Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1984 37 • Framstúlkurnar uröu íslands- og bikarmeistarar í handknattleik í vetur. Þær voru með áberandi besta liðið í deildinni og sigruöu örugglega og sanngjarnt. Á myndinni má sjá fslandsmeistarana ásamt liösstjóra og þjálfara. Efri röö frá vinstri: Rögnvald Erlingsson liösstjóri, Guöríður Guöjónsdóttir, Sigrún Blomsterberg, Oddný Sigsteinsdóttir, fyrirliöi, Hanna Leifsdóttir, Margrét Blöndal, Rannveig Rúnarsdóttir, Gústav Björnsson, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Þórunn Ólafsdóttir, Kristín Birgisdóttir, Sólveig Steinþórsdóttir, Kolbrún Jóhannsdóttir, Arna Steinsen og Þóra Gunnarsdóttir. Jón nærri búinn að vinna Wessinghage „Þaö var gífurleg barátta í þessu hlaupi, en byrjunarhraóinn alltof lítill til þess aó tíminn yrói betri. Nú naga ég mig bara í handabökin yfir aó hafa tapaó fyrir Wessinghage," sagöi Jón Diöriksson millilengdahlaupari úr UMSB í samtaii vió Mbl. eftir góöa frammistöðu í einu af mörg- um úrtökuhlaupum vestur-þýzka frjálsíþróttasambandsins vegna ólympíuleikanna í Los Angeles. í hlaupinu var Jón nærri því aó sigra helztu von V-Þjóðverja þar, hlauparann fræga Thomas Wess- inghage. „Það vildi enginn leiöa hlaupiö, enda rigning og kuldi, og ég ætlaöi mér ekki aö taka forystu, er búinn aö fá nóg af því aö leiða hlaupin og halda uppi hraða. En ég var jafnan í 3ja til 4öa sæti af 20 hlaupurum, - þar til á síöustu 100 metrunum, að hinir sprettharöari sigu fram úr. En þetta var mikil keppni og Wess- inghage náöi ekki aö fara fram fyrir mig fyrr en 60—70 metra frá marki,“ sagöi Jón. _______ áaás. KSÍ KSÍ og Eimskipafélag íslands hafa ákveöiö aö halda íslandsmót í knattspyrnu í eftirtöldum flokkum: a) Fyrir 6. flokk pilta a og b liö f. 1974 og síðar. b) Fyrir stúlkur f. 1972 og síðar. c) Fyrir stúlkur f. 1969—1972. Ennfremur auglýsir mótanefndin hér meö eftir þátt- töku í hraömóti 5. flokks a og b lið. Þátttökutilkynningar skulu berast til KSÍ fyrir 1. júní nk. ásamt þátttökugjaldi sem er kr. 500 fyrir hvert lið. KSÍ EÓP-mótió EÓP-mótiö í frjálsum íþróttum veröur haldiö á föstudaginn á Fögruvöllum í Laugardal. Keppni hefst kl. 18.30. Keppt verður í 100 m hlaupi, 400 m hlaupi, lang- stökki, 1500 m hlaupi og kringlu- kasti. Keppt veröur í karla- og kvennaflokki í öllum þessum greinum. Þátttöku ber aö tilkynna til Guórúnar Ingólfsdóttur í síma 12891 eða á spjöldum frjáls- íþróttasambandsins. Hafsteinn sigraði í Kaldals- hlaupinu BRYNDÍS Hólm ÍR hóf keppnis- tímabiliö að þessu sinni betur en nokkur sinni fyrr meö því aö stökkva 6,06 metra á Vormóti ÍR á Laugardalsvelii. Virðist Bryndís í góöri æfingu og líkleg til afreka og vart veröur íslandsmetið lang- líft úr þessu, en þaó er 6,17 metr- ar. Vormótið fór fram viö óhag- stæöar aöstæöur, en keppendur i Kaldalshlaupinu létu þaö ekki á sig fá, mættu 15 talsins til leiks og létu hvergi á sér bilbug finna. Hafsteinn Óskarsson ÍR sigraði í hlaupinu, sem haldiö er í minningu Jóns Kaldal, fremsta langhlaupara landsins um árabil. Árangur á mótinu bar annars keim af aöstæöum, en auk þess má nefna kringlukast Margrétar Óskarsdóttur ÍR og spjótkast Unn- ars Garöarssonar HSK. Árangur í spretthlaupum var líklega ólögleg- ur sökum meövinds en úrslit greina uröu annars þessi: Kaldalshlaupiö 3.000 m 1. Hafsteinn óskarsson, ÍR 8:52,4 2. Gunnar Birgisson, IR 9:15,3 3. Magnús Haraldsson. FH 9:25,2. 100 m 1. Jóhann Jóhannsson, IR 11,0 110 m grind 1. Stefán Þór Stefánsson. IR 14,9 Hástökk 1 Stefán Þór Stefánsson. IR 1,95 Spjótkast 1 Unnar Garöarsson, HSK 65,44 800 m drengja 1. Steinn Jóhannsson, ÍR 2:13,6 Konur 200 m 1. Svanhildur Kristjónsdóttir, UBK 25.5 1500 m 1. Súsanna Helgadóttir, FH 5:11,6 Langstökk 1. Bryndís Hólm, IR 6,06 Kringlukast 1. Margrét D. Óskarsdóttir, IR 42,56 100 m meyja 1. Súsanna Helgadóttir, FH 12,7 er bara fyrir stráka I ÍV^ eru sér stráka- flokkar á þriðjudögum og föstudögum. Byrjendur — framhalds- flokkar. Kennari Guöbergur Garðarsson. Innritun er hafin hringið strax í dag síma 40947

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.