Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. MAÍ 1984 17 f lagi meðLadda Hijóm- plotur Arni Johnsen Laddi, allt í lagi með það, heitir síðasta plata Ladda, Þórhalls Sig- urðssonar undir fullum seglum. Allt í lagi með það er ekki eins fljóttekin og fyrri plötur Ladda, enda ber hann við að fara nokkuð út fyrir hefðbundna gamansemi sína sem er sígild og sérstæð, en flest er gott £ plötunni og ber merki Ladda, en þar sem hann á ba-ði lög og Ijóð er platan best og skemmtilegust. í Vesturbænum, Þú mátt, Andrés Önd, Draumur leikarans, Húsið á sléttunni, Chevy '68 og Nútímastúlkan hún Nanna, með Eiríki Fjalar eru allt dúndurgóð lög og ekki má gleyma hinu vin- sæla lagi Superman sem er skemmtileg dægurfluga. Þórhallur Sigurðsson er sér- stætt náttúrubarn í íslensku menningarlífi, leikari af lífi og sál, og í rauninni kjarabót hvar sem hann kemur fram, því hann laðar fram gleði og jákvætt hug- arfar og slíkt má meta til kjara- bóta þótt það dugi ef til vill skammt fyrir grautnum. Platan Allt í lagi með það er vönduð plata, enda koma góðir tónlistarmenn við sögu og Gunn- ar Þórðarson stjórnaði upptök- unni af alkunnri smekkvísi. Með ólíkindum má telja að Fé- lag íslenskra leikara hefur þrá- ast við að taka Þórhall Sigurðs- son formlega í sínar raðir, en vonandi er slík þröngsýni skammtímavandamál, því auð- vitað skynja okkar góðu leikarar sem í því félagi eru að Laddi á án nokkurs efa heima í þeirra félagi hvað sem líður prófum frá skól- um sem þjálfa upp leikara, en geta þó aldrei gert leikara úr manni sem hefur ekki leiklist- arhæfileika. Það hlýtur að vera erfitt fyrir okkar fáu bráðskemmtilegu leik- ara, eins og Ladda að vera ávallt í sviðsljósinu, og því væri æski- legt allra hluta vegna að veita svo fjölhæfum listamanni öli tækifæri til þess að spreyta sig á fleiri sviðum í þágu Þalíu, slíkt kæmi öllum til góða og myndi stuðla að aukinni gleði og ham- ingju í okkar samfélagi þar sem ekki veitir nú af einhverju hressilegu á meðan aðallega skiptist á hríð og rigning. Það bregst ekki að það er allt í lagi með það sem Laddi gerir og yfirleitt er það frábært eins og í mörgum lögum á umræddri hljómplötu. Ný uppskera NEYTENDUR KAUPMENN INNKAUPASTJÓRAR NÝJU KARTÖFLURNAR eru að koma ísrael Eggert Kristjánsson hf. Sundagöröum 4, sími 85300 ftt*e$tone Traktorsgröfur þurfa hörku r«__ i / # a Og Firestone ATU er HORKU hjólbarði.________________ Sérstaklega styrktur fyrir mikið álag. Aukiö akstursgrip fyrir verk utan vega. Þýðari akstur sem minnkar högg og titring. Breiðari spyrnur sem gefa 58% meiri endingu. Mynstur sem hreinsar sig sjálft. Þeir sem gera kröfur um öryggi og mikla endingu nota Firestone. 9.00-16 10 strigat. kr. 8.382 10.50/80-18 10strigal. kr. 7.813 12.0/12.50-18 10 strigal. kr. 9.547 16.9/14-28 8 strigal. kr. 20.457 18.4/15-28 12 strigal. kr. 37.067 16.9/14-30 10 strigal. kr. 23.724 JÖFUR NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.