Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1984 Reglur HOLLUSTUVERND ríkisins hefur nýlega sent frá sér reglur um garða- úðun, með staðfcstingu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Mið- ast reglurnar við úðun með efnum og cfnasamsetningum í X og A-hætt- uflokkum, en þau efni geta verið banvæn og má ekki kaupa þau eða meðhöndla nema með sérstöku leyfi eiturefnanefndar. Þurfa þeir sem stunda garðaúðun að hafa til þess leyfi Hollustuverndar ríkisins, um- sögn eiturefnanefndar og viðurkenn- ingu heilbrigðiseftirlits viðkomandi sveitarfélags á tækjabúnaði og varn- armiðum sem umsækjandi hyggst nota við úðunina. VARÚÐ - EITUREFNI Um flutning eiturefna segir í reglunum, að þegar slík efni séu flutt á milli staöa í magni sem nemur 1 lítra eða meiru af óþynntri lausn, sé skilyrði að tankur sé tryggilega festur á flutningstækið, að minnst 25 sm bil sé á milli útjaðars tanksins og útjaðars flutningstækis. Þá skulu óþynnt eiturefni, ásamt áhöldum, vera geymd í iæstum skáp á vel vörðum stað í flutningstækinu, en lok tanks vera það sterkt og þétt að tankurinn þoli að velta á hlið- ina, án þess að úr honum leki. Þétt skilrúm sé á milli tanks og stjórn- húss og flutningstækið vera greinilega merkt með orðunum „Varúð - Eiturefni“ utan á bifreið- inni, þannig að vel megi lesa staf- ina úr fjarlægð. UPPLÝSINGAR Á VARNARMIÐUM Um varnarmiða segir, að áður en úðun hefjist skuli varnarmiðar settir upp á áberandi stöðum við alla innganga og stíga á því svæði sem úða skal. Skulu miðarnir vera þannig gerðir að regn eyðileggi ekki lesmálið, minnst 21x14,5 sm Stykkishólmur: Minna af mink í eyjunum StykkLihólmi. 14. nui. VORIÐ er komið og grundirnar gróa. Gróóri hefir farió fram mjög nú það sem af er maí. I>ÓM tvær frostnætur hafi verið, hefir það ekki sakað. Snjór er þó mikill enn í fjöllum, en allir vegir auðir og eru teknir að jafna sig. Áætl- unarbíllinn er á eðlilegum tíma og samgöngur í besta lagi. Baldur hefir þegar hafið sumaráætlun. Ot í eyjar er farið til að gá að hreiðrum og tína egg. Það setur allt- af svip á þennan árstíma. Trillubát- ar hafa verið lagfærðir og grá- sleppuveiði í fullum gangi og þeir sem ég hefi hitt að máli eru ánægðir með veiðina og telja hana með mesta móti. Ég hefi átt tal við nokkra „eyja- menn“. Þar er einnig verið að leita að mink. En flestir telja að minna sé um hann í eyjum en áður og telja að það komi af frostlitlum vetri en snjómiklum. Sem sagt. Ailir eru að búa sig út í vorið og sumarið. Árni Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu á sunnudag um doktorsvörn Garð- ars Viborg misritaðist nafn hans. Hlutaðeigendur eru beðnir afsök- unar á þessum mistökum. um eiturúðun í görðum að stærð, með ljósum grunni og rauðum bókstöfum. Það sem koma skal fram á merkimiðunum er, „Hætta“, yfirskrift með stóru letri, verslunarheiti þess efnis sem úðað er með og heiti virkra efna sem það inniheldur. Nafn móteit- urs. Tímasetning og dagsetning úðunar og það hversu lengi garð- urinn skuli lokaður allri annarri umferð en bráðnauðsynlegri. Þá skal gefa upp nafn, heimilisfang og síma þess sem framkvæmir úð- unina. ÞÖRF Á ÚÐUN METIN Um framkvæmd úðunar segir: „Áður en úðun er framkvæmd skal leyfishafi meta þörfina fyrir úðun. Telji hann ekki þörf á úðun eða einungis þörf á úðun einstakra trjáa og runna, ber hinum að upp- lýsa garðeiganda um það. Áður en úðun hefst skal meta hættuna á því, að úðinn berist annaö, en honum er ætlað. Glugg- ar skulu vera lokaðir og þvottur má ekki vera á snúrum. Barna- vagna og laus leikföng skal setja á óhulta staði. Taka skal fullt tillit til nágrannagarða og umferðar fólks um gangstéttir. ÚÐI FALLI EKKI Á MAT- JURTIR OG LEIKTÆKI Einungis skal úða þegar veður er nægjanlega kyrrt til þess að tryggt sé, að sem minnstur úði berist út fyrir garðinn. Sérstak- lega skal gætt að því að úðinn falli ekki á matjurtir eða leiktæki barna. Við blöndun efnisins skal fara eftir þeim fyrirmælum, er koma fram á merkimiða. óheimilt er að nota sterkari blöndu, en þar er mælt fyrir um. SÉRSTAKUR MAÐUR GÆTI TANKS Þegar tankur með úðunarvökva stendur í meira en 10 metra fjar- lægð frá þeim, er úðar, skal hafður maður til að gæta tanksins. Skal hann sjá til þess að engir óvið- komandi komi í námunda við tankinn og garðinn, meðan á úðun stendur. Að afloknu dagsverki skal ganga tryggilega frá tækjum og eiturefnum. Skulu þau geymd í læstu geymsluhúsnæði, þegar þau eru ekki í notkun. Ef ekki er unnt að geyma tækjabúnaðinn innan- dyra, skulu lokar og slöngur hafð- ar í læstum skáp, þannig að óvið- komandi geti ekki komist í snert- ingu við eiturefnin." Þá eru ennfremur í reglunum greinar um geymslu efna, förgun íláta og losun úðunarvökva og er heilbrigðisnefndum á hverjum stað gert að hafa eftirlit með geymslu leyfishafa, en eiturefna- nefnd tilkynnir hlutaðeigandi heilbrigðisnefndum nöfn og heim- ilisföng þeirra er leyfin hafa. Seg- ir að tæmd ílát, önnur en eiturúð- unarbrúsann, skuli brenna við mikinn hita og helst grafa öskuna í jörð. Bannað er að endurnota tæmd ílát. Um viðurlög gegn broti á reglunum segir, að um mál sem kunna að rísa vegna brota á regl- unum verði farið með að hætti opinberra mála og um refsingar fari samkvæmt 23. gr. laga nr.85/1968 um eiturefni og hættu- leg efni. Bæklingur um skordýravarnir, eiturúðun og aðrar aðferðir VIÐ SKERUM á lífkeðjuna með ómarkvissri skordýraeitrun. Við þöggum niður í fuglasöngnum, kom- um í veg fyrir að blóm frjóvgist og stuðlum að myndun nýrra óvæginna skordýratcgunda, ef við þolum ekki að sjá „pöddu" í görðum okkar. Svo segir m.a. í bæklingnum „Um skordýravarnir, eiturúðun og aðrar aðferðir" sem dreift var um síðustu helgi á stór-Reykjavík- ursvæðinu. Bæklingurinn er gef- inn út af Heilbrigðisráði, Um- hverfismálaráði Reykjavíkur, Mossfellshrepps og Náttúruvernd- arnefndum Bessastaðahrepps, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Seltjarnarness í því skyni að fræða fólk um skordýra- varnir í görðum, bæði hvað varðar val á trjátegundum og eiturúðun. Hafði Kristín Þorkelsdóttir um- sjón með útgáfunni, en ráðgjöf við gerð bæklingsins veittu þeir Jón Gunnar Ottóson, skordýrafræð- ingur og Hafliði Jónsson, garð- yrkjustjóri. í bæklingnum segir að flestir garðar á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum 10 árum a.m.k. verðir eiturúðaðir á hverju vori, án tillits til hvort þess sé þörf, en eiturúðun beinist helst gegn lirf- um þriggja fiðrildategunda, Haustfeta, Víðfeta og Skógvefara, sem leggjast aðeins á ákveðnar trjátegundir. Þá er bent á að flest þeirra efna sem notuð eru hér við úðun séu ósérhæfð, en þau efni skaða öll dýr sem nota efnið acetýlocholin til að flytja boð á milli tauga- fruma, s.s. öll hryggdýr, þar með talinn maðurinn, öll skordýr og ýmis smádýr. En ósérhæfð eitur- efni eru ekki öll að sama skapi sterk. Parathion (söluheiti m.a. Egodan og Bladan), það ósérhæfða eiturefni sem lang mest er notað við garðaúðun hérlendis, er til að mynda mjög sterkt og um 1300 sinnum hættulegra en Malathion, sem notað er í nágrannalöndun- um. í bæklingnum er trjátegundum skipað í fimm flokka, Á, B, C, D og E, eftir því hve mikilar varúðar- ráðstafanir þarf til að verja trén. Þannig eru I A-flokki tré, eins og greni, fura, lerki, þinur, alaskaösp, gjávíðir, gullregn og fleiri, sem engar aðgerðir þurfa, í B-flokki eru tilgreind þau tré sem auðvelt er að verja fyrir fiðrildalifru með því að setja þar til gerða limborða um bol trjánna (15. sept. til 15. nóv.) þannig aö kvendýrin festist í líminu og komist ekki upp í tréð til varps. í C-flokki er trjágróður sem verja má með vetrarúðun (des. til 15. apríl) og eru þar m.a. nefndar allar víðitegundir, allir kvistir, alparifs, rauðber, rósir og lágvaxið birki. Trjágróður sem fylgjast þarf með að vori er tilnefndur í D-flokki og er það birki og allur víðir, nema gljávíðir. „Eiturlyfja- sjúklingar" hafa tré í É-flokki ver- ið nefnd, en þar ræðir helst um brekkuvíðir, sem er mjög lússæk- inn og viðkvæmur fyrir lirfum. í bæklingnum er bent á að stað- setning og umhirða trjágróðurs geti valdið miklum um ásókn skordýra, auk þess sem fólki er bent á að hentugast sé að velja i garða sína tré sem skordýr sækj- ast síst í og leita til sérfróðra manna um leiðbeiningar ef vafi er á hvaða trjátegundir henta best. Vortónleikar í Kristskirkju Tonlist Jón Ásgeirsson Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar stóð fyrir tónleikahaldi í Krists- kirkju sl. sunnudag og söng m.a. mótettuna Jesu, meine Freude, eftir J.S. Bach við íslenskan texta, sem Sigurbjörn Einarsson fyrrum biskup yfir íslandi og Heimir Pálsson höfðu aðlaðað tónferli verksins. Það mátti vel merkja að ungar raddir kórsins réðu ekki yfir þeim styrk að flytja mótettuna með þeim krafti er býr í verkinu, en margt var þar fallega gert og leikandi. Undirleik í mótettunni annaðist Nora Kornblueh á selló og Hrefna Eggertsdóttir á orgel. Festival Te Deum eftir Britten er á margan hátt áheyrilegt verk og var það vel sungið en með kórnum söng Steinunn Þor- steinsdóttir og var undirleikur- inn í höndum Marteins H. Frið- rikssonar. Trúlega hefur höfund- urinn ætlað verkið fyrir drengjasópran, sem færi verkinu mjög vel. Andreas Schmidt söng nokkra þætti úr Biblíuljóðunum eftir Dvorák við undirleik Mart- eins H. Friðrikssonar. Vert væri að hlýða á allt verkið sungnu af þessum efnilega söngvara. Trist- is est anima mea var flutt í tveimur gerðum eftir Poulenc og Kuhnau og söng Ásdís Krist- mundsdóttir einsöng í verki Poulenc. Sami texti er uppistaðan í verki Kuhnau, þrjár raddsetn- ingar söng kórinn á gömlum sálmalögum við texta eftir Hall- grím Pétursson og voru þær unnar af Jóni Nordal, Þorkeli Sigurbjörnssyni og Jóni Hlöðver Áskelssyni, fallegar raddsetn- ingar er kórinn söng mjög vel. Fyrsta verkið á efnisskránni var svo smá mótetta eftir Hans Leo Hassler, sem kórinn flutti mjög Píanó.snillingurinn Jörg Demus lék á laugardaginn var „Impromt- ur“ Schuberts fyrir tónlcikagesti Tónlistarfélagsins. Þessi elskulegu tónverk, sem jafnvel þola það að nemendur hamist á þeim, eru sum hver alls ekki auðveld í leik, en í einfald- leika sínum eru þau uppljómuð af fegurð og lífselsku. Einfald- leiki verkanna byggist á því að kaflaskil eru greinileg og hver kafli eins stefja hugmynd. Úr- vinnsla hugmyndanna er fast mótuð eftir einni leikgerð en samt er þar að finna ýmislegt sérkennilegt, eins og t.d. tónteg- undaskipti, þ.e. hljómskipti er voru á tímum Schuberts ekki al- geng. Kaflaskilin eru oftlega mjög vel undirbúin og jafnframt vandasöm í túikun, er mörgum fallega. Hörður Áskelsson hefur sannað sig sem frábæran stjórn- anda og að sjá þennan kór, skip- aðan ungu söngfólki nær algjör- lega, minnir á það hversu söng- saga íslensku kirkjunnar er ung og mikið verk framundan að vinna, svo að innan kirkjunnar verði sköpuð stór saga á sviði tónlistar, þar sem fólk geti leitað sér mótvægis gegn vélknúinni menningarafsiðun fjölmiðlunar leiksnillingnum sést yfir, en Jörg Demus náði þeim svo fallega og sérlega „andaktinni", augnablik- inu áður en nýja stefhugmyndin birtist, rétt eins og maður haldi niður í sér andanum eitt augna- blik og svo í einni svipan blasir við útsýni hinnar óendalegu feg- urðar. Það sem einkennir leik Jörg Demus er hógværð og hann gerir aldrei tilraun til að sýna sig með því að ofleika, eins og oft má heyra sýningasnillinga gera, t.d. í B-dúr tilbrigðunum og í „forte“ kaflanum í báðum As- dúr Impromptunum. Ges-dúr Impromptan var frábærlega vel leikin en það truflaði nokkuð, að einn hljóm- leikagesta hóstaði heldur ótæpi- lega og ollu viðbrögð píanóleik- arans því að hljómleikagestir tóku til að hlusta eftir hósta nútímans, sem með göldróttum hraða sínum blindar og brjálar fólk, svo að það hleypur beint af augum eftir hvaða tildri sem slegið er upp til að hremma fé, vit þess og frelsi. Þarna á kirkj- an verk að vinna, ekki með því að hneykslast, heldur með því að vinna þau verk sem allar heilvita manneskjur vilja eiga þátt að og finna sig í sér til andlegrar heilsubótar. hvers annars og skima í leit að hóstaranum hverju sinni. Eftir hlé var að mestu hóstafrítt og leikur meistarans glampandi fallegur. Tónleikarnir tóku nokkuð óvenjulega stefnu, því í stað þess að leika aukalög, kall- aði píanóleikarinn upp á sviðið til sín ungan söngvara, sem staddur er hér á landi og þykir um þessar mundir einn efni- legasti ljóðasöngvarinn í Þýska- landi. Hann er nýútskrifaður frá Dietrich Fischer-Dieskau. Þessi ungi söngvari heitir Andreas Schmidt og söng hann nokkur sönglög eftir Schubert. Andreas Schmidt er frábær söngvari og verður fróðlegt að fylgjast með þessum efnilega listamanni, sem rétt rúmlega tvítugur er þegar orðinn svona slyngur í túlkun og meðferð raddar sinnar. Schubert-tónleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.