Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1984 21- Falið fé áfram öruggt í Sviss Bcrn, 21. maí, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarilara Mbl. Svisslendingar vilja ekki iáta hrófla við svissneskum bankareglum. Tillaga sósíaldemókrata og annarra baráttu- hópa um að auka eftirlit með bönkum og minnka leyndina sem hvflir yfir innistæðum og eigendum þeirra var felld með miklum meirihluta í þjóðar- atkvæðagreiðslu á sunnudag. Aðeins 42% þátttaka var í kosningunum en 73% þátttakenda voru á móti tillög- unni. Tvísýnna var um niðurstöðu kosninga um sölu lands í Sviss til út- lendinga. Þjóðernisflokkurinn lagði til að það yrði bannað. Tillagan var felld með 51 % atkvæða gegn 49% Niðurstaðan um sölu landsins kom nokkuð á óvart. Ekki var talið að hún fengi svona mikið fylgi. Þjóð- ernisflokkurinn er svarinn óvinur útlendinga í Sviss og hefur aðeins 2 fulltrúa á þingi. Fylgið sem tillagan fékk sýnir að Svisslendingum, aðal- lega í þýskumælandi hlutanum þó, er mjög umhugað um að takmarka eignir og áhrif útlendinga í landinu. Rudolf Friedrich, dómsmálaráð- herra, var feginn úrslitunum en sagði að endurskoða þyrfti reglur um eignarétt og reglum um erfðarétt einstaklinga erlendis yrði þegar breytt á næsta ári. Stuðningsmenn bankatillögunnar voru slegnir yfir úrslitunum. Þeir kenndu dýrri og öflugri herferð bankanna gegn henni um niðurstöð- una. Barátta sósíaldemókrata hófst fyrir sjö árum og hefur þegar haft nokkur áhrif á bankareglur og opnað banka aöeins. Falið fé er þó enn öruggt í sviss- neskum bönkum. Stór hluti þess er talinn koma frá þriðja heiminum og þykir stuðningsmönnum tillögunnar miður að Sviss sé „bankaparadís" manna á borð við Mobuto forseta í Zaire. Sir John Betjeman. Sir John Betjeman skáld látinn ENSKA lárviðarskáldið Sir John Betjeman lést sl. laugardag, á 78. aldursari. Sir John var eitt kunn- asta og ástsælasta Ijóðskáld Breta. Hann fæddist 28. ágúst 1906. Eftir Sir John liggja mörg skáldverk og hann hlaut margar viðurkenningar fyrir verk sín. Sir John hlaut þann heiður árið 1972 að verða útnefndur lárvið- arskáld. Sir John Betjeman kom hingað til lands í ársbyrjun 1970 og las hér m.a. úr verkum sínum og hitti íslenzka skáldbræður sína að máli. RJAFU KERFIÐ " FRÁ ' RÖNNING fyrir lýsingu og raflagnir — „Allt í einu lofti' sannkallað kerfisloft frá JÁRNKONST í RJÁFURKERFINU má m.a. staðsetja lagnir fyrir rafmagnsdreifingu, loftræstingu, neyðarljós, síma- og samskiptakerfi. Þaraðauki uppfyllir kerfið kröfur um hljóðdeyfingu og breytilega staðsetningu ljósabúnaðar innan kerfisins. RJÁFURKERFIÐ er auðvelt í uppsetningu RJÁFURKERFIÐ er ódýrara en venjuleg loft. RJÁFURKERFI má breyta á auðveldan máta. RJÁFURKERFIÐ er hagkvæm lausn. Ummæli Kolbeins Kristinssonar, frkvst. hjá Brauð hf.: „Ég hef samanburð á tveimur loftum sem sett voru upp nýlega, — þ.e. hefðbundnu og RJÁFURKERFI, og það er engin spurning að RJÁFURKERFIÐ er hagkvæmara." RÖNNING^^l fýgn .J^RÖNNING Sundabora simi 84000 Arkitektar — Innanhússarkitektar — Hönnuðir — Ákvörðunartakar hjá bæjar- og sveitarfélögum TAKIÐ EFTIR: KYNNING Á RJÁFURKERFINU frá Rönning haldin í húsakynnum okkar 24. maí n.k. kl. 14.00. Eftir kynningu verður farið og skoðað uppsett RJÁFURKERFI. Góðfúslega tilkynnið þátttöku í síma 84000. "^^VfÖ stígum skreffið til fults og bjóöum nýja og ennþá fullkomnari framleiðsluábyrgð I kjölfar frábærrar reynslu af tvöfaldri llmingu einangrunarglers hefur Glerborg nú ákveðið að taka ísetningu með ( framleiðsluábyrgðina. I þeim undantekningartilfellum sem samsetning- argalli kemur fram gerum við því meira en að útvega nýtt gler. Við ökum því beint á staðinn, setjum rúðuna í og fjarlægjum þá gömlu - við- skiptavininum algerlega að kostnaðarlausu. Og hjá okkur þarf enginn að hafa áhyggjur þótt hann glati reikningum eða kvittunum eftir öll þessi ár - ábyrgðin er eftir sem áður í fullu gildi þvi tölvan okkar man allt um einangrunar- glerið mörg ár aftur I tfmann. Oft reynist ísetning mun dýrari en rúðan sjálf. Hér er þvf loks komin örugg og fullkomin fram- leiðsluabyrgð sem undirstrikar -ótvíræða yfir- burði tvöfaldrar límingar einangrunarlgers. SAMSEINNGMUM Tvöfalda límingin margfaldar öryggið, endinguna og ábyrgðina Kynntu þér nýju ábyrgftarskilmálana okkar GLERBORG HF. DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.