Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. MAÍ 1984 Hestadagar í Garðabæ: Þúsundir á há- tíð þrátt fyrir óhagstætt veður Þrátt fvrir að slæmt veður væri í Garðabænum um helgina má segja að vel hafi tekist til með Hestadaga sem hestamannafélagiö Andvari gekkst fyrir. Að vísu var bokkalegt veður á sunnudeginum, bjart og kalt og lygndi þegar líða tók á daginn. Tvær „Topp"-sýningar voru haldnar bæði laugardag og sunnudag og voru þær feykivinsælar. Sýnt var hindrunarstökk, samspil manns og hests, sem nokkrir félagar í Félagi tamningamanna sáu um. Náttfari 776 var sýndur ásamt tíu afkvæmum og var það mjög athyglisverð sýnig og er sennilegt að menn velti því fvrir sér hvort hann eigi möguleika á heiðursverðlaunum fyrir afkæmi, en þess má geta að hann hefur aldrei verið sýndur og dæmdur með afkvæmum. •%|II »M1 -.m- Félagar í Félagi tamningamanna voru meo sýningu sem vakti óskipta athygli. Sýning á afrekshestum var það atriði sem mesta athygli vakti en þar voru sýnir nokkrir höfðingjar sem verið hafa í fyrstu sætum á lands- og fjórðungsmótum. Var stórkostlega gaman að sjá þessa hesta samankomna á einum stað og er óvíst hvort mönnum gefst tæki- færi aftur að sjá þessa hesta sam- an. Nokkrar vaskar hestakonur sýndu reið í söðli að fyrri tíma sið og var fróðlegt að sjá þetta fyrir- bæri. Óneitanlega hafði maður á tilfinningunni að þær væru af og til í þann mund að falta af baki. En það var eitthvað annað því hestana þöndu þær á öllum gangi, bæði á yfirferð og hægu. Innanhúss, nánar tiltekið í Gagnfræðaskóla Garðabæjar, var sýning á ýmsum varningi; reiðver, reiðfatnaður og eiginlega flest allt sem viðkemur hestum og hesta- mennsku. í heild var þessi sýning vel heppnuð og stórafrek útaf fyrir sig og ekki gerir það afrekið minna að framkvæmdaaðilinn er Andvari, sem er eitt minnsta hestamannafé- lag landsins með 150 félaga. Nánar verður fjallað um Hestadaga síðar. "^^/^^' Hestaleiga var á staðnum og stigu margir þar sín fyr.siu skref í reiðmennsku. Hér eru það systkinin Stefán fjög- urra ira og Helgs eins árs sem prófa einn gæðinginn með aðstoð pabba. Ekki var neinum blöðum um það að fletta að glæsi- legasti hestur Hestadaga var Hrímnir fri Hrafnagili og reiðmennska Björns Sveinssonar með því besta sem gerist Höfðu menn á orði að Hrímnir hafi aldrei verið betri enn einmitt nú. Ljósmyndir Valdimar Kristinsson 1 9H >--l JUm. ¦ Þátttakendur í hreinsunardeginum voru á öllum aldri. Þessi mynd er tekin við Krummahóla 8, þar sem verið er að spúla bílaplanið. MorKunblaðið/ARnes. Hreinsunardagur í Breiðholti III sl. laugardag: Breiðhyltingar gerðu hreint fyrir sínum dyrum BREIDHYLTINGAR í Breiðholti III gerðu hreint fyrir sínum dyrum svo um munaði sl. laugardag, en þá var árlegur hreinsunardagur þeirra. Er áætlað að nokkur hundruð manns, þ.m.t. börn, hafi tekið þátt í hreins- unardeginum, og að um 1800 ru.sla- pokum hafi verið dreift meðal íbúa hverfisins. Gísli Sváfnisson, formaður Framfarafélags Breiðholts III, sagði í samtali við blm. Mbl. að hefð hefði skapast fyrir þessum hreinsunardegi, og þátttaka væri yfirleitt mjög góð. Réðist þátttak- an þó að nokkru leyti af veðrinu, og hann sagði að þótt nokkuð hefði gustað þá hefðu Breiðhyltingar bara verið heppnir með veðrið á laugardag. Er biaðamaður ræddi við Breiðhyltinga á hinum ýmsu stöðum í Breiðholtinu á hreinsun- ardaginn, kom berlega í ljós al- menn ánægja með þetta árlega framtak, og jafnframt sögðust þátttakendur vera ánægðir með það hversu virkan þátt borgin tek- ur í þessum hreinsunardegi. Hreinsunardeild Reykjavíkur- borgar lagði til ruslapokana, og menn frá hreinsunardeildinni voru á ferð um hverfið á iaugar- dag, til þess að hreinsa upp af göt- um, spúla þær og hirða þá rusla- poka sem þegar höfðu fyllst. Voru þeir aftur á ferð í gær og tóku þá poka sem eftir voru. Breiðholtið tók svo sannarlega stakkaskiptum sJ. laugardag, og voru sumir Breiðhyltinganna síður en svo á því að hætta hreinsunar- og snyrtiframkvæmdum þótt langt væri liðið á daginn og ætluðu jafn- vel að halda áfram á sunnudegin- um, ef vel viðraði, sem það sann- arJega gerði. Steinbildur og Leifur renna upp að skrifstofu Samvinnuferðar/Land- sýnar. Mórisunblaðið/KEE. íslenskt par á alþjóð- legu brúðhjónamóti Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn hf., sem annast meðal annars ferðir til Júgóslavíu, á heiðurinn af því að íslensk brúðhjón taka nú í fyrsta skipti þátt í einskonar alþjóðlegu brúðhjónamóti, sem er orðinn árviss atburður í Plitvitze-þjóðgarðinum þar í landi. Þau voru að hreinsunarstörfum við Vesturbergið þegar blm. bar að. Frá vinstri: Guðný Leósdóttir, Gunnar Sigurðsson og Matthías Jónasson. Morífunblaðið/Aífnes. Brúðhjónin sem hrepptu hnossið eru Steinhildur Hildi- mundardóttir og Leifur Ey- steinsson, en þau gengu í það heilaga í mars síðastliðnum og eru bæði ríkisstarfsmenn. Ævintýraferðin hófst í raun- inni í gærdag þegar knallrauður og mátulega virðulegur Chevr- olet-blæjubíll, sem Samvinnu- ferðir-Landsýn höfðu útvegað í tilefni dagsins, flutti þau að skrifstofu fyrirtækisins í Aust- urstræti þar sem þau tóku við farseðlunum og voru kvödd með tilhlýðiiegri viðhöfn. I morgun var svo ætlunin að þau héldu með Arnarflugsvél til Amsterdam þar sem þau munu gista á Victoríu-hóteli og njóta lífsins í tvo daga, en þá liggur leiðin með júgóslavneskri vél til Zagreb í Júgóslavíu og til fundar við hin brúðhjónin í Plitvitze- þjóðgarði. Þetta er einskonar uppbót á hveitibrauðsdagana og sem fyrr segir með alþjóðlegu sniði þar sem brúðhjón úr öllum heims- hornum njóta gestrisni júgó- slavneskra stjórnvalda ásamt nokkrum innlendum pörum út- völdum. Að lokinni þjóðgarðshátíðinni, sem stendur í þrjá daga, halda íslensku gestirnir til liðlega tveggja daga dvalar í Dubrovnik við Adríahaf, sem er einn af þeim stöðum í Júgóslavíu sem Samvinnuferðir-Landsýn bjóða viðskiptavinum sínum í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.