Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 27
•(-,»> 26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. MAÍ 1984 íslandsmótiö í lyftingum: Haraldur náði bestum árangri HARALDUR Olafsson náði besta árangnnum á íslandsmótinu í lyftingum sem haldið var í iþróttahúsinu Digranesi í Kópa- vogi um helgma. Haraldur, sem keppir í 75 kg flokki, lyfti samtals 275 kg. Það er þó nokkuð frá besta árangn Haraldar. Engin met voru slegin á mótinu. íslandsmeistari í léttasta flokknum, 67,5 kg flokki, varö Þorkell Þóris- son úr Ármanni. Hann lyfti samtals 202,5 kg. Haraldur varö vitanlega íslandsmeistari í sínum flokki og í 82,5 kg flokki sigraði Helgi Auð- unsson úr Ármanni. Hann lyfti samtals 212,5 kg. Baldur Borgþórsson, KR, sigr- aði í 90 kg flokknum — lyfti 290 kg samtals og Guðmundur Sigurðs- son, Ármanni, margfaldur ís- landsmeistari hér á árum áöur, keppti nú á ný og sigraöi í 100 kg. flokknum. Hann lyfti samtals 307,5 kg. í 110 kg flokki varð Islands- meistari Óskar Kárason úr KR. Hann lyfti samtals 290 kg. Torfi Ólafsson úr KR varö meistari í 110 + flokki — bæði í unglinga- og karlaflokki, en islandsmót unglinga fór nú fram á sama tíma og mót hinna fullorðnu. Torfi lyfti alls 190 kg. Hjá unglingunum sigraði Hilmar Garðarsson í 75 kg flokki, Bárður B. Olsen í 82,5 kg flokki og Ágúst Már Ólafsson í 110 kg. flokki. Morgunblaörð/Kristján Einarsson. • Sigurjón Magnússon Sauökraekmgur sækir að Jóni E. Ragnarssyní í leiknum á sunnudag. Stórsigur FH-inga FH-INGAR unnu stórsigur á Tindastóli frá Sauðárkróki í fyrsta leik liöanna í 2. deild í knattspyrnu í Hafnarfiröi um helgina, 6:1. Jón E. Ragnarsson skoraði þrjú, Ingi Björn Al- bertsson tvö og Pálmi Jónsson eitt. Sigurfínnur Sigurjónsson skoraði mark Tindastóls. Fjórir leikir fóru fram í 2. deild- inni um helgina. Isfiröingar unnu Skallagrím 3:2 í Borgarnesi. Guömundur Magnússon geröi tvö marka ÍBÍ og Kristinn Krist- jánsson eitt. Gunnar Orrason og Garðar Jónsson geröu mörk Skallagríms. i Eyjum geröu ÍBV og Víöir jafntefli, 2:2. Sigurjón Kristinsson geröi þæöi mörk ÍBV en fyrir Víði skoruðu Grétar Ein- arsson og Guömundur Knútsson. Svavar Geirfinnsson skoraöi eina mark leiksins er Völsungur sigraöi Njarövík 1:0 á Húsavík. Leik KS og Einherja varð aö fresta vegna lélegra vallarskil- yröa á Siglufiröi. — SH/HBj/hkj. Asgeir er dýrlingur í augum aðdáenda Stuttgart Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanm Mbl. í Bremen munum ekkert gefa eftir," sagði Ásgeir viö mig rétt áður en leikur Stuttgart og „ÞETTA verður erfiður leik- ur, þeir ætla sér sigur og við líka, en við gerum okkur ánægða meö jafntefli. Við Breman hófst á laugardag- „Ánægður með strákana" - en erfitt að skora þegar ellefu andstæðingar eru innan vítateigs" - sagði Magnus Jónatansson þjálfari Breiðabliks , ÞAD ER ERFITT aö skora þegar ellefu andstaeðingar eru inni í vítateig," sagði Magnús Jóna- tansson, þjálfan Breiöabliks, eftir að liðið hafði gert markalaust jafntefli við Þrótt í 1. deildinni í knattspyrnu á Laugardalsvelli á sunnudagskvöld. „Við komum í leikmn til að ná í þrjú stig en mér sýndist Þróttarar œtla að halda einu stigi. Breiðabliksliðiö virkaði gott í kvöld og ég var ánægður með strákana," sagði Magnús. Leikur liöanna var ekki sérlega skemmtilegur. Leikmenn þörðust af miklum krafti úti á vellinum en liðin sköpuðu sér ekki mörg hættuleg færi. Blikarnir fengu þau þestu, en framlínumenn Þróttara voru mjög daufir. Þeir virtust á köflum hræðast þaö að fara inn í vítateiginn — vítateigurinn var eins og þannsvæði fyrir þá og er varla hægt að segja aö Þróttur hafi fengið færi allan leikinn. Blikarnir hefðu átt sigur skiliö í leiknum.- Þeir sóttu mun meira og aöeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok munaði minnstu að Sigur- jón Kristjánsson tryggöi liöinu sig- ur. Hann fékk þoltann rétt utan vítateigs, sneri sér snöggt við og skaut föstu skoti sem stefndi efst í markhorniö. En Guömundur mark- vörður Erlingsson í Þróttarmarkinu var ekki á þvi aö láta skora hjá sér — hann sveif eins og köttur og sló boltann í horn. Þarna komust Blik- arnir næst því að skora — þeir fengu ekki afgerandi færi utan við þetta. Jón Oddsson átti aö vísu þrumuskot strax á fyrstu mínút- unni sem Guðmundur varöi en þrátt fyrir mikla pressu á stundum og að varnarmenn Þróttar væru allt annað en sannfærandi ollu ÞróttunUBK 0:0 Blikarnir Guömundi markveröi ekki oft vandræðum. Jón Oddsson hefur verið þekktur fyrir sín löngu innköst á undanförnum árum og hann sýndi aö hann kann enn aö kasta langt — nokkrum sinnum skapaöist talsverö hætta við Þrótt- armarkið eftir hans löngu innköst. Þau lengstu eru eins og hættulegar hornspyrnur! Blikaliðið veröur greínilega í toppþaráttunni í sumar ef svo fer sem horfir. i liöinu eru sterkir ein- staklingar — Friörik var öruggur í markinu, Loftur Ólafsson miövörð- ur, sem kom úr Fylki, er einnig góöur og Jón Oddsson var ógnandi frammi. Allt eru þetta ný- liöar hjá UBK og falla vel inn í liöiö. Þróttarar veröa heldur þetur aö herða sig ef þeir ætla að standa sig í sumar. Framlínan var bitlaus eins og áöur sagöi og vörnin var ekki örugg þó liöið léki meö þrjá miðverði. „Það er ekki gaman að standa í þessu þegar svona illa gengur," sagöi Páll Ólafsson, Þróttari, eftir leikinn. „Þetta var afskaplega lé- legt hjá okkur. En við ætluöum aö ná í þrjú stig í leiknum eins og viö munum gera í öllum leikjum sumarsins," sagði Páll. I stutlu mali: Laugardalsvöllur 1. deild Þróttur—Breiöablik 0:0 Dómari var Kjartan Olafsson Hann notaði spiöldin ekkert og dæmdi vel. „Þetta er besta dómgæsla sem ég hef séo i vor," sagði Magn- us Jónatansson. þjalfari UBK, eftir lerkinn. Ahorfendur: 1 004 Emkunnagjöfin ÞRÓTTUR: Guömundur Ert- ingsson 7. Nikulas Jónsson 6. Björn Björnsson (vm. á 80 mín. lék of stutt), Kristján Jónsson 6, Jóhann Hreiöarsson 5, Arsæll Kristjánsson 6, Asgeir Eliasson 6, Þorvaldur Þorvaldsson 6, Pétur Arnþórsson 5, Daöi Harðarson (vm. á 67. min.) 4, Páll Ólatsson 5, Sverrir Pétursson 6 og Haukur Magnusson 6. BREIOABLIK: Friðrik Friöriksson 7, Ðenedikt Guðmundsson 7. Ómar Rafnsson 6, Loftur Olafsson 7, Ólafur Björnsson 6, Trausti Ómarsson 6, Þorsteinn Geirsson 7, Jóhann Grétarsson 6, Vignir Bald- ursson (vm. á 70. mín.) 4. Jón Einarsson 5. Guðmundur Baldursson (vm. á 77. mín. lék of stutt). Jón Oddsson 7 og Sigurjón Kristjáns- son6. _ SH> inn. Rétt var þaö hjá Ásgeir að Stuttgart gaf aldrei eftir og í hörkuleik tókst þeim að sigra. Strax eftir leikinn þegar sigurinn var í höfn virtust leikmenn Stuttgart ekki al- veg átta sig, en þegar til- kynnt var að Hamborg heföi tapað, 0—2, fyrir Frankfurt braust sigurgleðin fjt. "Super, super," hrópaði Ásgeir og hljóp meö félögum sínum að giröingunni þar sem áhangendur Stuttgart voru. Ásgeir fór úr skyrtu sinni númer 10 og veifaði henni til áhorfenda. Liðinu var gífurlega vel fagnað. Eftir leikinn ræddi ég við nokkra stuöningsmenn Stuttgart og fer þaö ekki á milli mála að Ásgeir er dýr- lingur í þeirra augum. — ÞR. • Þorbergur Aöalsteinsson Þorbergur meiddur ÞORBERGUR Aðalsteinsson. handknattleiksmaður úr Vík- ingi, meiddist á landsliösæfingu á dögunum. Hann tognaði illa a ökkla. i fyrstu var talið að liö- bönd hefðu slitnað en svo reyndist ekki. Þorbergur þjálf- aði og lók með Þór í Vest- mannaeyjum síðastliðinn vetur sem kunnugt er, en er nú fluttur á ný til Reykjavíkur og leikur með Víkingum næsta vetur. Hann »tti að verða oröinn góð- W af meióslunum eftir hálfan mánuð og geta þá faríð að aefa aftur. Morgunblaðiö/Kristján Einarsson • Loftur Ólafsson, nýliðinn í Breiðabliksliöinu, átti góðan leik gegn Þrótti. Hér sést hann í baráttu um knðttinn við Hauk Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.