Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 24
28 ♦ > »i oo rT»T^> a Atnma^ rryrr » rrrrMr trynmr MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1984 Stofnun hlutafélags um byggingu reiðhall- ar frestað til hausts STOFNFUNDUR hlutafélags um rcióhallarbyggingu var haldinn á r Attunda norræna skipulags- ráðstefnan haldin í Reykjavík ÁTTUNDA norræna skipulagsráiV- stefnan er haldin í Keykjavík dagana 21.—23. maí. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi ráðstefna er haldin hér á landi. Að þessu sinni ber ráðstefnan yf- irskriftina „Valddreifing eða mið- stýring" (Lokalautonomi kontra central styring). Haldnir veða fyrir- lestrar um þetta efni og unnið í starfshópum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum munu skipt- ast á skoðunum. Þá er einnig gert ráð fyrir því að fjallað verði um rannsóknir á sviði skipulagsmála og stefnt að því að þær verði samræmd- ar í auknari mæli en verið hefur fram að þessu. Seinast þegar þessi ráðstefna var haldin, árið 1981, var meginvið- fangsefni hennar svæðaskipulagning úti & landsbyggðinni. Þar var fjallað um mikilvægi þess að önnur svæði en borgarsvæði þurfi að skipuleggja. En það er sameiginlegt vandamál allra Norðurlandanna að dreifbýlið og landsbyggðin hafa orðið útundan í skipulagsmálum. Ráðstefnan sem verður haldin hér í Reykjavík er einskonar framhald af þeirri um- ræðu. Nú verður leitast við að varpa Ijósi á þátt stjórnunar í skipulags- málum. í hverra höndum á ákvörð- unartakan að vera? Ráðstefnan er öllum opin en gert er ráð fyrir að þátttakendur verði úr hópi þeirra er starfa að skipulags- málum, sveitar- og bæjarstjórna- manna, fulltrúa landshlutasamtaka og ráðuneyta, og öðrum opinberum aðilum sem starfa að skipulagsmál- um eða í tengslum við þau. (Fréttatilkynning.) sunnudag og voru þar mættir full- trúar frá Landsambandi hesta- manna, Hagsmunafélagi hrossa- bænda, Stéttarsambandi bænda, Búnaðarfélagi íslands, Félagi tamningamanna og nokkrum hesta- mannafélögum. í samtali við Gísla B. Björns- son kom fram að undirtektir voru nokkuð góðar og mikill áhugi hjá þeim, sem mættu á fundinn, á því að gera reiðhöll að veruleika. Þó kvað hann það hafa valdið von- brigðum hversu fá hestamanna- félög sendu fulltrúa á fundinn. Fundurinn samþykkti að fresta stofnun hlutafélags um sex mán- uði og var undirbúningsnefnd þeirri er unnið hefur að þessum málum falið að vinna áfram að öflun hlutafjár. Fimm aðilar gáfu loforð um ákveðna upphæð; Landssamband hestamanna, hestamannafélagið Fákur, Félag tamningamanna, Hagsmunafélag hrossabænda og Límtrésverk- smiðjan á Flúðum. Stefnt er að því að reiðhöllin verði tilbúin til notkunar sumarið 1987 sagði Gísli að lokum. 8 ’f':••Ss. m. • . ís&í tókii Jafnt hjá Albert og Guðmundi J. Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, og Guðmundur Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, reyndu með sér i vítaspyrnukeppni í leikhléi í leik FH og Tindastóls í 2. deildinni í knattspyrnu í Kaplakrika á sunnudag. Guðmundur J. mætti í fullum skrúða: forláta æfingagalla og strigaskóm með vasaklút í hendinni að ógleymdu höfuðfatinu. Albert lét sig ekki muna um að framkvæma nokkrar vítaspyrnur í jakkafötum og spariskóm. Þeir félagar skildu jafnir — skoruðu úr tveimur spyrnum hvor. FH-ingar ætla að fá landskunna kappa til að keppa í vítaspyrnum > hverjum heimaleik í sumar. En eins og oft áður segja myndir meira en mörg orð. Kristján Ijósmyndari var í Kaplakrikanum á sunnudaginn ... Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar: „Þurftum að lækka verðið eða hætta framleiÖslunni“ „Sannleikurinn er sá, að við stóð- um einfaldlega frammi fyrir því að ákveða hvort við yrðum við þessum tilmælum landbúnaðarráðherra um að lækka verðið á þessum mjólkur- drykkjum, eða að hætta framleiðslu þeirra," sagði Guðlaugur Björgvins- son, framkvæmdastjóri Mjólkursam- sölunnar í samtali við blm. Mbl. er hann var spurður hvort það lægi nú Ijóst fyrir með hvaða hætti 20% verð- lækkun á mjólkurdrykkjunum Kókó- mjólk, Mangó og Jóga yrði fjármögnuð. Guðlaugur sagði jafnframt: „Við erum með gífurlega mikla fjárfest- ingu bundna í tækjunum til þessar- ar framleiðslu, þannig að við vær- um þar með ákveðinn fastan kostn- að, þó svo að við hefðum ákveðið að hætta þessari framleiðslu. Þetta var því skárri kosturinn af tvennu illu, en með þessum hætti skilar varan þó rúmlega breytilegum kostnaði og með því að halda þess- ari framleiðslu áfram, þá höfum við þarna töluvert upp í fastan kostnað." Guðlaugur sagði að rétt væri að ítreka að búið væri að gera upp við bændur vegna síðasta árs, og það hefði alveg verið í járnum að hægt væri að skila því grundvallarverði til bænda, sem þeir ættu að fá. Það vill segja það, sagði Guðlaugur: „að ef þessi lækkun á Kókómjólkinni hefði náð til síðasta árs, þá hefði vantað 17 til 18 aura á innveginn mjólkurlítra, til þess að grunda- vallarverðið til bænda næðist. Þetta er því að okkar mati, ákveðin vísbending um það, að það kunni að vera um vanreikning að ræða í öðr- um vöruflokkum. Þess vegna erum við mjög hlynntir því að það verði farið ofan í saumana á þessari verðmyndun í landbúnaðarafurð- um, því þó að við séum með hluta af verðlagningunni, þá eru nú þess- ar heföbundnu landbúnaðarafurðir sem vega hvað þyngst í þessu verð- lagðar af sexmannanefndinni." Nýtt dagvistar- heimili í Kópavogi FÖSTUDAGINN 11. maí var opnað nýtt dagvistarheimili við Grænatún í Kópavogi. Þetta er áttunda dagvistarheimilið sem tekið er í notkun, en með því er heildarfjöldi dagvistarrýma orðinn 560. Það merkir að u.þ.b. 43% barna á aldrinum 2—6 ára eiga kost á dagvistun í Kópavogi. En samkvæmt 10 ára áætlun bæjarstjórnar frá 1981 er stefnt að því að þetta hlutfall verði 70%, segir í frétt frá Félagsmáiastofnun Kópavogs. Dagheimilið í Grænatúni 3 er þriggja deilda dagvistarheimili, 2 leikskóladeildir og 1 dagheim- ilisdeild. Alls eru 80 rými á leikskóladeildum, en 17 rými á dagheimilisdeild eða samtals 97 rými. Deildir verða aldursblandaðar og starfa 3 starfsmenn á deild. Forstöðumaður verður Emilía Júlíusdóttir. Húsið er 4202 og 1560 m3, timburhús á steyptum sökkli. Húsið er byggt af Húsasmiðj- unni. Arkitektarnir Ásmundur Harðarson og Karl Erik Rock- sen, (Teiknistofan Stikan) teikn- uðu húsið og voru teikningar samþykktar i byggingarnefnd 19. maí 1983. Burðarþols- og lagnateikningar voru gerðar á tæknideild Kópavogs, raflagna- teikningar hjá Tækniþjónust- unni s3f, og lóðarhönnun af tæknideild Kópavogs. Gröftur fyrir húsinu og gerð undirstöðu var boðin út og til- boði frá Markholti tekið. Vinna hófst 16. september 1983. Tilboði frá Húsasmiðjunni var tekið í timburhús, fullfrágengnu að utan með öllum innveggjum og innihurðum. Hafist var handa við að reisa húsið 8. des- ember 1983. Tilboðum frá eftirtöldum aðil- um var tekið í aðra verkþætti: Stálafl sá um pípulögn, Geisli hf., Vestmannaeyjum, um raf- lögn, Guðmundur Helgason, Grænatúni 14, um málningu, Hans Þór Jensson, Byggðaholti 53, um dúklögn, Timburiðjan, Garðabæ, um innréttingar, og lóð er unnin af starfsmönnum Kópavogs. Áætlaður kostnaður með öllum búnaði og lóð er um 12 m.kr. á núverandi verðlagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.