta~ fara fram
„vandaða og marktæka skoðana-
könnun á .viðhorfum lands-
manna til framleiðslu og sölu
áfengs öls hérlendis."
Kosningalög samþykkt
en skoðuð milli þinga
„Niðurstöður í frumvarpsformi
á næsta haustþingi<(
AÐ ÞVÍ er stefnt í dag, að frumvarp
til breytinga á kosningalögum verði
samþykkt, en að hin nýsamþykktu
lög verði síðan tekin til endurskoð-
unar á þingi næsta haust, eftir nán-
ari könnun milli þinga, eins og seg-
ir í ncfndaráliti sem lagafrumvarp-
inu fylgdi.
Frumvarpið til breytinga á
kosningalögum var samþykkt eft-
ir aðra umræðu í efri deild síð-
degis í gær, óbreytt frá neðri
deild. í áliti meirihluta stjórn-
arskrárnefndar efri deildar segir,
að einsýnt sé að setja ný kosn-
ingalög á þessu þingi til sam-
ræmis við stjórnarskrárbreyting-
una, sem þingið hefur nú sam-
þykkt. í álitinu kemur fram að
nefndinni hafi ekki unnist tími til
að taka frumvarpið til efnislegrar
meðferðar. Síðan segir orðrétt:
„Með tilliti til þessa samþykkir
meirihluti nefndarinnar að mæla
með frumvarpinu óbreyttu eins
og það kemur frá neðri deild.
Þessi tillaga nefndarinnar er gerð á
þeirri forsendu að unnið verði
áfram að málinu milli þinga og
niðurstöður verði lagðar fram í
frumvarpsformi á næsta haust-
þingi.“
Undir meirihlutaálitið rita
nefndarmenn úr Sjálfstæðis-
flokki, Framsóknarflokki, Al-
þýðuflokki og Alþýðubandalagi.
Fulltrúi Bandalags jafnaðar-
manna lagði hins vegar til að
frumvarpið yrði fellt.
1 efri deild voru í gær afgreidd
sem lög frá Alþingi frumvörp um
Húsnæðisstofnun ríkisins, um að
70 manns fái íslenskan ríkisborg-
ararétt, um íslenska málnefnd og
höfundalög.
Prjónakennsla í klaustrinu
KONUR í Kvenfélagi kristskirkju heimsóttu nunnurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfírði í gær og kenndu þeim
að prjóna úr íslenskum lopa. Systurnar ætla síðan að selja lopapeysur og slíkt og hafa þannig nokkrar krónur
aukalega. Þóttu nunnurnar góðir nemendur og trúlega einhverjar prjónað áður þó ekki hafi það verið úr
íslenzku bandi.
Stúlka var hætt komin
við köfun í Peningagjá
SEXTÁN ára gömul stúlka úr Hafn-
arfírði var hætt komin við köfun í
Peningagjá á Þingvöllum á laugar-
dag. Hún var ásamt félögum í Hjálp-
arsveit skáta í Hafnarfirði viö köfun-
aræfíngar í gjánni þegar henni fatað-
ist sundið. Tildrög eru óljós, en svo
virðist sem stúlkan hafi misst
munnstykki og misst meðvitund.
Stjórnandi æfinganna sá, að ekki
var allt með felldu og var umsvifa-
laust kafað eftir stúlkunni. Hún
hafði misst meðvitund og hjarta
hennar var hætt að slá þegar til
hennar náðist.
Lífgunartilraunir voru umsvifa-
laust hafnar og beðið var um
sjúkrabifreið með lækni austur.
Lífgunartilraunir fóru fram í
sjúkrabifreið Hjálparsveitar
skáta, sem var við gjábakkann, og
þeim haldið áfram á leiðinni til
Reykjavíkur og báru þann árang-
ur að stúlkan hóf að anda, en var
áfram meðvitundarlaus. Stúlkan
var flutt yfir í sjúkrabifreið í
Mosfellssveit og flutt í Landa-
kotsspitala. Hún komst til meðvit-
undar á sunnudag og er líðan
hennar góð eftir atvikum.
Hjálparsveit skáta var með al-
mennar björgunaræfingar á Þing-
völlum þegar óhappið átti sér stað.
Æfingar hófust með sigi í klettum
og slæðingu í vatni og síðan hóf
sjóflokkur sveitarinnar æfingar í
Peningagjá. Námskeið í köfun hef-
ur verið á vegum sveitarinnar í
vetur og var stúlkan meðal þátt-
takenda. Fjórir kafarar köfuðu í
gjánni og voru tveir þeirra ný-
komnir upp úr, en ásamt stúlk-
unni var önnur við köfun þegar
óhappið varð. Ljóst er að rétt og
skjót viðbrögð manna í sveitinni
björguðu lífi stúlkunnar.
Aðalfundur Félags íslenskra rithöfunda:
Skorar á ríkisstjórnina að
bjóða Sakharov landvist
„AÐALFUNDUR Félags íslenskra
rithöfunda haldinn í Reykjavík 20.
maí 1984 skorar á ríkisstjórn ís-
lands að lýsa yfir aö hjónunum
Andrei Sakharov og konu hans sé
heimil landvist á íslandi. Jafnframt
leiti ríkisstjórnin eftir því við sovésk
stjórnvöld að þau leyfi Sakharov-
hjónunum að flytjast úr landi.
Rökin fyrir landvist Sakharov-
hjónana á íslandi eru augljós og
ættu einnig að vera augljós sov-
éskum stjórnvöldum. Hér eru
hvorki kjarnorkustöðvar né kjarn-
í KVÖLD klukkan 20.30 efna Sam-
tök um vestræna samvinnu og Varð-
berg til fundar á 2. hæð Hótels Esju
þar sem Francois de Tricornot de
Rose, sendiherra frá Frakklandi,
mun tala um nýjar víddir í vörnum
Evrópu.
Samtök um vestræna samvinnu
og Varðberg ljúka vetrarstarfinu í
ár með þessum fundi, en langt er
um liðið síðan áhrifamaður um
frönsk öryggismál hefur talað á
fundum félaganna. Francois de
Rose var á sínum tíma fasta-
orkuver af neinu tæi og verða ekki
í framtíðinni, en ein helsta rök-
semd sovéskra yfirvalda í þessu
máli er, að Sakharov sé
kjarnorkufræðingur og því sé ekki
hægt að hleypa honum úr landi af
því að þekking hans kunni að nýt-
ast andstæðingum Sovétríkj-
anna.“
Ennfremur segir í ályktuninni:
„Aðalfundur Félags íslenskra rit-
höfunda bendir á að samskipti ís-
lendinga og Sovétmanna hafa ætíð
verið vinsamleg og töluverð við-
fulltrúi Frakka hjá Atlantshafs-
bandalaginu. Hann hefur nú látið
af störfum í utanríkisþjónustunni
fyrir aldurs sakir en er mjög virk-
ur þátttakandi í umræðum um
varnir og öryggi Frakka, Vestur-
Evrópu og Atlantshafsbandalags-
ins og leiðir til að treysta frið í
veröldinni allri. f erindi sínu í
kvöld mun hann taka mið af því
sem nú er efst á baugi í umræðum
um öryggi Evrópu.
Fundurinn er ætlaður félags-
mönnum í SVS og Varðbergi og
gestum þeirra.
skipti eiga sér stað.milli þjóðanna.
Hér í Reykjavík er 80 manna
sendiráð Sovétríkjanna starfandi
svo augljóst er að stjórnvöld þar
telja samband og samvinnu við ís-
lendinga mikilsverða. Þekking
Sakharovs í kjarnorkufræðum
gæti engum komið að gagni á ís-
landi en hér fengju hann og kona
hans að lifa í friði og þyrftu ekki
árstíðabundið að fara í hungur-
verkfall til að vekja athygli um-
heimsins á þeirri staðreynd að í
Sovétríkjunum þykja þau ekki
fýsilegir einstaklingar."
Francois de Tricornot de Rose
Fundur SVS og Varö-
bergs að Hótel Esju