Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 38
3á MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 22. MAÍ 1984 Minning: Davíð Guðjóns- son trésmiður Fæddur 16. september 1902 Dáinn 12. maí 1984 Davíð fæddist 16. september 1902 á Arnarstöðum í Hraungerð- ishreppi — og var því tæplega 82 ára gamall. Foreldrar hans voru Elín Bjarnadóttir frá Klömbru og Guðjón Guðmundsson, smiður. Þau bjuggu lengi í Vestmannaeyj- um og stundaði Guðjón þar báta- smíðar og mun Davíð hafa lært handtökin á smíðatólunum þar hjá föður sínum. Davíð ólst upp á Eyrarbakka hjá foreldrum sínum, og fluttist með þeim út í Vestmannaeyjar fyrir 1920. Á báðum stöðum mun hann hafa gengið í öll störf eins og þá var títt með unglinga og unga menn. f Vestmannaeyjum tók hann þátt í útgerð með föður sín- um, jafnframt smíðum og vinnu í verstöðvum fyrir norðan og aust- an á sumrum og haustum. Konu sinni, Kristjönu Árna- dóttur, kynntist Davíð þegar hann var við störf á Siglufirði og opinb- eruðu þau trúlofun sína í október 1927 og giftu sig 27. maí 1929. Þau bjuggu fyrst á Siglufirði og þar fæddist þeim dóttirin ólöf 6. ágúst 1930. Það ár fluttu þau hjón til Reykjavíkur og reistu hús í Skerjafirði með systur Davíðs og mági og bjuggu þar að Fáfnisnesi 11 sem nú er, þar til þau fluttu með dóttur sinni og tengdasyni í nýtt og stærra hús, Fáfnisnes 8, 1961, þar sem þau bjuggu það sem þau áttu eftir ólifað. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, GUÐMUNOA ERLENDSDÓTTIR, Smáratúni 36, Keflavik, andaðist / Borgarspítalanum aö kvöldi 15. maí. Jaröarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afbeönir. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hjartavernd. Júlíus F. Óskarsson, börn, tengdabðrn og barnabörn t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, Þóruteih 4, lést á heimili sfnu 18. maí. Siguröur Hauksson, Sigrún Hauksdóttir, María Hauksdóttir, Guörún Hauksdóttir, Ásrún Hauksdóttir, Ása Kristjénsdóttir, Steinþór Júlíusson, Leifur fsaksson, Sigurbergur Sigsteinsson, Einar Hafsteinsson og barnabðrn. t Faðir minn, tengdafaöir og afi, ÁGÚST SIGURÐSSON, lést í Landakotsspítala 18. maí. Óskar Tómas Ágústsson, Lára Guömunda Óskarsd., Ágúst Jón Óskarsson. Sigríöur Guorún Jónsdóttir, Vilhelmína Óskarsdóttir, t Konan min. ODDRÚN F. GUÐMUNDSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. maí kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Jónas Grétar Þorvaldsson, Valdís Ósk Jónasdóttir, Þónr Karl Jónasson, Þorvaldur Jónasson. t Maðurinn minn og faðir okkar, JÓNAS HALLGRÍMSSON, húsgagnasmíöameistari, veröur jarösunginn trá Hafnarfjaröarkirkju mlðvikudaginn 23. maí kl. 15.00. Þórunn Jóhannsdóttir og börn. Árið 1936 eignuðust þau annað barn, dreng, en hann lést skömmu eftir fæðingu. Konu sína, Kristjönu, missti Davíð 21. september 1970 eftir langvarandi veikindi. Davíð vann við trésmíðar eftir að hann flutti til Reykjavíkur — húsasmíðar fyrst en varð svo verkstjóri hjá Trésmiðju rfkisins um 1947—1952, eftir það vann hann nokkur ár við byggingar og byggði meðal annars húsið Fáfn- isnes 8. Síðustu árin vann hann einkum við smíðar á verkstæði — smíðaði innréttingar og gerði við tréverk allskonar. Davíð var maður dagfarsprúður og jafnlyndur. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum, en hann hafði alla tíð gaman af félagsskap og samræðum við fólk, enda maður- inn víðlesinn og mjög minnugur. Ferðalög og náttúruskoðun voru auk lesturs góðra bóka hans upp- áhaldstómstundagaman. Veikindi bæði hans og konu hans drógu þó úr möguleikum á ferðalögum. Um eins árs skeið 1954 og 1955 vann ég með Davíð við húsbyggingar og kynntist hon- um þá betur og meir en áður. Það sem einkenndi alla hans vinnu var vandvirkni og góður undirbúning- ur verka. Áður en verk var hafið voru öll verkfæri undirbúin og ákveðið hvernig að hverju og einu skyldi staðið — fannst mér stund- um vegna reynsluleysis að hægt væri að rjúka í verkið fyrr — en niðurstaðan var að Davíð þurfti nánast aldrei að taka neitt upp eða endurtaka það sem hann var einu sinni búinn með, því var lokið þegar síðasti naglinn var negldur. Þessi vandvirkni, trúmennska og virðing fyrir vinnu sinni og orðstír einkenndu manninn, bæði í vinnu og öllu dagfari. Þetta kom vel fram þau ár sem kona hans var sjúklingur, en um 4 ára skeið voru möguleikar hennar til að gera sig skiljanlega harla litlir — stundaði Davíð hana af slíkri nærfærni og sjálfsafneitun, að undravert var — hann nánast bar hana á höndum sér. Þessi ár voru erfið en aldrei heyrði ég Dav- ið á það minnast heldur fremur hvernig hefði mátt bregðast við á annan veg og gera betur. Svo sem áður var nefnt naut Davíð ferðalaga þó tækifærin hefðu ekki verið mörg. Þá má segja að upphaf þess að njóta þeirra hafi verið þegar hann ásamt fjölskyldu dótturinnar fór í fyrstu siglinguna með Gullfossi í næstsíðustu ferð þess skips 1972, árið sem Davíð var sjötugur. Síð- an komu ferðir til ýmissa staða í heiminum, svo sem ísrael, Egyptaland, Mexíkó, Spánar, ítal- íu og fleiri. Margar ferðanna í hópi sem sóknarpresturinn, séra Frank M. Halldórsson, stýrði. Davíð naut þessara ferða mjög vel og hafði gaman af að segja frá því sem fyrir augun bar, þegar aftur var komið heim. Frá þeirri ferð sem nú er hafin verða engar sagnir en heimferð er það og honum góð. Frá fjölskyld- unni fylgja innilegustu kveðjur og þakkir til föður, tengdaföður, afa og langafa fyrir góð ár saman og innilega ómetanlega vináttu. Egill Skúli lngibergsson I dag verður Davíð Guðjónsson, trésmiður, Fáfnisnesi 8, Reykja- vík, lagður til hinstu hvíldar, kvaddur af dóttur, tengdasyni, barnabörnum, systkinum og vin- um. Nú þegar leiðir skilur langar mig að kveðja hann með nokkrum orðum og þakka honum fyrir mikla tryggð og vináttu við mig og mína um áratugi. Davíð var fæddur Árnesingur, ólst upp mikið til á Eyrarbakka hjá foreldrum sínum, Elínu Bjarnadóttur og Guðjóni Guð- mundssyni. Hann gekk þar í barnaskóla og kom fljótt í ljós að hann var vel gefinn og hefði getað gengið í fleiri skóla, ef aðstæður hefðu leyft. En á þeim árum voru erfiðir tímar og þurfti því vinnan að sitja í fyrirrúmi hjá mörgum. Varð Davíð fljótt mikill bókamað- ur og átti hann orðið talsvert bókasafn. Oft tók hann sér bók í hönd í frístundum sínum. Ekki var hægt að gefa honum neitt betra en góða bók. Þegar leiðir okkar Davíðs lágu fyrst saman var ég ung að árum. Var ég þá stödd úti í Vestmanna- eyjum, en þar átti Davíð heima. Þá vildi svo til að þar var annar maður, Gunnar Sigurðsson, sem var kunningi minn og vinur, sem ég giftist svo síðar, en þeir Davíð og Gunnar voru hinir bestu kunn- ingjar og vinir um langan tíma. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, ADALSTEINN ÁSGEIRSSON, heilsugæslulækmr. Þórshöfn, andaöist á heimili sinu aö morgni 19. mai sl. Marta Hildur Richter, Auöur Aoalsteinsdóttir, Þórdis Aoalsteinsdóttir, Auour Aðalsteinsdóttir. Ásgeir Valdimarsson og fjölskylda. Margrét Richter, Ulrich Richter og fjölskylda. t Viö þökkum af alhug auösýnda vináttu og hluttekningu viö andlát og útför HERMANNS ÞORVALDSSONAR frá Þórshöfn. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Enn man ég vel þegar ég tók fyrst í hönd Davíðs hvað handtak hans var hlýtt og traust og ^ivað brosið hans var blítt. Hitti svo Davíð unga og glæsi- lega stúlku, Kristjönu Árnadóttur, ættaða frá Hofsósi. Felldu þau hugi saman ng giftu sig skömmu seinna. Urðum við svo öll hinir bestu vinir alla tíð. Fluttust þau Davíð og Kristjana til Siglufjarð- ar og byrjuðu þar búskap sinn. Þar eignuðust þau dóttur, sem heitir ólöf Elín, nú gift Agli Skúla Ingibergssyni, rafmagnsverkfræð- ingi. Eftir þrjú ár á Siglufirði, eða 1932 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þau hér allan sinn bú- skap eftirleiðis. Ekki leið langur tími þar til Davíð réðst í að byggja sér hús á Shellvegi 8b í Skerjafirði með mági sinum, Júlíusi Jónssyni, og Rannveigu, systur sinni. Svo þegar það var fullgert fluttu þau í það og eignuðust þar sitt hlýja og fallega heimili, sem bar ljósan vott um hinn mesta myndarskap. Átti ég og fjölskylda mín þar margar góðar ánægjustundir hjá þeim. Nokkru seinna fæddist þeim sonur en urðu fyrir því að missa hann skömmu eftir fæðingu. Dró þá ský fyrir sólu, en Drottinn græðir sár og þerrar tár. Davíð var lærður trésmiður og vann við þá iðn. Gekk hann í Trésmíðafélag Reykjavíkur og var þar traustur og góður félagi eins og hann var alls staðar. Hann var hið mesta prúðmenni í allri fram- komu, hlýr og glaður var hann í vinahópi, já, margar eru minn- ingarnar eftir langa og góða vin- áttu. Minnist ég þeirra mörgu jóla er þau heimsóttu okkur á jóladag vestur á Framnesveg 12. Voru þá tekin spil og mikið hlegíð sti'nd- um. Heilsuðum við svo nýju ári með því að heimsækja þau á ný- ársdag og áttum góðar samveru- stundir, eins og ævinlega þar. Minningarnar eru margar, sem verða geymdar sem dýrmætar perlur. Arin liðu svo hvert af öðru og hurfu í tímans rás. Árið 1970 missti Davíð konu sína, eftir löng og ströng veikindi. Bjó Davíð þá einn í íbúð sinni, í skjóli sinnar góðu dóttur og tengdasonar sem bjuggu í sama húsi, húsi sem þau öll höfðu reist sér að Fáfnisnesi 8 eins og fyrr segir. Eina ósk hafði Davíð borið í brjósti sér, en það var að geta ferðast og skoðað sig um. Þessa ósk fékk hann uppfyllta og fór hann nokkuð margar ferðir til út- landa. Hann ferðaðist einnig mik- ið hér heima og naut hann þess alls í ríkum mæli. Hann kom allt- af til mín, til að segja mér ferða- sogur sínar og sá ég þá hans hlýja bros leika um andlit hans, er hann sagði frá mörgu, sem fyrir hann hafði borið. En svo kom að því að hann fór að finna til lasleika, sem hann varð að lokum að beygja sig fyrir. Varð hann að fara á sjúkra- hús og gangast undir uppskurði og liggja á spítala öðru hvoru eftir það. Lá hann síðast í St. Jóseps- spítala í Hafnarfirði, þar sem hann fékk hina bestu hjúkrun. Þegar ég heimsótti hann síðast fannst mér ég sjá, að nú ætti hann bara eina ferð eftir. Röbbuðum við saman og minntumst á sumt frá liðnum tímum. Brosti hann þá að sumu og er ég tók í hönd hans, fann ég sama hlýja handtakið eins og forðum daga. Nú er leiðir skilur og við sjáum vini okkar hverfa spyrja kannske sumir hvaða tilgang þetta líf hafi. En Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið, hver sem á mig trúir mun lifa þótt hann deyi," „Sjá, ég fer á undan ykkur að búa ykkur stað." Ég bið Guð að varðveita sál Guðjóns og Iauna honum ríkulega fyrir allt það góða sem veitti okkur öllum. Hann leiði hann heim til sinna nýju bústaða, þar sem brúður hans kemur á móti honum, tekur í hönd hans og þau sjá bjartan og nýjan dag renna upp. Dóttur Guðjóns og tengdasyni og öllum ástvinum sendum við okkar bestu samúðarkveðjur með þökk fyrir liðin ár. Fari kær vinur í friði og hafi hann þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Guðbjörg Guðnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.