Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1984
27
Morgunblaðið/Friftþjófur.
Forsvarsmenn fyrirtækja sem sótt hafa um innflutningsleyfí á fundi hjá Verslunarráði íslands í gær. F.v.: Kristinn
Guðjónsson (Bananar hf.), Haukur Hjaltason (Dreifíng sf.), Arnar Ingólfsson (Bananasalan sf.), Gísli V. Einarsson
(Eggert Kristjánsson og co. sf.), Kjartan Stefánsson (Verslunarráði íslands) og Sigurður Gísli Pálmason (Hagkaup
hf.).
Sex af sjö umsækjendum um innflutningsleyfi á kartöflum:
Ekki reiðubúnir til þátttöku
í „hálfgildings einokunar-
kerfi við hlið þess gamla“
SEX af þeim sjö aðilum sem sótt
hafa um innflutningsleyfí á kartöfl-
um, þ.e. allir nema Mikligarður,
skrifuðu landbúnaðarráðherra bréf í
gær þar sem þeir lýsa sig ekki reiðu-
búna til þátttöku í því „hálfgildings
einokunarkerfí við hlið þess gamla“
sem þeir telja það fyrirkomulag sem
landbúnaðarráðherra hefur boðið
þeim uppá sé og leggja til að inn-
flutningur á kartöflum verði gefínn
frjáls.
Fulltrúar þessara aðila, Gísli V.
Einarsson, fyrir hönd Eggerts
Kristjánssonar og co hf.; Sigurður
Gísli Pálmason, fyrir hönd Hag-
kaups hf.,; Haukur Hjaltason,
fyrir hönd Dreifingar sf.; Kristinn
Guðjónsson, fyrir hönd Banana
hf.; Arnar Ingólfsson, fyrir hönd
Bananasölunnar sf. og Magnús
Erlendsson, fyrir hönd Björgvins
Schram umboðs- og heildverslun-
ar, boðuðu til blaðamannafundar
að loknum fundi sínum hjá Versl-
unarráði fslands í gær og kynntu
bréf sitt til ráðherra og sjónarmið
sín í málinu. í bréfinu segja þeir
að fullur skilningur sé hjá um-
sækjendum á því að innlendir
kartöflubændur eigi möguleika á
að selja framleiðslu sína, að svo
miklu leyti sem hún uppfylli kröf-
ur neytenda. Á hinn bóginn sé um
það að ræða á hvern hátt þörfum
neytenda verði fullnægt á þeim
tíma sem innlend framleiðsla er
ekki á boðstólum. Telja þeir tillög-
ur landbúnaðarráðherra ekki
framkvæmanlegar án kvótaskipt-
ingar, en slíkt haftafyrirkomulag
stríði algjörlega gegn heilbrigðum
viðskiptaháttum og sé vanvirðing
við neytendur með hliðsjón af
þeirri áskorun, sem rúmlega 20
þúsund neytendur hafa skrifað
undir. Segjast þeir ekki vera til-
búnir til þátttöku í hálfgildings
einokunarfyrirkomulagi við hlið
þess gamla. Þetta sé fyrst og
fremst hagsmunamál neytenda og
telji þeir að neytendum sé best
þjónað í frjálsri samkeppni.
Leggja þeir til að innflutningur
með kartöflur verði gefinn frjáls,
en ráðuneytið hafi á hendi að
stöðva hann með eðlilegum fyrir-
vara, þegar innlend framleiðsla
kemur á markaðinn. Þá lýsa fyrir-
tækin sig ekki síður reiðubúin til
að dreifa innlendri framleiðslu en
innfluttri og stuðla þannig að því
að auka kartöfluneyslu lands-
manna, sem kæmi innlendum
framleiðendum til góða. Telja þeir
fulla þörf á því eftir þá lægð sem
þeir segja kartöflusöluna nú
komna í við núverandi einokun-
arfyrirkomulag.
Þessi ákvörðun forsvarsmanna
fyrirtækjanna sex er tekin í fram-
haldi af svari landbúnaðarráðu-
neytisins við fyrirspurn Verslun-
arráðs íslands um nánari útfærslu
á fyrirkomulagi sameiginlegs inn-
strönduðu
hvíldartíma
sem sýnir jú að þessi vottorð eru
beinlínis út í hött.“
„Hvfldartíminn eitt af
grundvallaratriðum í
öryggisreglum okkar“
„Samningarnir voru komnir á
lokastig þegar slitnaði uppúr í nótt,
Vegna þessa ákvæðis um hvíldar-
tímaregluna, sem við vorum ekki
reiðubúnir að breyta," sagði Björn
Guðmundsson, formaður samninga-
nefndar flugmanna í flugmanna-
deilunni við Flugleiðir, í gær.
’„Við gátum ekki fallist á breyt-
ingartillögur Flugleiða um hvíld-
artímareglur okkar," sagði Björn,
og bætti hann því við að flugmenn
litu á hvíldartímann sem eitt af
grundvallaratriðunum í öryggis-
reglum sínum, og þeir gætu ekki
fallist á neinar breytingar þar á.
Björn sagði að ekkert hefði verið
ákveðið af hálfu flugmanna hver
yrðu næstu skrefin í þeirra baráttu,
tíminn yrði bara að leiða það í Ijós.
Er hann var spurður hvort hann
ætti von á því að flugmenn veiktust
á nýjan leik sagði hann: „Ég er ekki
læknir, og ég get engu spáð um
heilsu flugmanna."
Björn var spurður álits á þeim
ummælum Erlings Aspelund, að
einn flugmannanna hefði skilað inn
læknisvottorði, þar sem hann væri
sagður ófær um að sinna störfum
vegna sjúkleika, þann 18. 19. og 20.
maí, en læknirinn sem hefði gefið
út vottorðið hefði sagt í samtali við
trúnaðarlækni Flugleiða að hann
hefði aldrei séð viðkomandi sjúkl-
ing: „Mér finnst nú svona ásakanir
svo fáránlegar, að þær eiga ekki að
vera sæmandi heilbrigðum
mönnum. Hann er að ásaka lækn-
inn þarna fyrir alvarlegt agabrot í
stéttinni, og ég tel alveg víst að það
mætti lögsækja mann fyrir að gefa
út læknisvottorð, án þess að hafa
hugmynd um, upp á hvað hann er
að skrifa," sagði Björn.
flutningsleyfis. I bréfi ráðuneytis-
ins kemur fram að innfiutnings-
leyfið gildi um skamman tíma,
það er þar til nefnd sú sem starf-
andi er á vegum ráðuneytisins
hefur lokið verkefni sínu og ríkis-
stjórnin fjallað um málið. Þó geti
innflutningur aðeins farið fram,
að hann skerði ekki sölumöguleika
innlendrar framleiðslu sem ætla
megi að komi á markað um mán-
aðamótin júlí/ágúst. Ráðuneytið
svarar ekki spurningu Verslunar-
ráðsins um magn innflutnings.
Segir í bréfinu að beiðni um inn-
flutningsmagn þurfi að koma frá
innflytjendum og að ekki sé hægt
að segja fyrir um stærð leyfisveit-
ingar fyrr en séð verður um hvað
verður beðið og hvaða magn inn-
lendur markaður hefur þörf fyrir.
Til að byrja með verði tekin
ákvörðun um vikulegan innflutn-
ing til júníloka, sem innflytjendur
skipti með sér. Þá kemur fram að
allir nýir aðilar sem óska eftir að-
ild að innflutningi þurfi að eiga
aðgang að hinu sameiginlega inn-
flutningsleyfi, að því tilskyldu að
þeir uppfylli nauðsynlegar kröfur
um aðstöðu fyrir vöruna.
í gær var haldinn stjórnarfund-
ur í Grænmetisverslun landbún-
aðarins þar sem rætt var um stöðu
fyrirtækisins í framhaldi af síð-
ustu atburðum í kartöflumálinu
svokallaða, m.a. innflutningi
einkafyrirtækja og vilyrði land-
búnaðarráðherra um sameiginlegt
innflutningsleyfi til umsækjenda.
Ingi Tryggvason, formaður stjórn-
arinnar, sagði í samtali við blm,
Morgunblaðsins að engar ákvarð-
anir hefðu verið teknar, en málin
rædd. Sagði hann að Grænmetis-
verslunin starfaði áfram eins og
ekkert hefði í skorist og að síðustu
atburðir í málinu kölluðu ekki á
nein sérstök viðbrögð af hálfu
fyrirtækisins, enda teldi hann
ekki ástæðu til annars en að hún
gæti þrifist áfram.
Listvinafélag Hallgrímskirkju:
Matthíasarkvöld
Matthíasarkvöld Jochumssonar
verður haldió í Hallgrímskirkju á
morgun, miövikudag, kl. 20.30. Aö
kvöldinu stendur Listvinafélag
Hallgrímskirkju, en Guórún Ás-
mundsdóttir, leikari, hefur umsjón
meó dagskránni. „Listvinafélag
Hallgrímskirkju hafói fvrir nokkru
komið aö máli við mig um aó taka
saman dagskrá," sagói Guórún í
samtali viö blm. Mbl. „Síöan vor-
um við hér sex leikarar sem höfö-
um áhuga á að glíma viö góöan
texta og því var tilvalið aó taka
saman dagskrá um líf og verk
Matthfasar Jochumssonar og flytja
á vegum Listvinafélagsins."
Auk Guðrúnar koma fimm
leikarar fram á kvöldinu, þau
Þórunn Magnea Magnúsdóttir,
Eyvindur Erlingsson, Hrönn
Steingrímsdóttir, Sigrún Edda
Björnsdótttir og Valgeir Skag-
fjörð. Þá tekur Hörður Áskels-
son, píanóleikari einnig þátt í
dagskránni.
Aðspurð um dagskrána, sagði
Guðrún að hún byggði á smá-
atriðum úr lífi Matthíasar og
inn í þau fléttuðust ýmis ljóð
hans, auk þess sem flutt yrði
leikatriði úr Skugga-Sveini, sem
skáldið skrifaði 1898. „Við kynn-
um Matthías og segjum frá ýms-
um æviatriðum hans, lesum upp
úr ævisögunni og tengjum við
Matthías Jochumsson
frásögnina ljóð hans. Þá verður
leikritið Skugga-Sveinn kynnt
áður en leikatriðið verður flutt
og jafnvel lesnir upp leikdómar
um það,“ sagði Guðrún Ás-
mundsdóttir.
Þess má geta að Matthías-
arkvöldið er ekki fyrsta dagskrá-
in sem Guðrún hefur séð um á
vegum Listvinafélagsins. Hún
vinnur nú að gerð leikrits um
Kaj Munch, sem ráðgert er að
verði frumsýnt næsta haust og
stendur til að það verði flutt í
sem flestum kirkjum a.m.k. á
höfuðborgarsvæðinu.
Andreas Schmidt barítónsöngvari og Hörður Áskelsson stjórnandi Mót-
ettukórs Hallgrímskirkju.
Tónleikar Mótettu-
kórsins endurteknir
ÁKV'EÐIÐ hefur verið aó endurtaka tónleika Mótettukórs llallgríms-
kirkju í kvöld vegna góörar aðsóknar, en kórinn hélt tónleika á sunnudag-
inn í Kristskirkju, þar sem meðal annars var flutt mótettan Jesu, meine
Frcude eftir J.S. Bach og var það í fyrsta skipti sem hún cr flutt á íslensku,
en Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup, hefur þýtt-verkiö í samvinnu
viö Heimi Pálsson, cand. mag.
Annað sem er á verkefnaskrá
kórsins er Festival Te Deum eftir
Benjamin Britten fyrir kór og
orgel, auk mótetta eftir Hassler,
Kuhnau, Poulenc og raddsetn-
ingar eftir Jón Nordal, Þorkel
Sigurbjörnsson og Jón Hlöðver
Áskelsson við texta Hallgríms
Péturssonar.
Þýski barítónsöngvarinn And-
reas Schmidt er sérstakur gestur
tónleikanna og mun á tónleikun-
um syngja Biblíuljóð eftir Dvorak
við undirleik Marteins H. Frið-
rikssonar. Andreas Schmidt er
aðeins 23 að aldri og hefur hlotið
skjótan frama í heimalandi sínu.
Hann er nemandi Fischer-Diskau
og er nú kominn á fastan samning
við óperuna í Berlín auk þess sem
hann hefur unnið til fjölda verð-
launa. Schmidt hefur tvívegis áð-
ur komið til íslands og sungið í
Hallgrímskirkju og í sjónvarps-
sal.
Tónleikarnir verða í Krists-
kirkju og hefjast klukkan 21.00.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn. Stjórnandi Mótettu-
kórs Hallgrímskirkju er Hörður
Áskelsson.
Ný höfundalög sam-
þykkt frá Alþingi
NÝ HÖFUNDALÖG voru afgreidd
frá neöri deild Alþingis í gær. Gera
lögin m.a. ráó fyrir, aó höfundar
verka, sem útvarpaó hefur verið eða
gefín hafa verið út á hljóðriti eöa
myndriti, eigi rétt á sérstöku endur-
gjaldi vegna upptöku verka þeirra til
einkanota. Þá skal greióa gjald af
tækjum til upptöku verka á hljóö- og
myndböndum til einkanota, svo og
af auðum hljóð- og myndböndum og
öórum böndum sem telja má ætluó
til slíkra nota. Þá varö frumvarp til
laga um málnefnd einnig að lögum
frá Alþingi í gær.
J hinum nýju höfundalögum
segir um hið nýja gjald: „Gjaldið
skal greitt af tækjum og böndum
sem flutt eru til landsins eða
framleidd eru hér á landi og hvílir
skylda til að svara gjaldi þessu á
innflytjendum og framleiðendum.
Gjald af tækjum nemi 4% af inn-
flutningsverði eða framleiðslu-
verði ef um innlenda framleiðslu
er að ræða. Gjald af auðum
hljóðböndum nemi kr. 10.00, en kr.
30.00 ef um auð myndbönd er að
ræða. Menntamálaráðherra setur
nánari reglur um gjald þetta
þ.ám. um verðtryggingu gjalds-
ins.“