Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 45
ÞÝSKA KNATTSPYRNAN
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1984
Stuttgart
nær öruggt
Essen er
úr leik
Allt stefnir nú í það aö
v-þýska handknattleiksliöið
Grosswallstadt nái aö vinna
þrjá titla á keppnistímabilinu.
Liðið sigraði 2. deildar liðið
Hamel í undanúrslitum í bik-
arkeppninni 24—16. í hinum
leiknum kom á óvart að Ess-
en, liö þaö sem Alfreð Gísla-
son leikur með, tapaði fyrir
Berlin 16—22. Það verða því
Grosswallstadt og Berlin sem
leika til úrslita.
Grossvallstadt hefur sigrað
í deildakeppninni og IHF Evr-
ópukeppninni í ár. — ÞR
„Sástu
markió!“
— sagði Benthaus
og fórnaði höndum
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni,
fréttaritara Mbl. í Bremen.
STRAX að leik loknum á laug-
ardaginn átti ég þess kost aö
spyrja þjálfara Stuttgart um
leikinn og frammistöðu Ás-
geirs. Það fyrsta sem hann
sagði var: „Sástu markið!" og
svo fórnaði hann höndum:
„Svona gera ekki nema snill-
ingar.“
— Mig vantar orð ég er
hrærður yfir_ þessum sigri. Ég
haföi notað alla síöustu viku til
þess aö byggja lið mitt upp
andlega og líkamlega. Ég lagði
á það ofurkapp við leikmenn
mína alla vikuna að við yrðum
að skora í Bremen. Annað
kæmi ekki til greina.
— Það sem ég lagði tii
grundvallar var að Bremen
hefur skorað mark í öllum
heimaleikjum sínum í tvö og
hálft ár. Ef við myndum ekki
skora væri tap óumflýjanlegt.
Mörkin okkar voru því kær-
komin, sagði Benthaus.
Þjálfari Bremen sagði eftir
leikinn að sigur Stuttgart hefði
verið sanngjarn. Liðið heföi
leikiö frábæra knattspyrnu og
Bremen hefði ekki átt svar við
stórleik þeirra. — ÞR
Staðan
Staðan í 1. deíldinni í knatt-
spyrnu er þannig eftir fyrstu um-
feröina:
Þór, Ak.
ÍA
Víkingur
KR
Valur
ÍBK
Þróttur
UBK
Fram
KA
1 1 0 0 2:1 3
1 1 0 0 1:0 3
1 0 1 0 1:1 1
1 0 1 0 1:1 1
1 0 1 0 0:0 1
1 0 1 0 0:0 1
1 0 1 0 0:0 1
1 0 1 0 0:0 1
1 0 0 1 0:1 0
1 0 0 1 1:2 0
Næsti leikur er í kvöld, þá leika
Víkingur og Valur á Laugardals-
velli kl. 20.
• Páll Ólafsson og félagar hans í landsliöinu hafa æft mjög vel aö
undanförnu. Þaö kemur sér vel núna þegar allt bendir til þess að liðið
keppi í Los Angeles í sumar.
Pétur Rafnsson:
„Tel mig geta
unnið hreyfingunni
mikið gagnM
EINN af núverandi stjórnar-
mönnum í HSÍ, Pétur Rafnsson,
hefur ákveöið að gefa kost á sér
í framboð til formanns á árs-
þingi HSÍ. Mbl. innti Pétur eftir
því af hverju hann færi í fram-
boð til formanns.
— Það er vegna þess að ég
tel mig geta unnið hreyfingunni
mikið gagn meö öflugu starfi. Ég
tel að það sé stórt og mikiö atriði
að þeir sem eru öllum hnútum
kunnugir og hafa verið að starfa
að málum landsliðsins aö undan-
förnu sitji áfram í stjórninni og
taki þátt í þeim mikla undirþún-
ingi sem framundan er hjá lands-
liðinu. Stærsta verkefnið er
Ólympíuleikarnir. Fram að þeim
tíma veröur landsliðið aö fá
marga landsleiki. Við höfum ver-
ið að vinna að þeim málum og í
samráði við hin Norðurlöndin
ætti okkur að takast að fá leiki.
— Nú, þaö eru ótal mörg
verkefni sem ég hefði áhuga á að
segja frá en það yrði alltof langt
mál, sagði Pétur.
Jón Hjaltalín gefur
kost á sér til ,
formennsku í HSI
„ÁSTÆDAN fyrir því aö ég gef
kost á mér í framboð til for-
mennsku í HSÍ er sú að fjöl-
margir, bæði hér í Reykjavík og
úti á landi, sem starfa að málum
handknattleiksins hafa farið
þess á leit við mig. Ég hef líka
sjálfur áhuga á því að koma inn
í handknattleikinn aftur og
reyna að gera hreyfingunni
gagn,“ sagði Jón Hjaltalín
Magnússon í spjalli við Mbl. í
gær. Jón var hér á árum áður
kunnur handknattleiksmaður
og lék marga landsleiki.
Að sögn Jóns er hann búinn
að fá trausta menn til að starfa
með sér i stjórn HSÍ, og verði
hann kjörinn formaður þá má bú-
ast viö nokkrum breytingum á
stjórninni frá þvi sem nú er. Þá
sagöi Jón að Friðrik Guð-
mundsson núverandi formaður
HSÍ, sem þúinn var að gefa kost
á sér til endurkjörs myndi draga
framöoð sitt til þaka og styöja
sig í formannssætið.
— ÞR
Næsta öruggt að íslenska
landsliðið í handknattleik
keppir í Los Angeles í sumar
Samkvæmt öruggum heim-
ildum Morgunblaðsins mun ís-
lenska landsliðið í handknatt-
leik taka þátt í Ólympíuleikun-
um í Los Angeles í sumar. ís-
land fær þátttökurétt í leikun-
um þar sem svo margar Aust-
ur-Evrópuþjóðir hættu vió
þátttöku. íslenska ólympíu-
nefndin heldur í dag blaöa-
mannafund um mál þetta og
kynnir afstöðu sína til þess.
Mjög líklega myndu 14 til 16
leikmenn fara á leikana auk 4
aðstoðarmanna og þjálfara.
Kostnaöur við þennan hóp.
myndi nema nálægt tveimur
mílljónum króna og þann erfiða
vanda verður einhvern veginn
að leysa.
Sex efstu þjóðirnar í hand-
knattleikskeppni Ólympíuleik-
anna fá sæti í A-riðli heims-
meistarakeppninnar og hefur ís-
land alla möguleika á aö vera í
þeim hópi. Fari íslenska liöiö
ekki á Ólympíuleikana þá veröa
mótherjar þeirra í næstu
B-keppni öll Austur-Evrópu-liðin
og búast má viö erfiðum róöri þá
og jafnvel myndi ísland falla
niður í C-riðil. Þaö er því mikið í
húfi fyrir íslenskan handknattleik
aö taka þátt í leikunum í Los
Angeles.
— ÞR.
Íþróttír á sex síóum í dag: 23, 24, 25, 26, 36 og 37
'1 Llð vlkunnai r 'ií 1
Þorvaldur Jónsson
KA
Sigurður Halldórsson Jónas Róbertsson
ÍA Þór
Benedikt Guðmundsson
UBK
ÓskarGunnarsson
Þór
Sveinbjörn Hákonarson
ÍA
Ómar Ingvarsson
KR
Guömundur Torfason
Fram
Jón Oddsson
UBK
Guðbjörn Tryggvason
ÍA
Guðmundur Þorbjörnsson
Val