Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984 oo 32 Ellimálaráð Reykjavfkurprófastsdæmis: Fundur með fólki í safnaðarstarfi Aðalfundur Kllimálaráðs Reykja- víkurprófastsdamis var haldinn í Safnaðarheimili Bústaðakirkju 1. maí sl. Aðild að ráðinu eiga allir 16 söfnuðir prófastsdæmisins og sendu flestir þeirra fulltrúa á aðalfundinn, svo að vel var mætt og umræður hinar fróðlegustu. Formaðurinn, Sigríður Jó- hannsdóttir, gaf skýrslu um störf- in á liðnu ári, þar sem kom m.a. fram, að auk fjögurra stjórnar- funda, hefðu verið haldnir 5 full- trúaráðsfundir, þar sem rætt hefði verið um öldrunarmál í pró- fastsdæminu með sérstöku tilliti til þátttöku safnaðanna. En einnig hefði starfshópur á vegum ráðsins tekið að sér að kanna umfjöllun fjölmiðla á öldrunarmálum ákveð- inn tíma, þ.e. 13.—21. maí 1983 og 1.—8. apríl 1984. Kom fram í þeirri könnun, að yfirleitt hafði verið fjallað jákvætt og af skiln- ingi um öldrunarmálin, enda þótt mikið vantaði á, að skilningur ríkti á öllum þeim málum, þar sem skórinn kreppir sérstaklega. En veigamesti þáttur liðins starfsárs var námskeið í safnað- arstarfi, sem haldið var 26. febrú- ar til 27. marz og hundrað manns sóttu. Var þar fjallað um málefni aldraðra sem æskulýðsmál og hlut kirkjunnar í því auk innri mála kirkju og einstaklinga. Af þessum hundrað skráðu 40 sig á lista, þar sem leitað var eftir fólki, sem hefði áhuga á því að starfa á skipulegan hátt fyrir söfnuði sína. Og verður fundur með þessu fólki þriðjudaginn 22. maí nk. og verður hann í Safnaðarheimili Bústaða- kirkju og hefst kl. 20.15. En auk þeirra fjörutíu, sem sérstaklega hafa verið boðaðir, er annað áhugafólk hjartanlega velkomið. En áformað er að hefja þetta starf með haustdögum. Margvísleg áhugaefni fundar- manna voru rædd, eins og t.d. þörf safnaða fyrir fasta starfsmenn auk prestanna til að sinna félags- hlið kirkjulegrar þjónustu, en nokkrir söfnuðir hafa þegar ráðið aðstoðarfólk í hlutastarf. Þá var bent á nauðsyn þess að skrá væri til yfir aila ellilífeyrisþega í hverj- um söfnuði. Þá skiptust fundar- menn á skoðunum um notkun safnaðarheimila, en það mál var sérstaklega rætt á síðasta Kirkju- þingi og reglur samþykktar til þess að söfnuðir hefðu til fyrir- myndar. Stjórn Ellimálaráðsins var endurkosin, en hana skipa auk formanns, Sigríðar Jóhannsdótt- ur, Dómhildur Jónsdóttir og Ás- laug Gísladóttir. (Krcttatilkynnint') Opinn fundur um Útvarpslagafrumvarpið: FRJÁLST ÚTVARP — hvert verður framhaldið? Samband ungra sjálfstæöismanna og Heimdallur halda opinn fund um Utvarpslagaframvarpiö i Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 19.30—21.00 miövikudaginn 23. mai nk. Raöumenn: Friörík Friörikuon 1. varaformaöur Sambanda ungra aiélfalaaöismanna. Halldór Blöndal al- þingiamaöur, Sjálf- alæðiaflokki. Guömundur Ein- arason alþingia- maöur, Bandalagi jalnaöarmanna. Jón Baldvin Hanni- balsson alþingis- maöur, Alþýöu- flokki. Fundarsljöri: Haukur Þór Hauks- son varalormaöur Heimdallar. Garðabær — Viðtalstími Ðæjarfulltrúarnir, Dröfn Farestveit og Benedikt Sveinsson, veröa til viötals í Sjálfstæöishúsinu, Lyngási 12. simi 54084, þriöjudaginn 22. maí kl. 17 30 til 18.30 Allir Garöbæingar velkomnir. Sjálfstæöisfelag Garöabæjar. Dröfn H. Benedikt Sveinsson Farestveit, varafulltrui bæjarfulltrúi. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Verkamenn í gervi vélmenna, er taka vinnu frá öðrum, ásamt verkfallsvörðum fyrir utan verksmiðju í Stuttgart í síðustu viku. Verkföllin í Vestur-Þýzkalandi: Kjarabarátta eða við- brögð við nýrri tækni VKRKFALL málmiðnaðarmanna, sem hófst í Baden-Wiirttemberg í Vestur- Þýzkalandi sl. mánudag, kann að draga mikinn dilk á eftir sér þar í landi. Hér var ekki um svæöisbundnar aðgerðir að ræða, enda þótt svo liti út á yfirborðinu. Nái aðalkrafa verkamanna um 35 klukkustunda vinnuviku án launaskerðingar fram að ganga, verður hún öðrum starfsstéttum mikið fordæmi. Samtök verksmiðjueigenda í málmiðnaðinum jafnt sem önnur samtök vinnuveitenda í Vestur-Þýzkalandi hafa því snúizt mjög öndvcrð gegn þessari kröfu. Halda þau því fram, að enginn raunhæfur grundvöllur sé fyrir henni. Hún eigi eftir að hafa mjög neikvæð áhrif á allt efnahagslíf í landinu, sem kunni að reynast mjög afdrifaríkt í framtíðinni, ekki sízt fyrir verkamennina sjálfa. Akvörðunin um að hefja verk- fall var tekin, eftir að sam- ningaviðræður við samtök at- vinnurekenda höfðu farið út um þúfur í öllum svæðisumdæmum málmiðnaðarmanna í Vestur- Þýzkalandi, en þau eru 17 aö tölu. Þá höfðu viðræður milli æðstu forustumanna málmiönaðarsam- bandsins og atvinnurekenda, sem efnt var til á síðustu stundu, ekki heldur borið neinn árangur. Aðferð málmiðnaðarsambands- ins er sú að láta verkfallið hafa eins mikil áhrif og unnt er án verulegra fórna af hálfu verka- manna. Aðgerðirnar hófust þess vegna með því að 13.000 málmiðn- aðarmenn í 15 verksmiðjum í Stuttgart og nágrenni fóru í verk- fall. Þetta voru ekki starfsmenn stórfyrirtækjanna, heldur meðal- fyrirtækja, sem framleiða aðal- lega einstaka hluti í bifreiðir. Þessum aðgerðum er samt stefnt gegn þýzka bílaiðnaðinum í heild, en í bílaiðnaði vinnur 1,6 millj. manna. Stóru bílaframleiðendurnir eins og Audi og BMW hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki hika við að grípa til róttækra mótaðgerða eins og verkbanns og loka verk- smiðjum sínum. Verkföllin hafa í för með sér svo stórfelldan skort á ýmsum hlutum til bílafram- leiðslu, að starfsemi þessara stór- fyrirtækja hlýtur hvort sem er að stöðvaðst. Aðrir kunnir bíla- framleiðendur í Vestur-Þýzka- landi eins og Daimler-Benz og Porsche hafa einnig gefið út til- kynningar þess efnis, að haldi verkföllin áfram, þá hljóti starf- semi þeirra óhjákvæmilega að stöðvast innan skamms. Hvaö liggur aö baki verkfbllunum? f allri þeirri umræðu, sem átt hefur sér stað í Vestur-Þýzka- landi að undanförnu um 35 tíma vinnuviku, eru það fyrst og fremst óskir verkamanna um meiri frí- tíma og um atvinnu handa fleir- um, sem færðar eru sem rök fyrir styttri vinnutíma. Nýrra ráða sé þörf til þess að vinna bug á at- vinnuleysinu, sem enginn sér fyrir endann á, verði ekkert að- hafzt. En orsakanna fyrir vinnudeil- unum nú er ekki bara að leita þarna. Líkt og svo mörg ríki önn- ur með frjáls hagkerfi, hefur Vestur-Þýzkaland búið við meiri eða minni kreppu, síðan olíuverð- ið í heiminum snarhækkaði 1973. En vélmenni, örtölvutækni og margvíslegur nýr tæknibúnaður hefur aukið framleiðni og fram- leiðslugetu í mörgum atvinnu- greinum en samtímis og einmitt þess vegna orðið til þess að fækka vinnandi fólki í þessum greinum verulega. Sú skoðun fer því vaxandi í Vestur-Þýzkalandi, að hin nýja tæknibylting megi ekki fara fram úr þjóðfélaginu sjálfu, heldur verði að hægja á henni. Nota beri þann tíma, sem þannig gefst til þess að leysa þau þjóðfélags- vandamál, sem þessi tæknibylting kann að leiða af sér eins og at- vinnuleysi samtímis því, sem þau verða til. Það hljóti að verða eitt helzta verkefni ríkis og samfélags á þessum áratug að vinna bug á atvinnuleysinu, annars eigi eftir að fara illa. Á það er bent, að í ýmsum lönd- um með frjálst markaðskerfi eins og Japan, Sviss og Austurríki sé fjöldi atvinnulausra miklu minni en víðast hvar annars staðar og það stafi fyrst og fremst af þvi, að stjórnvöld hafi þar tekið mark- visst á þessu vandamáli og knúiö samtök atvinnurekenda og verka- manna til þess að leysa þetta vandamál í sameiningu í stað þess að velta vandanum hvorir yfir á hina. Sú lausn fái ekki staðizt að auka þjóðarframleiðsluna sem mest með aðstoð nýrrar tækni og ætla sér samtímis að vinna bug á atvinnuleysinu eða halda því í skefjum. Til þess þurfi einfaldlega slíka framleiðsluaukningu, að auðsætt er, að hún muni aldrei nást. Þar að auki sé með öllu óvíst, hvort markaðir séu fyrir hendi til þess að taka við jafn stórfelldri aukningu á vörum og þjónustu. Fyrst á næsta áratug, er mannfáir árgangar komi út á vinnumarkaðinn, sé þess að vænta, að atvinnuleysið hverfi að mestu eða öllu. Verkalýðsfélögin gera sér hins vegar grein fyrir því, að þau fá kröfu sinni um 35 klukkustunda vinnuviku ekki framgengt í einu vetfangi. Þá er þeim það einnig ljóst, að sérhver stytting vinnu- tímans, hlýtur að hafa í för með sér einhverja launaskerðingu. Á sumum sviðum stóriðnaðarins í Vestur-Þýkalandi hefur krafan um styttri vinnutima einnig hlot- ið nokkurn hljómgrunn, svo fram- arlega sem verkalýðsfélögin taki á sig einhverja launaskerðingu á móti. í þessum hópi má nefna stóru olíuhreinsunarstöðvarnar, sem hafa hvað bezt hagnýtt sér hina nýju tækni tölvualdarinnar. Markmiðið með styttri vinnutíma er að skerpa einbeitingu þeirra, sem fylgjast með tölvunum og tækjunum, en hlutfall þess mann- afla hefur aukizt á meðan starfs- liðinu hefur fækkað verulega á öðrum sviðum. Þá er einnig nokkur kaldhæðni í því fólgin, að verkföllin skuli beinast jafn harkalega og raun ber vitni gegn bílaiðnaðinum, því að einmitt þar hafa sumir áhrifa- menn alls ekki lýst sig svo and- víga hugmyndinni um styttri vinnutíma. I hópi þessara fyrir- tækja eru Volkswagen og BMW en einnig má nefna fyrirtæki eins og Pfaff, BASF og Fulda-gúmmí- verksmiðjurnar. Stjórnendur þessara fyrirtækja telja, að með styttri vinnutíma verði unnt að koma á greiðara vaktavinnufyr- irkomulagi en nú er og með því betri hagnýtingu fjármagnsins. I áratugi hefur þýzka sam- bandslýðveldið verið talið ein helzta háborg hins frjálsa hag- kerfis í heiminum og á það hefur gjarnan verið bent til sönnunar um ágæti þessa skipulags. Vinnu- friður og jafnvægi hefur einkennt þetta þjóðfélag umfram önnur. Af þessum sökum vekja verkföllin nú enn meiri athygli en ella og sú spurning vaknar, hvort meiri háttar breytingar til hins verra séu framundan í landinu. Það er þó engin ástæða til að draga þessa ályktun. Verkföllin nú eru ekki nema að hluta kjarabarátta í venjulegum skilningi þess orðs. Þau eru líka og kannski miklu fremur andsvar við hinni nýju tækni örtölva og vélmenna, sem nú ryður sér óðum til rúms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.